Tíminn - 03.07.1960, Qupperneq 9

Tíminn - 03.07.1960, Qupperneq 9
f T I M I N N, gmmidagten 3. JúM 1960. 9 I- uUr? ■ & >a ivm ■*&. a Blað nokkurt í Englandi hefur komizt að þeirri niður stöðu að eftir svo sem 500 ár verði aðeins nokkur þús. hræður eftir af þeim harð- gerða stofni sem byggir það land. — Englendingar hafa aldrei verið mikil frjósemdar þjóð svo gera má ráð fyrir að grei'narhöfundur hafi nokkuð fyrir sér. Við getum líka látið hug- myndaflugið bera okkur ögn lengra áleiðis og gert okkur í hugarlund að eftir 1000 ár verði aðeins einn Englend- ingur til — mjög einmana maður í röndóttum buxum og Síðasti tvíddjakka með skinnbætur á olnbogunum og dunhill- pípu uppí sér. Maður með lítið og ljóst yfirskegg og fjölda útlendinga á báða bóga þar sem ekki finnst nokkur alminnlegheitamaður sem hann getur setið með fram anvið arineld kvöldlangt án þess að segja eitt einasta orð. ☆ Hinum æruverðuga skóla, þar sem hann hafði hlotið mennt un ásamt hinum tveim eða þrem, sem eftir voru af hin- um brezka kynþætti og nú eru dauðir, annað hvort drukknaðir í baðkerinu, sofn aðir þar með Times í hend- inni eða þeir hálsbrotnuðu á refaveiðum — var breytt í kaffihús ævinlega fullt af Englendingurinn Þáttur eftir Kelvin Lindemann menni sem voru dómarar. Það hafði verið hrífandi sjón ag sjá þessa gömlu og bretti- legu menn spretta upp úr segja um kráarholumar þar sem hann stöku sinnum leit inn þegar hann vildi gera sig alþýðlegan. Þar var hann vanur að sitja og líta niður á almúgann hinum megin við skenkinn, þar sem bjórinn var þrem pensum ódýrari, þar til hinir fóru að ókyrrast og hrópuðu „God save the Queen“! ☆ Við lítum í anda þennan síðasta Englending á göngu undir gráum enskum himni á enskum vegi með aldagöm- ul limgerði á báðar hliðar. — Það er vor, og bláklukkur og páskaliljur blómstra á ökrun veiðisprota sínum. Hún hef- ur þegar tekið eftir síð- asta Englendingnum og með sínu óskeikula næmi fyrir því sem er af góðri tegund hefur hún strax komizt að raun um að þau tvö eru af sömu kynkvísl. Hún skotrar til hans aug- Síðasta tækifæri hinna síðustu Englendinga er glatað. undarlegum og hávaðasöm- um útlendingum, og á þeim fínu lendum þar sem hundr- ug manna höfðu þá sýslan að slá gras annan hvem dag næstliðin 400 ár og allt var svo hreint og gott og snur- fussað þegar veiðihomin gullu og hundar tóku á sprett og riddarar að baki þeirra, þar var nú fyrirkomið leiðin- legri dýrauppeldisstöð þar sem veiðidýr fædd í búrum voru snúin úr hálsliðnum á sportlausan hátt og étin! ☆ Knattspyma er enn við lýði — vissulega, en hún var leik- in af húðdökkum augnahvít matandi leiðindamanneskj- um sem ekki þekktu Rugby- reglurnar og þar að auki allt of hörðum leikmönnum til að hægt væri að líta á þá sem áhugamenn. En kúluspilið var úr sög- unni. Það var leikið í síðasta sinn fjjrir 15 árum af 24 Eng lendingum hinum síðustu, þar með talin fjögur gamal- hjólastólunum sem þeim var ekið í á leikvanginn og ganga með brezkum virðu- leika í þetta hefðbundna spil. Klúbburinn, þar sem síð- asti Englendingurinn var van ur ag drekka þrjú hundruð ára portvínig sitt, sokkinn niður í djúpan hægindastól, er horfinn. Það sama er að um undir þúsund ára göml- um eikum og einiberjatrjám. Hann er með pípuna í munnvikinu og tautar milli samanbitinna tannanna: Oh to be in England, now that spring is there. Já, það er vor og hann verður að líta undan þegar hann sér hvern. ig fuglarnir á limgerðinu haga sér. Þeir eru nokkuð frakkir. ☆ Og yfir vorraka jörðina kemur önnur skinhoruð mann vera. Fsnnastórar bífur í hent ugum smurleðurskóm, þessar kynþokkasnauðu línur í tvídd dragtinni, ullarsokkar, skorp in húð og langt oddhvasst nef sem stingst framúr and- litinu eins og drangur upp úr sjó í hróplegri andstöðu við allt hlutfall — já, þag er bert og meir en orð fá lýst að þar er hin síðasta enska kona á ferð, hún sem á einhvern dularfullan hátt hefur lífi haldið. Hún hikar, hreyfist úr stað og danglar þúfumar með unum um leið og hún gengur framhjá en flýtir sér að horfa annað. Síðasta tækifæri hinna tveggja Englendinga til að viðhalda hinum brezka stofni er farið, því það var enginn annar Englendingur til í öll- um heimi sem gat kynnt þau formlega hvort fyrir öðru. Lausl. þýtt. —B.Ó. \ >.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.