Tíminn - 16.02.1960, Qupperneq 14
14
TÍHINN, þriðjndaglnn 16. febrúar 1960.
Hann sá, að þetta var rétt
ráðið, og kvaðst fús til að
flytja hann heim til sin, jafn
skjótt sem hún væri tilbúin.
Að svo mæltu gekk hann ofan
í bókastofuna og gekk þar um
gólf meðan systir hans var
að búa si'g; var hann að velta
því fyrir sér, hvemig bezt
yrði ráðið fram úr vandræð
um hennar, en gat ekki kom
izt að neinni niðurstöðu í svip
inn. Hins vegar datt honum
ekki í hug að álasa Marteini,
þvi hann þekkti hann ekki að
öðru e nöllu góðu, og vissi, að
ást hans til Rósamundu var
hrein og fölskvalaus.
Um síðir kom Rósamunda
ofan ti'l hans og var þá ferð-
búin. Var hún mjög tekin til
augnanna og föl yfi'rlitum.
— Eg sendi Jessie heim á
búgarðinn með það helzta,
sem mig vanhagar um, sagði
hún. en hitt annað, sem ég á
eftir hér sendlir ráðskonan
mér sefnna. En nú er vagninn
tilbúinn, Guy, og ég vildi helzt
komast af stað strax, ef þér
sýnist svo.
Hún bað hann að riða á
undan til að gera föður þeirra
aðvart, og segja honum frétt
irnar, en sjálf ók hún í vagn
inum og fannst henni í þetta
skipti leiðin bæði löng og
þreytandi, þegar hún rifjaði
upp með sér allt, sem á und-
an var gengið. Og gat hvergi
séð rofa til fram undan sér.
Faðir hennar beið í and-
dyrinu og tók á móti hennl
þar. Fannst honum eins og
henni, að öll hamingja henn
ar væri' nú á enda, og að hvor
ugur þeirra feðga væri þess
megnugur að bæta henni
harma sína.
Hann breiddi út faðminn
á móti henni, og vafði hana
að sér, eins og hún væri ang
urvært barn, en hún losaði
sig úr faðmlögum hans og
mælti stillilega:
— Eg ætla að komast upp
í herbergið mitt, faðir minn,
með þínu leyfi' — upp í gamla
herbergið mitt.
Hún var enn þá fölari á
yfirbragð, en hafði annars
ekki fleiri orð um þetta. Var
hún svo í þann veginn að fara
upp, þegar einn skógarvörður
inn sást koma hlaupandi upp
stíginn að húsinu, byssulaus
og berhöfðaður, og var Rósa
mundu, þrátt fyrir sorg sína
hálfgerð forvitni á að vita,
hverju þetta sætti. — Það
gat máske verið eitthvað Mar
teini viðkomandi. Maðurinn
hljóp upp riðið, en þegar að
hann kom auga á Rósa-
mundu þá hikaði hann, eins
og honum væri ekki um að
segja fréttimar í návist henn
ar, en hún varð þá fyrst til
að yrða á hann.
— Hvað gengur á, Bames?
spurði hún. Tók hún þá ertir
því að maðurinn virtist vera
mjög óttasleginn, svo að hún
greip I handlegginn á honum
og spurði enn íremur: Hefur
nokkuð komið fyrir herra —?
Skógárvörðurinn leit á þau
Rósamundu og föður hennar
á víxl, og vissi ekki hvernig
hann átti að snúa sig út úr
þessu, en Rósamunda tók
fastar um handlegginn á hon
um og sagði:
— Fyrir Guðs muni, segið
þér mér hvað fyrir hefur kom
ið! Er það nokkuð viðkom-
andi manninum mínum?
Hann vék sér nú að Sir
Ralph og svaraði í hálfum
hljóðum:
— Eg kom til að segja yður
frá hræðilegum atburöi sem
orðið hefur í skóginum.
Slr Ralph leit snöggvast á
dóttur sína, en sá, að hún var
staðráðin í því, að heyra hvað
maðurinn hafði að segja.
Skógarvörðurinn stundi
þungan og hélt áfram:
— Það er voðalegt herra.
En þeir eru búnir að taka það
og flytja það á brautarstöð-
ina í Greymere, og lögreglan
er á leiðihni hingað, alveg á
hælunum á mér.
—Við hvað ei'gið þér? spurði
Rósamunda og varð enn föl-
ari en áður. Hvað er voðalegt
— og hvað hafa þeir flutt á
brautarstöðina?
— Kvenmann skal ég segja
yður ungfrú, svaraði maður-
inn í mikilli geðshræringu.
Eg varð fyrstur til að finna
hana í morgun, liggjandi á
grúfu í pollinum, rétt hjá
herragarðinum — og það
hafði verið skotið í bakið á
henni.
Guy Fieiding hafði staðið
hjá þeim allan tímann og gat
hann varla varizt því að æpa
upp yfir sig. Honum flaug þeg
ar í hug óttaleg grunsemd, en
það vildi hann um fram allt
ekki láta systur sína vita um.
Lagði hann því ekkert til mál
anna, en faðir hans sagði:
— Dauður kvenmaður! —
myrtur! Guð komi ti'l. Segið
mér nú allt eins og er, Bar-
nes.
Það er nú ekki mikið að
segja, svaraði maðurinn í öng
um sínum. Eg var að ganga
um veiðilandið snemma í
morgun, og varð gengið fram
hjá pollinum, og sá þá eitt-
hvað út í honum miðjum, en
mér brá heldur en ekki í brún
þegar ég gætti betur að, og sá,
að þetta var kvenmannslík,
sem lá þar á grúfu í vatninu.
Eg tók til fótanna og kallaði
á hjálp, og rakst þá á Crock-
er lögregluþjón í trjágöngun-
um. Hann sneri aftur með
mér, og gátum við svo í sam-
einingu dröslað henni á land.
Hún var steindauð — dauð
fyrir mörgum klukkutímum,
að Crocker sagði. Hann skoð
aði líkið meðan ég hljóp eftir
börum og mannhjálp, og því
næst báru þeir hana til Grey
mere. Eg fór með þeim, og
þegar ég heyrði að lögreglu-
þjónninn sagðist ætla að snúa
sér til yðar, sem næsta yfir-
valds, þá hljóp ég hingað á
undan til þess að gera yður
viðvart
— Já, einmitt það, sagði
Sir Ralph og strauk ennið.
Hann var að furða sig á hvern
ig þessir óhappaatburðir ræki
hvern annan.
— Hvernig var þessi kven-
maður í hátt? spurði Rósa-
munda.
Eftir því sem mér sýndist,
ungfrú, sagði Barness — hann
mundi ekki eftir því í augna
blikinu að hún var gift — þá
var hún dökk yfirlitum og
hafði hringi í eyrum og þess
háttar dinglumdangl. Eg held
helzt að hún hafi verið út-
lend.
Rósamunda slepptl takinu
á handlegg hans, rak upp lágt
vein og féll í aungvit í annað
sinn þann daginn.
— Þér eruð mikill aula-
bárðuir, Bames, sagði Guy,
að þér skuluð vera að segja
svona hroðasögur 1 áheym
kvenmanns!
— Hvernig átti ég að fara
að? sagði Barnes vandræða-
legur. Uugfrú Rósamunda —
frú Dungal á ég við — neyddi
mig ti'l þess.
Guy lét sem hann heyrði
ekki þessa afsökun hans.
Hann tók systur sína i fang
sér og bjóst til að bera hana
upp á loft.
— Talaðu ekki við lögreglu
þjóninn fyrr en ég kem, faðir
minn, sagði' hann höstuglega,
því að hann sá, að gamli mað
urinn var alveg að glúpna.
Meðn Guy var að bera syst
ur sína upp, fylltist hann
bræði við Martein Dungal.
Honum fannst það deginum
ljósara, að Marteinn hefði
myrt þessa konu í hefndar-
skyni fyrir það, að hún hafði
eyðilagt framtíð hans og
gæfu. En hvers vegna var
hann þá að sökkva mannorði
Rósamundu enn þá dýpra of
an i skarnið, eins og hann
væri ekki búir.n að baka
henni nóg mótlæti með þvi,
sem á undan var gengið!
Þetta var Guy að hugsa um.
og áfelldi Martein að óro —
sökuðu máli, og án
hann gæti komið
vörn fyrir sig, þar sem n ■
var ekki viðstaddur sjálfur t:J
þess að bera hönd fyrir höíuð
sér.
m.
Crocker lögregluþjónn ætl
aði sér ekki að biðjast neinn
ar aðstoðar frá höfuðborginni
heldur ætlaði hann að leiða
mál þetta til farsællgera loka
á eigin rammleik, og láta það
verða sér til vegsauka, þar
sem þetta var eina morðið,
sem frmið hafði verið í allri
hans embættistíð.
Líkið hafði fundizt í skóg-
fnum rétt hj á herragarðinum.
Það gat því vel hafa átt sér
stað að skotið hefði heyrst
þangað, og ásetti Crocker sér
að halda próf yfir öllum
heimamönnum þar, hverjum
í sínu lagi. Sir Ralph gamli
hafði sagt honum að Mar-
teinn Dungal væri fjarver-
andi, og þótti honum ekki að
því, þar eð honum fannst
hann þá hafa frjálsari hend
ur með heimilisfólkið, og jafn
vel geta notið góðs af gest-
risni þess, ef hann vi'ldi láta
svo Iítið. Spurði hasn nú hús
karlana spjörunum úr, hvern
út af fyrir sig, og var í þann
vegin nað hætta rannsókn
sinni, sem ekki' virtist ætla að
gera hann neitt fróðari, en
þá kom þar að Tómas sá, sem
fyrr er um getið, og spurði
Crocker hann sömu spurnng-
ar, sem hann hafði lag fyrir
hina þjónana:
— Heyrðuð þér nokkurn-
tíma í nótt eða snemma 1
morgun nokkurt hljóð, sem
líktist byssu, í skóginum?
— Byssu? Nei ekki minnist
ég þess, svaraði Tómas, sem
lögregluþjóninum virtist vera
allra geðugasti náungi. Hér
var glaumur og gleði í allt
......6pöá&-y5ui-KlacUp
á .raiííi maxgraverzlana;1-
DÖtdJOöL
Á ÖllUM
OtíUM!
-iWwistiæö,
Framhaldssagan
Charles Garvice:
OLL EL BIRTIR
UPP UM SÍÐIR
EIRIKUR
víöförli
Töfra-
sverðið
62
Eiríkur g-engur út til að taka á
móti Þorkatli hinum eiiimana, sem
er mikill kappL >ú hefui sagt mér
að mikil hætta ógni okkur öllum,
segir hann. Ég fer ekki iim. Ég er
minn eigin konungur.
Eiríkur gengur rólegur út til kapp
ans: Þú aettir að vita að ég hef aldr-
ei ráðizt að neinum úr launsátri, Þor
kell. Vortu ekki ókurteis.
Hundurinn Rolf er skyndilega orð-
inn órólegur, hann hefur greinitega
fengið veður af einhverju,
Skyndilega rýlrur hann af stað til
hesfchúsanna, þar sem hann ræðst í
ungan mann, sem er klæddur alít
of stórri kápu.
— Varið ykkur á hundinum, seg-
ir Yark hiiro þrjózki Þetta er þjónn
min-L, sem hann ræðst á.