Tíminn - 19.06.1960, Blaðsíða 3
TÍMINN, suiHMJdagfam 19. juní 196«.
52 stúdentar braut
skráðir frá M.A.
Menntaskólanum á Akur-
eyri var slitið við hátíðlega at-
höfn „á Sal“ að morgni 17.
júní. Að þessu sinni braut-
Skráðust 52 stúdentar, 30 úr
máladeild, en 22 úr stærð-
fræðideild, Af þeim voru 5
utan skóla. Hæstir og jafnir
við stúdentspróf voru þeir
Jón Sigurðsson frá ísafirði og
Sigurður Dagbjartsson úr Mý-
vatnssveit. báðir úr stærð-
fræðideild. Hlutu þeir ein-
kunnina 8,98.
Aðrir þeir, sem hæsta einkunn
Kishi fer —
(Framh. af 16. síðu).
í efri deild. Á þann hátt ööl-
ast samningurinn lagagildi
frá þinginu á miðnætti i
kvöld eftir japönskum tíma,
en þaö verður kl. 15 í dag skv.
ísl. tíma.
Þegar kunnugt varð um á-
kvörðun stjómarinnar að
beita undanþágu ákvæðinu á
kvað samband vinstri sinn
aðra verkamanna að magna
mótmælaölduna við þinghús-
ið. Bifreiðar fóru með gjallar
homum um göturnar og
kvöttu menn til að koma til
miðborgarinnar. Einnig var
fyrirskipað klst. verkfall til
að mótmæla. Vörubifreiðar
óku um göturnar og keyrðu
verkamenn í hópum til þing
hússins. Um hádegi var mann
fjöldi þar orðinn um 300 þús.
að því er talið var.
Vopnuð lögregla var á verði
við helztu ibyggingar. Ekki
hafði um þetta leyti komið til
beinna óeirða og enginn fallið
né særzt. Ástandið var hins
vegar talið mjög hættulegt.
Samþykkt var gerð á fjölda-
fundinum um, að Kishi segði
af sér þegar í stað, þing yrði
Icyst upp, efnt til nýrra kosn-
inga og verði öryggissáttmál
inn við Bandaríkin aðalmálið
í þeim kosningum.
Hvað sem gerist í dag er al-
veg víst, að dagar Kishi í
ráðherrastól eru taldir, það
viðurkenna hans eigin flokks
menn. Hann neitar þó að
segja af sér fyrr en öryggis-
sáttmálinn hafi verið sam-
þykktur af þinginu. Eitt
stærsta blað landsins sagði í
dag, að stjórnin ætti að segja
af sér. Síðustu dagar hennar
hefðu verið smánarlegir og
hörmulegir. Yfirleitt taka nú
öll blöð undir kröfuna um
brottför stjórnarinnar. Virð-
ist koma fram ótti við atburði
seinustu daga og afleiðingar
þeirra. Lundúnaútvarpið sagði
kl. 1 í dag, að enginn efi væri
á að efnt yrði til nýrra kosn-
inga. Sennilegt mætti telja að
stjórnarflokkurinn ynni þær
• kosningar, þar eð fólkið utan
Tókíó sé fylgjandi stjórninni.
í morgun stóð yfir útför
kvenstúdentsins, sem drepinn
var í óeirðunum s. 1. miðviku-
dag. Fór fram minningarat-
höfn í háskólanum, en síðan
hélt llkfylgdin inn í miðhluta
borgarinnar.
hl-U’tu við stúdentspróf, voru: Helgi
Hafliðason frá Siglufirði með
einkunnina 8,69. Hann var í stærð
fræðideild. í máladeild hlutu þess
ir nemendur hæsta einkunn á
stúdentsprófi: Sigurlaug Kristjáns
dóttir, Siglufirði, 8,45, Iðunn
Steinsdóttir, Seyðisfirði 8,28, og
María Sigurbjörnsdóttir, Akureyri,
8,2,4.
Hæsta einkunn yfir allan skól-
ann hlaut á vorprófi Leó Kristjáns-
son frá ísafirði, 1. ág. 9,19, Hann
var í 4. bekk.
Á árinu voru 388 nemendur í
skólanum í 16 bekkjardeiMum.
Af þeim voru 90 í miðsfcóladeild,
87 í 3. bekk, 98 í stærðfræðideild
og 113 í máíadeild.
Heilsufar nemenda var mjög
gott á vetrinum og félagslíf með
svipuðu ,sniði og undanfarin ár.
Langþróttmest var starfsemi Leik-
félags M.A., en nemendur sýndu í
vetur Eftirlitsmanninn eftir Gogol.
Kennarar við skólann voru 24 og
af þeim 13 fastir kennarar auk
skólameistara.
Við skólaslitin voru að vanda
staddir 10 ára stúdentar, og færðu
þeir skólanum að gjöf vandaðan
radíógrammófón, sem ætlður er í
setustofu hinnar nýju heimavistar.
Hafði Magnús Óskarsson, lögfræð-
ingur, orð fyrir gefendum og færði
skólanum heilla- og árnaðaróskir
10 ára stúdenta.
25 ára stúdentar voru einnig
viðstaddir að venju, og hafði Ólaf-
ur Jóhannesson, prófessor, orð
fyrir þeim. Færðu þeir ekólanum
að gjöf klubku, sem einnig er ætl
uð í setustofu nýju heimavistar
innar.
Þá tilkynntu systkini og erfingj-
1 ar Vernharðs Þorsteinssonar
menntaskólakennara, sem lézt í
fyrra, að þau hefðu ákveðið að
ánafna skólanum bókasafn Vern-
harðs hið vandaðasta, en Vern-
harður var sem kunnugt er mikill
fagurkeri og bókmenntaunnandi.
Þá tilkynnti frú Edith Möller,
Reykjavík, að hún hefði ákveðið
að gefa skólanum bókasafn sitt
til minningar um mann sinn, Jó-
hann Möller, forstjóra, og son sinn,
Jóhann Möller, stúdent, sem var
einn hinna fjögurra Akureyrar-
stúdenta er fórust í hinu hryggi-
lega flugslysi á Öxnadalsheiði. Er
bókasafn frú Edith og manns
hennar eitt 'hið vandaðasta.
Ýmis góð verðlaun voru veitt
fyrir námsafrek og umsjónarstörf
í þágu skólans. Verðlaun úr Minn
ingarsjóði Þorsteins J. Halldórs-
sonar hlaut að þessu sinni Sigurð-
ur Dagbjartsson. Þá voru verðlaun
frá Dansk-Islandsk Samfund, Brit-
ish Council og Íslenzka stærðfræða
félaginu. Úr skólasjóði voru einn
ig ýmis bókaverðlaun.
Ræða skólameistara
Skólaslitaathöfnin hófst með því
að nemendur sungu Undir skólans
menntamerki. Þá minntist skóla
meistari Dagmar Árnadóttur frá
Patreksfirði, sem léz daginn áður
en hún skyldi hefja stúdentspróf.
Að lokum flutti skólameistari
ræðu. Ræddi hann einkum um upp
eldisleg áhrif velferðarríkisins.
Taldi hann meginhættu þess þá,
að það gerði einstaklingana lina
um of. Hann sagf n. a.
„S-kólinn hefur viljð reyna að
kenna ykkur óeigingjarnt viðhorf
eða skilning og þrek til að hefja
ykkur yfir stundargaman af holl
ustu við skólann ykkar og það í
þeirri von, að þið síðar um ævi
-getið hafið ykkur yfir stundarhag
af hollustu við þjóðfél”" og fóstur
jörð“.
Nú eru aðoins eftir þrjár sýningar á óperunni Rígólettó. Sýningin hlaut
eins og kunnugt er afburða góða dóma og er það mál manna, að fagnaðar-
læti leikhúsgesta hafi aldrei verlð meiri í Þjóðleikhúsinu en þegar óperan
var frumsýnd 10. iúní s. I. Næsta sýning verður í kvöld. Myndin er af
Stinu Brittu Melander í hlutverki sínu, Gildu, en hún hefur heillað alla,
sem hana hafa séð með afburða raddfegurð.
Grænlendingar
mótmæla
Kaupmannahöfn, 18. júní.
Grænlendingar f-óru mótmæla
uppbóta, érTþáö hefur'verið fn®u’ f . Grænlandsnefndin
Nýjar uppbætur
(Framh al l síðu).
hverja útflutta tunnu og er
það ætlað til markaðsleitar.
Rlkisstjórnin hefur því
gengið fram fyrir skjöldu og
stofnaö til nýrra útflutnings
yfirlýst stefna hennar, að
slíkt skyldi ekki gert og efna
hagsráöstafanir þær, sem rík
kom til Holsteinsborgar í gær. Á
kröfuspjöldum göngumanna :tóð
m. a.: Hvar er frystihúsið og fiski
mjclsverKsmiðjan? Notið fisikhúsið
isstjómin hefur verið að gera til þess að gey-ma fisk en ekki bjór.
— hafa verið sagðar við það - Burtu með 10 ára regluna og 25%
miðaðar að afnema uppbóta- j regluna. Er þeirri kröfu stefnt
kerfið. Framsóknarflokkur- í gegn þeirri ákvörðun, að Græn
inn er ekki að lasta það, aðílendinSar fá 25% læSri laun en
ríkisstjórnin veiti útflutnings j Da,nir- seni starfa 1 Grænlandi. þýðir ekki að missa móðinn,
Mokkasýning —
(Framh aí 16. síðu).
legt og sjálfsagt, að listin sé
á breiðum grundvelli, en ég
er eindregið hlynntur því eins
1 og er að listamenn gangi I
takt við samtímann, og séu
kki að apa eftir því sem búið
er og gert.
-- Þii segir — eins og er —.
Hvað áttu við með þvi?
— Ég á við, að aldrei skyldi
maður segja aldrei. Ég hef
orðið vitni að því hjá sjálfum
mér og öðrum, hvernig við-
horfin breytast og það sem
hreif mann I gær, snertir
mann ekki lengur I dag.
— Viltu skilgreina það ögn
nánar.
— Mér fundust einu sinni
hinar imprpssionistisku veð-
urlýsin-gar Ásgrims og hraun-
myndir Kjarvals vera mjög
hrífandi og finnst það raunar
ennþá, en á allt annan hátt.
Síðar fundust mér sjómanna-
myndir Schevings vera há-
punktur hérlendrar li-star.
Núna veit ég varla, hvað mér
finnst bezt. Kannske Sverrir
Haraldsson af innlendum
málurum.
— Það er óhjákvæmilegt
og reyndar finnst mér það
alls ekki óæskilegt að verða
fyrir áhrifum. Það er til dæm
is fyrir áhrif frá öðrum mönn
um, að þú ekur bíl, eða borðar
með gaffli ag hnif.
— Það má sjá það hér á
þessum myndum að þú held-
ur þig mikið við tiltölulega
einfaldan listastiga í hverri
mynd fyrir sig.
— Rétt er þaö, ég reyni að
komast hjá því að róta saman
öllum listastiganum í einni'
mynd. Mér finnst ég fá betri
samfellu eða heild í myndina,
ef litimir eru skyldir, eða að-
allega mismunandi tónar af
sömu litunum.
— Verða þær til í meðför-
unum, þessar myndir, eða
gerir þú frumdrög að þeim
áður?
— Oftast nær byrja ég ekki
fyrr en ég veit nokkurn veg-
inn hvað ég vi-1. Sá meðgöngu
tími getur verið nokkuð lang-
ur og það er auðvitað ekki
einhlýtt að takist. Já, meira
að segja mjög oft mistekst
allt saman. Það er ekki nema
eðlilegt að þannig fari, en það
uppbætur til að tryggja rekst1 Ho}steinsbof fenn, "
... einu mali um, að politisk samtok
ur -síldarutvegsms, en honum Grænlendinga standi að bak' þess
þykir rétt að benda á, að ríkis
stjómin hefur ekki staðið við
fyrirheit sín um afnám út-
flutningsuppbóta, heldur
þvert á móti stofnað til nýrr-a.
Fyrsta síldin
(Framh. af 1. síðu).
til veiða.
Frú ísafirði fara sjö bátar til
síldveiða, og eru þeir senn full-
búnir. Leggja þeir væntanlega á
miðin nú um helgina. Margt að-
komubáta hefur komið til ísa-
íjarðar undanfarið til að taka veið-
arfæri o-g önnur tæki til síld-
veiðanna. Biðu þar margir bátar
í vikunni þess að betur viðraði
áður en þeir legðu á mið. — Frá
Vestmannaeyjum fara 30—40 bát-
ar til síldveiða, og eru nokkrir
þegar farnir en aðrir leggja upp
nú um helgina. Síldarsjómenn
b’.ðu þess að saltsíldarverð yrði
tilkynnt, en eftir það mun allt
hafa farið að óskum um manna-
ráðnignar á síldarbáta.
um kröfum. InRrma-tion skýrir
frá því í da.g, að eina flugvellin
um á Austur-Grænlandi hafi nú
verið lokað fyrír farþegaflugi, og
verða því allir farþegaflutningar
til og frá Aust-ur-Grænl-andi hér
eftir að fara fram með skipi, eins
og var fyrir tveimur árum. Þetta
bann gildir . ó ekki um flugvöll
Bandaríkjamann í Kulusuk.
Þessi ákvörðun var tekin af flug-
umferðarstjórninni og hefur kom-
ið sem reiðarslag yfir Grænlands-
málaráðuneytið og Grænlands-
verzlunina, sem rú verða að taka
ný skip í þjónustu sína. Þá hefur
þessi ákvörðun einnig vakið mikla
og almenna grem'u á Austur-Græn
landi. — Aðils.
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna, síldarútvegsnefnd og Fé-
lag síldarsaltenda á Norður- og
Austurlandi hafa nú tilkynnt verð
á síld til söltunar í sumar. Verða
greiddar 180 krónur fyrir upp-
mælda tunnu en 243 krónur fyrir
uppsaltaða tunnu. Er það um 12%
hærra verð en greitt var í fyrra-
sumar.
heldur byrja að nýju og helzt
ætti maður að henda svona
fjórum fimmtuhlutum af öllu
sem maður kemur á léreft.
jremja pegn Japan —
(Framh. af 16. síðu).
inn, að Bandaríkin myndu alls
ekki viðurkenna Pekingstjórn
ina, sem löglega stjórn Kína.
Sú stjórn væri stjórn einræð
is og ofbeldis. Hann lofaði rík
isstjórn Chiang Kaj Sjeks fu’l
um og óskoruðum stuðningi
Bandarikjanna. Ekki mætti
túlka friðarvilja Bandaríkj-
anna vo að þau væru reiðu-
búin að svíkja vini sína.
Er forsetinn kom til For-
mósu hófu kommúnistar skot
hríð á eyjarnar Quemoy og
Matzu. Fyrirlesari brezka út-
varpsins sagði í dag, að aldrei
hefði komið eins greinilega í
Ijós og nú, að í rauninni ríkti
styrjaldarástand milli Banda
ríkjanna og Pekingstjórnar,
þótt ekki hefðu verið gefnar
út styrjaldaryfirlýsingar.