Tíminn - 08.06.1960, Side 7
TÍMiNK, náSyíloidagmn 8. júní lggg.
7
Sjálfstæðisflokkurinn vill beita rangri skatta-
lagningu til að lama samvinnuhreyfinguna
Það er ástæða til að athuga
mvkitaifi Jivernig á því stendur, að
rifcisstjómin sfculi, varðandi þýð-
ingarmestu iþætti þjóðarbúskapar-
ias eins og skattlagningu, láta að
verulegu leyti stjórnast af hatri á
félagsskap eins og samvinnufélög-
unum. Hvað veldur slíktHn ósköp-
UID?
Einstök þröngsýni
Tæpast munu dæmi þess, að því
ifk þröngsýni, sem þarna kemur
fram, hafi áður náð islíkum tökum
á jafn stórum hópi manna og um
er að ræða iþar sem stjómarliðið
er. En aðdragandinn að þessum
atþurðum er orðinn nokkuð lang-
ur. í landinu er og 'hefur verið
háð hörð samkeppni um fyrir-
komulag viðskipta og ýmiss konar
þjónustu. Sú samkeppni er heil-
brigð og holl og hefur orðið til
ómetanlegs gagns. Á aðra ihliðina
stendur það fólk, sem hefur mynd-
að öflug félög til þess að annast
ýmiss konar viðskipti fyrir sig og
margvíslega þjónustu. Þetta eru
yfirileitt samvinnufélög. Og þau
hafa myodað með sér eitt allsherj-
ar samtoamd þar sem er S.Í.S. Hin-
um megin eru svo þeir, sem reka
verzktn og viðskipti í gróðaskymi
fyrir sjálfa sig, og þá, sem trúað
ihafa þeim fyrir fjármunum sín-
um t.d. í hlutafélögum. Við því
er síður en svo ástæða til að am-
aist. Það er þvert á móti nauðsyn-
legt að bæði þessi viðskiptakerfi
fái að þróast og starfa svo að
reynslan fái úr því skorið, hver
úrræðin duga betur.
Nau^syn á eigin félögum
Þegar að því kom, að íslend-
ingar fóru sjálfir að fást við sín
viðskiptamál þá þóttust margir
sjá, að vonlítið væri að almenn-
ingur gæti reist sig við efnalega
nema hann hefði veruleg ítök í
viðskiptunum. Ef menn ættu að
vera dæmdir til að eiga aðeins
skipti við þá, sem ráku verzlun í
gróðaskyni, þá myndi alþýða
manna eiga sér litlar viðreisnar-
vonir. Þessa skoðun byggðu menn
sumaprt á reynslu af hinu erlenda
verzlunarvaldi, sem hér ríkti öld-
um saman, en að öðru leyti varð
það brátt l.jóst, að þótt innlendir
atorkumenn tækju við, þá myndu
þeir fljótt komast upp á lag með
að mynda með .sér samtök til að
útiloka innbyrðis samkeppni. Upp
af þessari skoðun óx sú hugmynd
að ekkert væri einhlýtt í þessuml
efnum annað en það, að almenn-l
ingur myndaði sín eigin félög til
þess að annast viðskipti og þjón-j
ustu fjTÍr sig á sannvirðisgrund-
velli.
Enn kom það til, sem oft henti,
að menn, sem settu upp verzlun(
og atvinnurekstur, komust yfir (
verulegar eignir, gerðu fólkið sér.
háð um afkomu alla og farnað,'
en fluttu svo skyndilega burtu
með inegin hluta þess fjármagns, I
er þeir höfðu sópað saman og var
það þannig viðkomandi byggðar-
lögum algerlega glatað, fyrir utan
það öryggisleysi, sem í þessu var
Mótatfgerðir
Það fór nú svo, að kaupmenn
urðu ekkert fagnandi yfir sam-
«mnufélögunum og þeirri sam-
Kafli úr ræðu Eysteins Jónssonar við 3.
umræðu um útsvarslögin í neðri deild
keppni, sem þau veittu þeim. Þeir
hófust fljótlega handa um að
reyna að koma þeim fyrir kattar-
nef. „Samkepnismennirnir" vildu
ekki samkeppni. Mótaðgerðir
þeirra voru skynsamlegar. Þeir
brutust til valda í einum af stjórn-
málaflokkum landsins af því að
þeim var Ijóst, að þeir yrðu að
nota ríkisvaldið til að hefta þessa
þróun. Og síðan hefur Sjálfstæðis
flokkurinn verið tæki þeirra í
þessari baráttu.
Þessum mönnum hefur lengi
verið það Ijóst, að áhrifamesta
baráttuaðferðin gegn samvinnufé-
lögunum væri að koma á þau rang-
látum skattlagningarfjötrum. Um
það hefur orrusta staðið áratugum
saman. Reynt var að halda því
frm, að þeim bæri að greiða skatta
af því fé, sem þau skiluðu aftur til
viðskiptamannanna sem tekjuaf-
gangi. Hins vegar töldu þeir fá-
sinnu að skattleggja' afslátt, sem
kaupmaður veitti viðskiptamanni
sínum og er þó alveg um hliðstæð-
ur að ræða. Auðvitað var hvoru-
tveggja jafn rangt.
Ekkert nýtt
Sú viðleitni, sem nú er í frammi
höfð til að koma veltuskatti á fé-
lagsmannaviðskipti samvinnufélag
anna, er þess vegna ekkert nýtt
fyrirbrigði. Það er framhald af ára
tuga langri baráttu. Ekki baráttu
fyrir sérréttindum heldur baráttu
um það hvort leiða eigi ranglætið
til öndvegis í þessum efnum, bar-
áttu um það hvort koma eigi í veg
fyrir að þessi almannasamtök fái
notið sín eða ekki. Og það fólsleg-
asta og nýjasta, sem fram hefur
komið í þessum átökum er að lög-
leiða hér á Alþingi að taka skuli
með valdi helminginn af því fé,
sem fólkið í félögunum hefur lagt
þeim til sem rekstursfé og færa
það inn í bankakerfi ríkisstjórn-
arinnar. Þetta er nýjasti meiður-
inn á þessu tré, sem vaxið hefur
hér undanfarna áratugi og bar nú
þennan þokkalega ávöxt.
Nú er það lífsnauðsyn fyrir
þjóðfélagið að samvinnufélögin
geti verið öflug og vaxandi og að
þau geti haldið uppi samkeppni
við þá, sem verzlun reka í gróða-
skyni. Nú munu sjálfsagt einhveri-
ir segja, að það ætti að vera vel
fjrir öllu séð með því að þeir
keppi innbyrðis. Það er náttúrlega
þröngt sjónarmið en er þar að
auki algjörlega óraunhæft. Einka-
verzlanir hafa ríka tilhneigingu til
þess að mynda með sér samtök til
þess að halda uppi verðlaginu og
það er á allra vitorði, að slík sam-
tök eiga sér stað. Hefði samvinnu-
félaganna ekki notið við, væri
þjóðni algerlega ofurseld í þessum
efnum hringum og samtökum, og
er sú hætta enn ríkari í fámennum
og fábrotnum þjóðfélögum eins og
okkar. Það sem því er að gerast,
er að „samkeppnismennirnrir“ eru
að reyna að ganga af þeirn eina
aðila dauðum, er getur haldið uppi
samkeppni við þá, — þeir vilja
útiloka samkeppni af því þeir ótt-
ast hana.
Eftlilegt andsvar
Annað atriði, sem veldur hinu
taumlausa hatri íhaldsins á sam-
vinnuhreyfingunni er það, að þar
liggur í raun og veru megin víg-
línan í þjóðmálaþaráttunni. Sam-
vinnufélögin eru traustasta vígi al-
mennings gegn auðhyggjumönn-
unum. Það leiðir af sjálfu sér, að
umbótaflokkur eins og Framsókn-
arflokkurinn hefur stutt samvinnu
hreyfinguna eftir megni og að
margir forystumenn Framsóknar-
flokksins standa framarlega í .sam-
vinnuhreyfingunni. Andstæðingar
Framsóknarmanna hafa reynt að
halda því fram, að þeir hafi gert
smvinnuhreyfinguna pólitíska.
Það má um það deila, hvort sam-
vinnuhreyfingin hljóti ekki eðli
sínu samkvæmt að vera pólitísk,
en um hitt verður ekki deilt, að
þegar magnaður er upp heill
stjórnmálaflokkur til þess að níða
hana niður, þá er það eðlilegt og
óhjákvæmilegt andsvar, að annar
stjórnmálaflokkur, .sem trúir á úr-
ræði samvinnunnar í þjóðfélags-
málum, taki að sér að vernda
hana. Vilji menn telja samvinnu-
hreyfinguna pólitíska, þá á þar
sannarlega enginn meiri „sök“ á
en Sjálfstæðisflokkurinn.
Og þá kemur spurningin: Ilvern
ig eru þá vaxin þessi félagsmanna
viðskipti samvinnufélaganna, sem
nú eiga að falla undir veltuútsvör-
in? Mjög víða þannig, að í einu
samvinnufélagi eru menn úr mörg-
um byggðarlögum, félagið fær
vörur sínar á einum stað og þar
er þeim skipt út milli félags-
manna. Það sem á að lögleiða er
að á þessum eina stað, þar sem
vörurnr fara í gegn, sé hægt að
leggja á þær sérstakan skatt.
Stjórnarliðið hörfaði að vísu frá
þeirri upphaflegu ætlun sinni að
leggja skattinn á mjólkurbú og
sláturhús, en þeir hafa fellt till.
um að undanþiggja einnig áburð
og fóðurbæti, salt og veiðarfæri.
Með þessu móti er verið að gefa
einu byggðarlagi rétt til að skatt-
leggja mörg, og er raunar þarna
um að ræða lögboðinn fjárflutn-
ing. Hvaða vitglóra er nú í öðru
eins og þessu? Enda voru þeir
margir framlágir við atkvæða-
greiðsluna, Sjálfstæðismennirnir.
Tilgangurinn augljós
| Nú er það auðvitað hverjum
manni Ijóst, að viðskiptafyrirkomu
I lag .samvinnufélaganna er á engan
I hátt hliðstætt venjulegu einkrekst
I ursformi. Þarna myndast enginn
gróði í venjulegum skilningi. Ef
tekjuafgangur er, þá gengur hann
annað hvort til félagsmannsins
sem hækkun á vöruverði til fram-
leiðandans eða sem afsláttur á að-
keyptum vönim. Verði enn af-
gangur, þá gengur hann annað
hvort til félagsmannsins sem hækk
un á vöruverði til framleiðandans
eða sem afsláttur á aðkejrptum
vörum. Verði enn afgangur þá
rennur hann í sérstakan sjóð, sem
félagið varðveitir og aldrei getur
orðið eign sérstaks félagsmanns,
heldur er ævarandi eign félagsins
sjálfs og verður ekki flutt burt úr
byggðarlaginu.
Þrátt fyrir þennan regin mun
þá þykir stjórninni sjálfsagt að
skattleggja þessa starfsemi líkt og
um einkaverzlun væri að ræða.
Auðvitað er tilgangurinn sá einn
að lama samvinnufélögin. Það er
; sami leikurinn og með innláns-
' deildirnar, sem á að ræna spari-
fénu. Þær eru ekki neinar útlána-
stofnanir hliðstæðar við banka.
Það er aldrei lánað út úr innlárLs-
deild, það er algjörlega bannað.
Þær eru bara rekstursfé, sem fé-
lgsmenn Ieggja sínum eigin félög-
um til. Það mætti alveg með sams
konar rétti lögleiða það, að hver
einstaklingur, sem leggur ié inn í
hlutafélag, skyldi jafnfranit. leggja
jafnmikið fé inn í banka. Astæðan
fyrir öliu þessu rangindabrölti er
einfaldlega sú, að andstæðmgar
samvinnufélaganna treysta sér
ekki til þess að halda uppi sam-
keppni við þau með eðiaegum
hætti.
Lagning Strákavegar er hagsmuna-
mál Siglfirðinga og Skagfirðinga
Ræða Jóns Kjartanssonar, er rætt var í S. Þ.
um tillöguna um Strákaveg
„Hr. forseti. Á þskj. 55 fluttu;
þingm. V.-Norðlendinga till. til|
þingsnál., sem Mjóðar svo:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að athuga möguleika áj
öflun lánsfjár allt að 12 millj. kr.
til að ljúka lagningu Siglufjarðar-
vegar ytri, Stráksvegar. Verði at-
hugun þessari lokið sem fyrst og
eigi síðar en svo, að niðurstaðan
liggi fyrir 15. marz 1960“.
Ýtarleg greinargerð fylgdi þess-
ari till., þar sem bent var á þá
miklu þýðingu, sem þessi vegagerð
mundi hafa fyrir Siglufjörð og
Skagafjarðarsýslu og undirstrikað
var, að hún myndi valda byltingu
í samgöngu'bótum þessra tveggja
byggðarlaga. Till. var á sínum
tíma vísað til fjárveitinganefndar.
Álit hennar er nú á dagskrá og
þar segir svo m. a.:
„Það er skoðun nefndarinnar að
umræddar vegagerðir hafi mjög
mikla þýðingu fyrir atvinnulíf við-
komandi byggðarlaga. Áætlað er
af vegamálstj. að þurfa muni um
16 millj. kr. til að ljúka lagninguj
Strákavegar og 7 millj. til að ljúka
lagningu Múlasegar. Þær lántöku-|
upphæðir, sem till. gera ráð fyrir,!
nægja því engan veginn til að
ljúka umræddum vegum miðað við
núverandi verðlag". Síðan segir:
„Verður að telja mjög vafasamt
þótt lánsfé væri fáanlegt, að við-
komandi sveitarfélög gætu risið
undir vaxtagreiðslum af slíkum
lánum, enda liggur ekkert fyrir
um það, að þau séu tilbúin til að
taka á sig slíkar kvaðir miðað við
þessar fjárhæðir og núverandi
vaxtakjör. Enda þótt nefndin telji
á þessu stigi ekki auðið að mæla
með lántöku vegna þessara vega,
er nefndin sammála um nauðsyn
þess að taka til sérstakrar athug-
unar hvernig auðið sé að haga fram
kvæmdum og fjáröflun til veganna
á þann hátt, að verkinu geti orðið
lokið á sem skemmstum tíma“.
í kjölfarið á þessum yfirlýsing-
um í nefndarálitinu kemur svo
brejdingartill. Hún hefur verið
lesin hér svo ég sé ekki þörf á að
fjölyrða um hana.
Ég varð fyrir mjög miklum von-
brigðum er ég hafði lesið nefnd-
arál. Því að eins og fram hefur
komið í ræðu Gunnars Jóhanns þá
var kjarni málsins sá í þingsálltill.
að láta einvörðungu athuga mögu-
leika á öflun ljánsfjár til þessara
framkvæmda. Till. var ekki um
það, að tekið skyldi lán, heldur
eingöngu um að athuga möguleik-
ana til lántöku. Mér finnst það ein-
stakt, að allir nefndarmenn frv.
skyldu geta verið sammála imi að
það sé óþarfi á þessu stigi að láta
þá athugun fara fram.
Siglufjörður er nú stasrsti síld-
ar iðnaðarbær ekki eingöngu á
Norðurlandi heldur í Evrópu og
ég vil vekja athygli hv. alþingism.
og þá ekki sízt íjárvn.manna á
þeirri staðreynd, að þegar allar
þær síldarverksmiðjur, sem til eru
á þessum stað skila fullum afköst-
um og unnt er að salta síld á öllum
þeim söltunarstöðvum, sem eru í
bænum, þá er hægt að framleiða
verðmæti fyrir 8—10 millj. kr. á
sólarhring.
Það er engin furða þó að íbúar
í kaupstað, sem hefur aðra eins
framleiðslumöguleika eins og
Siglufjörður og sem hafa iwið
eins innilokaðir og þeir, hafi orðið
glaðir þegar fyrst var samþ. hér á
Alþingi fjárveiting til Siglufjarð-
arvegar ytri og því var treyst, að
háttv. alþingismenn myndu stuðla
að því að verulegur skriður kæm-
ist á þetta mál. Á framboðsfund-
um í Norðurlandskjördæmi vestra
is.l. haust sögðu frambjóðendur
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokksins
alveg sérstaklega, að ef þeir bættu
við sig fylgi, ég tala nú ekki um
ef flokkar þeirra kæmust í stjórn,
þá þyrftu Siglfirðingar og um. ieið
Skagfirðingar, sem njóta mikils
góðs af þessum vegi, engu að
kvíða. Ég verð að segja, að þegar
(Framhald á 11. síðu).