Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 7
TlMINN, (tamntadagbm 25. febrúar 1960. 7 KVÖDDU ÞORRA HEILSUÐU GÖU Fréttamaður frá blaSinu komst á snoSir um það á laugardaginn að Unghjóna- klúbburinn væri að kveðja Þorrann suður á Álftanesi þá um kvöldið. Unghjóna- klúbburinn var stofnaður á s. I. hausti og sögðum við frá þv( á sínum tima. Var gleðin haldin í samkomu- húsi Garðahrepps, sem ný- lega hata verið gerðar end- urbætur á og er það nú hinn vistlegasti samkomu- staður. Þar sem mtkiB hefur yerið rætt um starfsemi Unghjóna- klúbbsins og eflaust fýsir marga til að vita hvemig það fólk skemmtir sér, þá iðgðum við land undir fót og fórum út á Nes. Eftir talsverðar krókaleið- ir og eftir að hafa ónáðað hvern einasta íbúa á Álftanesi, fund- um við loksins staðinn. Auð- séð var er við ókum í hlað, að margt var um manninn, enda stóðu þarna þrír .stórir áætlun- arbflar auk nokkurra einkabíla. Hafið þið félagsskírteini Eftir að hafa barið að dyr- um og beðið góða stund úti l kuldanum og myrkrinu, birtist roskinn maður 1 dyrunum. Ekki fannst okkur hann neitt „ung- hjónalegur", þar sem hámarks- aldur er 35 ár. En fljótlega kom umst við að því að þetta var sjálfur hreppstjóri Garða- hrepps og var hann þar til að gæta húsa sinna. Hann bað okk ur um félagsskírteini, en við sögðumst ekki vera meðlimir og þar að auki ógiftir, en það stæði vonandi til bóta. Eftir að hafa sagt honum hvers vegna við værum eiginlega komnir þarna, bað hann okkur að bíða andartak. Að vörmu spori kom hann aftur í fylgd með for- manni klúbbsins, Jóni Gunn- laugssyni. Matur er mannsins megin Jón bauð okkur að ganga í salinn og þar inni sátu um 150 manns að þorrasnæðingi, auð- vitað voru þetta eintóm ung- hjón. Á borðum voru dýrðlegir réttir, sem tilreiddir voru af kvenfélagskonum hreppsins. Greinilegt var að margur hafði tekið vel til matar síns. Skömmu seinna hóf danshljóm- sveitin leik sinn og hvert ein- asta par var komið á gólfið áð- ur en við gátum talið upp að þrem. Það vakti athygli okkar hvað fólkið var staðráðið í að skemmta sér og skemmta sér vel. Margt til gamans gert Engin aðkeypt skemmtiatriði voru þarna, heldur önnuðust meðlimir þau sjálfir, enda hef- ur klúbburinn á að skipa góðu fólki í þeim efnum. Sérlega vakti athygli okkar hinn gamal kunni munnhðrpusnaiingur Ingþór Haraldsson. Ýmis önn- ur skemmtiatriði hafa eflaust komið á eftir en nú var komið miðnætti og Þorri á enda, en viðtekin Góa og þar með var heimsókn okkar lokið á þetta ágæta Þorrablót. Áður en við kvöddum þetta glaðværa fólk urðum við að lofa því hátíðlega að gera það sem í okkar valdi stæði til að fullnægja inntöku- skilyrðum í Unghjónaklúbbinn sem fyrst. Góður félagsskapur Eins og fyrr getur er Ung- hjónaklúbburinn stofnaður á s. 1. hausti og eru meðlimir hans nú komnir nokkuð yfir annað hundraðið. Stjórn skipa þeir Jón Gunnlaugsson, form., Jónas Jónasson varaform., Jón H. Björnsson, Vilhjálmur Ein- arsson og Magnús Marteinsson. Félagið hefur þegar haldið nokkrar skemmtanir og er starfsemin í fullum blóma. — jhm. Tilkynning Athygli innflytjenda og smásöluverzlana er hér með vakin á tilkynningu um ný verðlagsákvæði, sem birt verður í Lögbirtingarblaðinu í dag. Reykjavík, 25. febrúar 1960. Verðlagsstjórinrt Öllum þeim mörgu, sem glöddu mið með heim- sóknum, gjöfum og kveðiusendingum á sjötugs- afmæli mínu, flyt ég mínar alúðarfyllstu þakkri. Bjarni Björnsson, Vesturgötu 9. Fermingaföt Margir litir. Drengjajakkaföt. frá 6—14 ára Matrósföt, 3—8 ára, rauð og blá Drengjabuxur, Drengjapeysur Drengjabuxnaefni, tækifærisvcrð Æðardúnssængur — Hálfdúnn Ullarsportsokkar. Karlmaunasokkar, ull Sendum í póstkröfu. NONNI Vesturgötu 12 — Sími 13570 Blaðburður Tímann vantar ungling til blaðburðar um Skóla- vörðustíg. AFGREIÐSLA TÍMANS Geymsluhúsnæði óskast til leigu. — Upplýsingar í Sjávar- afurðadeild Sambands íslenzkra samvinnufélaga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.