Tíminn - 31.05.1960, Side 5

Tíminn - 31.05.1960, Side 5
T í MIN N, þriðjudaginn 31. maí 1960. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKbRINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarmsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egili Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsmu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasimi: 19523. Afgreiðslusimi: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. Hvað liggur á? Útsvarsfrumvarp ríkisstjórnarinnar er nú komið til efri deildar. Við meðferð frv. í neðri edild hefur það þó tekið nokkrum breytingum til bóta frá því sem var, er stjórnin lagði það íyrst fram. Ríkisstjórnin hefur þannig nokkuð svignað fyrir gagnrýni stjórnarandstöð- unnar og þeim mótmæium víðsvegar að af landinu, sem rignt hefur yfir Alþingi að undanförnu. Þrátt fyrir þessar lagfæringar er þó frv. ennþá þannig úr garði gert, að það er óferjandi með öllu. Þrátt fyrir það mun þess þó sjálf- sagt ekki að vænta, að frekari leiðréttingar fáist á frv. en þegar eru fengnar og mun það verða drifið gegnum þingið eins og það liggur nú fyrir. Og hver er þá kjarni málsins? í fyrsta lagi á nú að lögbjóða veltuútsvör, og skulu þau álögð án þess að nokkurt tillit sé tekið til afkomu þeirra einstaklinga og fvrirtækja sem hafa með höndum atvinnurekstur eða framkvæmdir. Afleiðingin er sú, að veltuútsvörin verða í mörgum tilfellum hærri en allar hreinar tekjur hlutaðeigenda. Sjá allir að hverju stefnt er með slíkum ráðstöfunum. Og fyrir þessu stendur flokkur- inn, sem þykist vilja hlynna að framtakinu. í öðru lagi er það ákveðið að veltuútsvar skuli lagt á félagsmannaviðskipti samvinnufélaga og hefur þar með áratuga gamall draumur íhaldsins íoksins rætzt. Þetta þýðir að lagt er nýtt skattgjald á nauðsynjar þeirra mörgu tugþúsunda manna í landinu, sem kaupfélögin annast um útvegun á nauðsynjum fyrir og vitanlega einnig þá sem láta þau selja framleiðsluvörur sínar. f þriðja lagi skal leggja nýtt gjald á allar framleiðslu- vörur landbúnaðarins, hvort sem þær eru seldar í um- boðssölu eða ekki og það þótt aðrar umboðssöluvörur séu undanþegnar veltuútsvörum. Má af þessu marka um- hyggju stjórnarliðsins fyrir bændastéttinni. (Skyldi ekki Bjartmar fara að skrifa aðra grein til að þakka Ingólfi?). í fjórða lagi er að því stefnt að Jækka stórlega útsvör á hátekjumönnum með því að lögbjóða þá reglu að útsvör fyrra árs séu dregin frá tekjum áður en nýtt útsvar er á lagt. Sem dæmi um stjórnarréttlætið má benda á, að ein- staklingur með 200 þús. kr. tekjur fær um 15 þús. kr. útsvarslækkun en annar hieð 60 þús. kr. tekjur fær um 2 þús. kr. lækkun. Og svo nefnir annar stjórnarflokkur- mn sig „Alþýðuflokk“. Afleiðingar þessara einstæðu ráðstafana stjórnar- flokkanna eru auðsæjar. Þær miða beinlínis að því að draga saman framleiðslustarfsemina og rýra þannig lífs- kjörin. Þær miða að þvi að hækka vöruverð til neytenda og lækka það til framleiðenda. Nú er það játað af stjórnarliðinu, að mál þetta sé svo flausturslega og illa undirbúið, sem frekast má vera. Nú eru starfandi nefndir, sem hafa með höndum endurskoð- un skattalaganna og gildandi ákvæði um tekjusfofna sveitarfélaga. Því er þetta mál ekki látið bíða þeirrar end- iirskoðunar? Hvað liggur á? Jú tvennt rekur á eftir. Það hefur lengi verið óskadraumur íhaldsins að lama sam- vinnuhreyfinguna með því að skattleggja félagsmanna- viðskiptin. Hingað til hefur það ekki tekizt. En nú kom tækifærið í samvinnu við Alþýðuflokkinn. Og vitanlega mátti ekki láta það hjá líða ónotað. Hin ástæðan er sú, að sjá varð um að útsvarslækkunin kæmi fyrst og fremst hátekjumönnum til góða, eins og sýnt er með dæmi því sem hér er nefnt að ofan. Hvorugt þetta þoldi bið, að dómi stjórnarflokkanna. Enginn furðar sig á þeirri skoð- un íhaldsins en hvað sýnist Alþýðuflokksmönnum um frammistöðu síns flokks? / '/ '/ '/ / / / '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ ‘/ '/ '/ ‘/ '/ ? '/ '/ '/ '/ ERLENT YFIRLIT Er röðin komin að Japan? För Eí/senhowers til Japans getur orðiS hin sögulegasta SITTHVAÐ bendir nú til þess, að ekki ólí/kir atburðir eigi eftir að gerast í Japan áður en langt um líður og þeir, sem hafa gerzt nýlega í Suður-Kór- eu og Tyrklandi. Núverandi stjórn Japans stendur a. m. k. mjög völtum fætii, en mótmæla fundir og mótmædagöngur, sem haldið er uppi gegn henni, magnast nær daglega. Aukin athygli beinist að þessari stjórn málaþróun í Ja;pan vegna þess, að Eisenihower hefur ráðgert að fara í opínbera heimsókn til Japans 19. júní n. k. Segja má að tildrög þessara atburða reki Tætur til þess, að núv. stjórn Japans gerði á síð- astl. ári 10 ana varnársamning við Bandaríb.in, og er ætlunin að hann komi í stað þess varn- arsamnings, er nú gildir, og Japanir hald.a fram, að þeir hafi raunver ulega ekki gert með frjálsum vilja. Slífct yrði hins vegar ekki sagt um hinn nýja sanmíng, ©f hann nær gildi, þar siem hann yrði þá gerður af stjórn og þingi, sem hefði náð völdum í frjálsum kosninguœi. Af þessum ástæðum hafa Bandaríký þmenn lagt mikla áherzlu a að fá nýjan samning, þar sem jieir vilja losna við þá gagnrýni, að þeir byggi leyfi sitt til herstöðva í Japan á nauðungarsamningi. Af hálf u Bandaríkjamanna var það líka talinn mikill sig- ur fyrir þá, er Kishi forsætis- ráðherra b;om til Washington á síðastliðnuan vetri, og gekk þar frá hinum nýja varnarsamningi. Fullt gildl fær hann þó ekki fyrr en eiTtir að þingið hefur staðfest hann. Samkvæmt hinum nýja samn ingi, fá E.andaríkin að halda áfram herstöðvum í Japan, og er nokkuð -sjálfinátt um, hvernig þau 'haga notkun þeirra. HINN NÝI varnarsamningur sætti .stra.K harðri andspyrnu af 'hálfu jafnaðarmanna, sem eru eini stóri stjórnarandstöðu flokkurinn. í Japan. Jafnaðar- mönnum barst mjög skætt vopn í hendurmar, er U-2 njósnarflug vélin var skotin niður í Sovét- ríkjunum, en kunnugt er .um, að slíkar flugvélar Bandaríkja- manna ha:Ea bækistöðvar í Jap- an. Fyrir stjórnina var það hins vegar- álíka óheppilegt, að samninguxaiin kom til meðferð ar í þingiiau rétt á eftir. Síðan samningurinn kom til meðferðar í þinginu, hefur ekki linní á mótmælafundum og mótmælagöngum í Japan. Einn dagimn nú í vikunni er K I S H I talið að 2 millj. manna hafi tekið þátt í þeim víðs vegar í Japan. Suma dagana hefur Kiáhi forsætisráðherra orðið að halda til í þinghúsinu, því að óvinveittur mannfjöldi hef- ur umkringt það og lögreglan viljað forðast átök. Kishi hefur nú fengið samninginn sam- þykktan í neðri deild þingsins, en jafnaðarmenn hafa svarað með því að gera efri deildina óstarfhæfa með því að sækja ekki fundi hennar. Þetta mun þó ekki nægja til að hindra staðfestingu samningsiris, því að samþykkt neðri deildar fær gildi eftir 30 daga, hvað sem afstöðu efri deildarinnar líður. ÞRÁTT fyrir það þótt Kishi geti þannig komið sanmingn- um fram, og flokkur hans hafi nær % meirihluta á þingi, telja ýmsir blaðamenn er til þekkja, að dagar hans séu brátt taldir. Ástæðn er ekki sízt sú, að ýms ir áhrifamenn í flokki hans vilja gjarnan fella hann og fá sæti hans, en um flesta þeirra gildir það, að þeir eru andstæð ari Bandaríkjamönnum en hann. Von Kishis um áframhald- andi völd byggjast nú ekki sizt á því, að fyrirhuguð heimsókn Eisenhowers geti styrkt hann í sessi, ef honum tækist að hanga þangað til. Þetta gera andstæðingar hans sér líka ljóst, og því hafa foringjar jafn aðarmanna gengið á fund sendi herra Bandaríkjanna og ráð- lagt að Eisenfaower frestaði heimsókn sinni. Bandaríkja- stjórn hefur hins vegar neitað að verða við þessu og áætlun Eisenhowers verði ekki breytt, nema stjórn Japans óski þess, en Kishi leggur hins vegar allt kapp á, að Eisenhower fresti ekki förinni þangað. Vel getur því svo farið, að för Eisenhowers til Japans geti orðið hin sögulegasta, ef ekki hafa þá gerzt stærri tíðindi í Japan áður. Þ. Þ. Mótmælafundur fyrir framan þinghúsið í Tokíó. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ t ý / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ‘/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ i Fimmtíu þús. Ferguson í Danmörku Fimmtíuþússnindasta Massey-1 Ferguson drá^ttarvélin var nýlega flutt inn til Danmerkur. Var hún gjöf frá Mas sey-Ferguson fyrir- tækinu og veitti Karl Skytte land J Lúnaðarmálaraðherra Dana henni rnóttöku í hóiii er haldið var 30. marz s.l. Þessi' mikli fjöldi drá'tfcarvóla | hefur verið fluttur inn til Dan-I merkur á s.l. 12 árum og hefur ekfcert annað land flutt inn eins n^argar dráttarvélar frá Massey- lerguson og Danmöi'k. Þetta er þv' algjört sölumet og á sér hvergi hiiðstæðu því Nordisk Tracktor C'ompany tiefur með þessu keypt 10% allra þeirra dráttarvéla, er Massey-Ferguson hafa flutt út frá Bretlandi, og er 48% af traktor- eign Dana nú Massey-Ferguson. Massey-Ferguson dráttarvélarn- ar njóta því geysi vinsælda í Dan mörku sem hér á íslandi og kost- ir þeiirra viðurkenndir af öllum. Þess er skemmst að minnast að Danmerkurmeistarinn í dráttar- velaakstri (plægingu) notaði iiass'ey-Ferguson dráttarvél í keppninni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.