Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 3
TiÍM.IN N, flmmtndagiim 24. marz 1960.
3
París tók Krustjoff
og föruneyti fálega
Krustjoff réíst strax á árásaröflin í V-Þýzka-
landi, sem ógnutSu fri'ðinum i Evrópu
Þetta eru nú ekkert sérstaklega skuggalegir menn. Eigi að síður eru þelr sagðir ræningjar og fúlmenni hin
verstu. Hitt mun þó vera öllu réttara, að þelr látastvera slíkir annað slagið, því slik er iðja þessara manna.
Þetta eru sem sagt ræningjarnir frægu úr Kardemommubænum, og er myndin tekin af þeim við hljómplötu-
upptöku I gær. Ræningjarnir eru talið frá vinstrl: Baldvin Halldórsson, Ævar Kvaran og Bessl Bjarnason. —
(Ljósm.: Tíminn K. AA.).
NTB—París, 23. marz. —
Krustjoff og förunevti kom til
Orly-flugvallar viS París
nokkru fyrir hádegi í dag. í
svarræðu til de Gaulle forseta
réðist Krustjoff strax á V-
Þýzkaland. Ef Frakkland og
Sovétríkin, tvö voldugustu ríki
Evrópu, siæðu saman gegn
árásaröflunum í V-Þýzkalandi
myndu þau aldrei voga sér að
hleypa af stað nýrri styrjöld.
Þessi fvö ríki gætu þannig
tryggt friðinn í Evrópu og um leið
í öllum heiminum, sagði Krustjoff.
Parísarbóar fálátir
Krustjoff var brosandi, en föl-
j ur í andliti, er hann steig út úr
Andúðaralda um allan heim gegn
♦
kynþáttakúgun S-Afríkustjórnar
NTB—Höfðaborg, 23. marz.
Verwoerd forsætisráðherra S-
Afríku upplýsti í dag, að
stjórnin hefði ákveðið að fela
dómurum hæstaréttar athug-
un á blóðbaðinu í Sharpeville
og fleiri borgum s.l. mánudag.
Sést á ýmsu að stjórnin er
orðin hrædd við ástandið,
enda er ólga mjög mikil í
landinu og ný andúðaralda
hefur risið um allan heim
gegn kynþáttakúgun og
beldi S-Afríkustjórnar.
of-
Sfjórnarandstaðan hefur krafizt
sérstakrar rannsóknamefndar og
forsætisráðheri'ann kvað geta kom
ið til mála að orðið yrði við þeirii
kröfu.
Stríðsvagnar á hverju horni
Ekki hefur komið tíl átaka í
dag, en ástandið er mjög ótryggt
og ólga meðal svertingja og raun
ar hvítra manna li'ka. Vöpnuð
lögr'egla og stríðsvagnar eru stöð
ugt á ferli í bæjum, þar sem hætta
er talin mest, svo sem í Sharpe-
ville, Lanoa og Myanga. Bann er
við fundahöldum svertíngja. For
ingi sambands blökkumanna, Le
balla og 11 samstarfsmenn hans,
hafa veris leiddir fyrir rétt. Þeir
báðu í dag um að fá leyfi til að
vera við jarðarför þeirra, sem
voru drepnir, var synjað af dóm
aranum.
Einkennilegar kúlur
Biskupinn í Jóhannesarborg,
dr. Ambrose Resves, heimsótti í
dag marga særða blökkumenn á
sjúkrahúsunum í borginni. Hann
skýrði blaðamönnum svo frá, að
hann hefði krafizt opinberrar
skýringar á því, hvers vegna lög-
reglan hefði notað sérstaka og
óvenjulega tegund af byssukúlum.
Þær væru þannig, að ör'litíð sér
myndaðist þar sem þær smýgu
inn, en rifu frá sér er inn kæmi
og mynduðu stórt gat, þar sem
þær færu út.
Andúðin vex
f mörgum iðnaðarbæjum hafa
bíökkumenn, sem mynda kjarna
starfsliðsins, lagt niður vinnu.
Stjórnarvöldin segja, að þeir séu
Vill U. S. A. veiðar innan
12 mílna næstu 10-15 ár?
Fundur á hafréttarráðstefn
unni í Genf varS stuttur í dag,
að því er segir í einkaskeyti
til Ríkisútvarpsins. Voru ræðu
menn aðeins þrír. Voru allir
fylgjandi 12 mílna fiskveiði-
landhelgi eða stærri Tillögu
Bandaríkjanna er beðið með
eftirvæntingu, en hún mun
sennilega koma fram á morg-
un.
Tuncel aðalfulltrúi Tyrklands
sagði í s'inni ræðu að breidd land-
belgi ætti að vera sem minnst,
en hins vegar ætti að leyfa strand-
ríkjum fiskveiðilandhelgi til við-
bótar, allt að 12 sjómílum. Vanda-
mál ríkja, sem háð eru fiskveið-
um á sömu miðum, taldi hann
bezt levst með gagnkvæmum samn
íngum eða svæðasamningum.
12 mílum vex ört fylgi
May fulltrúi Viet Nam taldi að
viðurkenna bæri sérstök fiskveiði-
belti til viðbótar landhelgi, sem
hann taldi hæfilega 6 jnílur. Mor-
eno fulltrúi E1 Salvador mælti
rneð því að hvert ríki skyldi hafa
rétt til að akveða sína eigin land-
helgi, en auk þess mættu strand-
ríki hafa breit fiskveiðibelti, 12
sjómílur eða meira.
Það er skoðun fréttaritara
Reuters, að 12 sjómílna fisk-
veiðilandfielgi vaxi nú ört fylgi
meðal fulltrúa á ráðstefnunní.
Einnig hallist fleiri og fleiri ríki
Asíu og \fríku, að tillögu Sovét-
ríkjanna um 12 milna landhelgi.
Tillaga Bandaríkjanna
Menn bíða nú með nokkurri eft-
irvæntingu eftir tillögu Bandaríkj
anna, en hennar er vænzt á morg-
un.
Góðar heimildir telja, að tillag-
an muni eins og áður fela í sér
ákvæði um 6 mílna landhelgi og
sex mílna fiskveiðilandhelgi fyrir
strandríki til viðbótar. Ríki, sem í
5 ár fyrir 1. jan. 1958 hefur sótt
niið á ytra sex mílna beltinu, skal
heimilt að stunda þær veiðar á-
fram, þó þannig að veiddar séu
sömu fisktegundir og áður og
ekki meira magn þeirra, en svarar
t:! meðalafla á áðurgreindu 5 ára
timabili.
GerSardómur
Nú geta aðilar tekið upp samn-
inga um fiskveiðiréttindin, en beri
þeir ekki árangur innan 12 mán-
aða, skulu þer leggja málið undir
úrskurð 5 manna gerðardóms. Ná-
ist ekki samkomulag um skipan
hans skal framkvæmdastjóri S.Þ.
t’.lnefna menn í hann.
í Reutersfregn er þess einnig
getið til, að Bandaríkjastjórn hugsi
sér fiskveiðilandhelgi á ytri sex
mílunum somið á smátt og smátt
og geti þá fiskveiðiþjóð sótt mið
strandríkis upp að sex mílna mörk
um í allt að 10—15 ár.meðan verið
er að finna ný mið. Þessi stefna
Bandaríkjanna er talin mótast af
þvi, að þeir hafa sótt fiskimið
a'veg upp að ströndum Kanada á
svipaðan hátt og Bretar hér við
land.
j neyddir til þess og lofa lögreglu-
| vernd og öryggi þeim, sem mæta.
j En víða mæta mjög fáir, þrátt
fyrir gylliboð yfirvaldanna.
j Manndrápin á blökkumönnunum
[ hafa orðið til þess að andúð al-
mennings og ríkisstjórna víða um
!heim á kynþáttaofbeldi S-Afríku-
stjórnar hefur magnazt mjög.
iBandaríkjastjórn gaf í morgun út
yiirlýsingu, þar sem manndrápin
eru fordæmd. Er bersvnilegt, að
S-Afríkust.iórn hefur orðið skelk-
uð við. Var birt yfirlýsing, þar
sem segir, að Bandaríkjastjórn
hafi' engan rétt til að blanda sér
i innanlandsmál S-Afríku. Hún
hafi ekki heldur hirt um að kynna
sér málavexti. Mikill fjöldi æstra
Bantu-negra hafi ógnað litlum
hópi hvítra lögreglumanna.
Kynþáttastefna S-Afríku hefur
oft verið fordæmd af þingi S.Þ.
Nú hafa 29 Asíu- og Afríkuríki
komið s'aman innan S.Þ. og hyggj-
ast taka síðustu atburði upp á
vegum samtakanna.
Nehru forsætisráðherra Ind-
Iands ræddi ofbeldisverkin á
þingi í dag og vítti þau harð-
lega. Taldi hann S-Afríkustjórn
stefna sambúð hvítra og svartra
i hreinan voða. Nú hefði keyrt
! svo um þverbak, að mælirinn
' kynni að vera fullur. Blóðbaðið
kynni að marka tímamót i sögu
I S-Afríku.
Iljusin-þotunni á Orly-flugvelli.
Virðast fréttamenn hafa sann-
færst um, að hann hafi ekki gert
sér upp veikindi af „diplomat-
ískum ástæðum". Hann virtist
einnig hafa lagt af. Um 80 þús.
Parísarbúar voru meðfram götun
um, þar sem Krusfjoff, ásamt
de Gaulle, í opnum vagni, ók
frá flugvellinum til miðborgar-
innar. Honum var tekið kurteis-
lega, en af litlum fögnuði. Sára
fá húrrahróp heyrðust. Það var
ekki fyrr en Krustjoff lagði sveig
á gröf óþekkta hermannsins við
Sigurbogann, að dálítið lifnaði
yfir borgarbúum. Hrópuðu ýmsir
hryllingarorð til hans, en þó
heyrðist í öðrum, sem sögðu sam
löndum sínum „að halda kjaftí“.
12 þúsund lögreglumenn og
brunaliðsmenn, nokkur hluti
þeirra á bifhjólum, sveimuðu í
kringum Krustjoff og fylgdarlið
hans. Hafa sennilega aldrei þvílík
ar öryggisráðstafanir verið gerðar
í Frakklandi til verndar gestkom-
andi manni. Allt gekk líka slysa
laust. Þó hafði einhveijum tekist
að strá nöglum á götuna, þar sem
bílalestin átti að aka. Ætlunin var
a^ sprengja bíldekkin. En lögregl
an sópaði bui't nöglunum í tíma.
Þá voru 4 handteknir fyrir að
mála andsovézk slagorð á hús-
veggi.
f fyrsta shin í sögunni blakti
rauði fáninn sovézki víðs vegar
um París til þess að fagna komu
rússneska forsætisráðherrans,
en það er í fyrsta inn í sögunni
að rússneskur forsætisráðherr.a
heimækir Frakkland.
Er de Gaulle hafði fylgt Krust
joff til Quai d’Orsai hallar, þar
sem hann býr í ibúð, sem sérstak
lega er útbúin við hæfi þjóðhöfð
ingja og konunga, bauð foisetínn
til hádegisverðar. Áður ræddust
þeir þó við í þrjá stundarfjórð
unga.'Er sagt, að vel hafi farið
á með þeim, en ekki ræddu þeir
um „alvarleg málefni“. f kvöld
bauð de Gaulle aftur til veizlu
og voru þar um 100 gestir, helzta
tignarfólk í valdastöðum. Næstu
tvo daga munu svo de Gaulle og
Krustjoff eiga langar og ýtarleg-
ar viðræður um öll helztu atriði
heimsmálanna. Mest munu þeir
ræðast við einslega, en þó vænt-
anlega einnig kveðja til ráðgjafa
sína. Gromyko utanríkisráðherra
er með Krustjoff, einnig æðsti
yfirmaður kjarnorkumála í Sovét-
ríkjunum. Er flestra álit, að þess
ar viðræður muni reynast mjög
afdrifaríkar með tílliti til fundar
æðstu manna í vor.
Mjög f jölsóttur kapp-
ræðufundur FUF ogFUJ
Kappræðufundur Félags
ungra Framsóknarmanna og
íélags ungra jafnaðarmanna,
sem haldmn var í Framsókn-
arhúsinu i gærkvöldi var vel
sóttur og fór ágætlega fram.
Var ræðumönnum FUF einkar
vel tekið og virtist mál þeirra
eiga góðan hljómgrnnn meðal
fundarmanna.
, Ræðumenn í fyrstu urnferð voru
i þeir: Tómas Karlsson, blaðamaður.
af hálfu FUF og Sigurður Guð-
mundsson, formaður FUJ. í ann-
arri umferð töluðu: Jón Skaftason,
alþingismaður, af hálfu FUF og
Björgvin Guðmundssori, alþingis-
maður, af hálfu FUJ. f þriðju um-
ferg: Páll Hannesson, verkfræð-
ingur, FUF og Benedikt Gröndal,
alþingismaður, FUJ. í fjórðu og
síðustu umferð töluðu Jón Skafta-
son og Benedikt Gröndal.
Nánar verður sagt frá fundinum
á vettvangi æskunnar í blaðinu á
morgun.