Tíminn - 03.05.1960, Side 8

Tíminn - 03.05.1960, Side 8
8 TÍMINN, þriðjudáginn 3. maí 1960, og íélagi hans var árinu eldri. Það voru þeir Þor- björn Pálsson og Þorvaldur Kristjánsson. Við hittum þá á planinu hjá Fiskimjöls- verksmiðjunnii. Þangað er ekið öllum fiskúrgangi, hann rís í miklum haugum mann hæðarháum. Þeir tveir heiðursmenn standa uppi klyftir á haugn um miðjum og eru að gella. Þeir hafa á milli sín græn- málaðan handvagn og odd- hvöss járn standa upp úr vagninum. Þeir þrífa hvern fiskinn á fætur öðrum, bregða honum á oddinn, grípa siðan hárbeittan hníf og skem gellurnar burtu. Það er unnið af miklum móð, þeir eru orðnir sveitt ir og mása. Það glitrar á hreistrið í stuttklipptu hár inu en það er enginn tími til að þurrka framan úr sér. Þeir hafa ekki einu sinni tíma til að gjóa augunum til okkár þegar ljósmyndar inn lyftir vélinni og smellir af. Samt leystu þeir greið- skýrslum sjáum við að fram leiðslan hefur tvöfaldast síð an árið 1951. Það er hugsað um meíra en lifur og lýsi í Lifrarsam laginnu. Brynjólfur Einars son vaktmaður kastaði franr visu. Hann er leikandi hag- yrðingur og hefur ekki meira fyrir því að kasta fram vísu en að blaka hendinni. Þeir sögðu okkur að kveð- skapurinn væri alltaf á hrað bergi hjá honum, enaa koh um við ekki að tómum kof- unum. Hann lét okkur heym eina, hún var um vertíðar- stúlkumar í Eyjum. Þær eru famar að týnast burt og bráðum kemur að því að þær fara í stórhópum. Um þær orti Brynjólfur: Ósköp sé ég erar pessum meyjum sem undir lokin hverfa burt úr Eyjum. Þótt flestar þeirra fái minna en vilja fíkjublaðið sitt þær eftir skilja. UNDIR VERTÍDARLOK í EYJUM Páskahrotan hafði brugð- ist. Skófafólkið sem hafði komið gagngert til Eyja til að vinna sér inn aukaskild- ing í páskaleyfinu sneri von- svikið heim. Bátarnir drógu netin tóm og það var engin eftirvinna í fiskvinnslustöðv- unum. Inn á Smárabar ræddu stúlkurnar um það sín á milli hvort þær mundu nú eiga fyrir farinu heim í lokin. Sumar þeirra höfðu tekið út mikið vörumagn í sölubúðunum í þeirri von að auður hafsins breyttist í skotsilfur í höndum þeirra. En þorskurinn hélt upp á páskana fjarri Eyjum þetta vor. — Það er afar sjaldgæft að páskahrotan bregðist, sagði Eiríkur Ásbjömsson út gerðarmaður, apríl er venju lega góður. Annars hefur vertíðin verið rétt í meðal- lagi. Við hittum Eirík að máli þar sem hann er að starfi í söltunarstöð sinni niður við höfn. Eiríkur gerir út 40 lesta bát, Emmu VE 1. Það mætti segja okkur að einhverjir öfunduðu hann af númerinu. Eiríkur er einn af þeim sárafáu útgerðar- mönnum sem saltar aflann sjálfur. — Mér finnst drýgra að salta sjálfur, sagði hann, þegar hann sýndi okkur hús ið. Það var byggt 1924 en fyr ir fáum árum aukið stórum. Eiríkur var sjálfur formað ur á bát sínum í 17 vertíðir, var heppinn og farsæll og missti aldrei mann öll þessi ár. Þessa vertíð hefur Emma aflað 600 tonn og tveir briðju hlutar aflans hafa verið saltaðir. Mest er selt til Portugal og í höfninni liggja þrjú flutningaskip, íslenzkt, danskt, hollenskt. Það er unnið að uppskipun af fullum krafti. — Mér þykir verst að vera orðinn svona gamall, sagði Eiríkur við okkur að skilnaði, það verður erfitt að slíta sig frá þessu. Han er ekkert þesslegur að slaka á meðan afli endist. Verkin. sýna, að langur vinnudagur hefur verið not aður til fullnustu. Útgerðin hefur verið farsæl og Eirík ur var einn af þeim fáu at- hafnamönnum sem stóð upp réttur eftir verkfallið mikla 1931. Og það var af því að hann var vanur að vinna verk sín sjálfur. Nú er hann líka hluthafi í nýju og glæsi legu frystihúsi, lifrarsam- lagi og netagerð. Það er von honum finnist vont að vera orðinn gamall. Við höldum áfram göngu okkar um bæinn og virðum fyrir okkur athafnalífið. Við hittym fyrir tvo um- svifamikla fiskikaupmenn, sem ekki þurftu að kvíða ell inni. Enda var annar þeirra ekki nema átta ára gamall lega úr öllum spúrningum okkar. — Þegar vagninn er orð- inn fullur, þá förum við út í bæ, sögðu þeir, við förum í öll hús og bjóðum gellurn ar til sölu. — Og hvernig gengur sal an? — Aldeilis vel, annars eru það aðrir strákar sem eiga vagninn, við fengum hann bara lánaðan í dag. Þeir strákar heita Egill og Benóní. Þeir eru báðit tólf ára. — Hvað geta þeir haft upp úr sér? — Gellumar eru seldar á 25 aura stykkið og einn daginn höfðu þeir 64 krónur bara eftir tvo tíma. Kon- urnar kaupa þetta af okkur, þær nota það í matinn, marg ar steikja gellurnar og svo eru líka margar sem kaupa dálítinn slatta til að salta. Annar þelrra gerir hlé á meðan hann dregur upp brýni, það er eins gott að bíti vel. Kanski verður hand vagninn orðinn að frysti- húsi eða netagerð þegar ár in líða. Næst verður okkur geng ið inn j Lifrarsamlagið, sem stendur þarna skammt frá. Ærandi hávaðinn frá vélum svo varla heyrist mannsins mál. Katlarnir eru kyntir rauðglóandi og lýsið vell- ur. Vörubílar aka lifrinni að geysistórri þró og þaðan fer hún á færibandi. Við sjáum ekki til hennar aftur fyrr en hún er orðin að lýsi í gríðarstórum geymum. Þrátt fyrir hávaðann heyr um við vigtarmanninn segja að þeir séu búnir að bræða 3031 tonn af lifur þessa ver tíð og var það ögn minna en á sama tíma árið áður. Á Eitt sinn var Brynjólfur staddur niður við höfn, en þar lá Foldin bundin við bryggju. Maður vék sér að Brynjólfi og spuxði hvort hann vissi um ferðir skips ins. Brynjólfur svaraði að bragði: Foldin með freðna ýsu fer víst héðan j dag. Er þetta upphaf að vísu ellegar niðurlag? Frásögn: JÖKULL JAKOBSSON Myndir: KRISTJÁN MAGNÚSSON Við getum ekki stillt okk ur um að birta gullkorn, sem Brynjólfi varð að svör um þegar hann var spurð- ur hvers vegna hann héldi ekki vísum sínum til haga: Um vísur mínar helzt er það að hafa í minni: þær áttu við á einum stað og einu sinni. Við heyrðum líka enn aðra vísu um Brynjólf. En við ætlum ekki að birta hana. Hún var nefnilega ort um blaðamenn. Úr Lifrarsamlaginu liggur leiðin j Vinnslustöðina h.f. Þar er flökunarsalur sem hiklaust er sá fullkomnasti á landinu. Og sérfræðingur sem víða hefur farið um ver öldina telur að vandfundið sé nokkuð sambærilegt. Veggir flíslagðir og skjanna hvítir, hér hefur ekkert ver ið sparað til að gera allt sem bezt úr garði. Þarna Ungir fisk’kaupmenn aS gella.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.