Tíminn - 14.07.1960, Qupperneq 2

Tíminn - 14.07.1960, Qupperneq 2
Frá sfðasta fundi „Sygeplejerskers Samarbejde i Norden". (Ljósm. KM) Skylda og réttur stéttar- félaga og meðlima þeirra Götur malbikaoar á ísafiröi ísafirði. 12 júlí. — í vor befur verið undirbúið að hefja malbikun gatna á ísafirði, og hefst vinna við það á næst- unni þegar undirbúningsrann- sóknum er lokið. Hefur bæjar- stjórn keypt malbikunartæki frá Ameríku, og komu þau til landsins í vor. Verkfræðingarnir Leifur Hann- esson og Haraldur Ásgeirsson hafa starfað að undirbúningi verks íns og rannsakað jarðveginn und- anfarið, en ungur ísfirzkur verk- fiæðingur, Guðmundur Halldórs- son, sem í sumar starfar á vegum bæjarins, mun_ hafa yfirstjórn þess á hendi. í ráði er að mal- bika Aðalstræti og Hafnarstræti að Túngötu í sumar, en vega- lengdin mun alls vera einn kíló- metri. Verður starfinu síðan baldið áfram næstu ár unz allar götur bæjarins hafa verið mal- í sumar bikaðar. — ísafjörður er aðili að samstarfi kaupstaðanna um stór- virk malbikunartæki, og er að- staða nú orðin góð til malbikunar eítir að hin nýju tæki bættust við þótt ekki séu þau stórvirk. Þau kostuðu á 5. hundrað þúsund to'ónur. B.G. Síld til Húsavíkur f s.l. viku komu eftirtalin skip til Húsavíkur með síld til söltunar. Á miðvikudaginn Smári ÞH með um 400 uppmældar tunnur. í fyrr- dag Helgi Flóventsson með 200 tunnur. Skinið kom aftur til Húsa víkur í gærmorgun með um 450 tunnur. I fyrrakvöld lagði Stefán Þór ÞH 300 tunnur og í gærmorg- u n kom Helga ÞH með 500 tunn- ur. — Saltað er á tveimur stöð- um, Söltunarstöð Kaupfélags Þing eyinga og Söltunarstöð Stefáns og Þórs Péturssonar. — Þormóður. Sem kunnugt er hefur nor- ræna hjúkrunarkvennasam- bandið „Sygeplejerskers Sam- arbejde i Norden“, haft mót í Reykjavík s.l. viku. Hafa skipzt á fundahöld í fram- kvæmdastjórn, almennir fund- ir og ferðalög. Síðasta al- menna fundinn héldu þær í hátíðasal Háskólans á mið- vikudagsmorgun. Áður höfðu þær hlýtt á erindi h;á Oddi Ólafssyni, lækni að Reykjalundi og Jóni Sigurðssyni, torgarlækni, og óskuðu ritstjórar hinna erlendu hjúkrunarkvenna- biaða að mega birta erindi borgar- læknis í blöðum sínum, en það fiallaði um heDbrigðismál á ís- landi fyrr og síðar. S. S. N. er fjörutíu ára gamalt og munu vera elztu samnorrænu fé lagssamtökin sem til eru. Um 80 þúsund félagskonur eru í samtök- unum. Hjúkrunarfélag íslands heiðraði formann S. S. N., ungfrú Aagot Lindström, með því að gera hana að heiðursfélaga. Samtökin samþykktu að veita styrk, sem nemur fimm þúsund dönskum krónum, til íslenzkrar hjúkrunar- kor.u, sem stunda vill framhalds- nám erlendis, en hér er, svo sem menn vita, enginn framhaldsskóli í hjúkrunarmennt. Á fundinum í hátíðasal Háskól-| ans á miðvikudagsmorgun var rætt um hvers einstaklingar gætu kraf- izt af stéttarfélögum sínum og hvers félögin gætu krafizt af með- limum sínum. Frummælandi var Gerda Höjer frá Svíþjóð. Ræddi hún um það m.a., að ef uppfylla ætti allar kröfur einstaklinganna til stéttarfélaga, gæti útkoman orðið eins og tízkumálverk, þar sem auga væri á einum stað og fótur á öðrum, en allt vantaði þar á milli. Stéttarfélag yrði að krefj- ast þess, að meðlimirnir hefðu vissa menntun, eiginleika og hæfni, sem teljast yrðu nauðsyn- legir svo að þeir væru færir tö starfsíns. Til hjúkrunarkvenna væru gerðar margvíslegar kröfur, en síðast og fyrst yrðu þær að hafa þann eiginleika, að hafa á- huga fyrir einstaklingum. Stéttar- félaginu bæri skylda til að upp- lýsa meðlimi sína hverju sinni um, hyaða kröfux væru gerðar, bæði beima og erlendis, svo að þær teld ust fullgildar hjúkrunarkonur og reyna jafnframt að sjá um að möguleikar séu fyrir hendi til að öðlast þá menntun. f öðru lagi bæri stéttarfélagi að vera vel á verði um launakjör nieðlimum sínum til handa. Ekki væri hægt að krefjast þess, að fé- lagið innti aí hendi slíka þjónustu, ón þess að félagsmenn legðu því til fjármuni og hvert félag ætti heimtingu á að fá tilskilin gjöld af hendi reidd á réttum tímum. .Tafnframt hvíldi sú skylda á herðum félagsmanna, að vera reiðubúnar að takast á hendur störf fyrir stét'tarfélag sitt, sækja fundi þess og láta í ljósi skoðanir sinar, það væri ekki nóg að sitja þegjandi og hugsa sitt. Það ætfi að vera sjálfsagt að hver starfandi hjúkrunarkona fylgdist vel með þeim i'itum, sem stéttarfélögin gæfu út og ættu að vera þeim til irenntunar. Víðast hvar, sagði ungfrú Höjer, væru það karlmenn sem ráða þjóð félögunum og því mætti telja eðli- legt að hagur stéttar, sem skipuð cr nær eingöngu konum, hverfi í skuggann. En þar sem að svo myndi verða innan skamms að jafnmargt verði af körlum og kon- um í löndunum, þá séu líkurnar mestar fyrir því, að ekki verði vm annað en giftar hjúkrunar- konur að ræða til starfa og þá niætti búast við að eiginmenn þeirra fengju aukinn áhuga fyrir Sumarhátíð Framsáksiarmanna m Fréttir frá landsbyggðiTvni kjörum þeirra og þá fengist senni- lega einnig margs konar lagfær- ing á vinnutima þeirra. Ef að einstaklingurinn gerir fyrst og fremst þá kröfu fil stétt- arfélagsins', að það berjist fyrir bættum launum, þá verður stéttar félagið að krefjast þess af einstak- lingnum, að hann afli sér þeirrar r.ienntunar, sem gerir hann að fyrsta flokks starfskrafti. Frú María Pétursdóttir gerði grein fyrir sérstöðu hins íslenzka síéttarfélags, en í því eru svo að segja allar starfandi hjúkrunar- konur og vegna fámennis eru þær samrýmdari en gerist í hinum fjöl mennu stéttarfélögum. Hjúkrunar- félag íslands var stofnað 1919, þá voru í því 8 meðlimir, þar af 5 í stjórn. Emmit't vegna fámennis- ins er þeim nauðsynlegt að vera þátttakendur í norrænni og alþjóð iegri samvinnu og framhaldsmennt un verða þær að sækja til annarra landa, ef þær eiga að sfanda er- lendum starfssystrum sínum jafn fætis. Fjölmargir fulltrúar tóku til máls og var á þeim að heyra að eitt megin vandamál hinna land- anna væri að fá hinar yngri hjúkr unarkonur inn í stéttarfélögin sem starfandi meðlimi. Flestar töldu rauðsynlegr að leggja aukna á- herzlu á það að fræða hjúkrunar- nema um störf stéttarfélaganna og að hinar eldri starfssystur tækju þær yngri með sér á fundi og til annarra félagsstarfa. Ýmsar til- lögur til aukinnar kynningar á fé- lagsstarfseminni komu fram í um- ræðunum. Frú Pohjala frá Finn- landi upplýsti, að árlega væri for- mönnum nemendafélaga boðið til Helsinki í kynnisferð til miðsföðv (Framh á 15. síðu.) HératSsmót í þurrki Staðarsveit, 12. júlí. — HéraSs mót Ungmennasamb. Snæ- fellsness- og Hnappadals- sýslu var haldið að Görðum í Staðarsveit á sunnudag. Um daginn var háð íþróttakeppni en dansleikur um kvöldið, og fór samkoman vel fram. — Ágætir þurrkar hafa verið hér undanfarið, og miðar túnaslætti vel. Hey eru mikil að vöxtum og góð. Þ.G. Góftur handfæraafli Vopnafirði, 12. júlí. — Fjórir eða fimm aðkomubátar sem eru að handfæraveiðum við Langanes leggja hér upp afla sinn um þessar mundir. Hef- ur afli verið mjög góður síð- ustu dagana, en hraðfrysti- húsið hér á staðnum tekur við honum. K.B. Vænt fé Haganesvík, 12. júlí. — Hér brá ^.til óþurrka um síðustu helgi, en fram til þess hafði tíð verið sérlega góð. Þessi rigning hefur orðið til að tefja fyrir rúningi, sem enn er ekki lokið alls staðar. Fé virðist annars hafa gengið vel fram í sumar, og eru dilk ar sagðir vænni í ár en hefur verið um langt skeið undan- farið. S.E. Minkadráp í Fliótum Haganesvík, 12. júlí. — Farið var í grenjaleitir úr Fljótum í vor að venju, en nú brá svo óvanalega við að engin greni fundust og hefur dýrbíts ekki orðið vart í fé. Hins vegar er hér talsvert um mink og eyðir hann fugli og silungi. Slætti Iangt komio Hjarðarfelli, 12. júlí. — Þurrk ar hafa verið góðir f Dölum undanfarna viku, og er fyrri sláttur víða langt komið. Gras spretta var orðin mikil víða og kom þurrkurinn þegar mest þurfti við. Er útlit fyrir að heyfengur verði mikill og góður. — Smalamennsku og rúningi lauk hér í fyrri viku. Fé virðist efnilegt, og lamba höld eru góð nema á einum bæ, þar sem dýrbítur virðist hafa unnið á mörgum lömb- um. G.G. Auknar rannsóknir, lægri byggingarkostnaður Egilsstöðum, 11. júli. — Fram sóknarmenn á Austurlandi héldu hina árlegu sumarhá- tíð sína í Hallormsstaðaskógi á sunnudag. Rigning var framan af deginum, og mun það hafa spillt nokkuð fyrir aðsókn, en þó er áætlað að hátt á þriðja þúsund manns 'iafi sótt samkomuna, sem fór 'ð bezta fram. Samkomu- bkaftason alþingism. Enn- jskólastjóri á Egilsstöðum, en aðalræðu mótsins flutti Jón ;stjóri var Kristján Ingólfsson fremur talaði Stefán Einars- son flugafgreiðslumaður á Egilsstöðum. Skemmtiatriði fluttu Karl Guðmundsson og Ómar Ragnarsson, en dans- leikir voru í Atlavík bæði laugardag- og sunnudags- kvöld. Fóru þeir vel fram eins og samkoman öll. E.S. Bæklingur um niðurstöSur handarísks sérfr. sem starfar hér á vegum fækniaðstoöar S.Þ. í febrúar s.l. kom hingað á vegum tækniaðstoðar Samein- uðu þjóðanna bandaríski bygg íngasérfræðingurinn Robert L Davison. Hefui hann og mun í sex mánuð’ starfa hér við byggmgarefnarannsóknir og í því skyni að lækka bygg- ingarkostnað. Til þess að starf Davisons hér nýtist sem bezt hafa margir aðilar tokið höndum saman og verður r.ánar skýrt frá því og niðurstöð- um Davisons í blaðinu á sunnu- daginn. Fyrstu niðurstöður Davisons eru nú komnar fram í bæklingsformi. Að því tilefni boðuðu forgöngu- menn byggingarmálanna frétta- menn á sinn fund í gær og skýrðu frá niðurstöðum. Þessir töluðu: Steingrímur Her- niannsson, formaður Rannsóknar- ráðs ríkisins, Robert L. Davison, Haraldur Ásgeirsson, verkfræðing ur og Jóhann Jakobsson, deildar- stjóri Iðnaðardeildar Atvinnu- deildar Háskólans.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.