Tíminn - 14.07.1960, Síða 9

Tíminn - 14.07.1960, Síða 9
T^-t^yr fiÐMnfaðaeton l4. 9 kvœmdalííiS, og aS ýmsu lejrti á fleiri sviðum. Athafnalíf á Eskifir’Si Sá staður á Austfjör'ðum, sem kom mér mest á óvart var Eskifjörður. Um það leyti sem Eysteinn varð þingmaS- ur Sunnmýlinga var Eskifjörð ur talinn einhver allra aum- asta byggð á fslandi og var mikið farið að ráögera að flytja fólkið þaðan á aðra staði á landinu, þar sem það gæti heldur bjargað sér. Nú er þetta að verða eitt mesta framkvæmda- og framfara- kauptún landsins. Fólkinu er að fjölga og komið að átta hundruðum. Nær allir virðast búa við rúm og góð kjör. Eg hitti þarna á götunni þægi- legan Þingeying, nú búsettan á Eskifirði, Jónatan Helga- son, sem hafðl stundum ver ið gestur í veitingaskála mín um. Hann sýndi mér kauptún ið. Þarna er nýlega búið að byggja fallegt og stórt félags heimili af öllum félögum kauptúnsins en þau eru mörg. Glæðir það mjög og eykur skemmtana- og félags lífið. Verið er að byggja all- stóra sundlaug sem hita á upp með rafmagni og hlakkar æskufólkið mjög til, þegar það fer að fá tækifæri til að iðka sund í lauginni. Þeir þarna hafa haft 5 all stóra vélbáta, er sækja róðra þar að heiman og fiskuðu vel í vetur í tvö frýstihús, sem eru á sbaðnum, og sumir þeirra voru í fremstu röð síld arflotans í fyrrasumar með afla. Nú voru tveir nýbyggðir stálbátar að koma frá Noregi, 150 smálesta hvor, og bætast við í bátaflotann. Lá annar heima við bryggjuna, mjög laglegt skip. Og allir bátar skyldu norður fyrir land á síld. Sumir bátanna voru byrjaðir að veiða þar. Nær allir sjómenn á bátunum: skipstjórar, stýrimenn, vél- stjórar og hásetar eru heim- ilismenn í kauptúninu. Mikill hugur virðfst í mönnum þarna að auka síldveiðarnar og það var að heyra víða um Austfirði. Enda var verið að ■stórstækka sildíarþróna á Eskifirði og svipað er það víð ar. Hafskipabryggjan er að verða of lítil á Eskifirði og er ráðgert að stækka hana til muna bráðlega, enda mjög auðvelt, þar sem mikið hyl- dýpi er fast að hafnarbakk anum og höfnin ágæt. Síld og annar fiskur hálffyllir stundum fjörðinn, en á öðr- um tímum er mjög langt að sækja til fiskjar. Kaupfélag og Pöntunarfélag eru hvert við hliðina á öðru í miðju kauptúninu og starfa bæði með blóma, var mér sagt. Skógræktin á EskifinSi Eitt af því sem ég var allra hrifnastur af á Eskifirði var hin mikla skógrækt í kaup- túninu. Fagrir og fjölmargir skógarreitir í örum vexti prýða mjög við mörg hinna nýlegu og snotru einbýlishúsa seih fjöldi einstakra verka- manna eiga. Á hverju ári er plantað fjöldi trjáa, sem vaxa vel, þótt við sjó sé. Mun ung mennafélagið hafa átt sinn mikla og markverða þátt í ræktun og ýmsum dáðum í þessu kauptúni. Skúli Þor- steinsson, hinn ágæti ung- mennafélagi, sem ég þekki af öllu góðu síðan í ungmenna fél.störfunum á Farfuglafund um Velvakanda á árunum, var þarna lengi starfandi ung mennafélagi, og svo mun líka hafa verið um leiðsögumann minn, Jónatan. En góð ung- mennafélög hafa oft verið víða til ómetanlegrar vakn- ingar og þroska. Meiri hluti húsa á Eskifirði eru ný eða nýleg, myndarleg og vel frá gengið umhverfis þau. Og flestir íbúanna eiga sín eigin hús. Nær 20 hús eru í smíðum. Engin byggð á ís- Landi hefur farið eins langt fram úr því sem ég bjóst við að hún væri áður en ég kynnt ist henni af eigin sjón, eins og Eskifjörður. Þar er veru- legur gróandi. Merki kaupfélaganna Á Reyðarfirði var stanzað fremur stuttan tíma og var aö koma nótt. En þar er fall- egt, góðar bryggjur, ræktun, og kauptúnið bar kaupfélags skapnum mikil merki eins og svo fjarska víða meðfram ströndum landsins. Þeir, sem eru kaupmanna- sinnar geta tæpast borið á móti því með réttu, að verzl •unargróði lcaupmanna verður ótryggari sem eign eða um- bótafé í héruðum, þar sem „Sá staður á Austfjörðum, sem kom mér mest á óvart, var Esklfjörður . . . Nú er þetta að verða eltt mesta framkvæmda- og framfarakauptún landsins". ,Þá þóttl mér Húsavík sérstaklega myndarlegt kauptún og menningarlegt'" hans er aflað, heldur en verzl unargróði kaupfélaganna, sem er ýmist úthlutað til kaupfélagsmanna eða þó öllu meira settur í eignir og um bætur þar sem kaupfélögin starfa. Þau félög virðast „leggja gull í lófa framtíðar- | innar“. í Á Fáskrúðsfirði var sein- j asta þurrviðrið og sólskinið. j En þar var tæpast eins álit- j legt um að litast og á síð- j ustu fjörðunum en þó var j auðséö að þar var einnig ! margt í framför. En á Stöðvarfirði var kom in rigning og hin indæla sól ! skinsblíða á enda. Fór ég þar j einn farþega upp í kaupfélag ið, sem er mjög gróðursælt og vel byggt og virtist aðlað- andí, þrátt fyrir rigninguna. Hafði ég haft í huga að sjá minn elskulega æskufélaga, Sigurbjörn Guttormsson. En j áður en því marki var náð, i hörfaði ég til baka í óveðrinu. ! Þá mætti ég hinum ágæta fé : laga, Guðmundi Björnssyni, á leið til skipsins, og var hann hress og kátur að vanda. En þar sem stutt var viðstaða| Esju, kvaddi ég Guðmund bráðlega og fór til skipsins. En svo leizt mér á mig á Stöð varfirði, að þangað myndi ég gjarnan vilja koma aftur. Á Breiðdalsvík og Djúpa-l vogi var mjög stutt viðstaða. Kom þó á land á fyrrnefnda staðnum, en ekki sá ég Sigur ión í Snæhvammi, sem oft kvað lipurt og létt í Dvöl hjá mér forðum, enda er aðal- byggðin talsvert langt frá I ðafskipabryggjunni. j ? Va^tmannAeymm sveibarmenn og „giftu“ marg ir sig á leiðinni. En við Esju- búar vorum orðnir sjóvanir. Var hinn mesti homahljóm- ur þennan dag í Eyjum hjá landsambandi hornaleikara og spiluðu yfir hundrað manns á stóru túni upp í bæn um fyrir almenning um miðj an daginn. Safnaðist þar fjöldi manns saman að hlusta á hinar ágætu hljóm- sveitir, og höfðu hina beztu skemmtun af. !pdælt á Esíimn; í hverju þorpi og bæ um- hverfis allt landið hafa ein- hverjir vikið að mér kunnug lega og heilsað mér með nafni. Sannfærir það mig enn betur en áður um að ekki væri þægilegt fyrir mig að strjúka um ísland, án þess aö ég þekktist! Með Esjunni var alveg ágætt að ferðast. Matur fram úrskarandi mikill og góður. Við vorum um 30 hringfarþeg ar um landið frá Reykjavík og svo nokkrir frá Vestmanna eyjum í viðbót, t.d. Þórður Jónsson frá Látrum með frú; 3 ágætar konur frá ísafirði o.fl. Allir voru sem systkyni alla leiðina. Reglulega ánægju legir ferðafélagar. Þetta er í fyrsta sinn sem ég ferðast iangferðir í hópi íslendinga, nema að og frá landinu. Skip stjóri og 1. vélstjóri borðuðu með farþegunum. Sérstak- lega alúðlegir menn. Og þá voru ekki starfsstúlkurnar á skipinu síztar. Þær voru al- veg indæiar stúlkur, bæði norður úr allri suðvestan brælunni, þá yrði ferðalagið eyðilagt fyrir okkur. En það varð ekki, veðrið snerist í sí- fellda blíðu og glaða sólskin og fyrir það varð ferðin mjög ánægjuleg. Séu ferðir umhverfis land ið farnar sem skemmti- og kynningarferðir, sem er alveg upplagt, þá held ég að það væri gott að hafa fararstjóra með, sem m.a. væri kunnug- ur sem flestu á leiðinni og er væri góður til að gangast fyr ir skemmtiatriðum og ýmsri tilbreytingu í skipinu t.d. á kvöldin. Þegar ég er nú að hugsa um hina ánægjulegu ferð um hverfis landið, þá dettur mér í hug að líklega væri slíkt ferðalag engu lakara en ýms ar ferðir til útlanda, þótt sízt skuli ég lasta það að ferðast erlendis. Þótt allra bezt sé það þó um fjarlæg sólarlönd, og þá einkum á suðurhvelinu, þegar vétur er hér nyrðra. Vigfús GuðmuncLsson. Rífa upp kartöflugrös Á laugardaginn voru rifin upp 60—70 kartöflugrös í garði við Reykj avíkurveg suður af Tívolí. Sást til nokk urra smákrakka við þessa iðju, en þau voru farin þegar komið var á vettvang og er ekki vibað hver þau eru. Á hverju sumri eru nokkur brögð að því að farið sé í garða og þeim spillt, einkum verða þeir sem ætla sér að rækta gulrófur, fyrir barðinu á fingralöngu smáfólki sem geðjast sá ávöxtur. Rannsókn arlögreglan, sú deild, sem fjallar um mál barna og ung linga, æskir upplýsinga um krakkana sem fóru í áður- nefndan kartöflugarð á laug ardaginn, ef einhver vissi deili á þeim — svo hægt sé að vanda um við þau. | Til Vestmannaeyja var j skemmtilegt að koma. Og skoð i uðum við farþegarnir okkur ! mikið um þar. Fórum við m.a út að Stórhöfða, þar sem oft- ast blæs, eftir veðurskeytum að dæma. Skoðuðum við okk- ur um í Herjólfsdal, sem er fagur og rómantískur, og margt var nýstárlegt að sjá í Vestmannaeyjum. Esjan sótti á annað hundr að manns til Þorlákshafnar á laugardagsmorguninn og flutti út til Eyja, mest lúðra sem þjónar og þernur Var mér oft aö detta i hug, hve gamli góði sveitungi minn og ! mskuvinur, Guðjón Teitsson, ! forstjóri, hefði verið heppinn j eða útsjónarsamur að ráða úr valsfólk til starfa á Esjunni. En hann er líka af greindu og góðu búfólki komiiin í Borg arfirði. Það var góð ferð að fara (umhverfis landið með Esju, . sé gott veður. En við farþeg I arnir vorum stundum að tala í um á leiðinni vestur um Vest I firði, að ef veðrið snerist í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.