Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.02.1960, Blaðsíða 5
TlHIWW, flmmtndagfam 25. febrúar 1960. 5 Úfgetandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Ritstjófi og ábm.: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur t Edduhúsinu við Lindargötu Símar 18 300. 18 301. 18 302. 18 303 18305 og 18 306 (skrifst ritstjómin og blaðamenn). Auglýsingasimt 19 523 Afgreiðslan 12 323 Prentsm. Edda hf. ------------------------------------------------------/ Gríman tekin ofan í þingkosningunum 1927 beið íhaldsflokkurinn. sem þá fór með stjórn, mikinn og eftirminnilegan ósigur. For- ingjar flokksins drógu þá ályktun af honum. að þeir myndu halda áfram að tapa, ef þeir gengju eftirleiðis hreint til verks, kölluðu flokk sinn réttu nafni og héldu fram stefnu sinni undanbragðalaust. I framhaldi af þessu breyttu þeir um nafn á flokknum. Hann var skýrður upp og kallaður Sjálfstæðisflokkurinn, enda þótt aðalforingjar fiokksins hefðu áður fyllt hóp þeirra, sem voru áhuga- minnstir í sjálfstæðisbaráttunni við Dani. Stefnuskrá í'lokksins var jafnframt samin upp að nýju og hún færð í þann búning, að flokkurmn væri ekki lengur íhaldsflokk- ur og sérstakur fulltrúi auðstéttarinnar í landinu heldur væri hann alhliða umbótaflokkur og fulltrúi allra stétta. Síðan þetta gerðist, hefur flokkurinn starfað að veru- legu leyti í samræmi við þetta nýja gerfi sitt. Þegar hann hefur verið í stjórnarandstöðu, hefur hann þótzt hafa áhuga fyrir alhliða umbótum og lagt mikla stund á yfir- boð, jafnvel gerzt hinn hatramasti kaupkröfu og verk- fallsflokkur. Þegar hann hefur verið í stjórn, hefur íhalds- eðli hans að vísu komið i ljós, en þess þó gætt minna en ella vegna þess, að hann hefur fram að þessu þurft að hafa samstarf við flokka, sem voru frjálslyndari og um- bótasinnaðri en hann, og orðið að taka tillit til þess. Þetta hefur orðið til þess, að margir hafa hætt að trúa því, að Sjálfstæðisflokkurinn væri sami íhaldsflokkurinn og hann var, þegar hann gekk hreiniega til verks undir því nafni og fór ekki dult með afturhaldseðli sitt. Með hinum svokölluðu efnahagsráðstöfunum. sem nú er verið að framkvæma, hefur sá sögulegi atburður gerzt, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur kastað umbótagrímunni og gengur til verks í fyrsta sinn síðan 1927 sem hreinn ihaldsflokkur. Æðsti prestur hans Ólafur Thors. fer ekki heldur dult með það, að það sé megintilgangur þessara ráðstafana að fá aftur „hina góðu, gömlu tíma“, er voru hér fyrir 1927. Með þessu hafa línurnar í íslenzkum stjórnmálum vissulega skýrzt stórlega frá því, sem var meðan Sjálf- stæðisflokkurinn lék umbótaflokk og flokk allra stétta. Hann er búinn að kasta grímunni. I fyrsta sinn síðan 1927 starfar hann í samræmi við innsta eðli sitt. Hér eftir þarf enginn að efast um hvers konar flokkur hann er. Stefnunni varpað fyrir borð Ástæðan til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur kast- að grímunni, eins og rakið er hér á undan, er ekki sízt sú, að hann hefur nú í fyrsta sinn síðan 1927 fund- ið til samstarfs flokk, sem er fús til að framfylgja íhalds- stefnu 1 félagi við hann. Það hefur nefnilega gerzt samtímis og Sjálfstæðis- flokkurinn varpar af sér grímunni, að foringjar Alþýðu- flokksins hafa varpað fyrir borð þeirn umbótastefnu, sem flokkurinn fylgdi í upphafi og hefur talið sig fylgja. Emil Jónsson, Gylfi Þ Gíslason og Guðmundur í. Guð- mundsson hafa nú gerzt liðsmenn íhaldsins til að endur- reisa þá þjóðfélagsstefnu, sem Jón Baldvinsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón A. Ólafsson hjálpuðu til að brjóta á bak aftur í kringum 1927 Þessi gerbreytta afstaða Alþýðuílokksins mun ekki síður hjálpa til að skýra línur íslenzkra stjórnmála en það, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur varpað af sér grímunni. Pétur Sigfússon: Þetta þarf að muna „Viðreisnarfrumvarpitr“ esr oröið 3ð lögum, um það verður ekki deilt JBlmu er veirt að velta fyrir sér, á hvern hátt það varð til og með hvaða hætti það náði fram að ganga. — Öll munum við „réttlætiskröf- urnar“ um breytta kjördæmaskip- an og meira „mannsæmandi“ stjórnarfar og baráttuaðferðir, í anda hins sanna lýðræðis. Þessar kröfur voru mjög háværar á s. 1. ári og báru sinn glæsta árangur eins og sagan mun geyma. — Ekki vantaði það, að þjóðin væri aðvöruð, bæði í ræðu og riti um þann háska, sem í uppsiglingu væri með afnámi einmenningskjördæm- anna og þar með eflingu flokka- valds í anda hnefaréttar og ein- ræðis. Bent var á að fjölgun þing- manna væri óþörf, og nánasrt hneykslanleg. Krafa flokkanna um fieiri hendur til uppréttingar með flokkaforingjunum skaðleg og þeg- ar vel væri athugað, fullkomlega ólýðræðisleg, þvi vitanlega er það þjóðfélagið í heild, en ekki nein íélagssamtök innan þess, hinn eini rétti aðfli, sem þingræðið og lýð- ræðið á að þjóna. Stór meirihluti þjóðarinnar svaf á verðinum, •— það má ekki gleymast, — og má því kannske segja, að það sem nú er fram komið sé aðeins „réttlát refsing". og þó líklega ekki nema byrjun þess er koma skal. — Öll munum vði valdatíð hinnar svo- nefndu vinstri stjórnar, og háttu hins stóra Sjálfstæðisflokks í stjórnarandstöðu þá. Slíka „mann- sæmandi" stjórnarandstöðu þyrfti þjóðin að muna vel og lengi. Þá I heyrðust engin hróp frá Sjálfstæð- j isflokknum um brýna þörf fyrir j samúð með viðreisnartillögum ' stjórnarinnar eða um stillingu, ró né skilning þjóðarinnar. meðan j áhrif viðreisnarstarfsins væru að : koma í ljós, eða minnist þess nokk ur maður á íslandi? — Þá var hneykslast mjög á því athæfi for- j sætisráðherrans, að leitast við að J hafa „samráð" — fyrir fram, við hinar vinnandi stéttir landsins, til þess að freista að koma málum í höfn á friðsamlegan hátt og með ; gagnkvæmum skflningi fleiri aðila, og fyrirbyggja þannig vinnustöðv- anir og kaupkröfur, á meðan við- reisninni pokaði fram. hægt og hægt. Nei, Sjálfstæðisflokkurinn krafðist ekki friðar og samúðar fyrir þá stjórn. Hann gekk hins vegar svo langt í hinni „mannsæm- a;idi“ andstöðu, að hvetja og æsa til verkfalla og launahækkana hvar sem hann gat því við komið, því slíkt var hið eina, örugga ráð til að eyðileggja viðreisnartflraunir stjórnarinnar og koma henni á kné. Það tókst, og þetta man hver sæmilega hugsandi og minnugur íslendingur í dag, en — það er ekki nóg. Þessi vinnubrögð þurfa menn að muna lengi og vel, því hér var stráksskapur flokks- j mennskunnar og vansæmandi á- byrgðarleysi gagnvart þjóðfélaginu i sinni nöktustu og fullkomnustu mynd. Og öll munum við svo hina miklu kraftaverkastjórn Alþýðu- flokksins, sem — að sögn hennar siálfrar í útvarpsumræðum s. 1. haust, kæfði og kaffærði verðbólg- una svo rækilega á einu ári — og það algerlega hjálparlaust — að hún mundi ekki láta á sér bóla framar, enda ríkissjóður og út- flutningssjóður svo vel á vegi staddir. að ágætt mætti telja. Þetta heyrði öll bjóðin og þarf að muna vel, það er fullkomlega þess virði. — Og þessi stjórn gerði ýmislegt fleira. Hún gekk í órofa bandalag við höfuðfjanda alþýðustéttanna á íslandi um breytta kjördæmaskip- an. Sú breyttag var þó hugsuð, fynsft og fremst, sem leið að því marki að Sjálfstæðisflokkurinn gæti náð hreinum meiri hluta á Islandi. Það fór ekkert dult, og muna það margir. Og lrtla, sterka rikisstjórnin Alþýðuflokksins fs- lenzka gerði enn fleira. Hún gaf út „kaupbindingarlög" á eigin ábyrgð, — já, lög um bindmgu kaups og kjara einnar stéttar á Íslandi, bændanna. — Tók bara í s/nar eigin hendur — á tímabili — fjárráð þeirra og sjálfstjórn. — Sko þá stuttu! En, jafnframt þessu taldi þessi blessaða stjórn sig svo hreina og óspjallaða alþýðuflokks- stiórn og þá auðvitað með vakandi virðingu og viðurkenningu á full- komnu frelsi einstaklinga og siétta. Mun „Emilía sáluga" lengi höfð í annálum, af stórbrotnum og sérkennilegum verkum sínum, en niargir hefðu sennilega illa trúað því — hér fyrr á árum — að úr þessari átt kæmi gróðavaldinu á Islandi, einræðinu og dulbúnum nazisma, þarfasta þjónkunin. Sú staðreynd verður nú ekki dulin. Hún má heldur ekki gleymast. — Tvennar kosningar fóru fram s. 1. ár eins og við vitum og munum enn. Yfirlýst var, af staksteina höf- undi Morgunblaðsins að allt væri fvrir fram ráðið „allt klappað og klárt“ — fyrir kosningar hvernig sem þvi gat nú verið varið. Ýmsir veittu þessu athygli, en þjóðin vaknaði elcki, nema að litlu leytí og virtist ekki sjá hinar nazistisku enræðistenr.ur, sem glytti í á bak við þessi svigurmæli og margt fieira af svipuðu tagi. Og svo tók óiafur við, þó raunar sé nú nokkru risminni en stundum áður. Ólafur sá það nú fyrst og fremst óum- flýjanlegt að fjölga ráðherrum upp í 7 — sjö! — Já — gerið svo bara grín að Emmu sál. með sína fjóra. Næst lætur Ólafur sína atkvæða- nienn samþykkja með sér að allt hið réttlætisþrungna þinglið skuli bara fara-heim — nú þegar — af nýbyrjuðu þingi og bíða. þar til atkvæða þeirra sé þörf, einhvern tíma seinna. Jú, ekki stóð á því, því ekki virtist hugsjónum, eða brennandi áhuga fyrir að fara hjá atkvæðamönnum réttlætisins. — Og svo leggst stjórnin undir feld — eins og Þorgeir — og þaðan leggur svása geisla vona og trúar r.orður um alla sanda. En hvað skyldi svo koma upp úr dúrnum þegar feldinum var lyft? 1. Stjórnin er búin að bauka „ut- an þingsalanna * í einn og hálfan mánuð, með „fjöregg þjóðarinnar" sljórnmálin, „án samráðs" við al- þingismenn eða aðra atkvæða- menn. Á þetta er nú bent hér að- eins td'l að fríska upp á — kannske eitthvað sljófgað minni þeirra úr Sjálfstæðisflokknum, sem mest hneyksluðust á utan-þingsala vmnubrögðum Hermanns Jónas- sonar', sællar minningar 2. Stjórnm hefur skflið mjög mjög leiðinlega við Emmu sálugu, fiett ofan af henni, og skín nú, all- mjög, í hana bera jafnvel þar, sem sízt skildi, og augljóst er nú líka að hún hefur, í lifanda lífi, sagt mjög ósatt, en sleppum því. Það vissu og skildu svo margir, strax í haust! 3. Og svo nú þetta síðasta og s;ærsta: „Gamlar lummur“ frá vinstri stjórninni sálugu, hafa fundizt í svo stórum haugum í mynd erlendra lána og öðrum hryllingsverkum, að hvergi sér út úr. Allt er að sökkva — það sem eKki er bara áður sokkið — og nú er ekkert urc að gera, — eitt ráð aðeins — og það er að herða á ,.cultarólinni“ þ. e. a. s. — á al- menningi! - „Þetta er allt saman atfur frá vinstri stjórninni, góðir fslendmgar", sagt berum orðum á n.áli hins „mannsæmandi" stjórn- málasannleika. — Saklaus er Emma — og ég! — Og — Ólaf grunar ekki neitt fyrr en þarna, á næturnar. undir feldinum að hann sá allt eins og það var — já „miklu geigvæplegra en nokkurn gat grun- að“. Ótrúlegt en satt, að elzti stjórnmálaiexðtogi þingsins og stærsta stjórnmálaflokks landsins, fylgist ekki betur með gangi stiórnmálavélarinnar en þetta — og verður bara aldeilis hissa, en hins vegar ekki aldeilis ráðalaus, sá gamli. Auðvitað verðið þið nú að herða mittisólina piltar. Þið hafið lifað langt um efni fram um mörg undanfarin ár, og nú verður E.ð stoppa. Viðreisnarfrumvarpið okkar — undan feldinum — látum við atkvæðamennina okkar sam- þykkja, þó umboðslausir séum raunar, frá þjóðinni, — það gerir ekkert til, — þetta er þegar ákveð- ið — af flokknum, og nú þurfum við bara þögn, hlýðni og samúð — í langan tíma, þó slökum við kann- ske á ólinni aftur — þegar henta þykir. — Hér verður ekki farið út í ein- staka liði viðreisnarfrumvarpsins. AHt þarf þaS ekki endilega að vera fordæmanlcgt, þó óskemmtilega sé til komið, enda er þetta skrifað í þeim tilgangi, aðallega. að benda á hversu varhugaverða braut kjör- dæmabreytingin leggur handa ein- ræðisöflum landsins og hversu háskaleg tæki eru falin í hinum mörgu uppbótar-þingmönnum flokkanna, oft atkvæðalitlum en einsýnum flokksmönnum aðeins, mönnum sem ekkert kjördæmi hefði nokkru sinni óskað eftir eða látið sér til hugar koma að kalla á til framboðs. Slíkir gerfi-þingmenn þurfa að hverfa úr þingsölunum bið allra fyrsta, — það er þjóðfé- lagsleg nauðsyn. — Loksins færði „réttlætið“ Aust- firðingum 1 — einn — sjálfstæðis- þingmann. Mikið held ég að þeir Austfirðingar hafi nú verið stoltir af honum I viðreisnarstarfinu. „Við sáum til þín“, stendur einhvers staðar, og munum minnast þín seinna. Og aðrir munu minnast lengi þingeyska bóndans frá Sandi, sem talandi tákns um atkvæða- þingmann. Hann hefur tfleinkað sér hina gullvægu kenningu um fnð og sanxúð, viðreisnartillögun- um til handa, og muni þær þá bera góða ávexti. Látum svo vera. En var viðhorf hans svona „fallegt“ þegar vinstri stjórnin var með sín- ar tilraunir við sama vanda? Ég veit það ekki, en ömurlegt finnst mér, að heyra stjómarmeðlim Kaupfélags Þingeyinga lýsa yfir, að hann veit ekki greinarmun á Sparisjóðum og Innlánsdeildum K'aupfélaga. Veit þó nálega hver kaupfélagsmaður á landinu að í sparisjóði leggja einstaklingar inn fé sitt, án annars nxarkmiðs en að geyma það og ávaxta og skiptir þá — sem slíka — ekki máli þó spari- sjóðurinn feli aftur einhverri ann- arri tryggri peningastofnun ein- hvern hluta sjóðsins, til geymslu, en innlánsdeildir kaupfélaga eru niyndaðar af iánsfé frá einstakling- uin kaupfélaganna sjálfra og ávaxt- ast eingöngu og varðveítist hjá koupfélaginu sjálfu, fyrirtækjum þess og í daglegum rekstri Hér er á reginmunur. sem Bjartmar þyrfti að átta sig á ef hann vill vera heill og hollur kaupfélögunx landsins, og hæfur til að sitja í stjórn beirra. —- íslenzka þjóðin þarf að gæta sín vel fyris einræðisöflum fiokkanna, og gerfi þingmönuum innan þing salanna. — má ekki sofna á verð iitum. — Pétur Sigfússon.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.