Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.07.1960, Blaðsíða 5
T f ■ I lf N, stmnadagfem 3. JfflK 1960. Walter Lippman ritar um alþjóðamál: 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Áxnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Fréttastjóri: Tómas Karlsson. Auglýsingastj.: Egill Bjarnason. Skrifstofur í Edduhúsinu. — Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523 AfgreiSslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. _______________________________________________________________' Greið svör Morgunblaðið gerir um það fyrirspurn til Tímans. hvort afstaða Framsóknarflokksins til Atlantshafsbanda- lagsins sé hin sama og hún hefur verið. Þessari spurn- ingu er Tímanum ljúft og auðvelt að svara, enda þótt spurt sé af næsta ástæðulausu tilefni. Sú afstaða er ó- breytt, en hún var á flokksþingi Framsóknarmanna í marzmánuði 1959 mörkuð í eftirfarandi samþykkt: „Stefna íslands í utanríkismálum verði hér eftir sem hingað til við það miðuð að tryggja sjálfstæði landsins og öryggi þess. íslendingar vilja kappkosta að eiga góða sambúð við aliar þjóðir. Þeir vilja eiga samstöðu um öryggismál með nágrannaþjóðum sínum, m.a. með samstarfi í At- lantshafsbandalaginu. Með tilliti til endurtekinna viljayfirlýsinga um, að her skuli ekki vera á íslandi á friðartímum, ber þjóðinni að fylgjast vel með þróun alþjóðamála og láta varnar- liðið fara strax og fært þykir af öryggisástæðum. Framsóknarflokkurinn lýsir yfir sárum vonbrigðum vegna þeirra óvæntu og hörmulegu breytinga, sem urðu í alþjóðamáfum haustið 1956, og leiddu til þess. að ekki var unnt að fylgja fram ályktun Alþingis frá 28. marz 1956. Flokksþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að fyrir for- göngu Framsóknarflokksins hefur verið komið á nýjum og heppilegri sambúðarháttum varnarliðsins og lands- manna. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherzlu á, að ekkert verði slakað á þeim reglum. sem settar hafa verið í þessu efni. Framsóknarflokkurinn telur rétt og nauðsynlegt, að haldið sé áfram athugun og undirbúningi á þeirri fram- tiðarskipan öryggismálanna, sem koma verður, þegar varnarliðið hverfur úr landi." Þessi yfirlýsing flokksþingsins þarfnast ekki skýr- inga. Framsóknarflokkurinn telur aðild að Atlantshafs- bandalaginu eðlilega, en að sjálfsögðu á þeim grund- velli, sem var lagður við inngönguna í það 1949 að henni fylgi engar skuldbindingar um að hafa hér her á friðar- tímum. Því skilur hann ákveðið á milli Atlantshafsbanda- iagssamningsins, er var gerður til 20 ára, og varnar- samningsins við Bandaríkin, sem er uppsegjanlegur með IV2 árs fyrirvara. Sá stutti uppsagnarfrestur var ákveð- ínn með tilliti til þess, að íslendingar gætu látið herinn fara strax og hans þætti ekki lengur þörf, vegna breytts ástands í alþjóðamálum eða þróunar í hernaðartækni, er gæti gert varnarstöðvar hér gagnslausar og yki jafnvel fremur hættuna en drægi úr henni. Það er af þessum ástæðum, sem Framsóknarflokkur- inn vill stöðugt láta fylgjast vel með því, hvort varnar- liðsins sé lengur þörf og láta halda uppi „athugun og nndirbúningi á þeirri framtíðarskipan öryggismálanna, sem koma verður, þegar varnarliðið hverfur úr landinu, eins og segir í framangreindri samþykkt flokksþings Framsóknarmanna í marz 1959. Þessi hefur verið stefna Framsóknarflokksins á und- anförnum árum, hvort heldur flokkurinn hefur verið í stjórn eða stjórnarandstöðu Hún er óbreytt. Samstöðu okkar með vestrænum stjórnarháttum mörkum við með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu, en því fylgir engin skylda um hersetu í landinu á friðartímum og hana meg- um við ekki þola lengur en ítrasta þörf krefur vegna þeirra vandkvæða, er henm fylgja og Bjarni Benedikts- son dró alveg sérstaklega glöggt fram í viðtali sínu við sendiherra Bandaríkjanna í janúar 1949. '? t ? t > ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? t ? t ? t ? ? ? t ? t ? t ? ? ? ? t t á ? t ? ? ? ? ? ? t ? ? t ? t t ? ? ? ? ? ? t ? ? t ? t ? ? ? ? ? t ? ? t t ? ? t i i Vandi á höndum í Japan Hin rá'ðger'ða heimsókn Eisenhowers braut gegn alhjóðlegum venjum AFLÝSING heimsóknar forsetans til Japans og hin leiðu atviki í sambandi við komu hans til Okinawa stafa af því, að ráðamenn í Washing- ton neita að líta raunsæjum augum á U-2 málið og mikil- vægi þess Taka U-2 vélarinnar og fram- koima ráðamanna í Washington í því máli, stefndi í alvarlega hættu allri hinni miklu keðju bandarískra flugvalla frá Nor- egi um Tyrkland og Pakistan til Okinawa og Japan. Þegar við játuðum ebki aðeins heldur og hreyktum okkur af því, að síð- ustu fjögur árin hefðum við notað þessa fhigvelli til leyni- legra og ólögmætra aðgerða gegn Sovétríkjunum, voru bandamenn okkar siðferðilega og lagalega varnarlausir gegn hótunum Savétríkjanna. Smáar og varnarlausr þjóðir hljóta að líta slíkar hótanir alvarlegum augum. Þótt yfirlýsing forset- ans, að ■slíkum njósnaferðum yrði nú hætt, kunni að hafa numið brott sárasta broddinn úr hótunum Rússa, megnaði hún engan veginn að gera þær að engu. Á þann hátt urðu áhrif flugvélarmálsins þau, að grafa undan gjörvöllu því neti flugvalla, sem við höfðum kom- ið upp umhverfis okkur. Það færði þá staðreynd í brenni- punkt allra athugana, að við höfðum notað þessa flugvelli með leynd til starfsemi, sem hafði í för með sér alvarlega hættu fyrir þær þjóðir, er leyft ■höfðu bækistöðvarnar. SÖMU DAGANA og U-2 hafði gefið Krustjoff tilefni til aðgerða hans í París, var Kishi stjórnin að freista þess að fá þingið til að lögfesta samning- inn milli Japana og Bandaríkja- manna. Þessi samningur veitir okkur rétt til bækistöðva í Jap- an a.m.k. næstu 11 ár. Vart er unnt að hugsa sér óhagstæðari tíma til að hraða samningnum gegnum þingið en dagana, eftir að leiðtogafundurinn hafði far- ið út um þúfur í Parfs. Kishi, sem barðist ekki aðeins fyrir samningnum, heldur einnig pólitísku lífi sjálfs sín, þrælaði samningnum gegnum þingið þrátt fyrir megna almenna and stöðu, sem engan veginn var bundin við kommúnisma. Þá var kallað á forsetann til •þess að ákveða, að í stað þess að koma til Tokio frá Moskvu, eins og upphaflega hafði verið ráð fyrir gert, skyldi hann nú fara til Tokio, hvað sem taut- aði, og koma þar á þeim degi, sem barátta Kishis fyrir samn- ingnum væri fullkomnuð. For- setinn ákvað að fara til Tokio, ákvað að f-ara þrátt fyrir þá staðreynd, að U-2 málið og upp- lausn leiðtogafundarins höfðu vakið almennan ugg við banda rískum flugstöðvum. Forsetinn kaus að fara þrátt fyrir þá stað reynd, að eftir deilu hans við Krústjoff hafði förin misst frið samlegt gildi sitt og hlaut að orka ögrandi. Hann kaus að fara, þrátt fyrir þá staðreynd, að tíminn, sem valinn var, gaf Kishi tækifæri til að beita for- seta Bandaríkjanna fyrir sinn eiginn pólitíska vagn. Þetta var röng ákvörðun. Frá mótmælafundi í Tokíó. Þegar leðtogafundurinn fór út um þúfur, var sú ákvörðun rök- rétt að aflýsa öllum heimsókn- um og sitja um kyrrt í Washing ton af þeirri ástæðu, að heims- ástandið væri með þeim hætti, að forsetinn hlyti að einbeita sér að því að styrkja aðstöðu þjóðar sinnar. Slíkt hefði ver- ið verðugt svar við ögrunum Krústjoffs. Það hefði stuðlað að endurvakningu á trausti bandamanna okkar, og það hefði sparað forsetanum þá nið- urlægingu, sem hann og emb- ætti hans urðu fyrir í Austur- löndum fjær. SEGJA MÁ, að þessi ranga ákvörðun hafi verið tekin án mikilla mótmæla eða gagnrýni af hálfu þings eða blaða. Það er rétt. Stjórnarandstaðan þagði þunnu hljóði, þegar re- publikanar og Johnson öld- ungadeildarmaður hrópuðu að það væri óþjóðrækni að krefj- ast alvarlegrar könnunar á or- sökum þeirra vandræða, er U-2 olli. Af þeim sökum höfðu for.set- inn og ráðgjafar hans frjálsar hendur um ákvörðun sína varð- andi Austurlönd fjær. Sjálfum þeim og þjóðinni allri til hneisu, sýndu þeir enn sömu, sljóu dómgreindina og þegar þeir klúðruðu Ú-2 málinu. f báðum þessum málum höfðu þeir að engu viðurkenndar regl ur og gömul sannindi í milli- ríkjaviðskiptum. f báðum þess- um málum voru ákvarðanir þeirra markaðar óskhyggju, en ekki hlutlægni. ÞANNIG FÓRST þeim i U-2 málinu, að þeir höfðu að engu þá ævafornu venju að stjórnarvöld taki aldrei á .sig ábyrgð af njósnum, hvað þá að þau freisti þess að réttlæta þær. f sambandi við Tokioheim sóknina létust þeir ekki sjá eða heyra þær venjur, sem ætíð hafa gi-lt um opin-berar heim- sóknir. Ei-n sú hefð, sem ríkt hefur í þessum efnum, er að líta á slíkar heimsóknir, sem heimsókn til þjóðar, sem er ekki til þess pólitíska oddvita. sem tilviljun getur ráðið, að sitji á valdastóli hv-erju sinni. Því skyldi aldrei gerð opinber hemsókn til þjóðar, sem er klofin innbyrðis um mál, er gesturinn á póliitískra hags-' muna að gæta um. Þær ástæður fyrir 'heimsókninni, eru óræk rök gegn henni — sem sé að samningurinn yrði felldur, ef forsetinn ákvæði að fara ekki, og Kishi myndi falla. Þetta var misnotkun opinberrar heim sóknar, og við stæðum ólíkt betur að vígi nú, ef forsetinn eða ráðgjafa hans hefðu þekkt eða munað þessar gömlu ská-k- re-glur í milliríikjaviðskiptum. Er þeir gerðu sér grein fyrir ástandinu í Austurlöndum fjær, og Japan sérstaklega, þá vanmátu þeir stórlega áhrif U-2 flugsins og endurnýjun deiln- anna við Moskvumennina á skoðanir almennings í Asíu. Okfcur er vonlaust að ætla að blekkja sjálfa okkur, eins og Hagerty blaðafulltrúi gerir, með því, að andstaðan gegn samningnum og heimsókn for- setans sé bundin við lítinn minnihluta kommúnista, sem æstir séu up og kostaðir frá Mos-kvu og Pekin-g. Hlutleysi er ríkjandi skoðun flestra Asíu- þjóoa, er búa in-nan seilingar- víddar rússn-esku og kínversku herjanna. Þegar við hvetjum þær gegn hlutleysi. verður svar þeirra: Gegn Bandaríkjunum. Það er því háskaleg villa að hegða sér eins og stefnan gegn hlutleysi geti unnið sér almenn ingshylli. Það hefur sáralítið heyrzt nýlega í Tokio frá þeim meirihluta, sem sé fylgjandi s-amningnum. ENGU AÐ síður hefur samningurinn verið lögfestur. En við hljótum að gera okkur Ijóst, að við erum ekki enn bún ir að bíta úr nálinni. Það er mikið vatamál.hvort hugsanlegt sé að fram-kvæma samninginn í andstöðu við vaxandi áróður. Sannlei-kurinn er sá, að va-fa- samt er, hvort við komum í veg fyrir stórau-kin vandræði í mál- £-.um okkar í Austurlöndum fjær, án þess að hefja samn- inga gjörsamlega frá rótum að nýju og breyta um leið um stjórnarstefnu í þessum uei-ms- hluta, eins og áhrifamikið jap- anskt blað hefur þegar sett fram kröfu um. ? t t ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ? t ? ? ? ? ? ? t ? t t ? ? t ? ? ? ? ? ? ? ? / ? ? t i t ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? ? i ? ? ? ? t t ? ? t ? ? ? ? ? ? r ? ? ? / ? t ? i ? ? ? ? t ? ? ? ? t ? t t ? ? ? t t ? t t ? ? ? ?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.