Tíminn - 03.07.1960, Qupperneq 6

Tíminn - 03.07.1960, Qupperneq 6
SÖLUMAÐUR HLÆR Ég er einn af mörgum, sem sakir atvinnu sinnar verða að vera langdvölum að heiman og ferðast um landið. Og eins og fleiri, sakna þá einatt fjöl- breyttni í skemmtunum, því yfirleitt er í því efni ekki að jaínaði um auðugan garð að gresja úti í dreifbýlinu. Ég var nýlega á söluferð um Norðurland og kom þar í kauptún, Kristján Jónsson sem fyrr var leikflokkur úr Reykjavík sem ætlaði að sýna þar um kvöldið. Leikflokkurinn hét „Nýr leik- fiokkur" og leikritið „Villtar meyjar". Þar eð ég hafði staðið mig venju fremur illa t sölumennskunni þenn an dag, hugðis-t ég hegna sjálfum raér með því að fara á þrautleið- inlega leiksýningu „amatöra" sem héldu að unnt væri að bjóða fólk- iau í dreifbýlinu hvað sem er. En þegar til kom varð reyndin allt önnur. Áður en ég vissi af var ég farinn að veltast um af hlátri. Mér varð litið framan í kaupmann staðarins sem búinn var að barma sér yfir árferðinu og ekkert kvaðsf geta af mér keypt, nú var hann einnig kominn í sólskinsskap, og hafði auðsjáanlega steingleymt dagsins önn og áhyggjum. Sem sagt — hér voru engir viðvaningar á ferð! Eftir sýninguna sat ég mig ekki úr færi og hitti þetta fólk sem eyðir sumarieyfinu sínu til að ferð ast með þessum hætti um landið þvert og endilangt. Fyrstan hitti ég fyrir Kristján' Jónsson, en hann er leikstjóri ,.Nýs leikflokks" og ábyrgðarmað- ur. „Er þetta í fyrsta skipti, Krist- ján sem þú ferð svona för?“ „Nei, þetta er fjórða sumarið, sem ég fer svona för en þetta er fyrsta sinn sem ég fer á eigin á- byrgð.“ „Hverjir eru hinir leikararnir?" „Þeir eru frú Helga G. Löve, Sigurður Grétar Guðmundsson, Egill Halldórsson, fröken Kristín Jónsdóttir, Magnús Kristjánsson og Hafsteinn Hansson “ „Ætlið þið að sýna víða um Iandið?" , „Við byrjuðum á Hornafirði, sýndum á fjölmörgum stöðum á Austurlandi, förum um Norður- land og Vestfirði og endum á Suð- urlandi. Það verða alls 30—40 sýningar, jg förin stendur álíka r.'arga daga. Til þessa hefur aldrei fallið úr dagur.“ „Er þetta ekki erfitt?" „Jú, það koma fyrir dagar sem við erum 8—10 tíma í akstri, síð- an er að nera allan útbúnaðinn af bílnum og setja upp sviðið og loks að ganga frá öllu aftur að lokinni sýningu. Þær frú Helga og P.ristín sjá um matreiðsluna. Ann- ars er verkaskiptingin fullkomin, euda stundum ekki nema klukku- stund til þess að koma upp svið- inu og búa allt undir sýningu. En þar munar þá um okkar ágæta bilstjóra, Jón Jónsson, enda er Kristf- Jónsdóttir hann þaulvanur ferðalögum, hefur ferðazt með Sinfóníuhljómsveitina og aðra umferðarleikflokka." Þegar ég vék að því. hvers vegna þetta fólk legði í svona erfiða ferð urðu svörin ýmiss konar. ' Frú Helga G. Löve svaraði: „Ég hef nú lokið námi í leiklistarskóla Þjöðleikhússins og vildi fá nokkra reynslu um það hvort ég væri fær um að leika við mismunandi að- stæður og hvemig fólkið tæki n'ér.“ Sigurður Grétar svaraði, „Eg fór til að fá tilbreytingu og til að fá sem margbreytilegasta reynslu." Egill Halldórsson: „Ég fékk þarna tækifæri til að skemmta öðrum um leið og ég skemmti sjálfum mér.“ Fröken Kristín svaraði: „Ég fór til að sjá landið mitt“. Magnús Kristjáins- son: „Þetta var eina tækifærið mitt sem ég hef fengið til að verða Helga G. Löve rr::IIjónamæringur.‘ Hafsteinn Hansson: „Ég fór til að skoða landið og til þess að kynnast fólkinu sem byggir það“. Að lok- vœ svaraði svo Kristján: „Ég hef í öll þessi skipti sem ég hef farið um landið lært eitthvað nýtt, og meðan ég fæ ekki önnur tækifæri til að vinna að leiklistinni þá held ég þessu áfram, enda tel ég það hverjum leikara nauðsyn að kom- a'st í sem bezta snertingu við fólkið og helzt sem víðast á Iandinu.“ Það kann að verða talið til of- rausnar, að hversdagslegur fararid sali tæki að tala með um leiklist og fólk sem henni þjónar. En hér er á ferðinni fólk, sem tekur köll- un sína alvarlega, fólk sem megn- að hefur að koma áhorfendum s'num í gott skap og gefið þeim liúfar minnmgar. Vil ég færa „Nýjum leikflokki“ þakkir fyrir ógleymanlegt kvöld og vona að ég eigi eftir að sjá þessa efnilegu listamenn starfa við betri skilyrði. Sölumaður wm „Lilly verður léttari“ Leikaxarnir Bessi Bjama- son Herdís Þorvaldsdóttir, Bryndís Pétursdóttir og Kle- menz Jónsson leggja af stað í leikferð um landið n. k. þriðjudag. Þau frumsýna sama dag I Borgarnesi, þar næst sýna þau í Ólafsvík, Stykkishólmi, Grundarfirði og á Breiða- bliki á Snæfellsnesi n. k. laug ardag, Logarlandi í Reyk- holtsdal á sunnudag. Síðan halda þau áfram til Vestfjarð anna og sýna þar. Leikritið sem þau sýna er bráðskemmtilegur gamanleik ur og heitir „ Lilly verður létt ari“. Þess ber að geta, að L.R. sýndi leikritið í Iðnó 1951 og hét leikurinn þá „Dorothy eignast son“ en þýðandinn, Einar Pálsson leikari hefur nú breitt nafni leiksins. Leikurinn hlaut ágæta dóma blaðagagnrýnenda, þeg ar hann var sýndur í Iðnó á sínum tíma. Bessi Bjarnason leikur nú aðalhlutverkið í leiknum en konurnar hans (fyrrverandi og núverandi) eru leiknar af Herdlsi og Bryndísi. Ekki er að efa að leikhúsgestir eigi eftir að skemmta sér vel við að horfa á Bessa og konurnar hans tvær. trvqqir liúsmórbjrina fyrir slysum og lömun Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. SmiMFVTIMMIJTTIEVCE (BHK'CBAnB. SAMRANDSHÚSINU - BEYKJAVlK - SÍMI 17060 NÍRÆÐ: Björg Sigurðardóttír > frá Hánefsstöðum Björg Sigurðardóttir fæddist á Hánefsstöðum í Seyðisfirði 4. júlí 1870 og . erður því níræð á morg- un. Foreldrar heœnar voru Sigríð- ur Vilhjálmsdóttir Vilhjálmssonar frá Br-ekku 1 Mjóafirði og Sigurður Stefánsson, Gunnarssonar frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði. Ættir Bjargar eru einkum aust- firzkar og þmgeyskar. Hún er af- I komandi Þórðar frá Kjarna í Eyja firði og einnig af svonefndri Gunn arsætt úr Þingeyjarsýslu. „ Árið 1891 giftist hún Vilhjálmi Ámasyni frá Hofi í Mjóafirði. Björg og Vilhjálmur bjuggu á Hánefsstöðum mest af sínum bú- skap, um eða yfir 40 ár. Var bú þeirra stórt og umfangsmikið. Auk landbúnaðar rak Vilhjálmur þar mikla útgerð. Gerði hann út á tímabili þrjá vélbáta og tvo róðrar báta samtímis og voru þá 50—60 manns í heimili á Hánefsstöðum yfir sumarmánuðina. Má af því ráða, að störf húsfreyjunnar hafa verið mikil, ejida leyst af hendi með dugnaði og skörungsskap. Vilhjálmur á Hánefsstöðum lézt árið 1941. Þeim hjónum varð sjö barna auðið, og ólu þau upp einn fósturson. Börn þeirra eru: Sig- urður bóndi á Hánefsstöðum, Árni fyrrv. útgerðarmaður, Hermann afgreiðslumaður á Seyðisfirði, Þór hallur skipstjóri í Keflavík, Hjálm- ar ráðuneytisstjóri, Rvík, Sigríður og Stefanía skrifstofustúlka í Reykjavík. Fóstursonur þeirra er Vilhjálmur Emilsson vélstjóri, Eg- ilsstöðum. Síðan þau Björg og Vilhjáimur hættu búskap, hcfur hún dvalið hjá Hjálmari syni sínum. Björg hefur notið góðrar heilsu á efri ár- um sínum, þótt sjón sé nú farin að daprast. Hún er mjög greind kona og vel minnug, skemmtin í viðræðum og kann enn frá mörgu að segja frá liðnum dögum. Þessa dagana dvelst hún austur á Há- nefsstöðúm. si. Sigurður Ólason og Þorvaldur Lúðvíksson Má'flutningsskrifstofa Austurstræti 14 Sírnar 15535 og 14600.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.