Tíminn - 19.06.1960, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, sunnudaginn 19. júnf 1960.
Alden gamla P. Ricks þekkti
næstum hver einasti útgreðar
maður og timbursali á ger-
vallri Kyrrahafsströnd undir
nafninu Cappy Ricks. Cappy
Ric.ks hafði meiri áhyggjur
en hæna sem þarf að hugsa
um 200 kjúklinga, eða minnsta
kosti komst hann svo að orði
við Grey framkvæmdastjóra,
sem stýrði hinni risavöxnu
timburverzlun hans, og Port
er, sem var fyrir Bláu stjörn-
unni, þeirri frægu skipasmíða
stöð, sem var ein af smáeign
um Ricks. Þessir tveir heiðurs
menn sátu andspænis hon-
um á skrifstofunnni í San
Pransisko.
— Hvur djöfullinn gengur
eiginlega aö ykkur þrumaði
hann. — Hafið þið gersam-
lega misst alla mannþekkkj-
arhæfileika — eða hafiði
kannski aldrei haft þá?
— Þér eigið sennilega við
Henderson, þarna . Buenos
Aires skrifstofunni? greip
Grey fram í fyrir honum.
— Hana, þar fann blinda
hænan gullkorn!
— Hann var bezti sölumað
ur, sem við nokkumtíma höf
um haft, svaraði Grey úr
varnarstöðu. — Eg batt mikl;
ar vonir við hann.
— Hann hafði unnið sig
upp eins og hægt er, setið í,
öllum stöðum í fyrirtækinu,'
frá sendisveini upp í sölu-
stjóra, bætti Porter við.
— En ég var búinn að segja!
ykkur, að hann gæti ekkil
ráðið við starfið í Buenos Air
es!
Ojú, svaraði Porter. — Þar
hittuð þér naglann á haus-
inn. Hann drakk og drabbaði
allan tímann þar niður frá,
og endaði loks með að stinga
af með innistæðu okkar í
Buenos Aires. En hvemig í
fjandanum áttum við að vara
okkur á þessu? Þegar maður
lætur einhvern I ábyrgðar-
stöðu svona langt í burtu,
hlýtur maður líka að hafa
traust á honum. En ekki tjó-
ar að sakast um orðihn hlut.
Við verðum að finna annan
í staðinn.
— Skarplega athugað, svar
aði Ricks göfugmannlega. —
Eg skal ekki rifast meira í
þessu. Grey, hafið þér mann
i .staðinn?
— Nei því miður. Allir mín
ir menn eru of ungir til þess
að taka slíka ábyrg'5. Sá eini,
sem til greina gæti komið er
Andrews og hann er aðeins
þrítugur.
— Aðeins þrítugur! Má ég
rétt minna yður á, að þér vor
uð 28 ára grænjaxl, þegar ég
lét yður hafa djobb upp á 10
þúsund dollara á ári meö á-
byrgð á nokkrum milljónum!
— Ja — Jú, en Andrews er
ennþá svo reynslulaus.
— Því í andskotanum hef-
uröu þá ekki látið hann sýna
hvað í honum býr? Það eru
eiturnaglar eins og þér, sem
lamið allt atvinnulíf með því
að halda því endalaust og
vitlaust til streitu að menn-
irnir þurfi annað hvort að
vera sköllóttir eða hvlthærðir
af elli til þess, þeim sé trú-
andi fyrir ábyrgð og almenni
tegum launum!
— Þá vidi ég leyfa mér að
stinga upp á því að þér reynd
uð hann sjálfur, herra Ricks,
svaraði Grey þvermóðskulega.
— Við spámannsins skegg,
— Það er einmitt það sem ég
ætla að gera! Og án frekari
málalenginga slengdi Ricks
sínum endalausu fótleggjum
upp á borðið og hallaði sér
aftur á bak. Síðan lokaði hann
augunum og gerðist hugsi á
svipinn. Grey og Porter not-
færðu sér tækifærið og laum
uðust út.
Rétt fimm mínútum seinna
vakti hvell símahringing
Ricks gamla af draumum sín
um. Ritarinn tiikynnti, að
ungur maður vildi tala við
hann. Ricks stundi: — Olræt,
látt’ ’ann koma koma.
Þegar ókunni maðurinn
hafði lokað á eftir sér,
hneygð hann sig kurteislega
og leit síðan beint í augu
Ricks. Sá ókunni hafði sterk
blá skær augu.
— Eg heiti Peck. William
Peck.
unga manni og sjá hvað í hon
um'býr. Það er svona kunn-
ingjagreiði við mig, góði.
Grey leit miður blíðlega á
Peck. Peck hafði unnið í
fyrstu lotu, og Grey var ekki
ánægöur með það. — sjálf-
sagt, sagði hann.
Peck reis á fætur: — Nú
er klukkan tólf. Eg skrepp í
mat, og byrja svo á eftir. Eg
hef nóg við hálf daglaun að
gera. Þakka yður fyrir hr.
Ricks.
Hann fór og Ricks horfði
á eftir honum. — Strákfíflið,
hugsaði hann og glotti í hug
ar fylgsnum sinum. — Það
kemur sér að hann hefur
kímnigáfu, þvl áður en vikan
er liðin verður Grey búinn að
innprenta honum helvíti, sem
eftirsóknarverðasta hvíldar-
stofnun. Upphátt sagði hann
við Grey:
— Heyrið mig, Grey, — eig
um við ekki einhvers staðar
dálitlar birgðir af brotnu
vankantatimbri, sem búið
var að henda? Og lumum við
— Hann getur selt, strákur
inn, sagði hann, þótt honum
væri það þvert um geð. — Eg
neyðist til að hækka kaupið
hans um áramótin.
— Hvers vegna í fjandan-
um að bíða til áramóta? Þessi
árátta yðar með að draga verð
skuldaða launahækkun á lang
inn von úr viti hefur kostað
fyrirtækið fleiri en einn góð
an mann. Þér vitið mætavel,
að Peck á skilið að fá launa-
hækkun nú þegar. Og því ekki
að framkvæma það?
— Sem yður þóknast, herra
Ricks.
— Og komdu þér svo út, í-
haldskurfurinn þinn. Heyrðu
segðu mér annars, — hvernig
gengur honum þarna niðri í
Buenos Aires, honum And-
rews?
— Hann sendir okkur sím-
skeyti svona fjórum fimm sinn
um á viku um hluti sem hann
gæti bezt ákveðið sjálfur. Port
er er orðið afskaplega þreytt
á honum.
— Nú, þá er að finna hans
BLÁI VASINN
eftir PETER KYNE Sigurður Hreiðar þýddi
— Nú, og hvað með það,
þrumaði Ricks.
— Eg kem til þess að fá
vinnu.
— Þér talið eins og sá, sem
valdið hefur. Datt yður ekki í
hug að ég myndi neita yður?
— Nei, alls ekki, hr. Ricks.
Laglegir en algengir andlits
drættir mannsins drógust
saman í heilandi bros. — Eg
er sölumaður, hr. Ricks, og
ég skal taka að mér að selja
hvaða bölvað rusl sem er, svo
framarlega það sé eitthvað
nýtilegt.
— Já, en góði maður, ég er
raunverulega hættur að skipta
mér nokkuð af því sem hér
fer fram, sagði Ricks, og var
nú farinn að brosa. Eg tek
bara á móti bréfum frá þeim,
sem skrifa hrós um mig og
fyrirtækið. Þér skuluð fara
til Greys.
—Eg er búinn að þvi. Hann
var ekki í góðu skapi.
— Porter þá.
— Það var sama sagan hjá
honum. Þess vegna kom ég
til yðar, til þess að biðja yður
að endurskoða þessa afstöðu
þeirra góðu manna og láta
mig hafa eitthvað starf. Ef ég
get unnið það, skal ég vinna
það betur en nokkur fyrirenn
ara minna, nú, geti ég það
ekki skal ég hafa mig á brott
án þess að það þurfi að segja
mér upp.
Riccks studdi á hnapp i
borðinu hjá sér og Grey kom
inn.
— Hevrðu, gamli vinur,
sagði Ricks ísmeygilega.
— Ætli við losnum ekki við
að reyna Andrews. Sendu
hann bara niður eftir og segðu
honum að það sé til reynslu.
Viltu svo taka við þessum
ekki líka á nokkrum tonnum
af rótarbrenni og nokkrum
stöflum af gömlu stillansa-
timbri? Eg meina sko alls kon
ar drasli sem enginn vill
kaupa? Við skulum senda Peck
af stað til að selja það. Skiljið
þér hvað ég er að fara?
Grey lifnaði við með mein
fýsnisglotti: Já — og ef hann
ekki getur selt það, þá farvel?
— Það gæti litið svo út, þótt
mér geðist ekki að því, svar
aði Ricks. — En ef þér setjið
of hátt verð á skranið, eða er
uð á einhvern hátt ósann-
gjarn, fáið þér farvel. Við skul
um gefa honum tækifæri —
heiðarlegt tækifæri!
William Peck var sendur til
Utah, Arizona og Texas. Frá
Salt Lake City pantaði hann
tvö vagnhlöss af brotnu van-
kantatimbri, og í Ogden fékk
hann litla verzlun sem aldrei
hafði viljað skipta við Ricks
til að panta eitt vagnhlass af
óskoðuðum furuplönkum, sem
ekki höfðu verið mældir á
lengd, þykkt og breidd. í Ari-
zona opnaði hann nýjan mark
að fyrir öllu timbri, — en það
var ekki fyrr en hann kom til
Texas, sem hann sýndi hví-
líkur afburða sölumaður hann
var.
Pantanir hans á plönkum í
olíuvinnslustöðvarnar þar
komu svo hratt að'Grey varð
að biðja hann að draga svo-
lítið úr, því fyrirtækið gat
ekki afhent svona fljótt allt
það sem um var beðið. Peck
lauk för sinni í Los Angeles,
þar sem hann kom við í San
Joaquin og seldi tvö hlöss af
gömlu rótarbrenni. Þegar sú
pöntun kom, fór Grey með sím
skeytið til Ricks:
eftirmann. Eg held bara, að
Peck væri ekki svo vitlaus í
það, en það er rétt að reyna
hann svolítið betur. Eg ætla
að láta hann útvega mér bláa
vasann.
Um leið og Ricks minnjist á
bláa vasann glampaði fölt and
lit Greys af ákafa og áhuga.
En hann komst ekki að.
— Jamm og já, hélt Ricks
áfram þankaganginum. —
Hann skal svo sannarlega fá
helvítið heitt. En erum við
ekki sammála um það, Grey,
að hann getur útvegað mér
bláa vasann á hann skilið stöð
una í Buenos Aires fyrir 10
þúsund dollara á ári?
— Jú, svo sannarlega.
— Gott. Sjáðu þá til þess að
ég nái í hann klukkan eitt á
sunnudaginn. Eg skal sjá um
hitt sjálfur.
Á laugardaginn hringdi
Grey til skrifstofunnar og til
kynnti veikindaforföll sín.
Um leið bað hann Peck að
skreppa til sín klukkan eitt
daginn eftir til þess að ræða
viðskiptamál.
Peck mætti á slaginu eitt.
Grey lá í rúminu og las í blaði,
hann var furðu hress af sjúkl
ingi að vera. Hann dembdi sér
þegar út í samræður um við
skiptamál, og þegar það stóð
sem hæst hringdi síminn ,á
náttborðinu. Það var Cappy
Ricks. Grey hlustaði stundar
korn á hann, en greip svo fram
í. — Mér þykir það leitt, Ricks,
en ég er rúmfastur. Hins vegar
er William Peck hérna hjá
mér, og ég er viss um að hon
um væri sönn ánægja að gera
þetta fyrir yður.
Peck tók við tólinu.
— Halló Peck — heyrið þér,
gætuð þér ekki gert mér smá
greiða? Eg rápaði svolítið um
í bænum í morgun, og í smá
búðarholu eiginlega beint á
móti minnismerkinu við Sutt-
er street, sá ég vasa í glugg
anum. Nú þekki ég unga stúlku
sem á nákvæmlega samskon-
ar vasa, og hún yrði ákaflega
glöð ef hún fengi annan eins,
svo hún gæti haft þá sinn
hvoru megin á bókahillunni.
Eg er einmitt að fara í brúð-
kaupsveizluna hennar, og fer
með Suðurhraðlestinni í
kvöld. Þar sem ég neyðist
hvort sem er til að hafa eitt
hvað smávegis með — ja, þá
finnst mér þessi vasi alveg
kjörinn til þess. Haldið þér, að
þér gætuð náð í hann fyrir
mig?
— Sjálfsagt, hr. Ricks. Hvað
er hann stór, hvemig lítur
hann út og þess háttar?
— Hann er svona kóngablár
með alls konar austurlenzku
pírumpári, ca. 25—30 cm. hár
og sennilega því sem næst 10
cm. í þvermál, og stendur á
tekkfæti.
— Allt í lagi. Eg skal útvega
hann.
— Þér gætuð þá kannske
komið með hann á stöðina?
Eg hef klefa nr. 3 í svefnvagni
nr. 6.
— Þakka yður fyrir Peck.
Þér getið svo fengið reikning
inn borgaðan við kassann á
morgun. Segið gjaldkeranum
bara að færa það á reikning
inn minn. — Svo lagði Ricks á.
Grey tók þegar til þar sem
fyrr var frá horfið, og klukkan
var rúmlega þrjú þegar Peck
loksins komst frá honum.
Hann tók þegar stefnu á Sutt
er street til þess að ná í vas-
ann. En þótt hann leitaði um
alla götu fann hann enga
verzlun með vasa í glugganum.
Þá tók hann að leita um
hliðargöturnar frá Sutter-
street, eina eftir aðra. Þegar
hann var í þann veginn að gef
ast upp fann hann smá smugu
milli tveggja hliðargatna. Það
sakaði ekki að taka hana
með. Og þar, þar sem sízt
skyldi, var fomverzlun með
bláum vasa i glugganum. Á
því lék ekki nokkur vafi, að
það var rétti hluturinn.
Búðardyrnar voru auðvitað
læstar. Peck tók að hamast á
dyrunum, ef ske kynni að ein-
hver úr búðinni byggi þar eða
í nágrenninu, en það kom fyr
ir ekki. Þá kom hann auga á
skilti yfir dyrunum: B. Cohen
— fornsali.
Hann snaraðist yfir til Pal-
aec hotel og fletti upp í síma-
skránni: 19 menn með nafn-
inu B. Cohen í San Francisco.
Peck fékk einum dollar skipt í
smámynt og tók að hringja þil
þeirra allra. Enginn var sá
rétti. Þá tók Peck að hringja
til allra B. Cohena í nágranna
héruðunum, Berkeley, Oak-
land, Alameda, San 'Rafael,
Mill Valley, Redwood City og
Palo Alto. Allt bar að sama
brunni. Hann var gegnvotur
af svita, þegar hann reikaði út
úr símaklefanum.
Allt 1 einu kviknaði ljós í
kolli hans. Hann sneri aftur
til verzlunarinnar og leit á
(Framhald á 11. síðu).