Tíminn - 12.05.1960, Síða 5

Tíminn - 12.05.1960, Síða 5
TÍMn-oN, ftmmbnta^inii 12. mtf tm. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur i Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Afgreiðslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Stoðimar bresta Rfkisstjómin er nú komin í slæma klípu og þó kann- ske ekki verri en búast mátti viS eins og að málum hefur verið staðið af hennar háffu. í tíð vinstri stjórnarinnar þreyttist íhaldið aldrei á því að útmála að allt fjárhagskerfi okkar væri komið í rúst. Þjóðin ætti aðeins um eina leið að velja til þess að kóklast út úr feninu og það væri að íela því forsjá allra smna mála. Svo rættist óskadraumur íhaldsins. Vinstri stjómin fór frá. íhaldið setti í gang alla sína „sérfræð- inga“ og lét þá fara að reikna. En hvernig, sem sveitzt var við, reyndist ógjörlegt að fá verri útkomu úr dæminu en það, að ef slakað yrði lítilsháttar á kaupgjaldi, — eða tekin aftur kauphækkun, sem íhaldið hafði komið fram, — væri allt í lagi. Það var nú öll óstjórnin. Eftir 10 mánaða stjórn íhalds og krata er svo kveðið upp úr með það í haust að nú vanti 250 millj. til þess að halda efnahagskerfinu gangandi með eðlilegum hætti. Auðgert átti að vera að afla þeirra, a. m. k. er nú orðið Ijóst, að stjórnarflokkunum gat ekki vaxið það í augum. F.n það eru meira en 30 ár síðan íhaldið hefur fengið að ganga lausbeizlað. Umbótamenn hafa mótað þjóðlífið. Nú gerði það sér vonir um að hafa lokið sinni eyðimerkur- göngu. Og þá dugði að sjálfsögðu ekkert minna en alger stefnubreyting. Upp skvldi tekið algerlega nýtt efnahags- kerfi, efnahagskerfi íhaldsins. Og enn voru sérfræðing- arnir settir í gang svo að tryggt yrði að þjóðin fengi nú loksins vísindalega rekið íhaldsskipulag. Það sýndi sig að Ólafur Thors lifði enn í gamla tímanum þegar hann var að tala um 250 milljónirnar. Samkvæmt útreikningum sérfræðinganna þurfti ekkert minna að leggja á þjóðina en 1100—1200 millj. í nýjum álögum eða tilfærslum, svo að notuð séu orð viðskiptamálaráðherra. Og stjórnin lagði ótrauð á djúpið undir leiðsögu reiknimeistaranna. Nú skal það ekki dregið í efa, að sérfræðingar stjórn- arinnar séu færir reikningsmenn. En þá virðist skorta það, sem meira máli skiptir í þessu sambandi og það er þekking á íslenzku atvinnulífi. Því verður ekki stjórnað eftir einhverjum fastákveðnum stærðfræðiformúlum. Þar að auki er íslenzka þjóðin ekki lengur orðin móttækileg fyrir íhaldsstjómarfar. Þess vegna hlýtur hrófatildur rík- isstjórnarinnar og sérfræðinga hennar að hrynja, enda þegar farið að riða til falls. Ríkisstjórnin vill enn ekki viðurkenna þetta í orði en hún er íarin að viðurkenna það á borði. Það sýnir m a. lækkun hennar á fiskskattin- um. Hið vísindalega útreiknaða gengi hennar átti að tryggja óbreyttan hag útflutningsf”amleiðslunnar enda þótt hún greiddi 5% útflutningsskatt. Nú neyðist stiórnin til að lækka skattinn um helming af því að hún rekur sig á staðreyndir, sem ekki voru teknar með í útreikningum visindamannanna. Þannig munu stoðir hins vísindalega ihaldsþjóðfélags lialda áfram að bresta ein af annarri, enda er það nú orðið eitt helzta áhyggjuefnið á stjórnar- heimilinu bvernig þessi lánlitli liðskostur eigi að komast hjá því að lenda undii rústunum. Fljót að eyða Það ætlar að ganga f'.jótt á vörukaupalánin, sem ríkis- stjórnin fékk heimild lil að taka i efnahagslöggjöfinni, sem sett var í vetur. Heimildin hljoðaði upp á 20 millj. dollara. og rikisst.iórnin er þegar bum að nota 8 millj. dollara af þeirri upohæð StiórrJn er vissulega dugleg að eyða, og hún hefur bersýuilegu engai áhygg;ur af því h vernig eigi að borga. ERLENT YFIRLIT Nýtt sjálfstætt ríki í Afríku Olympio getur orSiS Nkrumah skæ'ður keppinautur ALLAR horfur eru nú á því, að sjö ríki í Afriku bætist í tölu sjálfstæðra þjóða á þessu ári eða Katnerún og Togo- land, sem þegar hafa hlotið sjálfstæði, Somaliland, Nigeria, Komgó og Maii-lýðveldið og Madagascar. Svó getur farið, að ein eða tvær franskar nýlendur verði .sjálfstæðar til viðbótar á þessu ári. Af þessum ríkjum hafa tvö skilyrði tii þess að mynda al- trausta ríkisheild, en það eru Nigeria og Kongó. Þessi lönd hafa a. m. k. öll skilyrði til efnalegs sjálfstæðis og í Nig- eriu hefur þegar verið lagður grundvöllur að ailtraustu stjórnarkerfi. Kongó stendur hins vegar haliari fæti að því leyti. Hin ríkin hafa hins vegar orðið til meira fyrir tilviljun en eðlilegar aðstæður og þró- un. Þau rekja upphaf sitt flest til þess, að nýlenduveldin hafa slegið eign .simni á viss land- svæði, án tillits til þess, hvort þau mynduðu efnahagslegar, iandfræðilegar, þjóðernislogar eða sögulegar heildir. Af þess- um ástæðum er mjög vafasamt hvernig þeim kemur til að farn ast í framtíðimni, þegar við þetta bætist tabmarkaður stjórnmálaiegur þroski og skortur menntaðra manna. Vegna þessara ástæðna, vex þeirri hugmynd mjög fylgi í Afríku, að framtíðarlausnin sé að mynda Bandaríki Afríku, er ekki séu ólíkt uppbyggð og Bandaríki N.-Ameríku. Smá- ríkin í Afríku, sem nú eru að rísa á fót, myndu halda sjálf- stæði sínu að allmiklu leyti inn an hins nýja bandalags, en markaðsmál, varnarmál og meiriháttar fjánmál verða .sam eiginleg. Flestum leiðtogum Afríku kemur þó saman um, að ekki megi hraða stofnun slíks banda ríkis um of, heldur verði það að eiga sinn aðdraganda. Fyrsta skrefið geti t.d. verið það, að ríkin á austurströnd- inni myndi baindalag, ríki vest- urstramdarinnar annað og jafn- vel verði þessi svæðabamdalög fieiri. Upp úr þessu geta svo Bandaríki Afriku risið. EINS og áður hefur verið sagt frá, öðlaðist franska Kam- erún jálfstæði um áramótin og var sjóréttarráðstefnan í G-enf fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan, þar sem Kámerún kom fram sem sjálfstætt ríki. Horf- ur um framtíð Kamerúns eru taldar mjög tvisýnar, þar sem raunverulega hefur geisað borg OLYMPIO arastyrjöld í landinu um langt skeið og núv. stjórn þess bygg- ir völd sín fyrst og fremst á franska heriiðinu, er enn dvelst í landinu. Ef- Frakkar færu, bendir flest til þess, að hún missti völdin. Annað Afríkuríkið, sem hef- ur fengið .sjálfstæði á þessu ári, er framska Togolamd. Saga þess er í stuttu máli sú, að Þjóð- Uppdráttur, sem sýnlr Togoland og nágrenni þess. verjar stofnsettu nýlendu á þessum slóðum fyrir tæpum 80 árum síðan. Eftir fymri heims- styrjöldina skiptu Bretar og Frakkar henni á miili sín. Árið 1957 féUust Bretar á, að þeirra hiuti sameinaðist Ghana, enda höfðu íhúarnir samþykkt það með þjóðaratkvæðagreiðslu. Frakkar höfnuðu hins vegar þeirri leið og viidu heldur ekki veita franska Togolandi sjálf- stæði. Þeir höfðu þó erfiða vígstöðu til að halda því til streitu, þar sem landið hafði komizt undir verndargæzlu Sam einuðu þjóða.nna eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjálfstæðis- hreyfingin, er hafði risið upp í landinu, sótti mal sitt af mikiu kappi á vettvangi S. þ. og létu Frakkar loks undan, enda hafa þeir ekki haft teljandi fjárhags- legan hagnað af yfirráðun. sín- um í Togolandi. Fyrir tveimur árum var Togolandi heitið fullu sjálfstæði á þessu ári, og fóru fram um líkt leyti kosningar til stjórnlagaþings, þar sem sjálfstæðishreyfingin fékk meirihluta. Foringi hennar, Sylvamus Olympio, myndaði síðan fyrstu stjórn ríkisins og er nú forsætisráðherra hins nýja rfkis. Sjáifstæði þess var lýst yfir nú um mánaðamótin með mikium hátiðahöldum í höfuðborginni, Lome. Hið nýju ríki er um 22 þús. fermetrar að flatarmáli og hef- ur rösklega eina milij. íbúa, Aðalatvinnuvegur er landbún- aður, og helztu framleiðsluvör- ur te, kakaó, kaffi og hnetur. HORFUR eru á því, að sam- búðin ætii að verða stirð milli Ghana og To'golands. Forseti Ghana, Nfcrumah, fer ekki dult með það, að Togoland ei-gi að sameinast Ghana og færir fyrir því bæði þjóðernisleg og land- fræðiieg rök. Olympio er þessu hins vegar mjög andvigur og telur sjálfstæði betra fyrir íbúa Togolonds en innlimun í Ghana. Svo virðist sem hann hafi landsmenn sína með sér. Olympio er 58 ára gamail. Hann gekk fyrst í ka'bólskan skóla hjá Þjóðverjum, og er síð an kaþólskrar trúar. Síðar .stundaði hann nám við háskól- ann í London. Að námi loknu gekk hann í þjónustu eins dótt- urfélags enska hringsins Uni- lever, United Africa Company, og starfaði á vegum þess í ýms- um nýlendum í Afrífcu. Eftir síðari styrjöidina byrjaði hann að láta stjórnmál taka til án og vísuðu Frakkar honum þá frá Togolandi. Hamn hóf þá að sækja má'l Togolands á vegum S. þ. og þótti standa sig alivei. Sjálfstæði Togolands er þvi verk hans að verulegu leyti. Blaðamenn, sem verið hafa í Togolandi, telja stjórn Olym- pios aligóða. Fjárstjórn hans sé heiðarleg og hann lifi sjáifur íburðarlitlu lífi og krefjist hins sama af ráðberrum sínum. Hann fer t.d. oft á reiðhjóli til vinnu sinnar. Ef stjórn hans heppnast vel, getur hann orðið Nkrumah skæður keppinautur. ÞJ». •X»V» W* Snemma á yfirstandandi þingi kom fram þingsálykt- unartillaga um rannsókn á hagnýtingu íslenzka farskipa flotans. Allsherjarn. fékk mál ið til meðferðar og varð ekki á einu máli um afgreiðslu þess. Iieggur minni hlutinn, þeir Gisli Guðmundsson og Björn Pálsson til að tillagan verði afgreidd með rökstuddri dagskrá. Er nefndarál. þeirra svohljóðandi: „Nefndin hefur athugað tillöguna og fengið um hanal umsögn skipafélaga þeirra Þarf ekki athugi innlendra, er aöallega ann- ast vöruflutninga milli fs- lands og annarra landa. Að fengnum þessum umsögnum og með tilliti til þess, að óvíst er, að hve miklu leyti gjald- eyrisyfirvöld láta notkun leiguskipa til sín taka fram- vegis, leggur minni hl. til að tillagan verði afgreidd meö svohljóðandi rökstuddri dagskrá: Þar sem sl.ipafélög þau, er annast vöruflutninga milli landa, telja sér, oins og sakir standa, ekki þörf á ríkLsað- stoð við skipulagnir.gu flutn inganna, en hins vegar er enn óvíst, hvernig veitingu gjaldeyrisleyfa vegim skip.a- leigu verður hagað íi-amveg- is, telur deildin ekki nð svo stöddu ástæðu til bcirrar at hugunar, sem gert er ráð fyr ir í tillögunni, og tekur fyrir næsta mál á dagskrá**.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.