Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 4
4
T í MIN N, fimmtudaginn 25. febrfar 1960.
Vigfús Gutfmundsson er nú sjð-
tugur. Hann er löngu landskunnur
maöur sam gestgjafi — og fyrir
blaöagreinar sínar og feröabækur.
Vigfús Guðmundsson er alinn
upp aB Eyri I Flókadal. — Daiur-
inn sem er líkari heiði fram til
fjalla en dal, er fremur harðbýl
sveit — Drengurinn á Eyri mun
því, eins og raunar flestir ungling
ar á þeim árunn, hafa vanizt við
það, að taka á því sem hann átti
til í siíkum fangbrögðum kiknaði
margur unglingurinn fyrir lífstíð
— aðrir þola raunina og stælast.
Vigfús Guðmundsson var í tölu
hinna siðarnefndu. Hann tamdi
sjálfum sér að gefast ekki upp, —
hopa hvergi. Svo sterk varð þessi
mótun að hún hefur síðan orðið
einkenni í lífi og starfi Vigfúsar
Guðmundssonar. —
Meðfæddir hæfiieikar og sjálfs
ögun á unglingsárunum hafa gert
Vigfús Guðmundsson, ekki aðeins
Iraustan, heldur oð sérstakan per
•sónulcika, — mann, sem snemma
vandist á að treysta eigin dóm-
greind og hefur því jafnan síðan
farið sínar eigin götur — leiðir,
f?,m margir töldu ófærar, en
rey.ndust Vig’fúsi Guðmundssyni
ekid aðeins færar heldur auð-
færar.
Eg held ég hafi fáum mönnum
fcynnst á lífsleiðinni, sem eru
geiglausari en Vigfús Guðmunds
i'Dn ef ti'l þarf að taka. Hann er
e'nn af þessum sterku stofnum
sem bogna ekki en bresta loks í
byinum stóra. —
Vigfús Gilðmundsson hefur lagt
gjörva hönd á æði margt um æv
ina. — Jafnhliða þvi að vera gest
gjafi á sumrum, tók hann upp á
því að fer’ðast hvað eftir annað um
víða veröld og skrifa um það bæk
ur. sem geyma mikinn fróðleik,
eru í'jörlega skrifaðar, enda mik
ii\ iesr.ar. —
Hann stundaði nám sitt á
Hvrniityri með jafn ágætum ár-
i. ngri og hann, unglingurinn, gætti
v.ruðfjár fyrir Halldór skólastjóra.
aleinn íram til fjalla snemma vors.
Starí'. sem skólastjórinn taldi
rr<:'!; ii trúnaðarstarf og vandfund
i;:f, airjin til að rækja með góðum
á'.angri. En Ha-lldór skólas'tjóri var
giöggur á ag sjá hvað í nem-
aiTdfii ’uans bjó og áreiðanlega
varð iiann ekki fyrir vonbrigðum
.it aí fjárgæzlu Vigfúsar Guð-
mundssonar.
Einn af bekkjarbræðr-um V. G.
á Hvanneyrarskóla sagði mér, að
þegar skólastjórinn hafi lagt erfið
verkefni fyrir bekkinn til úrlausn-
ar, og þótt biðin löng á því að
nemendur skiluðu lausn, hafi hann
oft sagt: „Vigfús hlýtur að vei’a
búinn — en auðvitað með sinni
eigin aðferð**. Og oft hafi það
hvort tyeggja reynzt rétt.
Vigfús Guðmundsson hefur ein-
att haft sinar eigin aðferðir. Þann-
ig hefur það auðvitað einnig verið
í stjórnmáluim. Þótt V: G. hafi ver
ið í Fiamsóknarflokknum hefur
hann þar farið sínar eigin götur
oft og einatt. Hann hefur stundum
verið á annarri síkoðtm um eitt og
annað en meiri hlutinm — og þá
er honum ekki að hagga þótt hann
sé aleinn um sína skoðuu.
Og víst er það, að um ýmislegt
er Vigfús Guðmundsson næsta
framsýnn.
En Vigfús Guðmundsson hefur
ekki verið hvikull í baráttu sinni
fyrir þeim hugsjónum Framsókn-
arflokksins að styðja þá sem minni
máttar eru, rétta þeim sem verða
undir í lífsbaráttunni hjálparhönd.
— Þessi lífsskoðun hygg ég að sé
V. G. samgrónust, ásamt rótgróinni
andúð hans á eyðslusemi og upp-
skafningshætti.
Ég enda þetta rabb með því að
þakka Vigfúsi Gugmundssyni fyrir
míkil störf og farsæl og óska hon-
uin allra heilla á ókomnum árum.
Ég er viss um að sá hópur er
stór, sem tekur undir þær þakkir
og hamingjuóskir. —
Tf<:rmann Jónasson.
Sjötíu ára s dag:
Vigfús Guðmundsson
gestgjafi í Hreðavatnsskála
Á sjötugsafmæli Vigfúsar Guð-
mundssonar rifjast margt upp fyr-
ir mér frá löngum kynnum við
góðan dreng. Fátt af því verður
þó greint hér, enda er þessum lín
um ekki ætlað að verða nein af-
mælisgrein. En vissulega vil ég
vera einn af þeim, sem senda
Vigfúsi hlýjar kveðjur á þessum
merku tímamótum í ævi hans.
Langt er nú orðið síðan að
kynni okkar Vigfúsar hófust, og
' þau voru í fyrstu nokkuð gust-
| mikil af beggja hálfu. Unnum við
I þá saman að nefndarstörfum, sem
voru flókin og erfið viðfangs,
enda á byrjunarstigi. Voru því
; ærin efni til ágreinings. Fór og
svo, að við urðum ósammála um
sumt og deildum allfast um hríð.
Þá kynntist ég því í fyrsta sinn,
hversu kappsfullur Vigfús er og
harður málafylgjumaður. En þá
kynntist ég því líka í fyrsta en
ekki í síðasta sinn, að hann er
heilsteyptur drengskaparmaður,
einnig í bardagahitanum. í því
vissi ég honum aldrei fatast. Ég
fékk þá þegar miklar mætur á
manninum. Er það skemmst af að
segja, að deilur okkar Vigfúsar
leiddu til þess að milli okkar
tengdust vináttubönd, sem aldrei
hafa rofn^ð síðan, hversu hátt
sem öldur hafa risið í félagsmála-
erjum og stjórrimáiastússi.
Vigfús er fyrir margra hluta
'ak'r vel gerður maður, sem
ánægjulegt er að kynnast. Á liðn-
um áratug hef ég notið margra
ógleymanlegra samverustunda
með honum, bæði í hinum vin-
sæla veitingaskála hans og annars
staðar. V-egna fjölbreytilegra
starfa og fágætlega mikilla ferða-
laga er hann fróður vel um marg-
vísleg efni. Hann segir ágætlega
frá, enda gæddur mikilli frásagn-
argleði. Bera ferðabækur hans því
glöggt vitni. Hef ég orðið var við
1 að margir vænta þess, að Vigfús
gefi út endurminningar sínar áð-
! ur en langt líður. Þær yrðu mörg-
um kærkomið lestrarefni.
Dugnaður Vigfúsar er þjóð-
kunnur, sem og mikil og margvís-
leg þátttaka hans í félagsmála-
störfum. Hann hefur löngum verið
mikill áhugamaður um hugsjóna-
mál ungmennafélagshreyfingarinn
ar. Er hann raunar enn í dag ,sami
ungmennafélaginn í sál og sinni
og hann var fyrr á árum. Skoðan-
ir hans eru oft skemmtilega sam-
anslungnar af allmikilli róttækni
og fastheldni á fornar venjur. Ást
hans á þjóðlegum verðmætum er
mikil og tryggð við æskuhugsjón-
ir vakandi og fölskvalaus. Ef
nógu margir væru slíkir sem Vig-
fús í þessum efnum, þá væri eng-
in hætta á að .samband þjóðarinn-
ar við fortíðina rofnaði.
Ég vil ljúka þessum fáu línum
með því að færa vini mínum, Vig-
fúsi Guðmundssyni, alúðarþökk
fyrir ánægjuleg samskipti á liðn-
um árum og óhvikula tryggð frá
því fyrsta að kynni okkar hófust.
Ég óska þess að honum meg' enn
um langt skeið endast aldur og
heilsa til að vinna að hugðarmál-
um sínum,. sjálfum sér til ánægju
og öðrum til gagns og gleði. Megi
eldur æskuhugsjónanna ylja hon-
um til æviloka.
Kjartan Ólafssoii
frá Hafnarfirði.
Fundum okkar Vlgfúsar Guð-
mundssonar bar saman veturinn
1932. Fyrir frumkvæði Jónasar frá
Hriflu réðumst við í það þá um
vorið að stofna Ferðaskrifstofu ís-
lands, fyrstu ferðaskrifstofuna sem
hafði það að markmiði að stuðla
lönd, er ástin til íslands honum
ætíð innst í brjósti og svo mun
vera meðan hann lífsanda dregur.
Og þess óska ég Vigfúsi með
öðrum vinum hans, að hann megi
lengi enn heiH heilsu njóta feg-
urðar þeirrar ættjarðar, sem hann
?ð ferðalögum íslendinga jafnt
sem útlendinga hér á landi og til
þess að vinna gegn því okri sem
útlendir ferðamenn þá urðu oft
fyrir hér á landi.
Ekki varð þessi stofnun okkur til
fjár, þó að nóg væri að gera á
skrifstofunni við að veita ókeypis
upplýsingar, enda veslaðist skrif-
stofan upp eftir 3 eða 4 ár. En mér
græddist það á þessari sumarstarf-
semi minni að kynnast góðum
dreng þar sem Vigfús er, og hefur
sú vinátta haldizt síðan.
Fáa menn hef ég þekkt jafn heil-
liuga í björtum hugsjónum æsku-
áranna á fyrsta tug aldarinnar,
brennandi í anda ættjarðarástar
aidamótakynslóðarinnar, sem fann
sig kallaða tii að klæða landið. Og
enn er Vigfús eftir hálfrar aldar
starf í þágu þeirrar hugsjónar,
jafn' brennandi í andanum. Ég
kalla hann stundum í gamni „síð-
asta Framsóknarmanninn“, — þó
að ógleymdum Guðbrandi. — í
æsku svall Vigfúsi útþrá í brjósti,
og eínalaus réðst hann til utan-
ferðar til að sjá lönd og þjóðir.
Og sú útþrá hefur enzt honum
fram á sjötugsaldurinn. Þá réðst
hann í langferðir um alla jörð, svo
að fá ■r hafa víðar farið Og hann
hefir niðlað okkur ferðagleði
sini kemmtUegum frásögum,
!' ' íggskyggni og fróðleiks-
;r hverri línu En þótt
luf: víða farið utn önnur
í æsku helgaði hugsjónir sínar og
starf.
Einar Magnússon.
Ég /eit nýlega í afmælisdaga-
bók rnína og sá að Vigfús Guð-
muiídsson, gestgjafi, yrði sjötugur
í dag. En hvað tíminn liður fljótt!
Mér finnst skammt .síðan að við
Vigfús vorum saman í hópi kátra
skólapilta á Hvanneyri. En stað-
reyndum verður að trúa. Sjötíu
ár eru að vísu ekki hár aldur, þeg-
ar litið er til þess að ýmsir verða
nú 90 og 100 ára, en merkilegur
áfangi samt. Þess vegna vil ég
biðja Tímann fyrir afmæliskveðju
til vinar míns, Vigfúsar, því að ég
býst alveg eins við, að hann verði
á einhverju ferðalagi á afmælis-
daginn!
Mér kemur ekki í hug að skrifa
neina ævisögu, en minningar frá
samverustundunum á Hvanneyri,
verða nú efst í huga mínum. Við
Vigfús vorum í hópi 18 nýsveina,
sem settust á skólabekk á Hvann-
eyri hav.stið 1911 og stunduðum
þar nám tvo vetur undir stjórn
hins frábæra skólastjóra, Halldórs
Vilhjálmssonar og með leiðsögn
ágætra kennara. Það voru glaðir
og góðir dagar, er ég minnist
jafnan sem skemmtilegustu daga
æskuáranna. Þar á Vigfús Guð-
mundsson tryggan sess, sem einn
bezti félagiim frá þeira árura.
Hann var mikill félagsmálamaður,
og því framarlega í félagslífi
skólans. Ungmennafélagi var hann
ágætur og enginn skólapilta var
„pólitískari" en hann, og enginn
ein.s mikill útilegumaður — þó
ungur væri. Hann hafði gætt
Hvanneyrarfjárins undanfarin vor
á heiðum uppi og hafði því mik-
ið orð á sér sem góður fjármaður,
og naut sérstakrar virðingar þess
vegna. Til þess starfs þurfti barð-
fengi og þrautseigju — auk
venjulegra fjármanns hæfileika —
og þá eiginlega átti Vigfús í rík-
um anælL Þeir komu sér líka vel
við námið. Vigfús hafði aldrei
setið á skólabekk fyrr og það var
mikíl áreynsla að byrja nám í
jafn erfiðum skóla og á Hvanneyri,
þar sem flestar kennslu'baikur
voru á eriendum máltmL En Vig-
fús gekk að því starfi nreð miklu
fcappi og sóttist því námið vel og
lank námi með loflegum vitnte-
bnrði.
— Þá miimist ég og áhuga Vig-
fúsar við leikfiminámið, sem við
stunðuðum daglega — þöbk sé
Halldór skólastjóra fyrir það- Vig-
fús var einn þeiira, sem stundaði
leikfiminámið af feikna áhuga, og
náði einnig þar svo góðum árangri,
að hann iðkaði ýmis leikfimisstökk
in á sextugsaldri. — Geri aðrir
betur!
Minnisstæðar eru mér umræður
okkar piltanna um utanferðir.
Okfcur langaði alla að skyggnast
út fyrir pollinn — útþráin seidcli.
Þar var Vigfús fremstur í flokki
og hann einn lét draumana rætast
furðu fljótt, sem kunnugt er, og
það svo rækilega, að hann má nú
telja í hópi viðförlustu íslendinga,
fyrr og síðar. Ég veit að hann tel-
ur námið á Hvanneyri hafa verið
sér gott vegamesti á ferðalö'gum
síntnn ytra, og minnist þeirra daga
með ánægju, eins og ég.
Ég óska og vona að Vigfús eigi
enn mörg hamingjurík ár fram
undan og fái tækifæri til þess að
ferðast um þá hluta heims, sem
hann langar til og hefur ekki séð
ennlþá. Þá vona ég einnig að hon-
um endist aldur til þess að skrifa
skemmtilegar fréttir frá því ferða-
lagi, handa okkur hinum, sem
heima sitjum.
Ingimar Jóhanncsson.
Vigfús Guðmundsson gestgjafi
á stórafmæli í dag. Hann er sagð
ur sjötugur, en aldur hans skiptir
ekki máli, því Vigfús er og verður
áfram í þeirri sveit æskumanna,
sem á hverjum tíma vilja hefja
starf til að byggja upp framtíð
lands og þjóðar.
Þessi sérstæði Borgfirðingur er
um flest ólíkur því sem almennt
gerizt nú í fornum byggðum
Egils Skallagrímssonar. í huga
hans hefur þjóðerniskennd og
hugsjónaeldur ekki náð að bland
ast þeim framefnum, sem almennt
gera nútímamenn hugsjónalitla
og smáa í hugsun, — menn lítilia
stórræða, en mikilla smáræða, si
fellt leitandi að úrlausnum mála
niður á við. Þannig er Vigfús ekki
og þess vegna hafa samfylgdir
hans oiðið mörgum æskuma.nni
til uppörvunar og aukins kjai'ks.
Þeim, sem þekkja Vigfús bezt
og kunna nokkur skil á Egils sögu
Skallagríms'sonar, kemur það oft
í hug, að margt sé líkt með þess
um héraðsbræðrum, þó að langt
sé á milli þeirra í sögunni og að-
stæður ólíkar.
Báðir munu þeir oft hafa notið
karlmennsku sinnar, en stundum
lí'ka goldið. Fastheldni Vigfúsar
við hugsjónir hefur orðið til þess,
að hann hefur ekki viljað leggja
inn á krókastigu stjórnmálanna.
sem stundum þurfa að slá af og
sveigja til hliðar til að nálgast
maikið. Slíkt væri Vigfús'i þvert
um geð. Æskuhugsjónin um að
vinna íslandi allt í anda ungmenna
félaganna er honum svo heilagt
(Frambakl á 9. síðu).