Tíminn - 03.07.1960, Síða 14

Tíminn - 03.07.1960, Síða 14
14 T f M I N N, stmnttilagnm 3. júlí 1960. að bún skalf eins og strá í yindi. — En .... hann .... hann getur ekki verið viss, hvíslaði hún og andaði ótt og titt. Loks ins hafði hún viðurkennt það — ekki aöeins fyrir sjálfri sér, heldur einnig fyrir mannin- um, sem við hlið hennar sat. Maðurinn, sem hún hafði séð fremja morð fyrir þremur árum og sem einnig hafði reynt að koma henni sjálfri fyrir kattarnef, var hr. Valen- tine, stjúpfaðir Frins. — Nei. Clark talaði einnig mjög lágt. Hann getur ekki verið viss. En hann grunar, að þú þekkir sig — og það gerir honum fjandi órótt. En mér lízt ekki á þú verðir hér leng- ur. Finndu upp einhverja af- sökun og farðu sem skjótast til London aftur. — Hvaða afsökun gæti ég komið með? — Áttu enga ættingja, sem gætu hafa orðið veikir? — Enginn, sem gæti sann- fært Frin. Hann veit að mamma mín dó þegar ég var lítil og pabbi dó fyrir þremur árum. Ég var einmitt að fara að heimsækja hann þegar .... þegar það skeði. Ég á enga aðra nákomna ættingja. — Þá verðum við að finna upp á einhverju öðru. — Nei, sagði hún skyndilega og var nú ákveðin. Ég get ekki farið núna. Ég vil það ekki. Ég hef hugsað málið, en ég get ekki farið .... — Af þvl að það yrði eins konar flótti? spurði hann lágt. Eða er það vegna Frins? Þegar hún svaraði engu, bætti hann vlð: — Þú ert ástfangin af hon- um, er ekki svo? — Jú .... ég hafði búizt við svo miklu af þessum tveim vikum á Glebe House. Ef ég hlypi nú frá því öllu .... hún þagnaði. — Ég skil, sagði hann ró- andi. — Og alla vega, getur hr. Valentine ekki verið viss, sagði hún þrjózkulega: — Láttu hann þá í ham- ingju bænum ekki fá tilefni til að sannfærast, þú verður að leika og þú verður meira að segja að leika harla vel. Held- urðu að þú getir það? — Já, ég býst við því, sagði hún seinlega. Hann reynir ekki að gera neitt, meðan ég er með Frin. Hann myndi aldrei vilja særa Frin. Ég held þeim þyki mjög vænt hvorum um annan. — Ertu viss um það? — Frin dáir hr. Valentine. — Þrátt fyrir það, sem hann gerði móður Frins? spuröi Clark hranalega. Hún rétti sig upp í stólnum og greip krampakenndu taki í stólarmana. — Þú heldur þó ekki að hann hafi .... — Hún framdi sjálfsmorð, var það ekki? greip hann fram í fyrir henni. — Það var álitið vera slys. — Ég trúi aldrei á svona slys. Hún vissi, að innst inni gerði hún það ekki heldur. Hún var sannfærð um að það hafði ekki verið slys, hún var jafn sannfærð um það eins og að það hafði verið hr. Valent- ine, sem hafði drepið föður Clarks. — Hann getur hafa reynzt henni svo illa, að hún hafi ekki séð aðra leið, sagði hann alvarlegur á svip. — En hann bar ekkert úr býtum, þótt hún dæi. — Mér hefur skilizt á fólki, að hún hafi verið forrik. — Já, Frin sagði mér það. Hann erfir alla peningana hennar á afmælisdaginn sinn í næstu viku. Hann verður tuttugu og fimm ára. — Áttu við, að hann hafi ekkert erft ennþá? spurði Clark undrandi. — Já, það var einhver klausa í erfðaskránni, þar sem kveðið er á um, að hann eigi að fá peningana, þegar hann verði tuttugu og fimm ára. Hún þagnaði og leit skelf- ingu lostin á Clark. — En það getur ekki verið, að nokkuð komi fyrir Frin? Orðin komu eins og hálfkæft örvæntingaróp. — Nei, auðvitað ekki' sagði hann fljótt til að róa hana. En .... ég er að hugsa um, hvort nokkuð sé eftir af þessum peningum .... kannske það verði eins og þegar faðir minn dó. Allir peningarnir glataðir. Þú verður að horfast í augu við eitt, Natalía — og rödd Clarks varð ákveðin — hr. Valentine var leiðbeinandi bæði konu sinnar og föður míns. Þau eru bæði dáin. Þau heyrðu, að dyrnar voru opnaðar og einhver kom út til þeirra. Það var Celia Rocka- way. Natalía var fegin að eitt- hvað varð til að leiða hugann frá hinu skelfilega umræðu- efni. — Fólkið er að leika kúlu- spil niðri í kjallaranum, sagði hún, settist hjá þeim og kveikti sér í sígarettu. Ég kom til að vita, hvort yður liði skár, Natalía. . — Já, þakka yður fyrir, stamaði Natalía og langaði til að hlæja og gráta í senn. — Voruð þér að segja Nat- alíu frá Jamaica, sagði Celia og sneri sér að Clark. Það er sannarlega dásamlegur stað- ur. Svo litríkt, ég elska fallega litl .... Hún hélt áfram að rabba, eins og hún fyndi að eitthvað hefði gerzt, sem þau vildu leiða hugann frá. Að sjálfsögöu gat hana ekki grunað, hvaö gerzt hafði, en eftir rannsakandi augnaráði hennar, var sýniltgt, hvað hún1 hélt það vera! Að síðustu risu þau á fætur og gengu öll niðrí spilaher- bergið. Frin hafði unnið síð- ustu umferð og allir óskuðu honum til hamingju. Celia sneri sér brosandi að eiginmanni sínum. — Viltu bæta í glösin, elsk- an. Þér fer svo vel að upparta. Allir hlógu og Rockaway of- ursti líka. Hann var sýnilega í góðu skapi í kvöld, hugsaði Natalía. Eða kannske var hann alltaf svona. Andrúmsloftið á Gle- bee House kvöldið áður hafði verið .... hálf þvingað. Ofurstinn hellti í glösin og Frin kom til Natalíu. — Liður þér betur, Nat? — Miklu betur, þakká þér fyrir. — Þú hefur verið lengi í burtu. — Tókstu virkilega eftir því, Frin? Hann varð gramur. — Hélztu að ég hefði ekki tekið eftir því. Hvað heldurðu ég sé? — Mér fykir vænt um, ef þú hefur saknaö mín. Þau stóöu hliö við hlið og hölluðust upp að veggnum. Hann tók um hönd hennar og þrýsti hana. — Hvers vegna heldurðu ég hafi boðið þér hingað? sagði hann. — Ég .... ég veit það ekki, Frin. Hún ætlaði að bæta við: ég vonaði .... En hún sagði ekkert og beið með öndina í hálsinum. Hann virtist ætla aö segja eitthvað, en skipti um skoðun og sagði: — Mig langaði að þú skemmtir þér í leyfinu þínu. — Ó .... en fallega hugsað, Frin. Ég skemmti mér ljóm- andi. — Það þykir mér vænt um að heyra. Hann brosti. Og ég vona við skemmtum okkur sérstaklega vel á afmælinu mínu í næstu viku. Þá erfi ég, eins og þú manst. — Er það mikið, Frin? Hann leit undrandi á hana. — Hefurðu áhuga á því, Nat? Hún fann hún roðnaði, en samt hélt hún áfram: Já, ég hef áhuga á því, Frin? Er það mikið? Veiztu ná- kvæmlega, hvað það er mikið? Hann virtist vera hvort tveggja í senn, undrandi og gramur. — Ef ég á að vera hreinskil- inn, þá veit ég ekki nákvæm- lega, hvað það er mikið. Ég veit bara aö það er geysifé. Það sagði mamma mér að minnsta kosti. Ég var bara smástrákur þá, en ég man að í síðasta skiptið, sem ég sá hana — Frin hikstaði lítið eitt — sagði hún: Gleymdú ekki, elsku drengurinn minn, að ef eitthvað skyldi koma fyrir mig, þá erfir þú mikið fé, þeg- ar þú verður tuttugu og fimm ára. Láttu engan, alis engan, reyna að telja þér trú um nokkuð annað. — Undarlega til orða tekiö, finnst þér ekki, hélt hann áfram. Það sannar það sem Val segir, að hún var ekki heilbrigð undir það síðasta. Hún svaraði ekki, en skyndilega fannst henni eins kalt þarna í herberginu, eins og úti á veröndinni skömmu áður. — Mér þykir vænt um það eru miklir peningar, Frin. Gleymdu ekki að hún sagði það. — Hvað í ósköpunum áttu við? Ætlarðu að segja mér þú sért á höttunum eftir pening- unum mínum? — Heldurðu það, Frin? Hún leit á hann. — Nei, það gæti ég svarið að þú værir ekki. Ó, Nat .... Hann þrýsti hönd hennar, svo að hana kenndi til. Nat .... en hann snarþagnaði. Meg stóð fyrir framan þau, geisl- andi af fegurð og ánægju. — Við viljum hefna okkar, Frin, ef þú getur þá slitið þig lausan frá Natalíu? Þú gætir nú kannske lánað okkur Frin, augnablik, sagði hún ertnis- lega við Nataliu. — Láttu ekki eins og flón, Meg, sagði Frin gramur. Auð- vitað spila ég með. — Afsakaðu mig, Natalía, sagði hann og gekk að spila- borðinu ásamt Meg. Natalía stóð í sömu sporum og horfði á gestina. Clark var að spila við Adrian Henry, en hún sá hann hafði ekki hugann við leikinn. — Loksins fann ég skriffæri, er það ekki undarlegt, hvað ■ manni getur gengið illa að Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames : 15. EIRIKUR viöförli Töfra- sverðið 167 Tsacha kastar sér niður og skríður burt 4n þess að hirða um örlög stríðö manna inna. í mosanum sér hann spor konu. — Látum heimskingana berjast, hvíslar hann. — Eg finn sverðið. Chu Chandra hljóp niður að fljót inu með hið þunga örlagaríka sverð í hendinni. Þetta var sigur fyrir svikaranum Tscha og yfir Eiiriki, sem hafði forsmáð át hennar. Bardaganum er lokið í öúðunum og Eiríkur og Erwin flýta sér til Winnonah. En það er ekki tími til að esgja fréttir. Tsacha er horfinn. Chu Chandra somul'eiðs ásamt Kohonr og Alhab ar. Einn hinna fjögurra hefur töfra verðið, hrópar Eiríkur. Leitið í öll- um áttum. Finnið sverðið og oálð því aftur. Menn hans fara þegar á stúf ana. En í fylgni sínu skelfur Tsacha af reiði, or hann ér hina kispuiögðu leit. Hver mun stgra I baráttunm um að vinna Swerð Týs?

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.