Tíminn - 19.06.1960, Blaðsíða 16
Úruggt, að Kishi fer frá og
nýjar kosningar látnar fara f ram
Uppreis'narástand á götum Tókíó í gær, er
vinstri öflin gerftu síÖustu tilraun til aÖ hindra
samþykkt öryggissáttmálans
Tókíó og London, 18. júní.
í morgun hófust strax miklar
kröfugöngur verkamanna og
stúdenta í Tókíó. Þingmenn
stjórnarflokksins ætluöu a3
halda fund í efri deildinni til
að samþykkja öryggissáttmál
enn, en þingmenn jafnaðar-
manna sátu fyrir þeim á göng-
unum og varð að hætta við
þinghaldið. Kishi ákvað þá,
að beita undanþágu ákvæði í
stjórnarskránni, en skv. því
nær samningurinn samþykkt
þingsins, án atbeina efri deild
ar, að 30 dögum liðnum frá
samþykkt í neðri deild.
í þinghúsinu kom til handa
lögmáls og ryskinga milli
stjórnarþingmanna og jafn-
aðarmanna, sem fyrir þeim
sátu. Lögregla þinghússins
reyndu að ryðja brautina til
fundarsalar, en árangurslaust.
Kishi skaut þá á ráðuneytis-
fundi í forsætisráðherrabú-
staðnum, sem er örskammt
frá. Var þar tekin sú ákvörð
un, að beita undanþágu á-
kvæði stjórnarskrárinnar og
gera ekki frekari tilraun tii
að fá samninginn staðfestan
(Framhald á 3. síðu).
Kenna M
Arthur um
Washington, 18. júní. MacArth-
ur yngri sendiherra Bandaríkj-
anna í Tókíó hefur verið kvaddur
heim til Washington. í Japan
telja menn, að þetta muni upphaf
ao gjörbreyttri stefnu Bandaríkj
anna gagnvart Japan. í Washingt-
on er því haldið fram, að utan-
ríkisráðuneytið telji sendiherrann
hafa brugðiz’t, m.a. með því að
gefa utanríkisráðuneytinu alranga
nrynd af ástandinu .í landinu.
Úhemjugremja,
gegn Japan í
Bandaríkjunum
Heflavíkurganga her-
námsandstæðinga í dag
í dag er Keflavíkurgangan
mikla — pílagrímsför her-
námsandsfæðinga frá Kefla-
víkurflugvelli til Reykjavíkur.
Um hádegi í gær höfðu rúm-
lega 200 manns látið skrá sig
til göngunnar, en búast má
við að fleiri sláist í hópinn,
lengri eða skemmri veg.
Farið var suður eftir um sex-
leytið í morgun, og klukkan hálf-
átta átti hópurinn að leggja af
stað frá aðalhliði Keflavíkurflug-
valiar, eftir ávarp Einars Braga
þar.
Áð hér og þar
Síðan verður gegnið í áföngum
eins og leið liggur til
Reykjavíkur, með áningum hér
og þar. Gert er ráð fyrir að aðal-
hvíldin verði við Stóru-Vatnsleysu,
en síðan komið til Hafnarfjarðar
um sexleytið. Eftir nokkra viðdvöl
þar verður haldið áfram, og ef til
vill stanzað á gamla þingstaðnum
í Kópavogi Farið verður út af
Hafnarfjarðarveginum við Löngu-
hiíð niður að Miklubraut, síðan
r. ður Miklubrautina og norður
Rauðarárstíg, niður Laugaveg og
Rankastræti og út Lækjargötu og
að Miðbæjarbarnaskólanum, þar
sem göngunni lýkui. Þar verða
fyrir inokkrir menn til þess að
ávarpa hópmn, auk þess sem
nokkrir úr iiði göngumanna munu
taka til máls.
í gær var ekki búizt við eins
góðu veðri og ákjósanlegt hefði
verið fyrir svo langa gönguferð.
í nótt og fram undir morgun átti
að vera suðvesfan gola með lítils-
hatfar rigningu eða úða, en þó
var ekki þar með sagt, að þannig
viðraði allan daginn. Suðvestan-
vindurinn átti að haldast, þannig
uð göngumenn hafa þá heldur í
bakið, en hætta var talin á ein-
hverri úrkomu, a. m. k. annað
slagið. — s —
Prinsessan og
Ijósmyndarinn
London, 18. júní. — Margrét
prinsessa og maður hennar Arm-
strong-Jones ljósmyndari kom til
Fortsmouth ' Bretlandi í morgun
úr brúðkaupsför til V-Indíu. Þau
ferðuðust á drottningarskipinu
Brittania. Þau munu koma til
London í dag með lest frá Porfs-
mouth.
Það snertir
í dag, sem
Gísli Sigurísson ritsl
verk í Mokkakafíi
Gísli Sigurðsson, ritstjóri
Vikunnar, hefur opnað mál-
verkasýningu í Mokkakaffi,
og hittum við hann þar að
máli, þegar hann var að
hengja upp myndir sínar. Við
sáum, að þar kenndi margra
grasa; olíumyndir, vatnslitir
og teikningar, sumt unnið á
hlutlægan hátt, annað nærri
því að vera abstrakt en yfir-
mann ekki
hreif i gær
jóri Vikunnar sýnir mál-
leitt allt talsvert mikið stíl-
fært.
— Hvaða viöhorf hefur þú
gagnvart nútímalistinni?,
spurðum við Gísla.
— Mér fyndist það ekki eð!i
legt, að viðhorf mitt væri
mjög frábrugðið því, sem ger-
ist hjá flestum nútíma mál-
urum. a, er að vísu bæði æski
(Framhald á 3. siðui
Skúrir
Það viðrar ekki upp á það
bezta fyrir göngumennina
í dag. Veðurspáin er sunn-
an kaldi og siðar stinn-
ingskaldi ásamt rigningu
öðru hvoru.
Eisenhower lýsir fullum:
og óskoru($um stuÓn-
ingi viS stjórn Chiang
Kai-Sjeks
Washington og London, 18.
■ júní. Gífurleg gremja hefur
gripið um sig í Bandaríkjun-
‘ um gagnvart Japan eftir að
heimsókn forsetans þangað
var afturkölluð af stjórn Kish-
is. Einstaka fyrirtæki hafa
þegar sett viðskiptabann á Jap
an og önnur hafa það við orð.
Á fundi í fulltrúadeildinni í
gær þar sem r?ett var um að-
stoð til annarra rikja, sögðu
margir fulltrúar ,að þeir vildu
ekki að einn dollar af þessu fé
færi til Japans. í Bandaríkjun
um kemur og fram óbein á-
deila á stjórn Eisenhowers fyr
ir klaufalega utanríkisstefnu
í Asíu.
Eisenhower á Formósu
Eisenhower forseti kom til
Formósu í gærkvöld. Kom
hann á herskipi frá Manila og
fylgdi þvi mikill fjöldi ann-
arra herskipa og flugvéla. Mik
ill mannfjöldi fagnaði forset-
anum í Taipeh, milli 250—
300 þús. í ræðu sagði forset-
Framhald á 3. síðu.
Gísji. við eitt ytójfcifc sinna.
Þessi mynd er tekin fyrir skömmu i Tókíó og sýnir átök hjálmbúinna
lögreglumanna og stúdenta.