Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.03.1960, Blaðsíða 14
14 T f MIN N, fimmtudaginn 24. marr 1960. Hann ygldi sig framan i hana og fór aftur á sinn stað. Þá var að reyna aðra leið. Við vegginn þar sem vanhúsið stóð var enginn vörður, því þar var ókleyft út. Hún fór þangað og litaðist um. Dálitið frá húsinu voru börn að leik. Hún kallaði lágt á malay- isku. — Telpa, þú þarna telpa, komdu. Telpan kom til hennar. Jean spurði hana að nafni. Telpan flissaði feimnislega. — Halijah, sagði hún. — Þekkirðu búðina, sem selur lyf? Kínverjann? spurði Jean. Telpan kinkaði kolli. — Ch- an Kok Fuan, sagði hún. Jean sagði. — Farðu til Chan Kok Fuan með skilaboð og ég skal gefa þér tíu sent. Biddu hann að finna mig og segðu honum að konan hafi Nyamok bot, hún sýndi henni flugnabitin — og hann eigi að koma með áburð á svalirn ar og þá muni margar konur kaupa. Skilaðu þessu og þá gef ég þér tíu sent. Telpan kinkaði kolli og fór. Jean fór aftur fram á svalirn ar og beið. Brátt kom Kínverj inn með stóran bakka hlaðinn af túbum og krúsum. Hann fór til varðarins og talaði við hann, sagðist vilja selja vör- ur sínar. Eftir nokkurt hik samþykkti varðmaðurinn það. Jean keypti sex túpur af flugnasmyrslum og hinar kon urnar keyptu það sem eftir var. Halijah fékk sin tíu sent. Skömmu síðar kom Japani með tvær fötur fullar af þunnri fiskisúpu og hálfa fötu af soðnum hrísgrjónum, óhreinum og ólystugum. Ekki voru nein matarílát með þessu, en hver varð að bjarga sér sem bezt hann gat. Þá voru þau ekki orðin vön lífi fangana, sem skipta alltaf ná kvæmlega jafnt öllum mat, svo menn fengu mismikið, sumir ekkert. En þau áttu enn þá bita hjá sér og bættu sér upp máltíðina með því. Svo voru karlmennirnir skildir frá konunum og her- vörður fór burtu með þá. Bill Holland snéri sér voteygur frá konu sinni. —Vertu sæl. Jean, sagði hann lágt. — Guð veri með þér. Viltu reyna að fylg ast með þeim? Hún kinkaði kolli. — Eg skal gera það. Við verðum í sömu fangabúðum. Þegar karlmennirnir voru farnir þá voru eftir ellefu giftar konur og tvær ungar stúlkur, Jean og veikluleg stúlka sem hét Ellen Forbes. Hún hafði komið til Malaya I til að gifta sig, en af þvi hafði ekki orðið og hún hafði búið hjá efnskri fjölskyldu. Auk þeirra voru þarna 19 börn. Þiað elzta var fjórtán ára telpa, þau yngstu voru brjóst mylkingar. Alls voru þetta þrjátíu og tvær manneskjur. Fæstar konurnar kunnu nokk uð annað mál en ensku, sum ar kunnu hrafl í malayisku, rétt svo að þær gátu skipað þjónum fyrir verkum. Þau voru á endurskoðunar skrifstofunni í einn dag. Önnur nóttin var lík þeirri fyrstu, nema hvað þeim var leyft að liggja inni í skrif- stofunum. Um kvöldið fengu þau aftur fiskisúpu, öðru var þeim ekki séð fyrir. Engin rúm, engar ábreiður, engin mýflugnanet. Sumar konum ar höfð,u farangur með sér og áttu nokkrar ábreiður en það hrökk ekki handa öllum. Stórskorin kona, frú Horse- fall að nafni, óskaði að fá að tala vdð foringjann. Þegar Yoniata kapteinn kom, mót- mælti' hún aðbúnaðinum og mæltist til að fá rúm og flugnanet. — Engin rúm, engin net, sagði hann. — Mjög leitt. Japanskar konur sofa á gólf inu á mottum. Allir Japanir sofa á mottu. Þú reka burt hroka, vondur hlutur. Þú sofa á mottu eins og japönsk kona. — En við erum enskar, svar aði' hún reið. — Við sofum ekki á gólfinu eins og skepn ur. Augu hans urðu köld. Hann greip um handlegg hennar og sló hana fjórum sinn- um kinnhest. — Vond hugsun sagði hann, snérist á hæli' og fór. Síðan var ,ekki meira rætt um rúmin. Hann kom í eftirlitsferð næsta morgun og frú Horse fall var hvergi hrædd og bað um vatn. Hún benti á að það væri nauðsyn að geta baðað börnin og æskilegt væri að allir gætu þvegið sér. Tunna var flutt inn í minnsta skrif stofuherbergið og burðar- menn fylltu hana jafnóðum með vatni. Þær gerðu þetta' herbergi að baði og þvotta- stofu. Þessa fyrstu daga áttu konumar eitthvað af pen- ingum og kaupmenn bæjar- ins fylgdu dæmi Chan Kok Fuan og komu með vörur til að selja þeim. Þannig fengu þær brýnustu lífsnauðsynjar. Smám saman vöndust þær harðréttinum. Börnin vönd- ust því fljótt að sofa á gólf- inu, ungu stúlkunum tókst líka að venjast því, en kon- umar sem voru komnar yfir Framhaldssaga Sigríður Thorlacius býddi 9. þrltugt sváfu sjaldan lengur en í hálftíma, án þess að vakna með þrautum. — en þær sváfu. Yonata kapteinn skýrði þeim frá því, að hinir sigur- sælu Japanir mætu ekki vera að því að reisa fangabúðir fyrir konur fyrr en stríðinu væri lokið. Þegar búið væri að friða öll Malayalöndi'n yrðu þær fluttar á þægilegar og fallegar búðir, sem yrðu byggðar handa þeim á kunn um skemmtistöðum í fjöllun um. Þar myndu þær fá rúm og flugnanet og öll þáu þæg indi, sem þær væru vanar, en til þess að verðskulda öll þau gæði yrðu þær að vera kyrrar þar sem þær væru og gera góða hluti. Að gera góða hluti þýddi' að rísa á fætur og hneigja sig hvenær sem kapteinninn sást. Eftir nokkra löðrunga og þegar kap teinninn var búinn að sparka með þungum stigvélunum í fáeina sköflunga, þá kunnu þær að gera þann góða hlut. Matarskammturinn sem að þeim var ætlað var það lág- mark sem nægir til að við- halda lífinu og var aldrei annað en fisksúpa og hrís- grjón tvisvar á dag. það var ekfei einasta tilgangslaust, heldur líka hættulegt að kvarta. Kvartanir voru hroka fullar hugsanir, sem átti að uppræta með velvilja til þess, sem kvartaði. En það var hægt að fá mat til viðbótar úr lítilli kínverskri matstofu í bænum og meðan einhver fjárráð voru fyrir hendi, fengu flestar fjölskyldurnar eina máltíð á dag frá mat- stofunni. Þau fengu enga læknisað- stoð og ekkeA lækniseftirlit af neinu tagi, né heldur lyf. í vikulokin fengu þau maga eitrun og var hræðilegt á næt urna að heyra kveinin í börn unum, mæðurnar studdu á vanhúsið. Malaría vofði alltaf yfir þeim, en kínínið, sem þær keyptu síhækkandi verði hjá Chan Kok Fuan hélt henni í skef j um. Til að lækna magaveikina lét Yonata draga úr súpuskammtirium, en auka hrisinn og bæta í hann ögn af úldna fiskinum, sem súpan var búin til úr. Seinna meir bætti hann við einni fötu af tei á eftirmið- dagana, til þess að koma til móts við enska siði. Allan þennan tíma hjálp- aði Jean Eileen Holland að annast börnin þrjú. Jean þjáð ist af máttleysi, sem vafa- laust stafaði af fæðubreyt- ingunni, en hún svaf vært Eileen þjáðist miklu meira. Hún var eldri og átti erfitt með að sofa á gólfinu og hún átti ekki lengur æskuþrekið. Hún horaðist ákaflega ört. Á þrítugasta og fyrsta degi dó Esmé Harrison.-Esmé var átta ára gömul telpa. Hún var búin að vera með niður- gang nokkuð lengi og haði horast og orðið máttfarin. Hún svaf lítið og grét oft. Svo fékk hún hi'tasótt og hafði háan hita í tvo sólahringa meðan malarían var að ná hástigi. Frú Horsefall sagði Yoniata að það yrði að ná í lækni eða koma barninu á sjúkrahús. Hann sagði að sér þætti það leitt, hér væri ekki sjúkrahús, hann skyldi reyna að ná í lækni, en þeir væru allir að berjast með hinum sigursæla, keisaralega her. Um kvöldið fékk Esmé hvert krampakastið á fætur öðru og fyrir dögun andaðist hún. Um morgunin var hún graf- in í grafreit Múhameðstrúar manna utan við bæinn. Móð ur hennar og einni konu ann arri var leyft að vera við út förina. Þær lásu hluta af út- fararbæninni, hermennírn- ir og heimamenn hlustuðu án þess að skilja orð og svo var athöninni lokið. Lífið gekk sinn vanagang í endur- skoðunarskrifstofunni, en nú fengu börnin martröð af ótta við dauðann. Að sex vikum liðnum ávarp aði Yoniata kapteinn þau að lokinni liðskönnun að morgni dags að lokinni liðs- könnun. Konurnar stóðu hrjáðar og tötralegar í skugga svalanna og héldu 1 hendur bárnanna. Margar konumar og flest börnin voru veik og mögur. Yoniata sagði: — Frúr! Hinn keisaralegi japanski her hefur tekið Singapore, öll Malayalönd eru frjáls. Nú er verið að byggja fangabúð ir fyrir karlmenn og líka handa konum og börnum. Fangabúðir eru í Singapore, þið farið þangað. Hryggir mi'g að þið hafið liðið óþægindi, nú batnar. Á morgun farið af stað til Kuala Lumpur, gang ið það sem viljið á dag. Frá Kuala Lumpur farið með lest til Singapore, hugsa ég. í Singapore verið mjög ham- ingjusamar. Þökk fyrir“. Frá Panong til Kuala Lum pur eru fjörutíu og sjö mílur. Þær skildu ekki alveg strax hvað hann átti við. Svo mælti frú Horsefall. — Hvern ig eigum við að fara til Kuala Lumpur? Fáuin við bíl? — Hryggir mig, enginn bíll,. svaraði Yoni'ata. — Þið ganga, þægilegt, ekki lengra á dag en viljið. Japanskir her menn hjálpa ykkur. — Við getum ekki farið ......fípaxið yður Wanp A .iaiili margra vera]a»a:l OÖWJOöl jii HÍ6UH! -Austurstxsetá EIRIKUR víöforli Töfra- sverðið 94 Gráúlfur brosir blítt til Eiríks. Eitt sinn stakk ég upp á því við þig, að við skyldum sameinast gegn Tsacha, segir hann. Nú endur tek ég tilboðið. — Ég geri engan samning við vesaian morðingja, segir Eiríkur önugur. — Þá skalt þú deyja, armi hund ur hvíslar Gráúlfur. Hann lyftir hníf sínum og ætlar að kasta hon- um í brjóst Eiríks. í sama bili rífur Yark sig Lausan og kastar .sér fram fyrir húsbónda sinn. Hnífurinn lendir í brjósti hans og hann fellur til jarðar. — Hefndu mín, hvíslar hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.