Tíminn - 14.07.1960, Blaðsíða 8
8
T í MIN N, fimmtudaginn 14. júlí 1960.
É'g hef aldrei séS nema
mjög lítið af mínu eigin landi.
Sumarstörfin hafa bundið mig
á sama stað. Og á vetrum er
minna varið í að ferðast hér
norður frá. Hef þá leitað sól-
ar ocj hlýju í suðurátt og eign-
azt þar með nokkrum sumr-
um fleiri en vetur.
Vöxtur og viðgangur bæjanna ber
víðast hvar mark kaupfélaganna
„Ferðin með Esju var fróðleg og skemnitileg
fyrir mig að minnsta kosti, og svo held ég að
hafi verið um okkur alla farþegana, sem vorum
í hringferðinni", segir Vigfús Guðmundsson í
grein þessari.
--------------------------------------------------
Vigfús Guðmundsson gestgjafi er ný-
kominn úr hringferð með Esju um-
hverfis landið, og fór blaðið þess á leit
við hann, að hann ritaði frásögn af ferða
laginu, og birtist hún hér.
«. . — ...................... ■ s
skips ein af mínum ágætustu j bæjarstiórann, sem lltur út
starfsstúlkum úr Hreðavatns- fyrir að stjórna ríki sínu með
skála, sem þama býr. Er það prýði.
þó mikið sagt, því margar . Raufarhöfn er aftur á móti
hafa þær verið ágætar s.l. 27 andstaða við Húsavik og skal
ár „í hrauninu". ekki meina um hana sagt.
_______ En Þórshöfn er lagleg að
sjá af höfni'nni, en þar er
Akureyri þekkja flestir fyr- ekki hafskipaðryggja, sem
rr fegurð og snyrtimennsku. Esja gæti lagst við.
En þó er hún máski allra fræg Veðrið var alltaf sama sól-
ust meðal ferðamanna fyrir skinið og blíðan. Nú fóru
sinn mikla og fagra skógar- j margir farþeganna, sem mik
gróður. Þegar ég var að ganga! ið héldu sig á þilfari í hvílu
þar um Lystigarðinn upp á ■ stólum að verða brúnir og
brekkunni átti ég tal við út- rjóðir, svo að þeir minntu
En mér hefur oft leiðst hve
lítið ég þekkti þetta fagra ætt
land mitt af eigin sjón. Það
var eln af ástæðunum fyrir
því að ég kvaddi sumarstarf
mitt og þann fagra og heill-
andi stað, sem ég hef dvalið
á að aumrurn nú um fjölda
ára. Iangaði til þess að sjá
land mitt áður en lífsfjörið
dvínaði meira en orðið er.
Ferðin með Esju var fróð-j
leg og skemmtileg fyrir mig i
a.m.k. og svo held ég hafij
verið fyrir okkur alla far-
þegana, sem vorum í hring- 1
ferðimui.
Ylgja fyrir Vesturlandi
Til Vestfjarða var samt
hálfgert ruddaveður. Talsverð
ur viMdur og rigning mikil.
Spúðu margir farþegana all-
mikið ;/fir Faxaflóa og Breiða
fjörð. Fyrst var komið við á
Vestfj&rðaþorpunum flestupa,
og rahst ég þar víðast á ein
hverjs kunningja. En því
miður sá ég ekki nema eina
af míhum fjölmörgu vinkon
um á Patreksfírði, en hana
auðvit að góða! Á Patreksfirði
var ausandi rigning og þann
ig var það oftast á Vestfjörð
um. — Á einstaka stað þar
vestra var þó búið að slá tún
bletti, og sögðu menn mér
að sumir blettanna hefðu
verið orðnir svo mikið sprottn
ir að tæplega væri hægt að
flekka heyið á þeim.
Þegar komið var norðarlega
á Vestfirðina fór að létta til,
og fór ég þá að þekkja fjöll-
in frá hafinu að sjá, síðan
ég var þar skútukarl á æsku
árunum. Á ísafirði var stanz
að lengst, og er það þokka-
legur og vingjarnlegur bær,
sem við farþegarnir gátum
skoðað allvel.
Sól yfir Hornbjargi
Þegar kom norður fyrir
Hombjarg, birti alveg upp og
varð indælt sólskin og sumar
úr því fyrir öllu Norðurlandi
og Austurlandi, suður á
syðstu Austfirði. Samt faldi
miðnætursólin sig oftast bak
við lága skýjabakka úti við
sjóndeildarhringinn. Einu
sinni klukkan um eitt að
„Þegar kom norSur fyrir Hornbjarg, birti aiveg UPP og varS indælt sólskin'
'nóttu, þegar .verið var að fara
fyrir Langanes, skein hún þó
• skært í gegn um þunnan
j skýj abakka dálitla stund og
j hellti geislum sínum yfir
spegilslétt hafið. Og var það
fögur sjón.
Þegar við vorum á Siglu-
i firði voru fyrstu bátarnir að
koma að bryggjunum með
■ síldina. Léttust Siglfirðingar
heldur á brún að sjá þessa
silfurglitrandi veiði ljomna
' að landi norðan úr höfum.
Á Siglufiarftarskarði
Það var skemmtilegt að
koma á Siglufjörð, og Siglfirð
inga hefur mér venjulega fall
ið mjög vel við sem gesti mína
í Hreðavatnsskála. En slíkt
get ég nú líka sagt um fjölda
marga aðra, þar á meðal
Akureyringa, sem komið hafa
í vaxandi mæli til mín „í
hraunið“ síðustu. sumrin.
Vinur minn, Bjami Jó-
hannsson, rakst á mig á götu
á Siglufirði og bauð mér og
1. vélstjóra með sér upp á
Siglufjarðarskarð. Þaðan var
indælt útsýni yfir Fljótin og
Skagafjörð í glampandi sól.
Hefði verið ánægjulegt að
geta dvalið lengur á Siglu-
firði. En Esjan vár stundvís
og slórði ekki, og allir urðu
þá líka að vera stundvisir.
Þegar kom inn fyrir mynni
Eyjafjarðar var fjörðurinn
alla leið til Akureyrar kol-
mórauður af leysingavatni úr
ánum er falla í hann. Bænda
býlin beggja vegna við fjörð
inn var fögur sjón í skæru
sólskininu. Vel máluð, reisu-
leg hús með fagurgræn, stór
tún umhverfis. Á Dalvík var
stanzað stutt. En þar er orðið
þó nokkuð stórt, vel byggt
þorp, og geðþekkt um að lit
ast. Þar kom af tilviljun til
lendinga, sem líka voru þar
á gangi i garðinum. Sögðust
þeir alls ekki hafa búizt við
að nokkur blettur væri til á
íslandi eins og þessi yndislegi
draumfagri lystigarður. -
Túnin í Húsavík
Þá þótti mér Húsavík sér-
staklega myndarlegt kaup-
tún og ménningarlegt. Hefur
kaupfélagið átt sinn drjúga
þátt í að setja menningar-
svip á staðinn og svo var einn
ig um kaupfélögin á Dalvík,
Akureyri og víðar um iandið.
Óviða í kauptúnum eru eins
stór og fögur tún eins og í og
umhverfis Húsavík. Eg var
svo heppinn að rekast á Jónas
bilstjóra á götunni, einn af
mínum trölltryggu og
skemmtilegu gestum í fjölda
ára, og fræddi hann mig um
margt úr fortíð og nútíð á
Húsavík, sem vert mun til
frásagnar, en nú skal samt
sleppt. Bærinn og umhverfið
er viðfeldið og bæjarbragur
og umgengni til sóma. Því
miður tókst mér ekki að sjá
mikið á Indíána í Vestur-
heimi. Hitinn var oft um 20
stig.
Á Austfjörðum
Vopnafjörðurinn var fyrsti
staðurinn á Austfjörðum,
sem farþegar fóru á land, og
þó fáir. Þar var auðsjáanlega
margt í framför, en líka
margt ógert sem bíður fram
tíðarinnar.
Borgarfjörður var næsti
viðkomustaður. Farþegar
■gátu ekki farið í land. En fag
urt er að sjá frá höfninni
græn og stór tún, vel byggt
og fögur og tilbreytingamikil
fjallasýn. Fer vel á því að
þessi afskekkta, fagra byggð
skuli hafa fóstrað meistar-
ann Jóhannes Kjarval.
Þröngt fannst mér á Seyðis
firði og Björgvin var vestur
í Borgarfirði. En fagurt var
þó í sólskininu með hinum
slétta firði, og fagrar skógar
hríslur prýða bæihn hér og
þar.
En Norðfjörður hefur borið
af Austfjörðum með fram-
„Þegar ég var að ganga um Lystigarðinn á Akureyri, hitti ég útlendinga,
sem sögðust ekki hafa búizt við, að nokkur blettur væri til á íslandi eins
og þessi yndislegi draumfagri lystigarður".