Tíminn - 08.06.1960, Page 5
TÍMINN, miðvikudaginn 8. jóni 1960.
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson.
Auglýsingastj.: Egill Bjamason. Skrifstofur
í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305.
Auglýsingasimi: 19523. Afgreiðslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
,Endurbætur4 Gunnars
Það hefði mátt ætla af ræðu þeirri, sem Gunnar Thor-
oddsen flutti í eldhúsumræðunum, að ríkisstjórnin hefði
beitt sér fyrir stórfelldum umbótum í skattamálum.
Gunnar talaði með miklu stærilæti um hina margvíslegu
skatta og tolla, sem hefðu verið fyrir, þegar ríkisstjórn-
in kom til valda, og hversu mikil þörf hefði því verið
endurbóta.
Menn munu því hafa ætlað, að miklar endurbætur
hefðu orðið á þessu síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók við
fjárstjórn ríkisins undir forystu Gunnars.
Sé nú að þingi loknu, litið yfir „endurbæturnar“,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert í skattamálunum,
verður niðurstaðan þessi: Allir hinir mörgu skattar og
tollar, sem Gunnar fjasaði mest vfir, haldast áfram.
Hins vegar hafa verið gerðar þessar breytingar:
1. Tekjuskattur og útsvar hafa verið lækkuð þannig,
að hátekjumenn fá 10—20-falt meiri lækkun en lágtekju-
menn.
2. Lagður hefur verið á nýr 3% söluskattur. sem nær
til svo að segja allra neyzluvara almennings, nema
drykkjarvatns.
3. Veltuútsvar hefur verið lögfest í fyrsta sinn.
Þessu til viðbótar hafa svo ýmsir eldri skattar verið
stórhækkaðir. Innflutnmgssöluskatturinn t. d. meira en
tvöfaldaður, benzíntollur hækkaður o. s. frv.
Rétt er svo að víkja að hinum helztu „endurbótum"
Gunnars nokkrum orðum.
jEndurbói4 nr. 1
Fyrsta stóra „endurbótin“ er sú, að tjekjuskattur og
útsvar hafa verið lækkuð með þeim hætti, að hinir
tekjuháu fá 10—20-falda lækkun á við hina tekjulágu.
í staðinn kemur söluskatturinn, er legst jafnt á alla.
Niðurstaðan verður sú, að kjör hinna láglaunuðu versna,
en hagur hinna hálaunuðu batnar. ,,Réttlætið“, er felst
í þessari „endurbót“ dæmir sig sjálft, svo að eigi þarf
fleiri orðum að fara um það.
,Endurbót‘ nr. 2
Önnur stóra „endurbótin“ er nýi 3% söluskatturinn,
sem leggst á allar vörur og þjónustu, drykkjarvatn þó
undanskilið. Þessi skattur leggst þyngst á fátækar, stór-
ar fjölskyldur. Honum fylgir stórkostlega aukin skrif-
finnska. Hann er erfiðastur í innheimtu allra skatta. Það
er svo sem ekki ástæðulaust, að Sjálfstæðisflokkurinn
sé hrifinn af þessari endurbót sinni.
,Endurbót‘ nr. 3
Þriðja stóra ,,endurbótin“ er svo lögfesting veltuút-
svarsins, sem er óþekkt skattlagning í nágrannalöndum
okkar og öllum kemur saman um að sé ranglátastur allra
skatta, því að hann leggist á fyriríækin, án alls tillits
til afkomu og efnahags. og fer verst með þau fyrirtæki,
er veita bezta þjónustu og hafa því mikla veltu, en lít-
inn ágóða.
Það er ekki furða, þótt fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins tali digurbarkaiega um skatta- og tollamálin og
„endurbæturnar“, sem hafa verið gerðar á því sviði. En
vill þjóðin meira af slíkum „endurbótum“?
- ERLENT YFIRLIT
Samdráttarstefnan í Tyrklandi
Hún átti veigamikinn þátt í Því atS steypa Menderes
þjóðabankinn og Efnahagssam-
vinnustofnunin héldu þó áfram
að klifa á þessu, og vorið 1958
var svo komið, að Mendsres
átti ekki nema um tvo kosti að
velja: Anmaðhvort að gera efna
hagsráðstafanir að vilja þess-
ara stofnana eða að missa þá
efnahagsaðstoð, er hann hafði
notið frá Bandaríkjunum.
Niðurstaðan varð sú, að
Menderes valdi fyrri kostinn.
Hann lækkaði gengið og gerði
fleiri samdráttarráðstafanir, en
fékk í staðinn 376 millj. doll-
ara lán til vörufcaupa.
Fyrst í stað virtist þetta ætla
að heppnast. Gjaldeyrisstaðan
batnaði mikið út á við og inn-
eignir ukust nokkuð í bönkum.
Þegar sérfræðingar Efnahags-
samyinnustofnunarinnar ræddu
við íslenzka ráðamenn á síðastl.
vetri um efnahagsmál fslands,
munu þeir ekki sízt hafa bent
á, hve umræddar efnahagsráð-
stafanir hefðu gefizt vel í Tyrk-
landi.
ÞETTA var hins vegar ekki
nema önnur hlið málsins. Efna-
hagsráðstöfununum fylgdu stór
kostlegar verðhækkanir eða
verðbólga (sjá línuritið úr
New York Times um fram-
færslukostnaðinn í Tyrklandi,
sem birt er á öðrum stað.)
Kjaraskerðingin varð því
mjög mikil hjá almenningi og
mikill samdráttur varð hjá smá
kaupmönhum og fleiri milli-
stéttum. Menntamenn, sem eru
launamenn, urðu .sérstaklega
hart úti. Þetta ýtti mjög undir
óánægju í landinu, einkum þó
borgunum, þar sem hún var
mest fyrir. Stjórnarandstaðan
fékk því aukinn byr í seglin.
Menderes reyndi að bæta að-
stöðu sína með því að grípa til
þeirra óyndisúrræða að tak-
marka í vaxandi mæli prent-
frelsi og málfrelsi andstæðinga
sinna. Segja má, að hann hafi
endanlega ákveðið örlög sín, er
hann lét beita hervaldi til þess
FramfærslukostnaSurinn f Tyrk-að banna foringja stjórnarand-
landl. Línurit þetta er tekiS úrstöðunnar, Inonu, að fara í
„New York Times". fundarferðalag, og beitti svo
AÐ SJALFSOGÐU hafa marg
ar ástæður átt samverkandi
þátt í þeim stjórnmálaatburð-
um, sem hafa verið að gerast í
Tyrklandi undanfarnar vikur.
Ein meginorsökin rekur rætur
til þeirra efnahagsaðgerða, sem
voru gerðar þar árið 1958 að
ráði Efnahagssamvinnustofnun-
ar Evrópu og fleiri stofnana, er
tii þeirra efnahagsráðstafana,
sem nú er verið að gera hér á
landi.
Hagfræðingar Alþjóðabank-
ans, Efinahagssamvinnustofnun-
ar Exrópu og fleiri stofnana, er
sáu um amerískar lánveitingar
til Tyrklands, hafa um alllangt
skeið fundið að því við stjórn
Tyrklands, að stefna hennar
leiddi til ofmikillar fjárfesting-
ar, sem síðar hefði verðbólgu í
för með sér. Þetta töldu þeir,
að helzt mætti lækna með sam-
drætti, en það er sameiginlegt
um flesta ráðunauta þessara
stofnana, að þeir eru íhalds-
sininaðir og fylgja því samdrátt
arstefnu.
TYRKNESKA s'tjórnin brást
fyrst þannig við þeim ráðlegg-
ingum, að hún gripi til stór-
felldrar samdráttarstefnu, að
hún vísaði sérfræðingum Al-
þjóðabankans, sem höfðu dval-
izt í Tyrklandi og gert slíkar
tillögur, úr landi. Bæði Al-
m
stjórnarandstæðinga á þingi
sérstöku ofbeldi. Þá risu .stú-
dentar upp, en mótmælagöngur
þeirra, studdu mjög að falli
hans.
ÞAÐ MÁ því segja, að hjálp
sú, sem Efnahagssamvinnu-
stofnunin og Bandaríkin veittu
Menderes 1958 og átti að
að verða til þess að styrkja
hanm í sessi, hafi orðið bana-
biti hans. En þetta er því miður
ekki í fyrsta sinn, sem það hef-
ur orðið hinum vestræna heimi
til tjóns, hve Bandaríkjastjórn
og sérfræðingar hennar hafa
haldið mjög fram samdráttar-
stefnunni. Vegna hennar er
framleiðsluaukningin nú ber-
sýnilega mun minni í Bandar.
og víðast vestan hafs en í komm
únistalöndunum. Ef slíku held-
ur áfram, mun styrkur komm-
únistarikjanna halda áfram að
vaxa meira en lýðræðisríkj-
anna. Án efa er hér að finna
eina mestu hættuna, er nú vof-
ir yfir hinum frjálsa heimi. Ef
lýðræðisríkin bera ekki gæfu
tii að taka up þróttmeiri og
markvissari uppbyggingar-
.stefnu, mun halda áfram að
síga á ógæfuhlið. Það er góðs
viti, að hinir framsýnni stjórn-
málaleiðtogar Bandaríkjanna í
báðum aðalflokkunum virðist nú
gera sér þetta ljóst. Þ.Þ.
U. S. Ai0TGTU^KS’r ■
■ 7oo ; .. t
1 -mfö
; - *
: ISO •
0 M8 •«/ 'M 'íh I9SV
Fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við
Tyrkland. Línurlt þetta er tekið
úr „New York Times".
Hellumálið - er fyrir neð-
an allar hellur
Fátt sýnir meiri óskammfeilni
íhaldsráðherranna tveggja Gunn-
ars og Ingólfs en hið svokallaða
Hellumál. Sannleikur málsins er
sá að mál þetta er alls ekki dóm-
tækt, og þar af leiðandi gætu
hvorki dómstólar eða gerðardóm
ar fjallað um það. Aðrir dómar
fjalla um eitthvað sem skeð hef-
ur, en ekki óorðna hluti — það
sem á eftir að ske.
Hjá Kaupfélaginu Þór var eng-
inn skaði skeður — ekkert tjón
orðið.
Hvað finnst ykkur um þau rök,
ef skipstjóri vildi fá greitt trygg-
ingarfé fyrir skip sitt fyrirfram,
sem hann teldi öruggt að færist
eftir tvö ár? Brunabótafélagið
mundi gera skop að þeim manni,
sem krefðist tryggingarfjár fyrir
hús sitt, sem hann hefði dreyrnt
um að brynni eftir tvö ár? Hvaða
tryggingarfélag mundi greiða
skaðabætur fyrir bfl, scm ekki
hefur orðið fyrir tjóni? Menn,
sem færu fram á slíkar bætur,
væru ekki taldir með fullu viti,
— að sálarástand þeirra væri
„FYRIR NEÐAN ALLAR HELL
UR“. Á árinu 1960 á íslenzka
þjóðin tvo ráðherra, sem eru svo
forhertir í ósómanum að þeir
láta kveða upp skaðabótadóm fyr
ir augum alþjóðar fyrir tjón, —
sem ekkert tjón er orðið.
Það eru aðeins komnar undir-
stöður að hinni fyrirhuguðu
Rangárbrú. Brúin verður tæp-
lega fullgerð fyrr en eftir 1—2
ár. Þegar brúin er byggð, og
komin í full not, gat Kf. Þór
á Hellu fyrst farið að hugsa til
að fara í mál. — Bændur í Rang
árþingi, sem eru viðskíptamenn
Kf. Þórs, munu jafnt skipta við
félagið þó brúin liggi 100 metr-
um ofan eða neðan við gömlu
brúna á Rangá. Það gæti verið
að örfáir bílar ferðamanna rynnu
ekki fyrir framan búðardyr Ing-
ólfs, það eu nú öll ósköpin.
Hinn nýi þrengslavcgur yfir
Hellisheiði kemur niður neðst í
Ölfusið. Það sem lilýtur að koma
í sambandi við hann er stórbrú
yfir Ölfusá á Óseyrarnesi. Sá
austurvegur tengri saman Þor-
lákshöfn, Eyrarbakka og Stokks-
eyri. Hvað yrðu háar skaðabætur
sem Hveragerði og Selfoss
fengju, ef hin nýja þjóðbraut
sneiddi þar hjá garði? Þau dærni,
sem hér hafa verið tekin sýna
Ijóslega hvílíkt glapræði þessi
gerðardómur er. Og vitanlega
sjá allir að hann er markleysa
ein. AHir þeír, sem að honum
stóðu, ættu að vera það miklir
menn að játa yfirsjón sína og
biðja þjóðiha fyrirgefningar.
Ungur bóndi.