Tíminn - 31.05.1960, Page 3

Tíminn - 31.05.1960, Page 3
XÍMIJMJV, þriðjudaginn 31. maí 1960. 3 Myndin er frá Græniandi. Tyrknesku hershöfðingjarnir léku klóklega á Menderes Ferð til Græn- lands með Páli Danska ferðaskrifstofan AERO LLOYD efnir til einnar ferðar til Grænlands í sumar í samvinnu við Ferðaskrif- stofu Páls Arasonar. Þátttak- endur verða frá Norðurlönd- um og Englandi og rúm er fyrir 20 fslendinga. Lagt verð ur af stað flugleiðis frá Rvík 30. júní og komið aftur 14. júlí. Fyrst verður farið til Nar.ssar- suak á suðvesturströnd Grænlands og dvalið þar í nýtízku hóteli, Hótel Arctic. Góður matur Þar er framreiddur fyrsta flokks matur að dönskum sið, og gefst Daglegt líf í e(Jlilegt horf. Stjórnin vifturkennd erlendis. Innanríkisráðh. framdi sjálfsmorð NTB—Ankara, 30. maí. — Herforingjanefndin, sem nú stjórnar Tyrklandi, hélt fyrsta formlega stjórnarfund sinn í dag. Flest erlend ríki ætla um svifalaust að viðurkenna hina nýju stjórn. Fjöldi manna úr innsta hring stjórnar Mender- es hefur verið handtekinn. Stjórnarskrárnefndin býst við að skila frumvarpi eftir 6 vikur. Allt daglegt líf virðist kom ið i eðlilegt horf. Mjög' hefur verið dregið úr öllum varúð arráðstöfunum og sagt, að þær verði afnumdar næstu daga. Yfirleitt virðist almenn ingur ánægður með stjómar skiptin. Framdi sjálfsmorð Manik Gedik innanríkisráð herra úr stjórn Menderes kast aði sér snemma í morgun út um glugga á fjórðu hæð í húsi þvi, þar sem hann var í gæzluvarðhaldi. Beið hannj þegar bana. Innanríkisráð-! herrann var einna verst þokk ! aður af öllum valdamönnum í landsins. Sögur hafa gengið1 um að allmargir af áhrifa- mönnum í stjóm Menderesar Ný stjarna í 800 rcetrum hafi framið sjálfsmorð, en það er opinberlega borið til baka. 19 háttsettir menn úr flokki Menderes voru hand- teknir í Istanbul í dag, þar af tveir bankastjórar. Þá hafa 140 áhrifamenn Demokrata verið fluttir í gæzlu til eyjar innar Yassi-Ada í Marmara- hafi. Menderes og flestir af nánustu og valdamestu sam- starfsmönnum hans sitja í varðhaldi í Ankara. Gursel var ekki einn Enn hafa ekki verið gefiij upp nöfnin á mönnum þeim, sem tekið hafa að sér stjórn landsins, en þeir munu nær Á Frjálsíþróttamóti KR á Mela vellinum í gærkveldi sigraði himn tvítugi Akureyringur Guðmundur Þorsteinsson, Svavar Markússon í 800 metra hlaupi. Báðir hlutu ágætan tíma. Guðmundur 1.54.1 mín. og Svavar 1.54.3 mín. Þetta er annað keppnisár Guð- mundar og hann kom mjög á ó- vart með hinum ágæta árangri. Bezti tími hans áður var 2.02,9 nún. Nánar verður sagt frá mót- inu á íþróttasiðu blaðsins á morg- m- Öítast iim líf forsetans LONDON, 30. maí. — Fregnir frá Tokíó herma, að menn þeir, sem sjá eiga um öryggi Eisenhowers forseta, er hann kemur í heimsókn til Japans 19. næsta mán., gerist all á- hyggjufullir. Stöðugar mót- mælagöngur eru í landinu og jafnaðarmenn halda uppi öfl gum andróðri gagn ríkisstjór inni og varnarsamningi þeim sem Kishi forsætisráðherra hefur undirritað við Banda- ríkin. Pastemak hrakar enn MOSKVU, 30. maí. — Nóbels verðlaunaskáldinu Boris Past ernak þyngir stöðugt. Er hon um nú vart hugað líf. Hann mun þjást af lungnakrabba, en fékk síðan hjartaslag og einnig magablæðingar. — Pastemak er 70 ára að aldri. allir eða allir vera herforingj ar. Sáust um 20 herforingjar koma til stjórnarfundarins í morgun. Þeirra á meðal var Madanoglu hershöfðingi, sem átti einna mestan þátt í bylt ingunni og raunar gerði hana mögulega. Fyrir nokkru gat hann talið Menderes á, að hætta við að kveðja herlnn til vopna og láta hann berja niður óeirðirnar. í þess stað var honum falið, að ganga frá nýrri áætlun og undir þvl yfir skyni gat hann haft samband við alla helztu herforingja og leiðtoga leyniþjónustunnar. Allir þessir aðilar féllust á að taka þátt í byltingunni. Gursel hylltur Gursel hershöfðingi var á- kaft hylltur af mannfjöldan- um í Ankara í dag. Hann lof aði að gera sitt bezta til. að tryggj a lýðræði í landinu. — Annar hershöfðingi, Sitri Ulay, var þó ef til vill hyllt- ur enn innilegar en Gursel. Ulay er yfirmaður liðsfor- ingjaskóians í Ankara og það var hann sem fyrstur allra hershöfðingja vogði sér opin berlega að sýna Menderes mótþróa er hann gekk I farar broddi liðsforingja sinna um götur borgarinnar og mót- mælti stjómarháttum Mend eresar. Fregnir berast um, að nær allar ríkisstjómir hyggist við urkenna hina nýju stjórn um svlfalaust. Á sinn þátt í því sú ákvörðun hennar, að standa við allar skuldbinding ar fyrri ríktsstjórnar út á við, þar á meðal aðild landsins að NATO. ^ .... ■ , Vitkast ekki (Framh aí l síðu). kerfið. ★★ Útflutningsgjaldið nýja á sjávarafurðir verði alveg fellt úr gildi og verð á fiski og síld til framleið- enda hækkað að sama skapi. ★★ Greiddar verði sérbætur á sumarveiddan fisk, steinbít, ýsu og smáfisk. Ferðamenn - njósnarar Danska blaðið Politiken skýr- ir svo frá, að rússnesku blöðin vari nú almenning mjög ákveðið við „kapitalistiskum njósnurum og flugumönnum“, sem kunni að heimsækja Sovétríkin í gervi saklausra ferðamanna. „Rauða stjrnan" segir, að það sé ekki að eins úr lofti, sem njósnir séu reknar, heldur líka á jörðu niðri. Blöðin benda á, að ferðamanna- straumur í sumar muni verða meiri en nokkru sinni, og megi vænta þess að í þeim hópi verði ófáir njósnarar. Leyndarmál, sem hafi verið sagt öðrum, sé ekki lengur leyndarmál. ferðamönnum kostur á að kaupa grænlenzka minjagripi. Þá verður dvalið í Narrsak, þorpi skammt frá og búa þátttakendur þar á heimilum og fá því að kynnast fólkinu, sem landið byggir, af eig- in raun. Loks verður dvalið í Júlí- aneháb en þar er fyrsta flokks viðurværi að danskri fyrirmynd. Laxveiðar og fjallgöngur Ferðamennirnir munu fá tæki færi til að kynnast grænlenzku þjóðlífi á ýmsan hátt. Farið verð- ur á laxveiðar, en óvíða í heimi munu laxár betri en á Grynlandi. Fjallgöngur verða skipulagðar og einnig verða Skoðaðar rústir ís- lendingbyggðar. Þjóðdansar Ferðalangarnir munu einnig fá tækifæri tii að sjá grænlenzka þjóðdansa, sem eru mjög sérstæð- ir og þjóðbúningur Grænlendinga er einnig mjög fallegur og litskrúð ugur. Er ekki að efa að marga muni fýsa að sækja þetta nágrannaland okkar, sem hefur verið til þessa alltof fjarlægt. Frekari upplýsing- ar um ferðirnar er að fá á ferða- skrifstofu Páls Arasonar. Cubu ógnað NTB_ Whasington, 27. maí. Bandaríkin hafa stöðvað tækniaðstoð við Cubu. Tók Eisenhower ákvörðun um þetta 14. maí s. 1., þetta var 'tilkynnt Cubu-stjórn í orð- sendingu í gær. Segir að aðstoð þessi sé ekki lengur samrýmanleg hagsmunum Bandarikj anna gagnvart rikj um í Ameríku. Sambúð Cubu og Bandaríkjanna hefur f$r- ið síversnandi undanfarið. Fóstbræðrum for- kunnar vel tekið Einkaskeyti frá Khöfn. S. 1. laugardag hélt Karla- kórinn Fóstbræður söng- skemmtun í Konsertsal Tív- ólís í Kaupmannahöfn. Söng- skráin var mjög fjölbreytt og undirtektir fráhærar. Gagn- rýnendur blaðanna skrifa | einnig einróma lof um söngj kórsins. Karlakórmn Fóstbræður hefur sem kunnugt er verið á söngför um Noreg og hlotið þar ágætar viðtökur. Ágætar raddir Eitt blaðanna segir, að í kórn- um séu ágætar raddir og hinum framúrskarandi söngstjóra Ragn- ari Bjöjrnssyni hafi með mikilli vinnu og góðum aga tekizt að sam æfa og þjálfa þessar raddir ágæta vel, enda sé árangurinn aðdáun- arverður. Sérstaklega er lögð á- herzla á góða frammistöðu ein- söngvara. Allur flutningur hafi ! c-inkennzt af músíkmenningu og öruggri tilfinningu fyrir stílrænni tjántogu og framsetningu. Við- staddir voru margir íslandingar , bæði aðkomnir og búsettir í Kaup mannahöfn, þeirra á meðal sendi- herra fslands þar. Um kvöldið hélt íslendingafé- lagið samkomu til þess að gefa sem flestum íslendingum kost á að heyra til kórsins. Söng hann alimörg lög og var ákaft hylltur i lokin af þakklátum áheyrendum. Aðils Signr Gaull- ista í Alsír PARÍS, 30. maí. — Fylgis- menn de Gaulle forseta hafa unnið mikinn sigur í bæjar og sveitarstjórnarkosningum í Alsír. Þykir þetta mikill sig ur fyrir de Gaulle og Alsír- stefnu hans. Hægri menn hafa tapað fylgi, en það vek ur þó athygli, að kona Pierre Laguerre, sem stóð fyrir upp reisn frönsku landnemanna í Alsírborg í vetur, náði kosn ingu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.