Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 16

Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 16
Endurgalt funda- höld á Héraði Bó'ndi austan aí landi hélt aimennan fund um efnahagsmálin í Reykjavík Það er engin nýlunda þótt stjórnmálaforingjar geysist um landið með fundahöldum og lúðraþyt, hitt er öllu sjald- gæfara og allt að því einsdæmi sð einn almennur kjósandi af fjarlægu landshorni komi til höfuðstaðarins til að halda stjórnmálafund upp á eigin spýtur, einn og óstuddur. Það vakti þó nokkra athygli þegar auglýst var í blöðum og út- varpi að Einar Björnsson bóndi frá Mýnesi í Eiðahreppi ætlaði að halda almennan umræðufund um efnahagsmálin og viðhorfið í þjóð málum, Almenningur var þvi vanur að nafntogaðir stjómmála- garpar boðuðu til fundar nokkiir í hóp, hitt vakti forvitni að ó- þekktur bóndi austan af Héraði leigði eitt stærsta samkomuhús Reykjavíkur til að koma skoðun- um sínum á framfæri og fá sam- borgarana til að ræða málin. Óvenjulegf erindi Það var ekki laust við að ýms- um fyndist karl sá furðu djarfur og einhver hafði við orð að nú væri Don Quixote íslands risinn úr öskustónni og kominn albrynj- aður til að berjast við vindmyllur stjórnmálaiífsins. „Það er kominn bóndi austan af landi í bæinn og ætlar að frelsa lýðinn“, sagði ann ar þegar hann var spurður al- mæltra tíðinda. Almenningur var semsagt dá- lítið á báðum áttum, svo vanur scm hann var orðinn að haldið væri um taumana ofan að. Hógvær maSur Okkur lék forvitni á að hitta að máli þennan 47 ára gamla bónda sem hafði tekið sig upp frá búi og börnum og farið gagngert lang- an veg til höfuðstaðarins til að gera grein fyrir sínum málefnum í áheyrn alþjóðar. — Við hittum hann fyrir, hispurslausan og hressi legan í tali. Einár er alls ólíkur þeim manngerðum sem hvarvetna vilja tróna á pöllum og trana sér fram, þvert á móti er hann hlé- drægur og hógvær. Sýnilega er það brennandi sannfæringin ein sem hefur ráðið ferðum hans, en ékki löngunin til að láta á sér bera. Endurgeldur heimsókn „Ýmsum kann að finnast þetta skrítið uppátæki hjá mér“, segir Einar og kímir, „en þeir komu austur á Hérað með fundahöldum og ræðumennsku, höfðingjarnir úr Reykjavík fyrir kosningar og ég er bara að endurgjalda þeim heimsóknina. Ég býst ekki við miklu, en mín hugmynd er sú að konrn af stað dálitlu þrukki neðan frá. Ég vil fá forystumenn vinstri afianna til að koma á sterkum samtökum sín á milli. Vinstri menn eru í meirihluta í landinu, ef þeir aðeins bera gæfu til að vinna saman. Hlöðufundur Er langt síðan þú fékkst áhuga á stjórnmálum? — Það hefur sennilega verið fyrst þegar þeir fóru um landið, Jónas Jónsson, Haraldur Guðmundsson og Magn- ús heitinn Jónsson. Þá héldu þeir fund í hlöðunni hjá Sveini á Eg- islstöðum og þar kviknaði eitthvað í mér. Þá var ég um fermingii. Ég hef oftast fylgt sósíalistum að n,álum, stutt flokkinn sem sjálf- boðaliði, jAnnars fara stjórnmála- (Framhald á 15. síðu) EiNAR BJÖRNSSON Bílaárekstrar fara árlega í vöxt hér í Reykjavík. Veldur þar miklu um, að fjölgunin í umferðinni hefur verlð gíf-' urleg að undanförnu vegna mikils innflutnings á bílum. í kjölfar þessarar fjölgunar fylgir svo, að mikið af óvönu fólki situr nú undir stýri. Allt hjálpast því að við að gera umferðina erfiða og auka hættuna á tjóni á farartækjunum. Vísir menn segja að eitt ráðið til að draga úr vandræðum sé að koma á fót sérstökum ökuskóla, og einnig að fella fólk frá bílprófi, sem nú mun vera næsta sjaldgæft fyrirbrigði. Þá er nauðsyniegt að herða að mun eftirlit með umferðinni. Heyrði ekki hundinn gelta og var dæmdur Síðast liðinn laugardag 19. marz var kveðinn upp af Þórði Björnssyni í sakadómi Reykja víkur dómur í máli, sem höfð- að var af ákæruvaldsins hálfu gegn Guðjóni Atla Árnasyni, Suðurlandsbraut 7, hér í bæ en nú fanga á Litla Hrauni, fyrir tilraun til nauðgunar. Málsatvik voru þau að síðla kvölds 6. apríl f.á. réðist ákærði á 15 ára gamla telpu í Kringlu- mýri, hér í bæ, og kvað telpan hann hafa reynt að taka hana nauðuga þar en það hefði ekki tekizt vegna mótsþyrnu hennar. Ákærði neitaði þessum ásökunum og kvað þau aðeins hafa farið að stríða hvoiu öðru og af því til- efni hefði komið til smávægilegra áfloga milli þeirra. í rannsókn málsins kom fram að eftir átök telpunnar og ákærða var hún illa til reika, blóðug, bólg- in og marin og föt hennar rifin Hringdi oft til London Eins og Tíminn skýrði frá s.l. föstudag, kom togarinn Little Ouse, eign grísku svilanna og skipakónganna Onassis og Livan- os, til Vestmannaeyja, til þess að kaupa fisk. Togarinn hefur verið í eyjum síðan, og hálfgert reiði- leysi á áhöfninni, sem er mest- megnis grísk og belgísk, m.a. hefur skipstjórinn oftlega hr'ingt til London. Eitthvað hafa skipsmenn af Little Ouse verið að leita fyrir sér um fiskkaup, en þótt verðið of hátt. Um hádegi í gær var hann kominn með troll um borð, og talið að hann myndi nú ætla sjálf ur á veiðar, svo sem betur sæmir togara en snapa fisk upp úr öðr- um skipum. og tætt. Þa benti athugun á vett- vangi einnig eindregið til þess að komið hefði til alvarlegra átaka þar. Orð og athafnir ákærða bæði fyrir átökin og eftir þau, er lög- reglan hafði handtekið hann, st.yrktu enn fremur framburð telp unnar. Þess má og geta að gelt- andi hundur kom á staðinn, er á- tökin stóðu yfir, og hlaut ákærði að verða hundsins var en því neit- aði hann og var með því uppvís að ósannsögli. Sekur fundinn Niðurstaða sakadóms varð sú að hann taldi að framburður telpunn- ar væri studdur þeim rökum að leggja yrði hann til grundvallar í málinu. Væri lögfull sönnun fengin fyrir því að ákærði hefði reynt að þröngva telpunni til sam fara með ofbeldi og þannig gerzt brotlegur gegn 194. gr. 1. mgr. sbr. 20. gr. 1. mgr. almennra hegn ingarlaga nr. 19, 1940. Tvö ár og fébætur Var ákærði dæmdur í fangelsi í 2 ár og sviptur kosningarétti og körgengi til opinberra starfa og annarra almennra kosninga. Þá var hann dæmdur til að greiða bætur til telpunnar samtals kr. 12.000,00. Loks var ákærða gert að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málfiutningslaun skipaðs sækjanda og verjanda í málinu, Loga Einarssonar, hdl. og Egils Sigurgeirssonar, hrl., kr. 3.000,00 til hvors. Við ákvörðun refsingar ákærða var tekið sérstakt tillit til afbrota- ferils hans en síðan á árinu 1944 hefur hann hlotið 8 refsidóma og verið dæmdur til fangelsisvistar í samtals 9 ár og 4 mánuði. Ákærði hefur óskað eftir því, að dóminum verði skotið til hæsta- réttar. (Frá sakadómara.) t----------------------------- Á skotspónum ic Heyrzt hefur að Júlíus Havsteen, fyrrum sýslumaður, sé farinn eða á förum til Genf- ar á kostnað ríkisins sem full- trúi á hafréttarráðstefnuna. it it ic Líkur eru fyrir því, að Theódór Lindal, prófessor í iagadeild, hljóti dómaraembætt ið í Hæstarétti. Þór Vilhjálms- son, ektamaki Ragnheiðar Helgadóttur, er aukakennari við lagadeildina, og er það hald manna að hann verði gerður að prófessor þegar búið er að losa sæti Theódórs. ic ic ic Ekki er búið að veita embætti yfirlæknis á Kleppi, þót tvö ár séu liðin frá láti Hclga yfirlæknis Tómassonar. En úti í Bandaríkjunum er er Tómas Helgason við að ljúka prófi í geðlækningum. Og er þess þá að vænta að embættið verði bráðlega veitt. k.---------------------------J Kaldi í dag er gert rá3 fyrir su8- austan kalda eöa stinn- ingskalda, rigningu við og við. Það er sem sagt ekk- ert lát á þíðviðrinu, og er ekki nema gott um það að segja. i I i í L tú A • •1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.