Tíminn - 16.02.1960, Síða 9

Tíminn - 16.02.1960, Síða 9
TfMINN, þriTJJudaginn 16. febráar 1960. 9 starfa ári6 1949. HafSi verið unniö aC framkvæir.dum og undirbúningi vi8 þá stöð frá því árið 1941. Þótti mönnum þær áætlanir bera vott um mikinn stórhug og það ekki að ástæðulausu þá. Stærð stöðvar- innar var nefnilega miðuð við það, að hún yrði ekki fullnotuð fyrr en um næstu aidamót, miðað við svip- aða aukningu mjólkurneyzlunnar er orðið hafði á árunum fyrir styrjöldina. Þær áætlanir hafa all- ar ruglazt svo rækilega vegna auk- innar framleiðslu og afurðasölu um leið, að stöðin er nú þegar crðin of lítil og þarf stækkunar við. Leyst var úr brýnustu þörfinni með því að rýma efstu hæð bygg- ingar stöðvarhússins, en þar voru skrifstofur. Voru þær fluttar á þak hæð, sem byggð var ofan á brauð- gerðarhús stofnunarinnar. Frekari Úr vélasal Miólkurst-öSvarinnar stækkunar er svo þörf en í því sambandi hafa risið upp vanda- mál um umferð og aðkeyrslu til stöðvarinnar, ef lóðir Samsölunnar verða frekar en nú er nýttar undir r.ýjar byggingar. Aka dagloga með vöru á 220 staði Á degi hverjum er unnið um- fangsmikið starf við dreifingu mjólkur á verzlunarsvæði Mjólk- uisamsölunnar. Segja má að dagurinn byrji með þvi að mjólk og skyri er ekið frá mjólkurstöðinni á degi hverjum til eitt hundrað mjólkur- og brauð- búða og jafnframt á 120 aðra staði t;l stofnana, sjúkrahúsa, veitinga- húsa og stórra fyrirtækja. Mjólk- urbílarnir eru 20 talsins og þeir hefja morgunferðir sínar klukkan sjö á morgnana. Af þessum 100 mjóikur- og brauðbúðum rekur Mjólkursamsalan sjálf 51. Sjá um mjólkursölu til 101 þúsund manns Á verzlunarsvæði Mjólkursam- sölunnar búa um 101 þúsund manns, eða bróðurparturinn af öllum íslendingum, sem taldir eru r,ú um 170 þúsund eins og kunn- ugt er. Þegar samsalan tók til starfa var sölusvæði hennar aðeins bundið við Reykjavík og Hafnar- fiörð með um 26 þúsundum íbúa. Miólkurneyzla á íbúa var 0,58 lítr- ar á dag, þegar samsalan tók til starfa, en nú er hún 0,93 lítrar. Er þessi mjólkurneyzla meiri, en í nokkru öðru landi, sem skýrsl- ui kunna frá að greina. Mjólk í pappaumbúSum Mjólkursamsalan hefur jafnan reynt að fylgjast með þeim fram- förum, sem verða á sviði mjólkur- dreifingar, en erfiðar aðstæður hér á landi valda því að ekki er alltaf hægt að taka upp allar nýj- ungar, sem til bóta þykia horfa jafnóðum og þær Koma fram. Þannig var af styrjaldarástæðum eKki hægt að koma við sölu flösku mjólkur um skeið, en nú er nær öl' neyzlumjólkin til heimila seld í flöskum. í haust var tekin upp sú nýjung að selja mjólk í sænskum pappa- umbúðum. Hefur það gefizt vel, þótt aðeins litill hluti mjólkur- sölunnar fari þannig fram. Valið var sænskt fyrirkomulag á þessum umbúðum, hyrnulagaðar, vegna þess að það voru hagkvæmustu umbúðirnar, sem völ var á miðað við verð og tilkostnað við pökkun mjólkurinnar á þennan hátt. Varðandi heimsendingu mjólk- ur, sem margar húsmæður í Reykjavík og jafnvel víðar hafa á- huga á, sagði forstjóri Mjólkur- samsölunnar, að það fyrirkomulag væri þæði erfitt og mjög dýrt neyt endum, eins og sakir standa hér á landi um allan tilkostnað og vinnu. Víða um lönd teldu menn þetta einnig orðið of dýrt fyrir- komulag. Höfðu næga mjólk í 72 daga og komu heim með afgang Framtíðin mun e.t.v. verða sú, af sala mjólkur gæti átt sér stað í miklu stærri kaupum en gert ei ráð fyrir með daglegri af- greiðslu. Nýjar umþúðir mjólkur gera það að verkum að með fryst- ingu er hægt að geyma mjólk mjög lengi án skemmda. Hefur Mjólkursamsalan hér reynt þessa nýju aðferð með góð- um árangri. Skip, sem fór til Arg- entínu héðan hafði meðferðis nijólk í hyrnum. sem hfaði verið frysft og var geymd í kæligeymslum skipsins á leiðinni. Skipið va 72 daga í þessari ferð og skipverjar notuðu eingöngu þessa frystu mjólk á hyrnunum og áttu af- gang þegar heim kom. Reyndist þessi mjólk í alla staði hin prýði- legasta og fann enginn mun á mjólkinni sem úr Argentínuferð- inni kom og annarri nýmiólk. Þegar frystikistur verða orðhar til á mörgum heimilum virðist opnast leið til mjólkurkaupa í siórum stíl fyrir heimili. er það vilja og geta og þá yrði auðvelt um heimseudingu mjólkur. sem nægja myndi heimilinu í tvær til fiórar vikur. Nýtt heitingapláss Hraðifrystihúsið Norðurtanginn h.f. fsafirði hefur tvö undanfarin ár unnið ag byggingu stórhýsis við Sund'Stræti. Húsið er 12x20 m. að stær'ð, tvær hæðir með pt>rtrisi, og allt úr steinsteypu. Á neðri hæð eru fjórir rúmgóð ir byggingaskúrar, en bak vig þá er frysti'geymslurúm fyrir beitt- ar lóðir og einnig á hæðinni fisk verkun með fullkomnum tækjum. Á efri hæð er geymsla fyrir ýmsan útbúnað fyrir fjóra báta, og stór salur, og risið er enn ó- ráðstafað. Með þessarí þyggingu hefur Norðurtanginn h. f. bætt úr brýnni þörf báta hér, því mikil vöntun er á nýjum beitingapláss um. trúa á fyrirgefningu synd- anna. Þær syndir, sem grimmd mannanna og smá- sálarskapur dæmdi harðast, taldi hann smámuni hjá öör um verri, svo sem harðúð hugarfarsins, kúgun og yf- irgang sem einn maður hefði í frammi við annan. „Ég þekki engan kristindóm og engan fagnaðarboðskap annan en frelsið,“ segir hann, og það er hans inni- legasta skoðun, að allt W sé heilagt og ekkert sé synd- samlegt við eðlilegar til- heigingar manna. Bæling þeirra skapi miklu fremur óhamingju. í Paradís frels- isins er ástin hið eina áríð- andi boðorð, og vissulega mundi Blake aldrei hafa fallizt á þann mismun á Er- os og Agape, sem sænskir biskupar fundu upp seinna, og þóttust gera mikla upp- götvun í guðfræði. Allt er lítið á jörðu nema grimmd- in og heimskan. Og það sem mestu máli skiptir af öllu: kærleikurinn, er kúldaður og einokaður, yfir honum vakað af öfundsjúkum og grimmum hræfuglum hræsn innar og smásálarskaparins, unz hann verður feiminn og uppburðarlaus, eins og hann skammist sín fyrir sjálfan sig. Því fór auðvitað víðs fjarri, að Blake væri nokk- ur siðleysingi, þó að skoð- anir hans stingju í stúf við hefð og tízku samtímans Hann var iðjusamur maður sístarfandi að list sinni og lifði í sjöunda himni henn- ar: „Engillinn, sem kom að vöggu minni mælti: „Litla vera, sköpuð til yndis og fagnaðar: Stattu upp og elskaðu, þó að enginn leggi þér lið á jörðu.“ Og í annað sinn mælti hann fyrir munn Albionsdætra: „Rísið upp og lyftið yðar ljómandi vængjum, syngið um æskugleði yðar, rísið og bergið fagnaðar- full, því að allt, sem lifir, er heilagt." Enn mælti hann: „Ef vér gerðum hreint fyrir dyrum vitundar vorrar, mundum vér skynja alla hluti eins og þeir raunverulega eru: eilíf- ir.“ Og bæn hans var þessi: „Ó frelsari, hell þú yfir mig anda hógværðar þinnar og mildi. Eyddu sjálfselsku minni, og vert þú fyrir mér allt í öllu. Stýr hendi minni.“ Það var endurfæðing sáln- anna og umsköpun hins jarð neska lífs, sem vakti fyrlr Blake. Og þó að honum gæti vitanlega skeikað eins og öðrum dauðlegum mönnum, var hann hjartahreinni og hógværari flestum samtíma- mönnum sínum, svo fjölhæf ur listamaður, að undrum sætir, og jafnframt gæddur skyggni spámannsins. Þessi ljóð, sem Þóroddur Guðmundsson hefui- íslenzk að, orti Blake um þrítugs- aldurinn, og eru þau af mörgum talin einna snilld- arlegust af Ijóðum hans, enda oftast tí’ '....ntnað Þessi ljóð eru á margan hátt sérstæð. Þau virðast vera einföld að gerð og yfir þeim hvílir yndisleikur, sem minn ir á sönglist. í Söngvum sakleysisins er túlkuð á bjartsýnan hátt sakleysi og gleði barnsins. Lífið er yndislegt, hvort heldur það er líf manna eða málleysingja. Englar standa vörð yfir vöggu hvítvoðungs ins, og í hjörtum mannanna ríkir: mildi, friður, misk- unn, ást. Lambið er hér tákn þessa grunlausa sakleysis. Þetta stórfræga kvæði hljóð ar þannig í þýðingu Þór- odds: Veiztu hver á verði vakir, hver þig gerði, litla, hvíta lambið mitt, leiddi þig um engið sitt, gaf þér líf og gaf þér mat, gaf þér mjúka ull í fat, svona bl'ðan barnaróm, berjahlíðum glaðan óm? Veiztu hver á verði vakir, hver þig gerði? Lamb mitt, satt ég segi, svo þú gleymir eigi: Lamb hann nefnir sjálfan sig, sama nafni eins og þig, miskunnsamur, mildigjarn. mannsins son, er gerðist barn. Nafn hans berum bæði trú. barnið ég og lambið þú. Góður guð þig blessi' Góður guð þig blessi! Þetta kvæði er dæmi um hinn fagnaðarljúfa blæ, sem hvílir yfir Söngvum sakleys- isins. En í Ljóðum lifsreynsl unnar kemur annað hljóð 1 strokkinn, og önnur ugg- vænlegri rödd heyrist. Hér er það ekki lambið, sem er bæði ímynd skaparans, barnsins og skepnunnar, heldur er það tígrisdýrið í skóginum, fagurt og ægilegt í senn, sem er tákn háskans, er hvarvetna liggur I leyni í tilverunni: Ljónabróðir, logi þinn læsir sig um myrkviðinn. Hann, sem skóp þig, hugar frýr, hræðilega kynjadýr. Nú er hin guðlega mynd mannsins búin að fá illúð- legra útlit: í hjarta manns er harðúð grimm, og hræðslu speglar auglit manns, en geymir ógn hans guðleg mynd, og gervið dylur launung hans. í þessum flokki er hvert kvæðið öðru snillilegra, er spegla angist skáldsins yfir grimmd mannanna, heimsku og þjáningum, og þeim hætt um, sem hvarvetna bíða hins saklausa barns: Fluga, Eiturtré, Sjúka rósin, Glötuð stúlka, Sótarinn, Kærleikans garður. Öll eru þessi kvæði snillileg En þó kemur sam- þjáning hans með öllu mann legu lífi ef til vill hvergi skýrar í ljós en í kva>ðinu Lundúnaborg, þar sem hon- um virðist hvert andlit, sem hann mætir, markað brest- um, kvöl og sorg: Hve sótaranna sorgarljóð þeim svörtu kirkjum valda beyg, og raunadátans dreyraflóð sem dögg á hallarmúra seig. Þó glymur meir en grátur sár það gleðikvenna blót og ragn, . er svívirt hefur saklaus tár og sent í dauðann brúðar- vagn. Þó að kvæðin sýnist vera einföld að gerð, leyna þau margslunginni hugsun, og verða lesandanum ógleym- anlegt viðfangsefni. Þýðing- in er án efa mjög vandasöm, þar sem oft getur verið vafa undirorpið, hvað fyrir höf- undinum vakir. En þýðing Þórodds er gerð með frá- bærri alúð og vandvirkni, og ljómandi fallega gengið frá allri útgáfunni. Myndir af listaverkum Blakes prýða bókina. Þetta er ein af þeim bókum, sem mönnum verð- ur því kærari sem þeir lesa hana oftar. Enginn, sem bókmennt- um ann, getur látið William Blake fram hjá sér fara. Hann er eitt af merkileg- ustu skáldum allra alda og jafnframt einn af furðuleg- ustu persónuleikum, sem nokkru sinni hafa gist þessa jörð. Benjamín Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.