Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, firanitudaginn 25. fehráar
RJTSTJÓRI HALLUR SIMONARSON
Svigmenn Austurríkis björguöu
heiðri landsins í alpagreinum
Squaw Valley 24;2. — NTB.
Svigmenn Austurríkis björg-
uðu heiðri föðurlandsins í
alpagreinum í dag, þegar
Ernst Hinterseer og Mathias
Leitner hlutu gull- og silfur-
verðlaun í svigkeppninni, en
síðustu daga hafði húmorinn
hjá austurrísku skíðamönnun-
um verið langt undir núlli
vegna ósigranna í bruni og
stórsvigi. En þegar sigurinn
var kunngerður var fögnuður
Austurríkismanna líka mikill.
í þriðja sæti var Frakkinn
Charles Bozon.
Samanlagður vinningstími Hint-
ersser var 2:08.9 mín. — vel á
nndan Leitner, sem Mant tímann
2:10,3 mín.. aðeins broti úr ske-
úndu á undan Bonzon. Eftir fyrri
umferðina var Hinterseer í fimmta
sæti, en Leitner. sem keyrði mjög
vel í annarri umferð, var í níunda
sæti eftir fyrstu umferð. Bozon
var í öðru sæti eftir fyrri umferð-
ina ásamt landa sínum Bonlieu,
sem féll í annarri umferð. en náði
samt sjöunda sætL Hinn ungi
Þjóðverji, Willy Bogner var óham
ingjusamastt maður dagsins, en
hann féll í annarri umferð, og
Beztur í fyrri
umferð - féll
Eftir fyrri umferðina í svig-
keppninni í gær hafði Willy
Bogner, Þýzkalandi, langbezt-
an tíma. Það hvíldu allra augu
á honum, þegar hann stóð til-
búinn við rásmarkið í seinni
umferðinni. „Nú fer hann af
stað“ sagði þulurinn og þús-
undir áhorfenda við brautina
fylgdust með þessum tilvon-
andi Ólympíumeistara. En
skyndilega fór mikill kliður
um mannfjöldann — Bogner
hafði dottið — og var þar með
úr sögunni að þessu sinni.
— Ernst Hinterseer og Mathias Leitner, Aust-
urríki, hlutu gull og silfurverðlaun í sviginu —
Eysteinn Þóríarson varí í tuttugasta sæti.
Frakkinn Guy Perillat varS heimsmeistari
eyðilagði bað alla möguleika hans
á gullverðlaununum, en hann var
með langbezta tímann eftir fyrri
umferðina.
Margir af beztu skíðamönnum
heimsins, þar á meðai Roger
Staub, Sviss, sigurvegarinn í stór-
svigi, féllu í keppninni í dag og
urðu að hætta. Staub sagði eftir
á, að þegar fimm—sex fyrstu
mennirnir höfðu farið brautina,
hafi hún strax verið farin að rót-
ast upp, og aðeins þeir, sem lægst
rásnúmer höfðu, gátu gert sér
vonir um sigur. Þar sem Ólympíu
keppnin í alpagreinum er einnig
heimsmeistarakeppni — þar sem
árangur í bruni, svigi, og stórsvigi,
er lagður saman, — kom þetta sér
iila fyrir marga, einkum þó Staub,
sem mikla möguleika hafði eftir
brunið og stórsvigið að hljóta
heimsmeistaranafnbótina. Heims-
meistari varð Frakkinn Gay Per-
iiiat. Hanu sigraði í bruni á leik-
unum. Hann náði góðum árangri
í stórsviginu og varð 6. í dag.
(Framhald á 11. síðu).
Bandaríkin hlut sín fyrstu gullverSIaun £ Vetrarlefkunum, er banda-
ríska stúlkan Carol Helss sigraðl með mlklum yfirburðum i listhlaupi á
skautum. Keppnin stóð yfir í þrjá daga, og voru áhorfendur mjög margir
og hylltu Carol innilega, þegar sigur hennar var tilkynntur.
Landsleikur í knattspyrnu við
Vestur-Þjóðverja hér í sumar
Blaðamenn ræddu í gær við
stjórn Knattspyrnusambands fs-
lands og skýrði Ragnar Lárusson,
varaformaður sambandsins, frá
helztu fyrirætlunum þess viðvíkj
andi knattspyrnunni í sumar.
Ákveðnir eru þrír landsleikir,
og h?fur áður verið skýrt frá
tveimur þeirra: við Norðmenn i
Osló 9. júní, og við fra í Dublin
11. september. Þriðji landsleik-
urinn verður við Vestur-Þjóð
verja (áhugamenn) og fer fram
hér heima. Verður hann háður
á Laugardalsvellinum 3. ágúst. I
VerSur 3. ágúst á Laugardalsvellinum
Þýzka landsliðið mun einnig
ieika hér tvo til þrjá leiki til
viðbótar — og verður ef til vill
einn þeirra utan Reykjavíkur.
Landsliðsnefnd er að undirbúa
æfingakerfi fyrir væntanlegt
landslið, og hefur nefndin Iagt
til, að ÓIi B. Jónsson, íþrótta-
kennari, verði ráðinn þjálfari
landsliðsins fyrir vfirstandandi
ár. Karl Guðmundsson. sem verið
liefur landsliðsþálfari á undan-
förnum árum, mun í sumar verða
þjálfari hjá norska liðinu Lille-
ström.
BIKARKEPPNI
Þá er lyrirhugað, að bikar-
keppni fari fram í sumar í fyrsta
skipti hér á landi. Þátttaka er
heimil öllum meistara- og 1. fl.
liðum á landinu. Keppnin mun
aefjast eftir 15. ágúst. og er um
’ireina útsláttarkeppni að ræða.
Tryggingamíðstöðin h.f. mun
gefa bikar til þessarar keppni.
Ólympíumeistarinn Evginj Grlsjin — myndin er tekin í Cortfna, en
hann slgraði þá einnig og setti heimsmet 40..2 sek. — og þann tíma jafnaði
hann í dag.
Grisjin varði títil
sinn frá Cortína
Squaw Valley 24.2 —NTB.
Það munaði ekki nema hárs-
breidd, að fljótasti maður
heimsins í skautahlaupum,
Evgenij Grisjin, missti af gull-
verðlaununum í 500 m skauta-
hlaupi. Eftir frábært hlaup
tók hann skakkt spor í síðustu
beygjunni og missti jafnvægið
— en tókst þó að forðast fall.
Ótrúlega fljótt tókst honum að
ná jafnvægi aftur og lauk
hlaupinu með glæsilegum stíl.
Tíminn var 40,2 sek. — og
jafnaði hann heimsmet sitt,
sem hann setti á Ólympíuleik
unum í Cortína 1956. en hann
sigraði þar einnig í 500 m
skautahlaupinu.
„Hefðí óhappið ekki komið fyrir
mig, hefði ég sett nýtt heimsmet
á 40.0 sek.“ sagði Grisjrn eftir að
hann hafði unnið gullver'ðlaunin.
Hann bætti því við, að það ætti
að koma á fót nýrri alþjóðakeppni
í 500 m. skautahlaupi, og þá mundi
hann við góð skilyrði bæta metið
í 39.8 sek. Það efkiptir ekki máli
hvort hlaupið verður í Squaw
Valley — þótt ísinn hér sé mjög
góður — eða annars staðar, sagð'i
hann einnig, en hann vann í dag
fimmtu gullverðlaun Sovétríkj-
anna á leikunum.
Grisjin hefur ailt frá árinu 1954
verið bezti spr'etthlauparinn á
skautum, en það ár vann hann
fyrst heimsmeistaratitil í 500 m.
hlaupi, og einnig hefur hann átt
heimsmetið í 1500 m. skauta-
hlaupi. 1957 var hann heimsmeist-
ari samanlagt.
Skautahlaupið í dag var mjög
spennandi. Hinn ungi Norðmaður,
Alf Gestvang, sem varð þriðji i
Cortína, hlaut bezta tíma í fyrstu
riðiunum, 40.8 sek., en stuttu síð-
ar bætti Bandaríkjamaðurinn Bill
Disney þann tíma og fékk 40.3 sek.
í fimmta riðli. Svíinn Hans Vil-
helmson kom mjög á óvart er hann
féfck tímann 40.5 sek. Af stór-
hlaupurum voru nú aðeins Rúss-
arnir Giitej in og Gratsj í síðustu
riðlunum, og þeim tókst að ná í
gull- og bronzverðlaunin. Aðeins
brot úr sek. skEur fyrstu menn að.
Norðmaðurinn Knud Johannesen
fékk að taka þátt í blaupinu, mest
til að kynnast brautinni, og hann
bætti mjög árangur sinn í grein-
inni, hljóp á 42.3 eek.
Beztir í 500 m. hlaupinu voru
þessir. (Þátttakendur voru 44).
1. Evginj Grisjin, Sovét 40.2
2. Bill Disney, USA 40.3
3. Rafael Gratsj, Sovét 40.4
4. Hans Vilhelmss'on, Svíþj. 40.5
5. R. Voronin, Sovét 40.7
6. Alf Gestvang, Noregi 40.8
7. Tovio Salonen, Finnl. 40.9
7. Rich. MacDermott, USA 40.9
9. Funio Nakakuro, Japan 41.1
10. Eddie Rudolph, USA 41.2
10. Huri Maysjef, Sovét 41.2
12. Van der Graft, Hoilandi 41.2
13. Colin Hickey, ÁÁstralíu 41.3
14. Hroar Elvenes, Noregi 41.3
15. Andri Kuprianoff, Frakkl. 41.5
16. Ju’hani Járvinen, Finnl. 41.8
16. Yoshitaka Hori, Japan 41.8
18. Raymond Gilloz, Frakkl. 42.0
19. Leo Tykkanen, Finnl. 42.1
20. Gunther Tiler, Þýzkal. 42.3
Dagskráin fyrir leikana í dag
er þannig:
íslcnzkur tími
kl. 2. Listhlaup karla.
kl. 3 4x10 km skíðaganga karla.
kl. 4. 5000 m skautahlaup %<irla.