Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 10

Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 10
K) TfMINN, flnuntndagtnn 25. febrúar 196». talca yRT sér aftur sem elgln- konu sinni, enda gat hún á þann hátt hefnt sin á honum um leið, auk þess sem hann var þá neyddur til þess að að leggja henni nóg fé, án tillits til lifeyris þess, sem hann þegar hafði ákveðið handa henni. Hún gat neytt hann til að veita sér viðtöku með tilstyrk leyndarmáls þess sem hún hafði komizt að, og mundi hún þá getað tekið sér þann sess í samkvæmislífinu, er henni' hæfði sem konu ein hvers auðugasta manns á Englandi. — Mig langar til að spyrja yður að, hvort þér munduð vilja hýsa mig í eina eða tvær nætur enn, sagði Charlotta við læknisfrúna daginn eftir, þegar þær sátu að morgun- verði. — Eg dvel í Lundúnum i r tíma, skal ég segja yður og hálf leiðist að vera að hekj ast hingað og þangað, því að Greymere höllin er i aðgerð, og allt troðfullt þar af verka- mönnum og öðrpm ófögnuði. Mér væri líka hughægra ef ég væri hér og sæi hvernig sjúkl ingnum farnaðist hjá manni ýðar, enda er ég sannfærð um að honum er hvergi betur borgið en hjá ykkur. — Okkur væri sönn ánægja að hafa yður hjá okkur, svar aði læknisfrúin vingjarnlega. — Húsi'ð er rúmgott, eins og þér sjáið, og þurfum við venju lega ekki á öllum herbergjun um að halda. Þér þurfið því ekkert að óttast að þér séuð til þrengsla, ef yður langar til að vera. Að morgunverði loknum fór Charlotta að hitta vagnstjór ann, og hafði honum tekizt að gera við skemmdirnar á vagninum. — Við förum ekki ti'l borg arinnar undir eins, sagði hún við vagnstjórann, og lét nú sem sér lægi ekkert á þangað. Vagnstjórinn varð hálf ó- lundarlegur er hann heyrði þetta, enda leit hann svo á, að þeim væri hollast að kom ast sem fyrst af þeim stöðv um, þar sem slysið hafði átt sér stað. En hann vi'ssi jafn- framt, að vegir frú Gregson voru órannsakanlegir. Nú á- kvað hún að fara í skyndi til Greymere hallarinnar, og vagnstjóranum það ekkert verra, þvl að honum hafði lið ið þar mætavel og leizt prýði lega á eina vinnukonuna þar. En Tom Gregson var ekki alveg eins ánægður þegar honum var sagt að kona hans væri komin aftur, enda var hann þá í þann veginn að leggja af stað til þess að heim sækja Fieldings-fólkið. — Fylgið þér frú Gregson inn í bókastofuna, sagði hann önugur við þjóninn, sem boð aði honum komu hennar. Gekk hann svo um gólf nokkra stund, og furðaði sig á, hvað það gæti verið, sem knúð hafði Charlottu til þess að koma svo bráðlega aftur, þar sem hann hafði þó fylli- lega gefið henni í skyn, að hann vildi hvorki' heyra hana né sjá. Hann reyndi þó að bæla niður gremju sína, og kann að þykja það — að þú óskir öllu fremur að firra hana öllum vandræðum, að 45 ég ekki nefni alla þá sorg og svívirðingu, sem hún verður að þola, ef maður hennar verð ur hnepptur í varðhald og dæmdur til dauða. Er þessu svona varið eða er það ekki? Þú verður að fyrirgefa þó ég heimti skýrt og afdráttar- laust svar við þessari spurn- ingu minni. sem ekki hefðu við nein rök að styðjast. Hann horfði á hana, og sá, að hún var svo einbeitt, að það mundi ekki verða á nokk urs manns færi að neyða hana til sagna, ef hún ein- setti sér að láta ekkert uppi. — Þú getur sjálf gert kostina, sagði hann rólega, og fór um leið að hugsa sér hvað hann mundi vilja leggjá í söl urnar fyrir Rósamundu. — Eg var búin að leggja þetta ræki'lega niður fyrir mér áður en ég kom hingað, sagði hún, og skal ég nú setja fram skilmála þá, sem þú F ramhaldssagan Charles Garvice: • 9 OLI UPI . ÉL BIRTIR UM SÍÐIR gekk því næst á fund við Char lottu. —Hvaða erindi átt þú hing að? spurði hann svo rólega sem honum var unnt. — Já, þú hefur víst ekki bú izt við mér núna, býzt ég við, svaraði' hún glottandi. — En þú sættir þig ef til vill betur við komu mína þegar ég segi þér erindið. —Eg ætla að biðja þig að vera ekki margorð sagði hann. — Það er ekki vert að vera að lengja þetta samtal okkar fram yfir það sem þörf kref- ur, því að það er okkur lík- lega báðum jafn ógeðfellt. Hún lét sér það að kenningu verða, og bar þegar upp erind ið, enda vissi hún, að sér yrði lítið eða ekkert ágengt, ef hún færi að fara einhverjar krókaleiðir. — Eg þarf ekki að minna þig á það, mælti hún, að það hafa verið lögð drög að því að handsama Martein Dungal og býzt ég við að þér sé enn þá svo annt um hagi konu hans, að þú hafir gert þér þetta ljóst. Eg gizka á að þér sé enn svo hlýtt til hennar — þú verður að afsaka þó ég- minnist á þetta, hvað sem þér Tom horfði í augu hennar litla stund en sagði síðan stilli'lega: —Eg veit ekki til hvers þú ert að spyrja mig um þetta, en það er* aldrei nema satt, og það skál ég játa hreinskiín islega, að ég vildi allt til vinna til þess að geta bægt frá henni þeirri hugraun, sem henni yrði að því, ef maður hennar yrði dreginn fyrir lög og dóm. — Fyrst þú hefur nú sagt mér þetta hreinskilnislega, sagði Charlotta hróðug mjög, þá er ekkert því til fyrirstöðu að ég beri upp erindið, sem ég átti við þig í þetta skipti. Hvaða kosti viltu bjóða mér, ef ég heiti þvi vð drengskap minn að halda mannorði Mar teins óspilltu? steini lostinn. steinilstinn. — Þú gætir ekki að því, sagði hann að þér yrði þröngv að til að segja allt, sem þú kannt að vita, ef ég leitaði aðstoðar lögreglunnar. —Það er öðru nær, svaraði hún rólega, því að ég gæti undir eins svarað því til, að þetta væri tómur misskilning ur minn og ímyndanir einar, verður að ganga að, ef við eigum að geta komið okkur saman. En viljirðu ekki ganga að þeim kostum, þá er engin leið til þess að ég skipti mér nei'tt af málefnum Marteins eða reyni að bjarga honum. Hún gekk fast að honum og horfði beint framan í hann en úr augum hennar leiftraði slik grimmd, að hann hefði aldrei trúað að hún byggi yf ir öðru eins. — Viljirðu ekki ganga að skilyrðum mínum, sagði hún lágt og harðneskjulega, þá verður Marteinn Dungal brátt hengdur — um það er engum blöðum að fletta. Honum stóð mesti stuggur af þessu kvendi, en sökum Rósamundu var hann þó að hlusta á mál hennar, ef það gæti orðið til þess að forða Marteini frá sakamálsrann- sókn. — Segðu mér skilmálana, sagði hann. — Eg verð þó að fá að heyra hverjir þeir eru. — Þeir eru þessir, svaraði hún, — að þú takir mig til þin aftur, og sért eiginmaður minn í heimsins augum að minnsta kosti, hvað svo sem sambúð okkar að öðru líður. Honum hnykkti við en bað hana þó að halda áfram. — í annan stað skalt þú láta mig hafa óspart fé til ei'gin umráða. Eg get ekki skil ið að þér finnist þessir skil- málar óaðgengilegir, þegar um lífið er að tefla fyrir mann þeirrar konu sem þú elskar. — Það er eins og þú segir, sagði Tom hægt og stillilega, að hér er um lífið að tefla fyr ir þann mann, og hafirðu sagt satt, þá er það i þínu valdi að forða honum frá refs ingu, eða það hefurðu ótvl- rætt gefið í skyn. Og vissu- lega ætlar þú þér þá ekki að neita honum um hjálp þína! Eða hvað heldurðu að yrði sagt um þi'g, ef þetta kæmist allt í hámæli, er stundir líða? Hún hló hæðnislega. — Það stendur mér á sama, svaraði hún. — Þú átt aðeins að skera úr því, hvort þú vllt kaupa vísbendingar mlnar því verði, sem ég heimta fyrir ......gpaiið y*ur Hlaup á.raíUi margrfLverzlaiia! «1 ÁÓUUN HM! -Auaturstrseti Handsetjari - vélsetjari óskast nú þegar 'íMm EiRÍKUR víðförli Töfra- sverðið 70 Erwin sem er að drukkna, held- ur sér í Rolf, en hann er útkeyrð- ur og finnur skyndilega að hand- leggir hans verða máttlausir. Hann sleppir takinu og byrjar að sökkva . . . Á sama augnabliki grípur sterk hönd í hann. Haltu þér í þennan plankn. segir Þorkell og Erwin hlý' Vsjálfnítt. — Reyndu að ná í Rolf, segir hann, er hann getur dregið andann á ný. Hetjan bölvar dálítið en hlýðir þó drengnum. Brátt er hann kom- inn aftur með hundinn, sem nú heldur sig þétt upp að plankan- um. — Að hugsa sér að hætta líf- inu fyrir svona dóna, þrumar Þor- kell.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.