Tíminn - 12.02.1960, Page 5
TÍMINN, föstudaginn 12, febrúar 1960.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
RitstiCtt-i og ábm. Þórarinn Þórannsson.
Skrifstofur 1 Edduhúsinu við Lindargötu
Simar 18 300. 18 301 18 302. 18 303 18305 og
18 306 (skrifst ritstjórnin og blaðamenn).
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12 323
Prentsm Edda hf.
Árás á samvinnuf élögin
Þegar litið er yfir félagsmálasögu íslendinga síðustu
þrjá aldarfjórðunga mætir auganu margt, sem vert er að
gefa gaum. Ber þar ekki sízt að nefna samvinnuhreyfing-
una, svo gildan þátt sem hún hefur átt í framfarasókn
þjóðarinnar undanfarna áratugi.
Megintilgangur samvinnustefnunnar er sá, að laða
hina efnaminni einstaklinga þjóðfélagsins til samstarfs
um hagsmunamál sín, hjálpa þeim cii að standa á eigin
fótum efnalega og glæða með þeim bann samhjálparanda,
sem er undirstaða sómasamlegrar mannfélagsskipunar.
En einmitt þessi grundvallarhugsjón hlýtur að egna til
andstöðu þá menn, sem líta á mannlegt samfélag sem
eins konar veiðiland, þar sem hver þykist beztur sem nær
til sín sem mestu af þeim veraldlegu gæðum, er allir eiga
þó jafnt tilkall til. Þessir menn hafa með sér harðvítug
stjórnmálasamtök og skreyta flokk sinn með blekkjandi
nafni er þeir gripu af önduðum flokki og óskyldum. Tak-
mark hans er ekki sízt að vinna gegn samvinnunni.
ið land í hverju héraði, við hverja höfn. Fólkið hefur
Þrátt fyrir þessa andspyrnu hafa samvinnumenn sí-
fellt verið að færa út kvíarnar. Hugsjón þeirra hefur num-
ið land í hverju héraði, við hverja höfn Alls staðar var
einhverjum furstum sérhyggjumannanna að mæta. En
víðast hafa þeir hörfað af hólmi, einn af öðrum Enginn
sagði þeim að fara. Þeim var frjálst að halda uppi sam-
keppni við samvinnufélögin, en þeir hafa flestir kosið að
draga sig þangað, sem meiri var veiðivonin. Fólkð hefur
sjálft valið. Það hafði langa og bitra reynslu af því. að
þegar hvað verst gegndi voru sérhyggjumennirnir vísir
til að hlaupast í brott með það fjármagn, sem þeir voru
búnir að sópa saman úr vösum þess fólks, er við þá hafði
skipt, og skilja það eftir á bjargleysu. Samvinnufélögin
aftur á móti lögðu allt sitt fjármagn í viðreisn heima fyrir.
'Fólkið bjó sjálft að framkvæmdum þeirra, átti þær og á.
Þannig hefur þróunin verið. En sérhyggjumennirnir
hugðu á hefndir. Og stundin kom, bandamennirnir fund-
ust, — flokkurinn, sem kennir sig við alþýðuna. ætlar
að hjálpa til þess að reka rýtinginn í bak samvinnufé-
laganna. Samkvæmt efnahagsmálafrumvarpi ríkisstjórn-
arinnar skal þeim ekki lengur heimilt að verja því fé,
sem fólkið hefur sjálft fengið þeim til varðvezlu til um-
bóta í þágu þess heima í héruðunum. Því skal nú að
verulegu leyti rænt og það flutt til Reykjavíkur.
Þannig þykist íhaldið loks hafa náð langþráðu marki.
Fullsnemmt mun þó að hrósa því happi. Þó að þegar sé
búið að sverfa allfast að fólkinu út um land, eru þó tafls-
lokin engan veginn ennþá séð. Og stundum hefur það
hent, að skamma stund verður hönd höggi fegin,
Hreinn þjóínaður
Ríkisstjórnin hefur nú gripið til þess bragðs að gefa
út fyrir ríkisfé áróðursrit. þar sem reynt er með alls
konar blekkingum að fegra efnahagsmálafrumvarp henn-
ar. Rit þetta er sagt gefið út í 40 þús eintökum og er ætl-
unin að dreifa því um allt land. Útgáfa þess mun kosta
marga tugi þúsunda kr., jafnvei hundruð þúsunda króna.
Við því væri ekkert að segja. þótt stjórnarflokkarnir
gæfu út slíkt áróðursrit. ef þeir kostuðu það sjálfir Slíku
er hins vegar ekki að heilsa. Rit þetta er gefið út fyrir
ríkisfé og sjálft skjaldarmerki ríkisms er sett framan á
það til þess að reyna að láta líta úr eins og hér sé um
hlutlausa „hvíta“ bók að ræða.
Þetta er ósvífni og þjófnaður af verstu tegund.
/
'/
/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
/
/
'/
'/
'/
/
'/
‘i
'/
/
/
/
'/
(
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
'/
/
/
/
/
/
/
'/
'/
/
'/
'/
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
/
'/
J
/
'/
/
/
'/
/
'/
/
/
'/
/
'/
/
/
/
/
/
/
'/
/
/
/
/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
/
/
/
'/
'/
'/
'/
ERLENT YFIRLIT
Lange ræðir um alþjóðamál
Ófri($arhættan mun minnka, en mikill vígbúnaður þó haldast um sinn
HALVARD LANGE utan-
ríkisráðherra Norðmanna, fylg-
i- þeirri venju að flytja öðru
hverju í Stórþinginu eins kon-
ar yfirlitsræðu um ástand O'g
horfur í alþjóðamálum. Slíkt er
einnig venja margra annarra
utanríkisráðherra. Lange hefur
fyrir skömmu síðan flutt eina
af slíkum yfirlitsræðum sín-
um og þykir rétt að rifja hér
upp nokkur atriði hennar, þar
sem Lange hefur að baki sér
langa reynslu og nýtur mikils
álits sakir þekkingar sinnar og
kunnugleika á mönnum og mál-
efnum. Hann hefur og jafnan
sýnt gætni og varkárni, þótt
hann hafi fylgt markvissri
st«fnu. Þannig á Lange vafa-
laust einn mesta þáttinn í því,
ásamt Gerhardsen forsætisráð-
herra, að Norðmenn hafa synj-
að Atlantshafsbandalaginu um
herstöðvar fyrir erlent herlið,
enda þótt eigin varnir Norð-
manna séu mjög veikar og veiti
ekkert raunhæft viðnám gegn
skyndiárás. Reyndin hefur leitt
í ljós, að þessi stefna hefur ver-
ið rétt ráðin og án efa skapað
Norðmönnum sterkari aðstöðu
á alþjóðlegum vettvangi en
ella.
LANGE hóf áðurnefnda ræðu
sína með því að segja, að sam-
búð kommúnistaríkjanna ann-
ars vegar og lýðræðisríkjanna
hins vegar myndi setja megin-
svip á alþjóðamálin á þeim ára-
tug, sem nú væri að hefjast.
Líkur bendi til, að samkeppnin
milli kommúnistaríkjanna og
lýðræðisríkjanna verði háð
■stórum meira en áður á sviði
efnahagsmála og stjórnmála,
en hins vegar dragi úr hinni
hernaðarlegu árásarhættu,
sem t. d. hafi hvílt yfir Vestur-
Evrópu á áratugnum, er var að
ljúka. Flest bendi til, að veru-
lega muni draga úr spennunni,
hvað ófriðarhættuna snertir, en
þó megi reikna áfram með
verulegum vígbúnaði í öryggis-
skyni.
Lange taldi að ein ástæða
hlyti að ráða mestu um það
að draga myndi úr stríðshætt-
unni. Langfleygar eldflaugar
og kjarnorkuvopn myndu
sanna mönnum það enn betur
en áður, að enginn gæti hagn-
azt á styrjöld, heldur myndi
hún verða báðum aðilum til
tortímingar. Þetta hlyti að
draga úr stríðshættunni, en þó
því aðeins. að jafnvægi héldist
milli stórveldanna á hernaðar
sviðinu. Ef jafnvægið raskað-
ist, t. d. vegna þess að dregið
yrði úr hernaðarmætti vestur-
veldanna einhiiða, gæti það
haft hættulegar afleiðingar.
Þetta blyti að hafa í för
með sér ástand, sem ýmsum
myndi þykja furðulegt. Á sáma
tíma og heldur drægi úr póli-
tískri spennu mílli stórveld-
anna, yrði samt haldið áfram
miklum vígbúnaði, nema því
aðeins að meiriháttar breyting-
ar verði á sambúð þeirra-
Önnur ástæða, sem myndi
svo ráða miklu um það, að
samkeppnin milli austurs og
vesturs færðist í vaxandi mæli
inn á svið efnahagsmála og
stjórnmála væri sú, að hin
efnahagslega uppbygging í
Sovétríkjunum væri mjög hröð
og áhrifa af því myndi gæta í
vaxandi mæli á þann veg, að
Halvard Lange, utanríkisráðherra.
Rússa myndi . gæta meira og
meira á heimsmarkaðinum.
Sovétrikin myndu ekki aðeins
verða hernaðarlegt stórveldi,
heldur einnig efnahagslegt
stórveldi og það myndi h'afa í
för með sér víðtækar afleiðing-
ar.
LANGE sagði, að milli aust-
urs og vesturs væru ekki að-
eins skoðanalegur, heldur og
hagsmunalegur ágreiningur.
Þessi ágreiningur myndi hald-
ast enn um langa hríð. Það er
ekki annað en óskhyggja, að
þessum ágreiningi verði eytt í
einni svipan. Vandinn, sem
stjórnmálamennirnir þurfa hér
að fást við, verður sá að reyna
að finna leiðir til að leysa
ágreiningsefnin með friðsam-
legum hætti og á réttlátan hátt.
Alveg sérstaka áherzlu bæri
að leggja á réttláta lausn mál-
anna, því að sagan sýndi, að
mál yrðu aldrei leyst varanlega
á annan hátt.
LANGE vék þessu næst að
hinum fyrirhugaða fundi æðstu
manna og viðræðum þeim, sem
senn hefjast um afvopnunar-
málin milli fulltrúa frá ríkjum
Atlantshafsbandalagsins annars
vegar og Varsjárbandalagsins
hins vegar. Hann kvað telja
rangt, að Atlantshafsbandalags
ríkin drægju einhliða úr vörn-
um sínum meðan þessir samn-
ingar stæðu yfir, því að það
gæti veikt aðstöðuna við samn-
ingaborðið.
Margt athyglisvert hefði
komið fram í ræðu Krustjoffs,
er hann flutti á þingi S. Þ á
síðastl. liausti, þótt tillögu
hans um allsherjarafvopnun
bæri fremur að meta sem fram
tíðarmarkmið en framkvæman-
lega skyndiráðstöfun. Einkum
hefði tvennt verið athyglisvert
í ræðunni. Annað var það, að
Rússar féllust nú á að draga
fyrst úr venjulegum vopnabún-
aði en á síðara stigi úr kjarn-
k,*V»V*V»V»V*V»"»
orkuvopnum, öfugt við það> sem
þeir hefðu viljað áður. Hitt
væri það, að þeir heimtuðu
það ekki lengur sem frumskil-
yrði, að erlendar herstöðvar
yrðu lagðar niður, heldur
þyrfti það ekki að gerast fyrr
en á síðari stigum afvopnunar-
innar.
ÞAÐ VERÐUR að vera ófrá-
víkjanleg krafa, sagði Lange,
að ekkert alþjóðlegt samkomu-
lag verði gert um afvopnun,
nema jafnframt sé tryggt nægi
legt eftirlit með framkvæmd
þess. Án þess geta slíkir samn
ingar reynzt haldlitlir. f samn-
ingum um afvopnunarmálin
verða vesturveldin bæði að
sýna varkárni. en líka að forð-
ast óbilgirni. Það má ekki
ganga svo langt, að nauðsyn-
legt öryggi sé skert, en það
má ekki heldur setja svo
ströng skilyrði, að það raun-
verulega loki öllum dyrum og
ekki verði hægt að taka hin
fyrstu skref.
Lange ræddi nokkuð um
samningaviðræður þær, sem
undanfarið hafa farið fram í
Genf milli fulltrúa Rússa og
vesturveldanna um að stöðva
tilraunir með kjarnorkuvopn.
Hann kvað sig undra það, hve
Rússar væru ófúsir til að fall-
ast á eftirlit með neðanjarðar-
tilraunum. þar sem þeir hefðu
fallizt fúslega á nauðsynlegt
eftirlit með tilraunum, er væru
gerðar ofanjarðar eða í loftí.
Von sín væri' sú, að Rússar
féllust einnig á eftirlii með
tilraunum neðanjarðar.
Lange sagði, að Norðmenn
fylgdu í öllum meginatriðum
þeirri stefnu, sem vesturveldin
hefðu markað í Berlínarmálinu,
og mun hann þar einkum hafa
átt við málamiðlunartillögur
þær, sem vesturveldin buðu
Rússum upp á á Genfarfundi
utanríkisráðherranna í fyrra.
Þ. Þ.