Tíminn - 12.05.1960, Blaðsíða 12
TÍMINN, fimmtBdagbm 12. maí W0O.
12
MTSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
Elns og kwrmugt er af frétt-
Uffl, tryggOi Mikhail Tal sér
titilinn heimsmeistari í skák
með þyí að ná jafntefli í 21.
einvígisskákinni við Botvinn-
ik, sem tefld var á laugardag.
Náöi hann þannig 12Vz vinn-
ingi eða meira en helmingi
bugsanlegra vinninga í 24
skákum, þess gerðist því ekki
þörf að tefla nema 21 skák í
einvíginu og má því komast
svo að orði að Tal hafi tekið
virki heimsmeistaráns með
skyndiáhlaupi. í tilefni þess-
ara atburða er gaman að rifja
upp gamalt atvik:
Fyrir réttum tólf árum var bar-
ið að dyrum í gistihúsi við bað-
ströndina í Riga í Lettlandi. Þegar
dyrnar voru opnaðar, stóð ellefu
ára snáði í ganginum með tafl-
menn og borð undir hendinni.
„Mig langar tii að tefla eina skák
við heimsmeistarann," .sagði pilt-
urinn. Frú Botvinni'k varð að segja
drengnum, að eteki væri hsegt að
verða við þessari bón hans, því
að heimsmeistarinn hefði fengið
sér síðdegisblund. Botvinnik var
þá nýbúinn að vinna frægan sigur
yfir fjórum fremstu stórmeistur-
um heims og skipaði nú með
sæmd sess heimsimeistara í skák,
sem verið hafði. auður síðan Al-
jechin lézt árið 1946. Botvinnik
hafði að því loknu farið sér til
hvfldar og hressingar á baðströnd-
ina í Riga, og það var ekki fyrr en
tólf árum síðar, sem þeir leiddu
saman hesta sína, Botvinnik og
Mikhail Tal, en sá var snáðinn,
seim vildi fá að reyna sig við heims
meistarann. 23. ára að aldri hafði
TaJ unnið sér rétt til að skora á
heimsmeistarann, og nú dugðu
ekki neinar viðbárur um síðdegis-
blund. Þann 15. marz síðasiiðiim
hófst einvígi þeirra í Moskvu og
lauk því á laugardag eins og áður
segir.
Yngsti heimsmeistarinn
í 21. skákinni hafði Botvinnik
svart og fylgdi í fyrstu gömlum
slóðum drottningarindverskrar
varnar, en f 12. leik flækti hann
taflið með nýjum og góðum leik.
í 17. leik hugsaði Botvinnik sig
Skákmenn hafa átt erfltt me3 að tefla vlð Tal sökum þess hve mlkill óróleiki hefur einkennt hann við skákobrð-
ið, sem farið hefur í taugarnar á sumum þeirra, þó enginn efist um snilli Tals sem skákmanns, eins og hann
hefur nú rækilega sannað. Benkö hélt því fram, að Tal dáleiddi andstæðinga sína — og á síðasta kandidatamóti
mætti hann með sólgleraugu, eins og myndin sýnir, en tapaði samt sem áður. — Heimsmeistarinn er til hægrl.
Lettinn MIKHAEL TAL —
yngsti heimsmeistarinn í skák
svo um í hálfa klukkustund. Atti1
hann þá kost á tveimur aða'lleið-
um. Loks lék hann og vaJdi þáj
teiðina sem rólegri var og örugg-
ari, en bauð um l'eið jafntefli, enda
tatdi hann sig ekki hafa vinnings-
líkur í endatafli því, sem Tal gatj
þá fengið fram. Tai tók boðinu og!
var þá um leið orðinn heimsmeist-
ari í skák — yngsti heimsmeistari
allra tíma.
Tat var ákaft hylltur af á'horf-
endum, en tók siíku með ró og
þakkaði Botvinnik fyrir góða
keppni. Botvinnik óskaði eftir-
manni sínum til hamingju með
sigurinn og tók ósigrinum eins og
góðum keppnismanni sæmir. Lét
Botvinnik svo um mælt að eigin-
lega 'hefði hann sjálfur ekki teflt
illa, heldur hefði hann staðið and-
stæðingi sínum að baki hvað tækni
snertir, og hefði það orðið honum
að faíli. Kvaðst hann ebki hafa
Bæjarkeppni í knattspyrnu milli
Akraness og Reykjavíkur í kvöld
/ kvöld xerður háður hinn
árlegi bœjarleikur i knatt-
spyrnu milli Akraness og
Reykjavíkur — en á undan-
förnum árum hefur þessi
leikur verið einn merkasti
knattspyrnuviðburðurinn á
hverju vori. Akurnesingar
hafa oftar borið sigur úr být
um í þessum viðskiptum, en
þó hafa leíkirnir oftast ver-
ið jafnir og skemmtilegir.
Akranes-liðið er að þessu
sinni ekki eins sterkt og á
undanförnum árum og munu
áhorfendur mjög sakna Rík
arðar Jónssonar og Þórðiar
Þórðarsonar, sem geta ekki
Ieikið að þessu sinni. Ríkarð-
ur hefur enn ekki náð sér
eftir meiðslin, sem hann'
hlaut í Englandi í haust og
vafasamt að hann geti tekið
þátt í knattspjrmuleikjum j
fyrr en síðari hluta sumars.!
í Akranes-liðinu eru þó
margir ágætir leikmenn og
má þar nefna Helga Daníels-
son, Svein Teitsson, Þórð Jóns
son, Kristinn Gunnlaugsson,
Jón Leósson Helga Hannesson
og Ingvar Elíasson.
Lið Reykjavíkur, sem leik
ur í kvöld, var nýlega valið
og leika þessir menn í því:
Markvöröur Björgvin Her-
mannsson, Val; bakv. Árni
Njálsson, Val og Hreiöar Ár-
sælsson, KR; framv. Garðar
Árnason, KR, Hörður Felixson
KR og Ormar Skeggjason Val;
framherjar Örn Steinsen KR,
Jón Magnússon, Þrótti, Þór-
ólfur Beck KR, Bergsteinn
Magnússon Val og Ellert
Schram, KR.
Knattspyrnuráð Reykjavík
ur valdi þetta lið og kemur
þeim, sem séð hafa leikina
á Reykjavíkurmótinu, á óvart
að leikmenn eins og Þórður
Ásgeirsson, Þrótti, Rúnar Guð
mannsson Fram og Sveinn
Jónsson KR, skuli ekki hafa
fundið náð fyrir augum ráðs
manna. Þessir leikmenn eru
þó varamenn ás-amt Ragnari
Jóhannssyni Fram og Guðj-
óni Jónssyni Fram. Leikurinn
verður á Melavellinum og
hefst kl. 8,30.
verið verr fyrirkallaður en það, að
líklega hefði hann getað varið titil
sinn fyrir öðrum andstæðingum en
Tat.
Hinn nýi 'heimsmeistari er enn
ekki orðinn fullra 24 ára og er
það einsdæmi í skáksögunni. Lask-
er var 25 ára þegar hann sigraði
Capa'bíanca árið 1928
Vann sex skákir
í þessu einvígi hefur Tai unnið
sex skákir og gert 13 jafntefli, en
Botvinnik hefur unnið tvœr skák-
ir. Sex ská'kir unnust á hvítt, en
aðeins tvær á svart. Eins og nærri
má geta þegar slíkum skákjöfrum
lendir saman, komu fram ýmsar
merkar nýjungar í einvíginu, og
hafa því skákfræðingar nóg á
sinni könnu um .sinn að rannsaka
og bera saman bækur sínar.
Það leikur ekki á tveim tungum,
að Tal er vel að sigrinum kominn,
enda þótt munurinn á lokatölu
keppenda hefði mátt vera heldur
minni, ef tekið er tiltit tit gangs
skákanna í einvíginu. Tat teflir
sennitega hvassar en nokkur ann-
ar meistari og hann er sérfræðing-
ur í fórnarleikfléttum, en þetta
einvígi sýnir, að hann hefur nú
stórum aukið þroska sinn á öðrum
sviðum .skákarinnar, svo sem til
dæmis í endatafli. Botvinnik komst
oft í tímaþröng í einvíginu og tap
aði á því nokkrum vinningum, en
þess ber að gæta, að þetta orsak-
ast meðal annars af hinum mikla
hraða í útreikningum Tals og
hvössum stíl hans.
Heimsmeistari 1948
Á þessum tímamótum er ástæða
til þess að rekja stuttlega feril
þessara tveggja stórmeistara. Bot-
vinnik, sem er 48 ára að aldri og
verkfræðingur að menntun, vakti
snemma á sér athygli og var orð-
inn mjög sterkur meistari, þegar
•hann í fyrsta sinn tók þátt í skák-
þingi Sovétríkjanna 16 ára að aldri
og árið 1930 verður hann í fyrsta
sinn skákmeistari Sovétrikjanna
19 ára gamatl. Þennan titil áttl
hann eftir að vinna oftar, og marg-
sinnis vann hann sér frægð á al-
þjóðavettvangi á árunum fyrir
fyrri heimsstyrjöldina. Árið 1946
var búið að ákveða einvígi um
heimsmeistaratitiiinn í skák milli
þeirra Botvinniks og Aljebhins,
en Aljekhin lézt áður en af þeirri
keppni gæti orðið. Tveimur árum
síðar kepptu þeir Botvinnik, Smý-
stoff, Keres, Resbevský og Euwe
um heimsmeistarati'gnina og bar
Botvinnik sigur úr býtum með alt-
miklum yfirburðum. Síðan hefur
hann fjórum sinnum varið titil
■sinn. Bronstein og Smýsloff náðu
aðeins jöfnu í fyrstu tvö skiptin,
síðan vann Smýstoff Botvinnik
árið 1957, en missti titilinn aftur
í einvígi við Botvinnik 1958, og
nú hefur Botvinnik tapað fyrir Tal.
Málfræðingur
Hinn nýi heimsmeistari, Mikhail
Tal, sem er 23 ára að aldri og hef-
ur lokið námi í mátfræði við há-
skóta í Ríga, hóf kornungur að
tefla og naut frá upphafi góðrar
handteiðstu hins kunna skákmeist
ara Koblenz, sem rekið hefur skák-
skóla í Ríga. Tal sýndi snemma
frábæra hæfileika sem skákmað-
ur, en þó hiaut hann ekki verulega
frægð fyrr en hann sigraði á Skák-
þingi Sqvétríkjanna 1956 öllum á
óvænt. Ári síðar varði hann meist-
aratitil sinn með sóma, og undan-
farin fjögur ár 'hefur hann sigrað
á flestum þeim stórmótum, sem
hann hefur tekið þátt í.
Mikhail Tal er liktegur til að
verða leiðandi stjarna í skábheim-
inum næstu áratugina, þótt menn
eins og Fischer og Spasský, svo
einhver nöfn séu nefnd, kunni að
verða honum hættulegir keppi-
nautar um æðstu tignarstöðu skák-
arinnar. ^
Síðasta skákin
Hér bemur 21. skákin:
Hvítt: Tal— Svart: Botvinnm.
1. d4. Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6
Botvinnik velur hina rólegu en
traustu drottningarindversku vörn,
sem oft leiðir til uppskipta og jafn
teflis.
4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. 0—0
0—0 7. Rc3 Re4 8. Dc2 Rxc3 9.
Dxc3 f5 10. b3 Bf6 11. Bb2 d6 12.
Hadl De7
Áður var taiið, að bezt væri hér
12. — Dc8, en nýjustu rannsóknir
hafa bent til þess, að leikur Bot-
vinnifcs sé ekki lakari.
13. Rel Bxg2 14. Rxg2 Rc6!
Áður hafði verið leikið 14. —
Rd7 og hélt þá. hvítur betra tafli
með 15. Df3!
15. Df3 Dd7 16. Rf4 Hae8 17. d5
Nú átti Botvinnik einkum um
tvær leiðir að velja. Önnur var sú,
að leika 17. — Bxb2 18. dxe6 Re5,
sem leitt gæti tit líkrar stöðu eftir,
19. exr7 Rxf3f 20. exf3 He7 o.s.
frv., en hin var sú, sem Botvinnik
vatdi eftir liðlega hálftíma um-
hugsun, en hún leiðir einnig til
mikilta uppskipta og er raunar
enn jafnteflislegri en sú fyrr-
nefnda.
17. — Itd8
Botvinnik, sem taldi sig ekki
hafa vinningslikur eftir þau upp-
skipti, sem Tat getur þvingað fram
í stöðunni, bauð jafntefli um leið
og hann lék 17 leik sínum, og
táknar hann því ný þáttaskil í skák
sögunni. Freysteinn.