Tíminn - 16.02.1960, Síða 4

Tíminn - 16.02.1960, Síða 4
4 T f MI N N, þriUJndaginn 18. febráar 1988. 4. AÍ$U HORNIÐ Þekktur kvenrithöfundur, sem er gift og tveggja barna móðir hefur skrifað ástarsögu sem hún nefnir „Andlitið í speglinum“ og sent hana til stórs kvennablaðs, sem er gef- ið út í 3 milljón eintökum. Handritinu var skiiað aftur. Lord Beatty og hin átján ára gamla brúður hans. Þokki gráu háranna Ritstjórnir gerði þá athuga- semd, að sagan væri ágæt, en það væri ófær endir, að hin nítján ára gamla söguhetja giftist snotr- um ungum manni sem elskaði hana heitt. Hún mætti giftast manni yfir 35 ára aldri og þá myndi fólk fremur kaupa söguna. Ritstjórn timaritsins hefur látið svo ummælt síðar: Við þessu er ekkert að gera, svona vilja lesend- ur hafa hlutina nú á dögum. Sög- unni var breytt. Hún hefur verið prentuð og hetjan er nú fertug. Annar kvenrithöfundur, sem hefur skrifað 70—80 bækur ber vitni um það, hvert stefnir. Betri elskhugar Hún segist aldrei hafa haft hetj- ur sínar mann á bezta aldri. Það ei staðreynd segir hún að ungu stúlkurnar á vorum dögum hafa lítinn áhuga á jafnöldrum sínum. Hinir eldri segir hún, eru betri elskhugar, hafa meira sjálfstraust, meiri sjarnia, reynslu og meiri fjárráð. Fegurðardrottning Winnipeg-borgar Þessi mynd er af ungfrú Heath er Öldu Sigurðsson, en hún var kjörin fegurðardrottning Winni- peg-borgar fyrir skömmu. Hún er dóttir Jóhannesar Sigurðssonar deildarstjóra hjá Eaton-félaginu í Kanada og konu hans Bergljótar Guttormsdóttur, Guttormssonar skálds. Heaher stundar háskóla- nám í söng og þykir efnileg söng- kona. Hún er 19 ára að aldri. Táknrænt dæmi í Bandaríkjunum hefur lengi verið þekkt fvrirbæri sem nefnist „The cult of the grey haired man“. Sagan um ást hinnar sautján ára gömlu Beverley Adlands á Errol Fiynn er táknræt dæmi. Brezk blöð halda þvi fram, að tir 'ðsla ungra stúlkna á mönnum sein eru lítið eitt farnir að grána í vöng- um sé mjög algeng í Stóra-Bret- Iandi. Svo líður varla vika að blöðin geti ekki um hjónaband milli ungra stúlkna og eldri manna. Það er ekki langt síðan hinn 54 ára gamli Lord Beatty, sonur sjóhetj- unnar, einn ríkasti maður Eng- lrnds var á forsíðum allra blaða. Brúður hans var átján ára gömul. Miklar deilur Allur þessi gauragangur hefur vakið miklar deilur og enska kirkj an hefur látið til sín heyra i litl- um bæklingi, sem nefnist „Hinn miðaldra maður“. Bæklingur þessi er skrifaður af þekktum sál- fræðingi, sem nefnist Fred Torrie og tekur hann vandamálið til ræki- legrar meðferðar. Hann heldur því fram, að sá tími komi í lífi hvers manns, að honum finnist að öll æska sín sé glötuð Honum fellur ekki vel að hár hans skuli tekið að grána. Hann byrjar kannske að drekka og það hjóna- band, sem hann lifir í, hangir á biáþræði. GlötuS æska Hann reynir að geyma mynd af konu sinni. sem hinni ungu brúði, en þegar ruanveruleikinn rann ur upp fyrir honum sér hann að einnig hún er tekin að eldast. Nú fer hann að leita að einhverri, sem er á sama aldri og kona hans var er hann kvæntist henni. Hann stendur í þeirri meiningu að slík slúlka muni vera hin sanna gyðja, sem getur fært honum aftur glat- aða æsku. Dr. Torríe skrifar að þetta sé allt því að kenna, að maðurinn, sem er kominn yfir fertugt neitar að viðurkenna að hann er að verða gamall. í huga hans myndast ýms- ir hugarórar frá þeim tíma er hann var sjálfur ungur. Hann reyn ir að sannfæra sjálfan sig um að það, sem hann óskaði sér er hann var ungur: hamingju, ást. viður- kenningu og heilbrigt kynferðis- lif hafi hann farið á mis við, af því að hann sá ekki drauma sína raRast hjá konu sinni. í hinum vestræna heimi kunna menn ekki að taka aldrinum með sama jafnaðargeði og Austurlanda búar, segir dr. Torrie. Aðvörun um stöSvun atvinnurekstrar vegna vanskila á sölu- skatti, útflutningssjóðsgjaldi, iögjaldsskatti og far miSagjaldi. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim- ild í lögum nr. 33, 29. maí 1958, verður atvinnu- rekstur þeirra fjrrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt, útflutningssjóðsgjald, ið- gjaldaskatt og farmiðagjald IV ársfjórðungs 1959, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtuin og kostnaði Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar. Arnar- hvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 15. febr. 1960. Sigurjón SigurSsson. ÁTTHAGAFÉLAG STRANDAMANNA Árshátíð verður að Hlégarði laugardaginn 20. febr. kl. 7 síðdegis. Miðar hjá Magnúsi Sigurjónssyni. Lauga- vegi 45 fyrir félagsmenn til fimmtudagskvölds. Stjórnin •V‘V*VX*X*VV»V*'V«X*VV‘\.»‘ F ramsóknar- vistarkort fást á skrifstofu Framsókn- arflokksms i Edduhúsinu. Sími 16066 Við kaupum GULL Jón Sigmundsson Skartgripaverzlun Laugavegi 8 Kennsla í þýzku. ensku frönsku, Sigurðu* Ólason og Þorvaldur Lúðvíksson sænsku dönsku bókfærslu og reikningi. Harry Vilhelmsson Kjartansgötu 5 Sími 18128 Málflutningsskrifstofa Austurstræti 14. Símar 15535 og 14600. Rafmagnsrör Höfum ennþá fyrirliggjandi stál- og plaströr 5/8. RAFRÖST H.F. Þingholtsstr. 1. Sími 10240. Atvinna Vetrarmann vantar á stór- býli í Húnavatnssýslu Upp- lýsingar í síma 35452 Notað mótatimbur 2500 fet, til klæðningar á þak óskast keypt Uppl. í síma 36085 eftir kl. 7. Lítil dráttarvél óskast til kaups. Tilboð um verð, stærð, aldur og gerð, sendist ’ pósthólf 1166, Reykjavík v*x.*v*v*v*v*v*v*v*v*v*v*v*v Kyn ning Tuttugu og tveggja ára , piltur í góðri atvinnu óskar eftir sambandi við stúlku, sem hefur áhuga á að stofna heimili. Fyllstu þag- mælsku heitið. Tilboð send- ist blaðínu merkt „Trúnað- ur—1237“ Bifreiðasalan Ingólfsstræti 9 Sala er örugg hjá okkur. Símar 19092 og 18966. Pússningasandur Aðeins úrvals pússninga- sandur. Gunnar Guðmundsson Sími 23220 100 mismunandi frímerki frá mörgum löndum + 5 aukamerki sendum vér í staðinn fyrir 50 íslenzk not uð frímerki (afklippur af bréfum). ASÓR Pósthólf 1138 Reykjavík B R A U N rakvélar Verð kr 412,00. Varahlutir fyrirliggjandi í allar gerðir. Viðgerðaþjónusta. RAFRÖST H.F. Þingholtsstr. 1. Sími 10240. •V*,V*V*‘V*V*V«V*V*V*V*V*V*V*V Hughellar þakkir færum við öllum, sem sýndu vináttu og hlýhug vi8 andlát og jarSarför konu minnar og móSur okkar, Sigríðar Sigurðardóttur frá EskifirSi. Sérstakar þakkir færum vi8 læknum og starfsfólki FjórSungs- sjúkrahússins í NeskaupstaS fyrir umhyggju vi8 hina látnu í bana- legu hennar. Björgólfur Runólfsson, Hulda Björgólfsdóttir, Bergur Björgólfsson. Þökkum samúS og alla hjálp viS andiát og útför Önnu Sigríðar Jóhannsdóttur fyrrum IjósmóSur. Jónína Kristjánsdóttir, Halldór Andrésson, Andrés Markússon. Innilegar þakkir fyrir auSsýnda samú'ð og vinarhug viS andlát og útför föSur okkar, tengdaföSur og afa, Guðmundar Rósmundssonar, frá Urri'ðaá. Sigrún Guðmundsdóttir, Ágúst Hróbjartsson, Hrafnhildur Eyjólfsdóttir, Rósmundur Guðmundsson og barnabörn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.