Tíminn - 12.05.1960, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1960, Blaðsíða 6
TÍMINN, flromtadaginn U. naLJttgj. 6 OG STJORNMAL Leikstjóri Benedikt Árnason Siðastliðinn fðstudag frum sýndi Þjóðleikhúsið enn eitt leikrit eftir Terence Rattigan, en áður hafa verið sýnd hér á landi „Djúpið blátt“, „Frönskunám og freistingar", „Browningþýðingin" og „Með an sólin skín“. Rattigan er með þekktustu og vinsælustu leikritaskáld- um, sem nú eru uppi. Hann slær oftast á strengi gaman- semi og glaðværðar í leikrit- um sínum, án þess þó, eins og hann segir sjálfur, að „eyða orðum að öðru en því sem greiðir fyrir skilningi á persónunum og er nauðsyn fyrir framvindu leiksins". — Alvarlega hluti þarf ekki nauðsynlega að segja á alvar legna hátt, og það er almenn ur misskilningur að gaman- semi sé ævinlega léttmeti. í „Ástum og stjórnmálum“ kaf ar Rattigan að vísu engin hnattasund, en kryfur af djúp um skilningi sálarlíf persóna sinna og gefur með þvl leik- húsgestum aukinn skilning á þeim vandamálum daglegs lífs, sem hann tekur til með ferðar, — en einmitt þetta gerir gamanleikinn að list. Ekki verður annað sagt en að uppfærsla þessa leikrits hafi heppnazt vel og er það ekki sízt að þakka góðri þýð- ingu Sigurðar Grímssonar. Þá er leikstjórn Benedikts Á.ma- sonar yflrleitt góð. Góð stað- setning hans og fjörlegt im- indunarafl bjargaði hinum löngu samtölum, sem tilbreyt ingarleysið hefði annars gert of dauf. í leikstjóm sinni á þessu verki hefur Benedikt Árnason reynzt listrænn og hugmyndaríkur. Hann er op- inn fyrir nýjungum, án þess þó að gleypa við þeim gagn- rýnislaust, og spáir það hin- um imga leikstjóra góðu. — Á hinn bóginn er honum enn tæplega nógu sýnt um að vinna til fulls úr hugmyndum sinum. Ef Benedikt hefði til að bera dugnað og vandvirkni Baldvins Halldórssonar eign aðist Þjóðleikhúsið leikstjóra. Það er sennilega ekki sök leikstjórans, heldur er það fremur fátækt Þjóðleíkhúss- ins, sem veldur því að hús- Rúrik Haraldsson gögnin, sem notuð eru í leikn um, eru vægast sagt kauða- leg og óviðeigandi. f 1. og 2. þætti t.d. á að vera um lúxus- íbúð brezks ráðherra að ræða, og er oft á það minnzt í sam tölum persónanna. En þessar setningar verka hjákátlega, þegar við augum leikhúsgesta blasa þess konar húsgögn sem Hjálpræðisherinn úthlutar fá tæklingum, eða fá má á forn sölum á vægu verði. Sófinn er sérstaklega afleitur. Leik urinn á að hefjast á því, að frú Olívia Brown liggur i þess um „lúxussófa og „símtólið liggur á maganum á henni“, eins og segir í leikritinu. En sófinn er alltof lélegur til þess að hægt sé að fylgja þess arl forskrift höfundar, og sím Jóhann Pálsson og Inga Þórðardóttir talið fellur alveg dautt fyrir vikið. Og vegna sófagarmsins verður t.d. spurning Michaels „það er líklega sofið á þess- um“, og fleiri slíkar setning- ar alveg óskiljanlegar. Eg minnist á þetta vegna þess, eins og Vilhjálmur Þ. myndi segja, að í leiklist eru engin aukaatriði til og það er Þjóð leikhúsinu ekki vanzalaust að eiga ekki brúklegan sófa, þeg ar svo stendur á. í sambandi við framsetn- ingu leiksviðsins lýsi ég hlut- leysi, — hún hefur þó þann annmarka að þá er ekki hægt að nota nema nokkurn hluta ljósanna, þótt það virðist raunar ekki koma að sök að þessu sinni. Með aðalhlutverk leiksins, Oliviu Brown, fer Inga Þórð- ardóttir. Olivia er lífsglöð ekkja, sem kann vel að meta þægindi auðæfanna, en kysi þó alveg eins „ástina og heið arbýlið" ef eðlishvötin vísaði henni í þá átt. Inga Þórðar- dóttir vinnur stóran leiksig- ur í þessu hlutverki og þeg- ar frá er skilið símtalið í upp hafi leiksins, er leikur henn- ar afbragðsgóður, enda er Inga glæsileg og skemmtileg leikkona. Elskhuga Oliviu, Sir John Fletiher, leikur Rúrik Har- aldsson. Rúrik á siauknum vinsældum að fagna og er orð inn eitt aðal átrúnaðargoð leikhúsgesta. í hlutverki ráð herrans, sem er ákaflega mannlegur og alþýðlegur, sómir Rúrik sér ágætlega og vekur leikur hans mikla kæti meðal áhorfenda. Annars má leikarinn gæta þess vel að halda sér á línunni og vera hinn enski hástéttarmaður, sem segir hverja fyndnina á fætur annarri án þess sjálf um nokkurn tíma að stökkva bros. Rúrik virðist stundum hrífast með af kæti áhorfend anna svo leik hans hættir til að nálgast farsa. Jóhann Pálsson leikur hér sitt bezta hlutverk fram til þessa. Leikur hann Michael Brown, sem er einn af þess- um alvitru ungu mönnum, uppfullur af fordómum og slagorðabelgingi. Hinar „rót- tæku“ skoðanir hans virðast þó aðallega stafa af kven- mannsleysi, enda springa þær eins og blöðrur um leið og ung lingurinn mannast og fer að kynnast lífinu. Hlutverkið er vandasamt en leikur Jóhanns er með ágætum, og verður beztur í lokaþætti, og á það raunar einnig við um leik Rúriks og Ingu. Polton, vinnukonu, lék Anna Guðmundsdóttir. Það er engu líkara en einhver tog streita hafi orðið milli leik- stjórans og leikkonunnar um hvernig túlka ætti þetta hlut- verk. í enskum bókmenntum er vinnukona nær undantekn ingarlaust óæðri manntegund, heimsk og fánaleg 1 háttum. Virðist leikstjórlnn ætlast til að vinnukonan sé ensk, en Anna krefst þess að vinnukon an sé íslenzk, kona, sem telst á.m.k. jafnoki húsbændanna og framkoma og málfar stend ur yfirstéttarfólkinu í engu að baki. Hér á landi er vel hugsanlegt að vinnukona kalli inn til ráðherrans: „Ólafur, það vill maður finna þig“. En þennan lýðræðls- lega þroska eiga þeir ekki til í Bretlandi! Bryndls Pétursdóttir lék ungfrú Dell, einkaritara ráð- herrans, og var leikur henn- ar hvorki fugl né fiskur, enda gaf hlutverkið ekki tilefni til. mikilla tilþrifa. Herdís Þorvaldsdóttir var ekki sannfærandi í hlutverki Díönu Fletcher, og gerfi henn ar engan veginn gott, — ekki einu sinni hatturinn! Þegar á allt er litið er líklegt að þetta leikrit eigi eft ir aö verða vinsælt af gest- um Þjóðleikhússins. Það er að vísu ekki stórt í sniðum eða kjarnmikið, en við erum sammála Rattigan um að nú á tímum sé „það ekki meira virði að græta áhorfendur en vekja þeim hlátur"! Gunnar Dal. Hjúkrunarkonu og gangastúlku vantar á Slysavarðstofu Reykjavíkur. Upplýsingar á staðnum frá kl, 1—4 e. h. Slysavarðstofan. í ÞÁGU ÞJÖÐARHEÍLBRIGÐI Hátíðnisbylgjur til lækninga Lækningar með hátíðnisbvlgjum hafa á undanfömum áratugum staðizt próf reynzlunnar og sú lækningaað- ferð er nú talin eiga bezt við marga sjúkdóma eins og t. d. hrörnunarsjúkaóma í beinag" ndinni. Læknar kunna vel að meta hátíðnislækningatækið „TuR“ US 2 — 2 sem þegar hefur margra ára reynslu að baki sér. VEB TRANSFORMATOREN UND RÖNTGENWERK DRESDEN Allar upplýsingar hjá austurþyzku verzlunar skrifstofunni, Austurstræti lOa 2. hæð. B 582. Reykjavík — ísland

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.