Tíminn - 12.02.1960, Page 7
Ríkisst jórnin gefur út áróðursbækl
ing og kostar hann af almannafé
í gær urðu umræður utan
dagskrár í báðum deildum Al-
þngis. Eysteinn Jónsson
kvaddi sér hljóðs utan dag-
skrár í neðri deild og beindi
stuttri og hógværri fyrir-
spurn til ráðherra, hvort á-
róðursbæklingur sá, sem var
útbýtt S Alþingi í fyrradag,
væri kostaður úr ríkissjóði.
Ráðherrar þögðu þunnu hljóði
og endurtók EYSTEINN JÓNS-
SON fyrirspurn sína, en enn
þögðu ráðheirar. í þriðja sinn
kvaddi Eysteinn sér hljóðs og
fékk leyfi forseta til að endur-
taka spurningu sdna. Sagði Ey-
steinn, að það hefði aldrei komið
fyrir áður að ráðherrar neituðu
að svara fyrirspumum sem þess-
um. Sagðist hann ekki draga það
í efa, að ráðherrar myndu svara
þessari spurningu, ef hæklingur-
inn væri kostaður af rikisstjórn-
inni sjálfri eða þeim flokkum, sem
að henni stæðu.
Þetta er ekki skýrsla um efna-
hagsmál, heldur svæsið áró'ðursrit
fyrir þeim ráðstöfunum, er stjóra
in hyggst framkvæma, en væru
mjög umdeildar með þjóðinni. —
Ef þetta yrði látið viðgangast, þá
gæti hver ríkisstjórn gefig út
áróðursrit fyrir stefnu sinni í hin
um ýmsu málum á kostnað al-
mannafjár. — f því sambandi
minntist Eysteinn á bókina, sem
kölluð var Verkin tala, sem gef-
in hefði verið út fyrir 30 árum
síðan, en hún olli miklum deil-
um og síðan hefði engir bækling-
ar af þessu t.agi verið gefnir út
af ríkisstjórnum.
Rakti hann sáðan stuttlega á-
róður þann og blekkingar sem eru
í þessum bæklingi og mótmælti
harðlega þessari útgáfu.
Næstur tók til máls HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON. Mótmælti hann
harðlega þeirri óvirðing, sem
Umræður í báðum deildum utan dagskrár
ríkisstjórnin hefði sýnt Alþingi
með því að neita að svara hóg-
værri fyrirspurn, — fyrirspura,
sem mætti svana með já eða nei.
Taldi hann þessa hvítu bók ein-
hliða áróður og til vanvirðu að
ætla sér að dreiifa henini um
landið á kostnað almennings. —
Kvað Halldór þetta athæfi ríkis-
stjórnarinnar í engu óskylt frí-
merkjamálinu svonefnda, þar sem
farið hefði verið í fjármuna-
hirzlur ríkisins og þaðan teknir
fjármunir ófijál&ri hendi.
ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON
tók mjög í sama streng og taldi,
að ríkisstjórnin hefði farið í fjár-
hirzlur ríkisins og tekið ófrjálsri
hendi fé til útgáfu áróðursins til
frægingar stefnu stjórnarinnar.
Dómsmálaráðherra hefði réttilega
fyrirskipag i'annsókn vegna hins
svokallaða frímerkjamáls, og
væri því ærin ástæða til að
spyrja hann, hvort haun teldi
eldii nauðsynlegt að taka þetta
þjófnaðarimál svipuðum tökum.
Þá stóð BJARNI BEN. loks í
pontu og taldi það furðulegt, að
Framsóknanmenn skyldu vera að
finna að því, þegar s'kýrsla, sem
byggð er á niðurstöðum sérfræð-
inga er send almenningi. Vi'ður-
kenndi h.rnn að bæklingur þessi
væri kostaður af almannafé, en
taldi að Framsóknarmönnum fær
ist ekki að vera að finna að því.
Þeir hefðu staðið að bæklin'gnum
„Verkin tala“ á sínum tíma.
Jóhann Hafstein forseti deildar-
innar vildi nú slíta umræðum, en
gaf Eysteini Jónssyni leyfi til þess
að bei'a af sér sakir.
EYSTEINN sagði, að menn
hefðu oft spurt sig að því, af
liverju fjárlagaræðan væri ekki
gefin út vegna upplýsinga, sem
þar væri að finna um efnahags-
mál þjóðarinnar. Ilann hefði
ætíð svara'3 því til, að enda þótt
Þetta er forsiða bæklings ríkis-
stjórnarinnar um efnahagsmálin. —
Nafnið eitt gefur til kynna, hvern
áróður hér á að bera á borð þjóð-
arinnar — á hennar kostnað.
fjárlagaræðan væri skýrsla um
efnahagsmálin, þá væri í henni
túlkuð sjónarmið viðkomandi
ríkisstjórnar og því væri ósæm
.andi að gefa hana út fyrir al-
mannafé.
Eysteinn kvað bækling ríkis-
stjóinarinnar óþvegin áróður,
enda hefði enginn hagfræðingur
viljað Ieggja nafn sitt við þessa
„skýrslu".
í efri deild kvaddi Ólafur
Jóhannesson sér hijóðs utan
dagskrár og beindi fyrrspurn-
um til ráSherra: 1 Hverjir
væru höfundar þessa bæk-
lings. 2. Hver kostnaður yrði
við prentun og dreifingu þessa
bæklings og 3. Hvar væri að
finna heimild fyrir fjárgreiðsl
um í þessu skyni.
Umræður urðu alllangar og
kvöddu margir sér hljóðs' og stóðu
umræður á annan tíma. Auk
Ólafs töluðu þeir Hermann Jón-
asson, Ólafur Björnsson, Páll Þor-
steinsson, Finnbogi Rútur Valdi-
marss'on, Emil Jónsson, Gylfi Þ.
Gíslason, Sigurvin Einarsson og
Ólafur Thors.
Ólafur Jöhannesson gat þess í
sambandi við útgáfu ritsins „Verk
in tala“, sem mjög var fordæmd á
sínum tíma, að ef rangt hefði
verið að eefa út slíkan bækling
fyrir 30 árum, þá væri ekki síður
rangt að gcfa slíkt rit út nú og
því fremur, ef höfð væru í huga
öll stóryrðin, sem þá voru við-
höfð, en að bera það rit fyrir sig
núna væri götustrákahugsunar-
háttur.
Þá taldi hann það fráleitt af
ráðherrum að líkja útgáfu þessa
bæklings við hvítu bókma, sem
gefin hefði verið út í sambandi
við landheigismálið og dreift er-
lendis. Þjóðin hefði staðig óskipt
að þeim skoðunum, sem þar hefðu
verið túlkaöar gagnvart útlöndum.
Mótmæiti Ólafur harðlega þessu
Iagabroti ríkisstjóraarinnar og
þeirri hlutdrægni, sem í bæklingi
þessuni kænii fram, enda vildi
enginn fræðimaður leggja nafn
sitt við þeim blekkingum, sem í
bókinni eru, enda ósæmandi hverj
um heiðvirðum fræðimanni.
Hermann Jónasson mótmælti
kröftuglega bessari vanvirðu ríkis-
stórnarinriar og minnti á það, að
stjórnarandstöðunni hefði enzt í
mörg ár að fordæma útgáfu á rit-
inu „Verkin tal.a“ á dnum tíma,
en samt bæri ríkisstjórnin þetta
rit fyrir sig núna. Varðandi full-
yrðingar Emils Jónssonar um að
staðið hefði til að gefa út hlið-
stætt rit um efnahagsmál í vinstri
síjórninni, þá sagði Hermann, að
það hefði aidrei komið til mála,
að gefa út rit í þessum anda eða
dreifa því um landið, en hins
vegar hefði komið til tals að láta
fjölrita skýrslur efnahagssérfræð-
inga, erlendra og innlendra, en
þá einungis á þann veg, að sér-
hver sérfræðingur legði nafn sitt
við þann kafla skýrslunnar. er
eftir honum væri hafður. — Rakti
Ilermann síðan sundur blekking-
ar þær, sem í bæklingi ríkisstjóm-
arinnar er og fordæmdi þessi
v.nnubrögð ríkisstjórnarinnar.
Taldi hann, að ef þetta yrði liðið,
gæti stjórnin alveg eins tekið
upp á því, að gefa út „Stjórnar-
blað“ til áróðurs fyrir stefnu
sinni og látið almenning í landinu
borga brúsann.
Páll Þorsteinsson benti á blekk-
ingar og misfærslur ríkisstjórnar-
innar í bæklingnum og fordæmdi
það, með hverjum hætti sú laga-
setning, sem stjórnin hyggðist
fyrir væri sett fram. Þar væri
látið eins og lögin væru þegar
gengin í gildi og engu yrði um
þokað. Væri þa® mikil móðgun við
löggjafarsamkomu þjóðarinnar og
misvirðing á störfum þingmanna
í nefndum og á þingfundum, því
látið er í það skína, að þetta sé
allt þegar endanlega afráðið og í
engu verði hvikað frá þvi, sem
stjórnin hefði ákveðið
ÓLAFUR THORS viðurkenndi
aö ríkisstjórnin væri höfundur
bæklingsins eða skýrslunnar eins
og hann kallaði hann. Ríkisstjórn-
in bæri ábyrgð á þessum bæklingi
og í honum væru skoðanir henn-
ar settar fram, en „stuðst væri
við skýrslur hagfræðinga.“
Finnbogi Rútur atyrti mjög
stjórnina fyrir útgáfu bæklingsins
og taldi hana skýlaust brot á lög-
um. Spurðist hann einnig fyrir
um það hvaðan ríkis'stjórnin hefði
það, að gjaideyristekjur þjóðarinn-
ar hefðu orðið 1466 milljónir
1959. Taldi Finnbogi, að enginn
hagfræðingur eða hagfræðistofn-
un hefði ieyft sér að gefa upp
þessar tölur og taldi að hér væri
(Framh&ld á 15. síðu)
Frumvarpiö er andstætt áframhaldandi uppbyggingu
iandsins og mun hefta framfaragöngu þjóðarinnar
Stuttur útdráttur úr ræðu Skúla Guðmundssonar
framsögumanns 1. minnihluta fjárhagsnefndar
Efnahagsmálafrumvarp rík-
isstjórnarinnar var tii 2. umr.
í neSri deild í gær. Skúli Guð-
mundsson skilaði séráliti um
frv. og flutti fyrir því mjög
glögga og greinagóða ræðu.
Fer örstuttur útdráttur úr
henni hér á eftir.
Ræðumaður vék fyrst að Útflutn
ingssjóði og rakti sögu hans bæði
að því er snerti tilgang hans og
afkomu á undanförnum árum.
SamkVi upplýsingum, sem fylgja
frv. nam halli Útflutningssjóðs á
árinu 1959 u.m 180 millj. Fjárm.rh.
hefði þó upplýst. að hallin.n væri
oftalinn um 30 millj.. Uin sl. ára-
mót hefðu hvilt á sjóðmmi kröfur
er námu 70 millj. Hvað ríkissjóð
áhrærði þá hefði fjárm.rh. upplýst
að greiðsluafgangur hans hefði
numið 8 millj. En þá hefði verið
notaður 435 millj. kr. greiðsluaf-
gangur frá fyrri tíð-
En hvað þyrfti þá að gera til
þess að ríkissjóður geti verið halla
laus og Útflutningssjóður gegnt
hlutverki sínu? Ríkisstjórnin
hefði lýst yfir að ekki þyrfti að
gera sérstakar ráðstafanir vegna
stærstu greinar útflutningsfram-
leiðslunnar en einnhvað þyrfti að
bæta liag togaraútgerðarinnar og
síldarútvegsins. Sýndist því hægt
að leysa málið fyrir árið án þess
að leggja út í stórbreytingar.
Andstæð uppbyggingar-
stefnunni
Með frv. sínu væri ríkisstjórnin
að taka upp nýja þjóðmálastefnu,
fullkomlega andstæða þeirri, sem
fylgt hefði verið undanfarin ár.
Kjördæmabreytingin hefði verið
undirbúningur þeirrar stefnubreyt
ingar. Byrjað hefði verið á fram-
kvæmd stefnunnar í fyrra þó í
smáum stíl miðað við þau her-
virki, sem nú væru boðuö. Miklar
framkvæmdir hefðu verið á öllum
sviðum undan farin ár. Þjóðinni
stórfjölgaði með hverju ári. Því
væri það nauðsyn að byggja land-
ið allt, nytja gæði þess alls staðar.
Til þess þyrfti að skapa fullnægj-
andi skilyrði og viðhalda þeim.
Grundvöllur þess væri jöfnun lífs-
kjara og aðstöðu fólksins hvar
sem það byggi- Boðskapur frv.
gengi þvert á þessa stefnu. Það
boðaði samdrátt, minnkandi opin-
beran stuðningviðframfaramálin.
— Allar aðkeyptar vörur stór-
hækkuðu í verði. Vextir ættu að
hækka og sljórnin að fá heimikl
til þess að kveða á um vaxtakjör
og lánstíma hinna ýmsu sjóða, sem
veitt hafa hagstæð lán til nauðsyn
legustu framkvæmda í landinu.
Aidrei hefði nein ríkisstjórn seilzt
eftir slfkri heimild fyrr.
Þá ætti að skylda sparisjóði til
þess að leggja nokkuð af fé sínu
inn í Landsbankann. Sú heimild
hefði verið til en aldrei notuð.
Starfsemi sparisjóðanna hefði ver
ið þýðingarmikil fyrir byggðariög
in. Undantekningarlítið hefði
þeim verið stjórnað gætilega og
skynsaonlega. Á því yrði varla
breyting til bóta en hitt víst, að
fjármagn þeirra kæmi í minna
mæli byggðariögunum að notum
en verið befði.
(Fmnhdd á 15.