Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.04.1960, Blaðsíða 14
I 14 T f M I N N, laugardaginn 30. apríl 1960. mönmnn sm, að vejra mætti að stúlkan sú arna leyndi kannski einhverju, sem í frá sögur væri færandi. Joe Harman .... sagði Hal Porter hugsandi við Stuart Hopkinson. — Eg er viss um að ég hef einhvern tima áður heyrt það nafn, en ég kem því efcki fyrir mig. Á heimleiðinni eftir baðið sögðu blaðamennirnir Jean frá Harwin og lýsing þeirra á borginni var síður en svo glæsileg. — Hér er allt á nið urleið, sagði Porter. — Slát- urhúsið hefur ekki starfað í mörg ár — það urðu svo oft verkföll þar, að þeir urðu að loka. Járnbraut átti að liggja héðan suður til Alice og þaðan til Adelaide, þvert yfir landið. Hefði því fengizt framgengt, þá hefði kannski orðið eitthvert gagn að henni, en hún komst ekki nema til Birdum og þá var hætt. Ekki veit ég hvað þeir ætlazt svo fyrir. Akbrautin hefur næstum því eyðilagt jámbrautina. Einu sinni var hér íshús, það er búið að loka því. Hann þagnaði um stund. — Hvert sem litið er, má sjá rústir fyrirtækja, sem hafa mistekizt. — Hvers vegna? spurði Jean. — Þetta er alls ekki slæmur staður, og höfnin er prýðileg. — Alveg rétt. Þetta ætti að vera stórhöfn ,eins og Singapore. Þetta er eina veru lega borgin á allri norður- ströndinni. Eg veit ekki hvað að er. Eg er búin að vera hér of lengi. Staðurinn fer í taug ar mínar. Stuart Hopkinson sagði kaldranalega- — Það er strjálbýlissýkin. Hann brosti til Jean. — Þér munið verða hennar víða vör, sérstaklega 1 norðurhluta Ástralíu. Hún spurði: — Er Alice Springs eitthvað svipuð? Þetta umhverfi var æði ó- líkt hinum dýrlegu endur- minningum, sem Joe Harman hafði rakið fyrir henni sex árum áður. — Hver er munurinn? spuTði hún. — Satt að segja veit ég það ekki. Þar er jámbrautar stöð — nautgripirnir eru fluttir þaðan til Adeiaide, já, það er nú eitt. En Alice er framfarastaður. Þar gerist sitt af hverju. Eg vildi að Guð gæfi að Monitor sendi mig þangað. Hún kvaddi þessa tvo vini ! sina um kvöldið og lagði af | stað I dögun næsta morgun i með bílnum til Alice Springs. i Þetta var nýtízkulegur lang- ferðabíll sem dró farangurs- vagn. Þó ekki væri loftkæl- ing í honum, var andrúms- ; loftið þægilegt og hann þaut með fimmtíu mílna hraða ' niður malbikaðan, mannlaus an veginn. Ökumennirnir ! voru fyrrverandi sjóliðar. í Katherine var stanzað til | að snæða hádegisverð. Alla leið þangað var nokkur skóg argróður á landinu, þó ekki i væri hann stórgerður. Milli j skóganna voru víðáttumiklar; hygli. Svona hlaut Joe Har-I man að hafa litið út áður en hann fór í herinn. Hún varð að stilla sig um að fara ekki til þeirra og spyrja þeirrar heimskulegu spurnjngar hvort þeir þekktu hann. Billinn fór af stað í dögun j næsta morgun og ók enn í suður. Gróðurinn varð fátæk legri eftir því sem sunnarj dró, og hitinn jókst. Þegarj þau stönzuðu í Tennant j Creek til að borða og hvílaj sig, var ekki annað að sjá Framhaldssaga plantað trjám meðfram göt- unum. Ef hún ekki horfði á fjöllinn, gat hún vel ímyndað sér, að hún væri komin á bernskustöðvar sínar. Hún skildi vel hvers vegna allir sögðu, að Alice væri afbragðs borg og hún var viss um, að á þessum stað myndi hún geta unað sér — henni myndi falla vel að búa í einhverju þessara úthverfa — eignast kannski tvö eða þrjú börn. Hún gekk aftur inn á aðal götuna og leit á verzlanirn- ar. Það var alveg satt — hér var allt þð að fá, sem skyn- söm stúlka gat krafizt, hár- gresjur, óræktaðar og óbyggð ar. Jean spjallaði við sam- ferðamann sinn, bankaendur skoðnda um þetta landssvæði og hann fræddi hana á því, að ómögulegt væri að búa á þessu landi, en gat ekki gert henni skiljanlegt hvers vegna það væri svo. Eftir að farið var frá Katarine varð land- ið berangurslegra og trjá- gróðurinn strjálli, og undir kvöld fóru þau um landslag, sem nálgaðist að vera eyði- mörk. i í rökkrinu stönzuðu þau á stað, sem hét Daly Waters. ! Jean sá að Daly Waters _vár ekkert annað en gistihús, pósthús og stór ílugvöllur. Gistihúsið var þyrping af einnar hæðar timburskálum, sem ýmist voru ætlaðir kon- um eða körlum til gistingar. Jean hafði aldrei fyrr séð slíkt fyrirkomulag, en her- bergin voru notaleg. Eftir matinn gekk hún út og svip- aðist um í rökkrinu. Framan við gistihúsið sátu þrír ung- ir menn á hækjum sínum með annan fót framréttan á sama enikennilega hátt og Joe Harman hafði gert. Þeir voru klæddir eins konar síð um reiðbuxum og í þunnum stigvélum með teygju í hlið unum. Þeir voru að spila á jörðinni og algerlega niður- sokknir í það. Það rann upp fyrir henni, að þetta voru fyrstu nautahj arðmennimir, sem hún hafði séð þar í landi. Hún veitti þeim nána at- Sigríður Thorlacius þýddi 36. en sandeyðimörk. Og áfram j var haldið, fram hjá einu og j einu húsi á stangli. Undir kvöldið nálguðust þau Mac- Donell-fjallgarðinn nakin, rauð fjöll, sem báru við blá- j an himinn og í rökkurbyrj- 1 un komu þau til Alice Spring og námu staðar við Talbot Arms-gistihúsið. Jean fór inn í gistihúsið og fékk herbergi með svölum, en gistihúsið, eins og reynd ar flest hús í Alice, var einn ar hæðar timburhús. Te var i framreitt svo að segja strax eftir að þau komu og Jean var búin að læra það, að ef menn ekki mættu stundvis- j j lega til máltíða í áströlskum j sveitagistihúsum, þá fengu; þeir ekkert. Hún skipti um! föt, og eftir tedrykkju, fór! hún að skoða borgina. Eins og Joe Harman hafðij sagt, þá var þetta viðkunna- j legur staður og margt þar af ungu fólki. Þrátt fyrir hinn suðræna gróður og einbýlis- húsin, var samt einhver svip ur af enskri útborg yfir Alice Springs, svo Jean fannst hún vera heima. Umhverfis hús- in voru lítlir, afgirtir garðar og eins og í Englandi var greiðslustofa ,nokkrar góðar kjólabúðir, tvö kvikmynda- j hús .... Um niuleytið fór hún inn! á veitingastofu og fékk sér rjómaísblöndu. Ef ástralska j strjálbýlið var yfirleitt þessu líkt, þá var viða verra að dvelja. | EfUr morgunverð næsta dag . jr hún til frú Driver, sem starfrækti gistihúsið og sagði: — Eg er að reyna að hafa upp á frænda mínum, sem ekki hefur skrifað heim í níu ár. Hún sagði henni söguna um að hún væri á leið frá London til systur sinnar í Adelaide. — Eg sagði föður hans, að ég myndi fara þessa leið og koma við \ Alice Bprings og reyna að hafa upp á Joe. Frú Driver var full af á- huga. — Hvað heitir hann? — Joe Harman. — Joe Harman! Hann vann á Wollara? — Alveg rétt, sagði Jean. — Vitið þér hvort hann er þar enn? Konan hristi höfuðið. — Hann kom oft hingað fyrst eftir stríðið, en hann var hér ekki nema svo sem sex mán- uði. Eg kom hingað á stríðs árunum, svo ég þekkti hann ekki áður. Hann var stríðs- fangi Japana og þeir fóru alveg hræðilega með hann. Þegar hann kom heim, þá voru stór ör á höndunum á honum eftir nagla, sem þeir höfðu rekið i gegn um þær — þeir krossfestu hann vlst. Jean lýsti hryllingi sinum og undrun. — Vitið þér hvar hann er núna? — Ónei, það veit ég ekki. Kannski einhver af piltun- ! um viti það. I Art gamli Forster, sem lagfærði allt í gistihúsinu og hafði átt heima í Alice í þrjá tíu ár, sagði. — Joe Harman? Hann fór til Queensland þar seni hann ólst upp. Hann var eina sex mánuði á Wollara eftir stríðið, en þá fékk hann atvinnu sem bústjóri einhvers staðar uppi á Ströndinni. — Þér vitið líklega ekki heimilisfang hans þar? spurði Jean. — Nei, en Tommy Duveen á Wollara hlýtur aff vita það. — Kemur hann oft til borgarinnar? — Ja —- hann var hérna á föstudaginn var, hann kem ur svona á þriggja vikna — mánaðar fresti. Jean spurði sakleysislega: — Fór Joe Harman ekki með fjölskyldu sína með sér þeg ar hann fór til Queensland? Þau eru víst ekki hér enn? Gamli maöurinn glápti á hana. — Eg hef aldrei vitað til að Joe Harman ætti fjöl- skyldu. Hann var ógiftur það ég bezt veit. — Jæja, frændi hélt að hann væri kvæntur. — Aldrei heÞég heyrt hann bendlaðan við kvenmann, sagði maðurinn. Jean velti þessu öllu fyrir sér um stund og spurði svo frú Driver. — Er sími á Woll ara? Ef herra Duveen veit hvar Joe er, þá langar mig til að hringja til hans og fá heimilisfangið. — Þar er enginn sími, svar aði frú Driver. — En þau tala auðvitað í talstöðina frá Wollara kvölds og morgna. Talstöðvanetið, sem hafði samband við „fljúgandi lækn inn“, náði vítt. Kvölds og ......fspariö y*ur Waup á .mlUi ttíirgra wjtalanKÍ OÓWWftL ÁöllUM (KWH! - Auatuistxæö, EIRIKUR víðförli Töfra- sverðið 121 — Má ég sjá hundinn? spyr Tsacha. — Ég atóka dýr, en huad ar eru sjáldgæfir hér. — Vertu rólegur, segir hún. Faðir minn þolir ekki að þú hagir þér svona. — Fyrirgefðu, þú fagra steppu- blóm. Ég gleymi sjálfum mér auðveldlega, þegar ég er undir áhrifum þinnar dásamlegu feg- urðar. Finnst þér ekki að það hafi verið snjallt af mér að fanga drenginn? heldur hann áfram og gotrar augunum að gluggatjald- inu. Ég hlakka tiil að drepa hann. Það mun ske, ef faðir hans gefst ekki upp. Á þessu augnabliki er forhengið dregið ti'l hliðar og Eiríkur birtist. Láttu Erwin lausan, þorparinn þinn, hrópar hann örvæntingar- fullur. Taktu mig heldur í stað- inn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.