Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 7
TIMIN N, fimmtudaginn 24. marz 1960.
7
1
T
m
Steinsteypt Reykjanesbraut
verði fullgerð á næstu 5 árum
Þeir Jón Skaftason og Geir
Gunnarsson flytja frumvarp
til laga um að leggja nýjan
veg frá Álftanesvegamótum
um Keflavík og Garð og til
Sandgerðis.
Vegagerð þessa skal miða vi*ð
þa'ð, að samgöngur milli Reykja
víkur og Sandgerðis verði sem
hagkvæmastar og öruggastar og
henni haigað sérstaklega með til-
iiti til framtíðamota íslendinga
af Keflavíkurflugvelli fyrir milli
landa- og innahlandsflug.
Veginn skal fullgera mefð slit-
lagi úr steinsteypu og skal miða
friamkvæmdir við það, að vegur-
inn verði fullgerður á næstu
fimm árum.
Til framkvæmdanna skal ríkis-
stjóminni heimilt að taka allt að
85 milljón króna lán.
í greinargerg með frumvarpmu
segir:
Á þingi 1958—1959 flutti Ólaf-
ur Thors, þáverandi þingmaður
Gull'bringu og Kjósarsýslu, tilögu
til þingsályktunar um steinsteypt
an veg frá Hafnarfirði til Sand-
Þingveizluvísa
Ekið aftur
á bak
Býr í öllum einhver þrá,
um það vitnar saga.
Ólafur vill ólmur fá
aftur gamla daga.
Emil heyrði hersis kvak
hann í sæti styður,
við að aka aftur á bak —
aftur á bak og niður.
Békamarkaður
Hinn þjóðkunni bókamaður og
safnari, Helgi Tryggvason, opnar
bókamarkað að Laugavegi 7 n. k.
föstudag, og verða þar á boðstól-
um gamlar bækur, fjöldi tíma-
rita og blaða. Verður þar áreiðan
lega um auðugan garð að gresja
fyrir bókmenn og safnara. Bóka-
markaður þessi mun standa aðeins
fáa daga og er því ráðlegst fyrir
bókamenn að líta þar inn sem
fyrst.
Fékk 6200 fiska
Vestmannaeyjum, 23. marz. —
Margir Eyjabátar fengu dágóðan
afla í gær. Austan hvassviðri var,
og nokkrir bátanna sneru við í
gærmorgun. En sumir þeirra, sem
róa langt vestur eftir, fóru alla
leið og drógu net sín, og fengu
góðan afla. Hæstur var Bergur
frá Bestmannaeyjum, og fékk
hann 6200 fiska. Nokkrir aðrir
voru með um 4000 fiska. Þetta
var langt vestur frá, sem fyrr
segir, en samt vona menn að
fiskurinn sé að koma. SK
Jón Skaftason og Geir Gunnarsson flytja frumvarp til laga
gerðis. Tillögunni var vísað til
fjiárveitmganefndar sameinaðs
þings. Nefndin skilaði ekki áliti
um þngsályktunartillögu þessa, en
að samkomulagi varð í nefndinni
að leggja til vig Alþingi, að til-
laga þessi, ásamt með tillögu frá
1. þm. Rangæinga, Ingólfi Jóns-
syni, um vegagerð úr steinsteypu,
yrðu afgreiddar með samþykkt
svofelldrar þingsályktunartillögu:
„Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að láta í samráði við
vegamálastjóra, útbúa fyrir
næsta þing framkvæmdaáætlun
um að steypia fjölfömustu þjóð-
vegi á næstu ámm. Verði jafn-
framt gerðar tillögur um fjár-
öflun til framkvæmdanna og
stefnt að því, að vegagerð með
þessum hætti geti hafizt á næsta
ári.“
Þann 30. jan. s.l. sendi vega-
málastjóri fjárveitinganefnd um-
sögn sína um tillögu þessa.
Kostnaður
Þar segir, að kostnaður við
nauðsynlegar umbætur og steypt
slitlag á Reykjanesbraut muni
nema samtals 68,1 millj. kr., og
sundurliðist hann þannig:
Endurbygging á 35 km. vegar-
kafla kostar 21,3 mlilj. kr., og
steypt slitlag á 40 km. vegarkafla
kostar 46,8 millj. kr.
Sfðan þessi áætlun var gerð,
hafa nokkrar’ verðhækkanir orðið
af völdum efnahagsráðstafana
ríkisstjórnarinnar, sem raska þess
um útreikningi. Erfitt er að á-
ætla, hversu þær hækkanir nema
miklu, en senniiegast aldrei
minna en 25%.
Reykjanesbmut hefur sér-
stöðu umfram þjóðvegi laudsins.
Bæði ér umferðin á þeim vegi
sú mesta, sem þekkist hérlendis,
þar sem um hann fara daglega
a.m.k. 1000 bifreiðar, og svo er
hitt atriðið, sem ræður hér
mestu um, og það er, að aug-
ljóst er, ag innan nokkurra ára
verður Keflavíkurflugvöllur aðal
flugvöllur landsmanna, a.m.k.
fyrir millilandaflugið og senni-
legast innanlandsflugið líka. —
Mjög er nú rætt um að Ieiggja
niður Reykjavíkurflugvöll, og
yfirgnæfandi líkur eru til þess,
að svo verði á næstu árum. Þá
er ekki í önnur hús a'ð veinli
en til Keflavíkurflugvallar fyrir
flugfélögin íslenzku, enda ekki
í kot vísað, þar sem ágætis að
staða er fyrir hendi á allan hátt.
Þá er ekki ósennilegt að Kefla-
víkurflugvöllur verði alþjóðleg
lendingar- og skiptistöð á al-
þjóðaflugleiðum, og er þá
margra hluta vegna nau'ðsyn-
legt, að greiðfær og góður veg-
ur tengi hann við höfuðborg-
ina. Af framansögðu er ljóst, að
Reykjanesbrau t hefur algera
sérstöðu meðal þjóðvega lands-
ins og því sérstök nauðsyn á að
hraða vegagerð þar.
Það er vitað, að hér' er um all-
dýra framkvæmd að ræða, en
ekki er til lítils ag vinna. Auk
þess, sem ag framan er sagt, má
telja þetta:
Á árinu 1957 nam viðhaldskostn
aður á Reykjavíkurbraut 1,5 milij.
kr., og hækkar sá kostnaður nú
stórlega.. Viðhaldskostnaður á
steyptum vegi er að sjálfsögðu
mun lægri,
1000 daglega
Daglega aka a.m.k. 1000 bif-
reiðar ,um Reykjanesbraut 40000
km. á dag.- Væri vegur þessi
steyptur, er áætlaður sparnaður
uvíst hvað áburöur o
ir verður greiddur mikið niður
r *
Fyrirspurn Asgeirs Bjarnasonar „svarað“ í gær
Ásgeir Bjarnason beindi
þeirri fynrspurn til landbún-
aðarráðherra í Sameinuðu
þingi í gær, hvað ríkisstjórn-
in ætlaði að greiða mikið nið-
ur fóðurbæti og áburð. Inn-
fluttur fóðurbætir mun hækka i
um 43—70% og áburður, inn-j
fluttur, um 60%. Hæstv. land
búnaðarráðherra hefur látið
þau orð falla, að innfluttur á-
burður og fóðurbætir myndi
verða greiddur niður og vildi
bví spyrja, hve mikið ætti að
greiða niður.
AUt á huldu
Ingólfur sagði, að enn væri
ekki endanlega ákveðið innan
ríkisstjór’narinnar hve mikið ætti
að greiða niður innfluttan áburð.
Þrífosfat myndi hækka upp í 397
krónur vegna efnahagsaðgerðanna
en myndi „sennilega“ verða greitt
niður í 245 krónur; Kalí myndi
sennilega verða greitt niður í 108
krónur og blandaður áburður
sennilega niður í 117 krónuí.
Kjarni
Kjarni þarf að hækka um 100
krónur á tonnið þ.e. upp í 2400
krónur. Komið hefur til mála,
ÁSGEIR BJARNASON
sagði Ingólfur að hækka tonnið
af kjarna í 2500 krónur og greiða
5 krónur af hverjum poka til
niðurgreiðslna af innfluttum á-
burði. Einnig hefur komið til
greina að nota 2 milljónir frá
Áburðarverksmiðjunni í þessu
skyni. '
Loðin svör
Svör ráðherra við því, hvað
greiða ætfi fóðurtíæti mikið nið
ur voru svo loðin að ekki var
hægt að henda reiður á það, hver
raunverulegt verð íóðurbætis
yrði eða, hvort þær viðbótarhækk
anir, sem enn væru ekki komnar
fram myndu hækka verðið eða
hvort þær yrðu greiddar niður,
en ráðherr’a taldi að fóðurbætir-
inn myndi hækka um 14—19%
þegar.
Umræðum frestað
Ásgeir Bjai-nason æsk’ti skýrari
svara um það, hvað greiða ætti
fóðurbæti mikið niður, en bað um
að umræðum um áburðinn yrði
frestað, þar til ríkisstjómin hefði
tekið fullnaðarákvörðun um mál-
ið. Þá óskaði Ásgeir einnig upp-
lýsinga um það, hvort-aukning sú
á niðurgreiðslum, 38 milljónir,
■sem tilgr’eindar væru í fjárlögum
, að fara ættu til niðurgreiðslna
á vörum, sem voru áður undir
130% yfirfærslugjaldi, næðu einn
i ig til niður’greiðslna á áburði og
fóðurbæti.
Ingólfur fékksl ekki til að gefa
skýrari svör um fóðurbætinn.
5 þingmenn höfðu nú hvatt sér
hljóðs um málið, en forseti (Sig.
Ágústsson) frestaði málinu flest-
um á óvart, og taldi það gert að
beiðni fyrirpyrjanda, en Ásgeir
neitaði því eindregið, kvaðst að-
eins hafa óskað eftir því að ann-
ar liðurinn. áburðurinn, yrði tek
in af dagskrá, enda hafði hann
beðið u'rn orðið.
JON SKAFTASON
umferðarinnar heilt ár talinn
5.840.000 kr., og fer sú tala hækk
I andi með auknum bifreiðafjölda
og hærri r’ekstrarkostnaði bif-
reiða.
Það er því ljóst, að fjárhags-
lega yrði mjög arðvamlegt að
i steypa veg þennan, enda er fyrir
því erlend reynsla að það borgi
sig vel að setja varanlegt slitlag
j á vegi, þegar umferð á þeim hef
I ur náð 200—300 bifreiðum á dag.
I Reykjanesbraut hefur af orð-
snjöllum mönnum verið nefnd
„Ódáðahraun íslenzkra vega“. —
1 Lýsir sú nafnagif) betur en mörg
orð fá gert, ásta ídi þessa fjöl-
fainasta þjóðvegar landsins. Við
■svo búið má ekki lengur standa.
Framkvæmd þessa lagafrumvarps
er að vísu dýr, og eðlilegt verður
að telja, að ríkisstjórnin fái heim
ild til þess ag taka lán til þessara
framkvæmda, jafnframt því að fé
sé veitt á fjárlögum til hennar.
Að endingu vil ég leyfa mér
að benda á hugmynd, sem fram
kom í greinargerð Ólafs Thors,
hæstv. forsætisráðh.. fyrir þáltill.
hans um fjáröflun til þessarar
vegagerðar. en þar segir svo:
„Vaxi mönnum í augum kostn
aður við framkvæmd þessa, er eng
in fjarstæða að taka til at’hugun-
ar, hvort rétt þætti að leggja
skatt, er næmi örfáum krónum.
á hverja bifreið. sem um veginn
fer. Mundi með því móti auðið
án tilfinnanlegra útgjalda fyrir
fer'ðamenn að afla rikissjóði
tekna, er nægðu til vaxtagreiðslu
af stofnkostnaði og jafnvel að ein
hverju leyti til afborgana, sem þó
ríkissjóður að eðlilegum hætti
gæti staðið undir vegna sparn
aðar á vegaviðhaldinu.
Telji menn rétt ag leggja inn
á þessa braut, mun að sjálfsögðu
af því leiða, að sams konar gjöla
verður að leggja á þá, sem ferð
ast um aðra steinsteypa vegi, sem
í framtíðinni hljóta ag verða lagð
ir hé>- á landi