Tíminn - 14.07.1960, Qupperneq 12
TIMIN N, fimmtudagmn 14. júlí 1960.
I
fœSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON
Verja Conolly-hjónin
titla sína í Róm?
Um næstu helgi fer fram í Bandaríkjunum úrtökukeppni fyrir
konur í sambandi við Ólympíuleikana í Róm. Þar keppir meðal
annarra Olga Conolly, sem myndin er af hér fyrir ofan. Um síðustu
helgi varð hún bandarískur meistari í kringlukasti með 47,39 metra.
í fyrri viku vann hún eið sem bandarískur borgari — og getur því
keppt fyrir hönd síns nýja föðurlands á Rómar-leikunum. Olga or
ein af kunnustu iþróttakonum heims undir nafninu Fikotova. Hún
er tékknesk og varð ólympíumeistari í Melbourne 1956 í kringlu-
kasti. Þar kynntist hún bandariska sleggjukastaranum Harold Con-
olly, sem varð ólympíumeistari í sinni grein og síðar heimsmethafi,
og það varð ást við fyrstu sýn — eins og rakið var hér í blaðinu
á sinum tíma, og eftir mikið erfiði tókst Harold að fá Olgu með
sér til Bandarikjanna frá Tékkóslóvakiu. Hann fór þá meðal annars
til Tékkóslóvakíu og ræddi við yfirvöldin þar, og á heimleiðinni
kom hann við hér á íslandi, og keppti hér og kenndi í sleggjukasti
Þau Olga og Harold eiga einn son. — Harold Conolly hefur þegar
tryggt sér rétt í Ólympiulið Bandarikjanna og mun því verja tltil
sinn í Róm — og nú er að vita hvort Olgu tekst þetta einnig —
en allar líkur eru taldar til þess, enda lítið um snjallar iþróttakonur
í Bandaríkjunum í kastgreinum frjálsra íþrótta.
Akurnesingar sigruöu unglinga-
landsliöið með 4 mörkum gegn 0
— Skoru'ðu þrjú mörk fyrstu tíu mínúturnar
Leikur Kelsey í markinu vakti mikla athygli,
og Dodgin og Clampton léku einnig mjög vel
Akranesliðið, styrkt með|og Sveinn Jónsson vel saman, og
Arsenal-leikmönnunum bram- Sáfu knöttinn til Arnar Stemsen.
ur, sigraði
Þ™™ | sem komst frír innfyrir vörn Ak-
unglingalandslidjutnesjngaj en hajm Spyrnti fram
KSI í Njarðvíkum í fyrrakvöld
með fjórum mörkum gegn
engu. Ekki gefur þessi marka
tala rétta mynd af gangi leiks
ins, því hann var ekki ójafn,
en ekkert virtist geta lánazt
hjá unglingalandsliðinu, þeg-
ar að marki kom, utan einu
sinni að Sveinn Jónsson skor-
aði ágætt mark, en sökum
kunnáttuleysis dæmdi línu-
vörður markið af, og dómar-
inn fór eftir honum, þótt hann
segði eftir ieikinn að það
hefðu verið mistök. En leik-
menn Akraness voru yfirleitt
fljótari á knöttinn og léku oft
á tíðum vel saman, svo sigur
liðsins var réttlátur, þótt
markatalan sé fullmikil. Kels-
ey sýndi frábært öryggi í
marki.
Unglingaliðið breyttis't mjög frá
þvi, sem það var upphaflega valið.
Enginn úr öftustu vörninni, sem
valinn var, gat leikið, og veikti
það liðið mjög, einkum þó fjar-
vera Rúnars Guðmannssonar, en
hann meiddist lítilsháttar í leikn;
um við Akranes á sunnudaginn. í
staðinn léku í vörninni Reynir
Smith, KR, Björn Júlíusson, Val,
og Birgir Lúðvíksson, Fram. Nokk
uð sterkur vindur var af norðri,
þegar leikur hófst og kaus fyrir-
lði unglingaliðsins, Þórólfur
Beck, að leika undan vindinum.
Akurnesingar hófu því leik, og
trunuðu beint upp með knöttinn
c.g inn í vítateig unglingaliðsins.
Þar náði Ragnar Jóhannsson, fram
vörður, knettinum, en missti hann
mjög klaufalega frá sér til Clampt
on, miðherja, sem þakkaði gott
boð og spymti óverjandi í mark
— og var þá varla ein mínúta
liðin af leik.
Þrátt fyrir þessa slæmu byrjun
fyrir unglingaliðið náði það þó á
efiir góðum sóknartilraunum og í
einni þeirra komst Þórólfur frir
að markinu, en spyrnti beint á
Kelsey, markvörð.
En þetta stóð aðeins skamma
stund 02 á 8. mín. átti Helgi Björg
v.nsson gott skot á markið, sem
Reimir varði.
Og þegar rúmar 10 mín. voru
r.f leik skoraði Akranes annað
r.iark. Clampton var þá með knött
inn og lék vörnina í sundur og
sendi síðan til Helga Björgvinsson-
ar, sem komst frír að markinu og
sicoraði hann örugglega. Og tveim-
ur mín. síðar bætti Clampton
sjálfur þriðja markinu við. Hann
var með knöttinn á vítateig og
spyrnti föstu skoti á markið, og
knötturinn hafnaði í netinu.
Síðar í þessum hálfleik fékk
unglingaliðið tvö mjög góð tæki-
freri til að skora. en ekkert lán-
aðist. Á 20. mín. léku Þórólfur
hjá marki. Og nokkru síðar lék
Þórólfur vel á Dodgin, síðan plat-
aði hann Kelsey markvörð, og
markið stóð opið fyrir framan
hann, en Þórólfur spyrnti knett-
inum í hliðarnetið. Þarna fór gott
tækifæri illa.
Og á 33. mín. bættu Ákurnes-
ingar fjórða markinu við og var
það mjög ódýrt. Helgi Björgvins-
son átti laust skot á markið frá
vítateig, og öllum til undrunar
gerði Heimir enga tilraun til að
verja, og knötturinn rann inn í
markið. Engin skýring er á þessu
önnur en sú, að Heimir hafi ekki
séð knöttinn. Hálfleik lauk því
nieð fjórum mörkum gegn engu,
og útlitið var ekki gott fyrir ung-
h.ngaliðið, sem á'tti nú einnig að
sækja gegn vindinum.
En svo einkennilega vildi til að
leikurinn var miklu jafnari í síð-
ar: hálfleiknum og þá var ekkert
mark skorað — en tækifæri vant-
aði þó ekki á báða bóga. Til dæmis
komust framherjar Akraness
nokkrum sínnum fríir að mark
inu, en Heimir og síðar Gunnlaug-
ur Hjálmarsson vörðu vel, eða
framherjarnir spyrntu framhjá.
Tveir af leikmönnum unglinga
liðsins urðu að yfirgefa völlinn
í þessum hálfleik. Fyrst Ellert
Schram, sem hafði verið einn
bezti maðu'r liðsins, og síðar
markmaðurinn Heimir, sem
meiddist talsvert illa, og það
fyrir hrottalegan leik eins Akur-
nesingsins. Knettinum var þá
spyrnt að markinu og Heimir
greip knöttinn örugglega, og ætl-
aði að fara að losa sig við hann,
þegar Helgi Björgvinsson kom
á mikilli ferð beint á Heimi og
kastaði honum í völlinn. Fékk
Heimir slæmt högg á hnéð —
cg verður frá Ieik nokkurn tíma.
Þetta var mjög hugsunarlaust
atvik hjá Helga, og ekki likt
h.onum, þar sem hann er yfirleitt
mjög prúður leikmaður — og
þess leiðinlegra fyrir hann að
verða fyrir þessu. En dómarar
eiga að taka strangt á slíkuttf
leik, og það e’r slæmt til þess
að vita hve margir knattspyrnu
menn cru nú frá vegna meiðsiá,"
og alvarlegt athugunarefni.
En snúum okkur að leiknum
aftur. Á 13. mín. átti Þórólfur góð
an skallknött á markið, en Kelsey
varði mjög vel og á 18. mín. átti
unglingaliðið snöggt upphlaup og
Sveinn átti gott skot, sem hafn-
aði í markinu.
En öllum til undrunar veifaði
Iínuvörðurinn og dómarinn
dæmdi markið af. Ég spurði línu
vörðinn strax hvers vegna hann
hefði dæmt markið af, og sagði
hann að Þórólfur Beck hefði
Kelsey nær hærra en Þórólfur og grípur knöttinn á höfði miöherjans.
Svipuð atvik komu oft fyrir í ieiknum. Til hægri er Jón Leósson og mið-
vörðurinn Dodgin til vinstrl. Ljósmynd: Sveinn Þormóðsson.