Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 3
Þaö vantar ■ 111/ ■ r milljomr i á annaö hundraö Byggingasjóö MeS mlklu harðfylgi hafa margir efnamlnnl borgarar náð að elgnast þak yftr höfuðið. Fjölda mörgum hefði ekki verið þaí klelft, ef þelr hefðu ekkt fenglð 80 þúsund króna hagkvæmt lán úr Byggingasjóði út á Ibúð sfna fokhelda. Samkoma fyrir aldrað fólk Ísafírði, 16. febr. — Und- anfarin 50 ár hefur kvenfélag- ið Hlíf hér í bæ haft þann ágæta sið, að halda árlega samkomu fyrir aldrað fóllc úr kaupstaðnum og nágrenni hans. Svo var einnig nú og var samkoman að þessu sinni s.l. sunnudag. Veturliði sýnir í Mokkakaffi Veturliði Gunnarsson, listmál- ari , sýnir nokkra veggskildi í Mokkakaffi við Skólavörðustíg um þessar mundir. Veggskildir þessir eru úr plasti og málaðir með sér- stökum plast- eða rópólínlitum. Er þetta nýjung hjá Veturliða, sem fyrst vitnaðist á sl. hausti, og hef- ur enginn annar notað plast á þennan hátt svo vitað sé. Vegg- skildirnir eru til sölu. Var mjög til hennar vandað að venju og hafa bæjarbúar jafnan sýnt áhuga og ósérplægni við und- irbúninginn og lagt sig fram um að hún mætti verða þátttakendum t'l sem mestrar ánægju. Eiga Hlíf- arkonur sjálfar þar auðvitað ekki sÍ7tan hlut að máli. Matur og kaffi Frú Ragnhildur Helgadóttir setti samkomuna. Þá hófst borð- hald og voru fram bornar rausn- arlegar matar- og kaffiveitingar. Meðan setið var undir borðum fóru fram skemmtiatriði ýmiss konar. Gunr.laugur Jónasson og Sigurður Jónsson sungu glunta, Herdís Jónsdóttir söng einsöng, kór kvenfélagsins, Hlífárkórinn, söng undir stjórn Jónasar Tómas- sonar tónskálds, sýndur var leik- þátturinn Frúin sefur, undir stjórn Alberts Karls Sanders, sýnd kvikmynd af fráfærum á Kirkju- bóli í Önundarfirði, sungnar gam- anvísur og formaður Hlífar, Unn- ur Gísladóttir flutti ræðu Að lok- um var dansað til kl. 1. Skemmt- un þessi var öll hin ánægjuleg- asta og vel þegin og þökkuð af óilum, sem í henni tóku þátt. Kvenfélagið Hlíf á fimmtugsaf- mæli þann 6. marz n.k og verður þess áreiðanlega myndarlega minnzt þegar þar að kemur. G.S. Þingsályktunartillaga Framsóknnarmanna um fjáröflun í bygg- ingarsjóði til 1. umr. í Sameinuðu þingi í gær Fundur var í Sameinuðu þingi í gær. Mörg mál voru á dagskrá m. a. þingsályktunar- tillaga Framsóknarmanna um fjáröflun til byggingasjóða. Þórarinn Þórarinsson, 1. flm. tillögunnar mælti fyrir málinu. Framsóknarmenn hafa margoft flutt tillögur sama eðlis og bent á leiðir til fjáröflunar fyrir Bygg- ingasjóð rfldsins og byggingasjóði Búnaðarbankans, en rikisstjórnin hefur ekki sinnt þeim. í þessari til lögu er ekki bent á neina ákveðna fjáröflunarleið eða leiðir, og ríkis- stjórninni gefnar óbundnar hend- ur um það, á hvern veg hún aflar fjárins. 1. des. síðastliðinn lágu 1550 umsóknir fyrir hjá Húsnæðismála- stjórn vegna fokheldra íbúða. Mið- að við að hver íbúð fengi 80 þús- und króna lán, vantaði Byggingar- sjóðinn 92 milljónir til að full- nægja þeim þörfum. Auk þess lágu fyrir 240 umsóknir vegna íbúða, sem voru við það að verða fokheldar og vafalaust væru orðn- ar það nú og vegna þeirra mun því vanta um 20 milljónir. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar munu stórlega hækka byggingar- kostnað, og verður því að telja sjálfsagt að hækka þessi lán upp í 100 þúsund krónur á íbúð, og vantar því um 130—140 MILLJÓN IR til að fullnægja þörfum sjóðs- ins vegna þeirra 1800 umsókna, sem lágu fyrir um áramót, þegar frá hefur verið dregið 15 milljón króna bráðabirgðalánið, sem ríkis- stjórnin tók í Seðlabankanum og greiðast á af tekjum sjóðsins á þessu ári. Nú hefur rikisstjórnin gefið loforð um að útvega 40 mill- jónir til Byggingasjóðs, en það mun hrökkva skammt, þótt ekki sé tekið tiliit til þeirra íbúða, sem fok heldar verða á þessu ári. Ef farið hefði verið að ráðum Framsóknarmanna, þá hefði verið unnt að tryggja sjóðnum 80 mill- jón króna viðbótartekjur 1959 og annað eins á þessu ári eða um 160 milljónir fyrir næstu áramót, þá hefði verið hægt að fullnægja fjár- þörf sjóðsins á þessu ári og vel það. Ríkisstjórnin hefur nú lofað að afla 40 milljóna króna, og er það vissulega spor í rétta átt, en að- eins áfangi af því, sem gera þarf á þessu ári. Emil Jónsson taldi að áhugi Framsóknarmanna á þessum mál- um væri aðeins í orði — en viður- kenndi að hér væri um mikið vandamál að ræða. Rengdi hann tölur þær er Þórarinn Þórarinsson hafði sett fram og taldi ástandið ekki eins illt og hann vildi vera láta. Sagði hann að ríkisstjórnin væri að afla 25 milljóna úr At- vinnuleysistryggingasjóði í þessu skyni, og reynt yrði að ná sam- komulagi við viðskiptabankana um að breyta í föst lán víxillán- um, sem veitt hefðu verið til bráða birgða upp r loforð til lántakenda um föst lán frá Húsnæðismála- stjórn eða öðrum stofnunum. Halldór E. Sigurðsson taldi það óviðurkvæmilegt að tala um áhuga í orði hjá Framsóknarmönnum í þessum málum, því að Framsókn- arflokkurinn hefur ætíð komið við sögu, þegar stór átök hafa verið gerð í byggingarmálum og rakti Halldór þá sögu nokkuð. Ingólfur Jónsson taldi að Bygg- ingasjóður Búnaðarbankans ætti stórkostlegar óreiðuskuldir í Seðla bankanum, — þær væru arfur frá vinstri stjórninni. Hannibal Valdemarsson spurði félmálaráðh., hvort samþykki stjórnar atvinnuleysistrygginga- sjóðs lægi fyrir um lánveitinguna með þeim skilyrðum, er Seðlabank inn hefði sett og ennfremur hvort •samþykki viðskiptabankans væri fyrir hendi um að breyta lausa- skuldum vegna íbúðabygginga í föst lán. Þá taldi hann hótfyndni af ríkisstjórninni að tera að tala um óreiðuskuldir Byggingasjóðs j sveitabæja, gengisfellingin mundi • hækka erlendar skuldir sjóðsins ! svo mjög, að höfuðstóll hans færi I úr 42 milljónum í 23.8 milljónir. ! Emil Jónsson viðurkenndi, að loforð væri enn ekki fengið frá I Atvinnuleysistryggingasjóði cða 1 bönkunum. Setti hann síðan upp dauni um afkomu sjóðsins og taldi, að ekki mundi vanta nema 12 mill jónir, þegar 40 milljónirnar væru fengnar. Hann sagði og, að tekju- öflunarleiðir þæiT sem Framsókn- armenn hefðu bent á, hefðu verið óraunhæfar. Hannibal taldi það fullsnemmt að gefa út opinberar stjórnartil- kynningar _pm að 40 miljóna yrði aflað í Byggingasjóð eftir ákveðn- um leiðum, þegar allt væri enn í lausu lofti, hvort svo gæti orðið. Þórarinn Þórarinsson neitaði því eindregið, að tekjuöflunarleið- ir þær, .sem Framsóknarmenn hefðu verið óraunhæfar eða ófær- ar, en Framsóknarmenn lögðu meðal annars til að tekjuafgangi ríkissjóðs frá 1958 yrði varið í þessu skyni og að gefin yr'*’ út vísitöiutryggð skuldabréf. Sogs- bréfin seldust eins og heitar lumm ur og sala þeirra kollvarpar því þeirri fullyrðingu, að ekki hefði verið fært að gefa út vísitöiubréf og óráðstöfuðum tekjuafgangi réðu stjórnarflokkarnir, hvernig yrði varið. Andmælti hann .síðan fullyrð- ingu félmrh. um að ekki mundi vanta nema 12 milljónir til þess að endar næðu saman. Endurtók hann síðan útreikninga sína á fjár- magnsþörfinni á þessu ári. Þórarinn benti einnig á, að enda þótt samdráttur yrði vafalaust mikill í íbúðabyggingum vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar, þá væru það margar íbúðir á veg komnar, að lágmark væri, að j rekna með, að um 700 nýjar fok- heidar íbúðir mundu bætast við á þessu ári— og miðað við að veitt væri um 100 þúsund króna lán út á hverja íbúð þá mundi fjármagns þörf Byggingasjóðs enn aukast um 70 milljónir króna og sjóðurinn mundi draga allan þennan langa hala, hátt á annað hundrað mill- jónir, fram á næsta ár, ef ekkert væri aðgert. Slysavarnadeildin Unnur 25 ára gömul Patreksfirði—21. febr. — í gær hélt slysavarnadeildin Unnur á Patreksfirði hátíðlegt 25 ára afmæli sitt með fjöl- mennu samsæti í samkomuhús inu Skjaldborg. Frú Þórunn Þorsteinsdóttir, formaður deildarinnar bauð veizlugesti velkomna með stuttu ávarpi. Greindi hún frá sögu deildar- innar, en frumkvöðull að stofnun hennar var frú Andrea Andrés- dóttir og Kristín Pálsdóttir. Slysa varnadeildin Unnur hefur starfað með miklum dugnaði frá upphafi, og lagt meira að mörkum til slysa varna en nokkur önnur slysa- varnadeild á landinu miðað við fólksfjölda á félagssvæðinu. Ræður fluttu í samkvæminu I Gunnar Fr'iðriksson, ritari Slysa- varnafélags íslands, sem mættur var sem gestur deildarinnar á- samt Birni Pálssyni flugmanni. Gunnar flutti deildunum kveðjur og árnaðaróskir að sunnan og þakkir fyr'ir gott starf. Afhenti hann deildinni að gjöf fána Slysa varnafélags íslands á silfurstöng og fagra gestabók meg skrautrit ur Jónsson frá Hvallátrum flutti og kveðjur og árnaðarósk frá fé- uðu ávarpi frá kvennadeildinni í Reykjavík. Formaður slysavarna deildarinnar Bræðrabandið, Þórð lagi sínu og gaf fagra blómakörfu. Margir fleiri fluttu ræður. Deildinni bárust rnörg lieilla- skeyti, sem lesin voru upp undir borðum, og frú Sigurrós Guð- mundsdóttir flutti deildinni frum ort kvæði. Þá fónr fram ýmis skemmtiatriði, kór deildarinnar söng undir stjórn Steingríms Sig fússonar m.a. lag eftir söngstjór ann við frumort afmæliskvæði eftir Braga O. Thoroddsen, en báðir tileinkuðu slysavarnadeild- inni verk sín. Fluttur var stuttur gamanvísnaþáttur og skrautsýn- ing, sem þótti takast með ágæt- um. Að lokum var stiginn dans. Rostungur (Framhald af 12. síðu). öflugra vopna. Magnús Þorsteins- son í Höfn kom á vettvang með riffil sinn, en skot átti hann aðeins af minni gerð riffilskota. Skaut Magnús 5—6 skotum á dýrið, en hinn eintennti sægarpur hristi sig aðeins og hélt til sjávar aftur. Sást á koll honum alllengi, en síðan hvarf þessi undarlegi gestur sjónum manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.