Tíminn - 14.07.1960, Síða 14

Tíminn - 14.07.1960, Síða 14
14 TÍMINN, fjmmtudagiim 14. jnlí 196« Eldhúsið var ekki beint ný- tízkulegt, en_ mjög hreint og snjrrtilegt. Á eldhúsborðinu voru staflar af bögglum meS matvælum. — Jæja, börnin mín, hefjist þá handa. Eg ætla að fá mér frískt loft og reykja eina sígarettu. Hún horfði stríðnis lega á þau, um leið og hún fór út um eldhúsdyrnar, sem lágu út að garðinum. — Hún er ágæt, finnst þér það ekki? sagði Clark. — Eg varð að tala við þig i einrúmi og þetta var eina lausnin. — Veit hún eitthvað? sagði Natalía fljótmælt. • — Hún hefur sjálfsagt sín ar grunsemdir. — Um hvað? — Að ég er ástfanginn af þér, sagði hann. Natalía þagði um stund. Svo hló hún óstyrkum hlátri. — En það er fráleitt. — Er það? spurði hann. Hann horfði' alvarlegur á hana. — En það er fráleitt. Hún hló ekki og röddin skalf ei- lítið. Hann hristi rauðan kollinn. — Nei, það er ekki fráleitt. Það er satt, sagði hann lág- róma. — En . . . Hún fann roða hlaupa fram í kinnarnar, — en við þekkjumst svo lítið. — Gerið þér ekki rellu út af því, sagði hann og brosti nú aftur. — Og auðvitað þekkjumst við. Eg skal veðja við þig, að við þekkjumst bet ur en þið Frin. Við þekkjum hvort annað út og inn, þú og ég. En ég skal hætta að tala um þetta, ef þú villt? Hún fann að hún vildi gjama að hann héldi áfram að tala svona. Það hlaut að vera af hégámagirnd, því að auðvitað var hún ekki ást- fangin af honum . . . henni leið bara svo undarlega vel að vera nálægt honum. — Æ ... ég veit það ekki, Clark . . . en þú veizt um hug minn til Frins. — Já, þú varaðir mig við á leiðinni hingað í áætlunar bílnum, Natalia. Ég vildi bara að þú vissir hvernig ég hugsa til þín. Það gæti kannski hjálpað þér . . . hjálpað þér að skilja að þú getur alltaf leitað til mín og ég mun alltaf vera reiðubúi'nn að gera hvað sem er fyrir þig, vegna þess að ég er ástfang- inn af þér. Skilurðu mig? — Já, sagði hún. Þau þögðu um stund, en þögnin var ekki óþægileg, þeim leið báðum vel og þótti notalegt að þegja saman. — Clark, sagði hún skyndi lega, ég er hrædd. Það hefur ekkert sérstakt gerzt og samt sem áður . . . samt finnst mér svo margt hafa gerzt . . . eitthvað ógnandi . . . — Hvað áttu við? spurði hann skjótmæltur. — Smámuni, sem kannski skipta engu máli . . . það er ekkert sem gerizt, það er . . . það er aðeins andrúmsloftið. Eg veit ekki, hvernig ég á að útskýra það. Þetta stafar kannski allt af því, að ég held, að hr. Valentine sé mað urinn, sem ég sá . . . nóttina hræðilegu. En kannski er þetta allt ímyndun. — Eg hef sett mig í sam band við lögregluna, sagði Clark. — Þeir eru að athuga, hvort hr. VaSentine hafi í rauninni verið í Skotlandi þegar þetta gerðist. En ég er ekki viss um það að það borgi sig fyrir mig að tala meira um þetta við hann að sinni. Hann tortrygir mig þegar. — Get ég spurt hann? — Nei! Hann greip þétt um hönd hennar. — Þú mátt ekki hegða þér ógætilega. Hann getur tortryggt mig, en hann veit að mér getur reynzt erf- itt að koma með sannanir gegn honum. En þú . . . þú varst þarna. Þú varst vitni að morðinu, ef það var morð. Og ég get svarið að svo var. Þú heldur kannski að ein- hver hætta vofi yfir Frin, vini þínum, en gerirðu þér ekki ljóst, að þú ert í ennþá meiri hættu. Eg vildi óska að þú fengist til að fara héðan og strax til London. — Eg sagði þér, að mér væri það ómögulegt. — Eg skil . . . ég skil, sagði hann. — Svona er ástin, er það ekki. Rödd hans var bitur. — Gott og vel, þú vilt ekki fara. Þú elskar Frin. En þú verður að gæta þín, þú hlýtur að skiija það. Hún fölnaði. — Eg . . . ég bélt ekki . . . — Nei, ég skil þig. Þú hefur verið með allan hugann við Frin. En nú verður þú að fara I að hugsa um sjálfa þig . . . l Þú verður að vera vel á verði —hverja sekúndu allan sólar hringinn. Þú veizt að þú ert í hættu, þú hefur séð með eigin augum, hvað hr. Valen tine getur verið hættulegur. — Já, hvíslaði hún titrandi röddu. Hann hélt enn um hönd hennar og þrýsti hana svo fast að hana kenndi til. — Það er engtnn vafi á að hann vill fúslega losna við mig og jafnvel við Frin Uka, þó að ég geti ekki fullkom- lega skilið, hvers vegna hann ætti að vilja gera stjúpsyni illt. Það getur náttúrlega ver ið í sambandi við arfinn, en við vitum það ekki fyrir víst. Hún skalf eins og strá. — Eg hef verið að hugsa um það. Frin er mjög eftirvæntingar fullur að fá peningana. Hann ætlar að setja þá í fyrirtæk- ið, sem við vinnum við. — Það getur vel verið, að peningarnir séu til og^alveg öruggir. En ef svo er ekki, reynir hann eflaust að losa Þau þögðu enn, svo sagði Clark: — Segðu mér meira. ' Allt. En vertu íljófc. Við meg um ekki vera of lengi' í burtu. j Hún hafði sagt, að ekkert sérstakt hefði gerzt, en þeg- ar hún var byrjuð að tala, kom hver atburðurinn af öðr ' um upp í huga hennar. Hún sagði honum frá samfcalinu, ; sem hún hafði heyrt í forn- minjaverzluninni og hún gleymdi heldur ekki að segja honum það sem Bert hafði sagt um móður Frins. — Þetta var fróðlegt, sagði hann þegar hún þagnaði. — Hann hefur kannski fleiri morð á samvizkunni en við skij>a fyrir og þá tekur þetta enga stund. Og þeim tókst að útbúa xnat inn á fáeinum mínútum og báru hana í stofu. Réttimir voru margir osr girnilegir. Og ekki þurfti að hvetja gesfcina til að fá sér. Clark hafði útvegað næg ölföng og kætin var mikii. Natalíu þótti vænt um að sjá hvað Clem undi sér vel. Adri an vék ekki frá henni eitt andartak. — Þið voruð lengi í eldhús- inu, sagði Frin gremjulega, þegar hann kom til hennar. Hún reyndi að vera glað- Hættulegt sumarleyfi Jennifer Ames : 24. iWWiWiWWiWiWiWiWiWÍWÍWiWiWtfMili sig við Frin líka. — Hvað viltu að ég geri? sagði hún og horfði biðjandi á hann. i — Fyrst þú vilt ekki fara I til London er aðeins eitt, sem þú getur gert, verið varkár. Vertu alltaf á verði. Ef hann I stingur uppá einhverju, skalt ; þú láta sem þú þurfir að í- ! huga það, láttu hann halda að þú ætlir að samþykkja það. Kannski vonast hann til að fá þig til að þegja eftir öðrum leiðum en morði. Ef til vill . . . ef til vi'll ekki. En ég veit að allir glæpa- menn, hversu harðsoðnir sem þeir eru, reyna að finna aðrar leiðir, áður en þeir grípa til þess ráðs að gera út af við fórnarlambið. Það gæti verið hann reyndi að losa sig við okkur öll þrjú, ef hann gæti látið það líta út sem slys. — Og ef ekki? hvíslaði hún. — Eg veit það ekki, sagði hann. — Eg veit bara, að hann telur mesta hættu stafa frá þér. Þau þögðu. Klukkan á ; veggnum tlfaði óþarflega hátt. — Gættu þín, elskan mín, sagði Clark þýðlega. héldum. 1 — Eg trúi því ekki, að móð ir Frins hafi verið orðin vit- skert, þegar hún dó, hvað( sem hver segir, sagði Natalía.' — Nei . . . og hún þarna, þjónustustúlkan sagði að frú in hefði ekki viljað deyja. En þegar hún dó . . . fékk hr. Valentine umráðarétt yfir peningum hennar þar til son urinn yrði tuttugu og fimm ára. Og hann verður þaö í næstu viku. — Já, og einmitt þess vegna er ég svo hrædd, sagði hún. Hann kinkaði kolli án þess að segja nokkuð. — Mér þykir vænt um að ég er hérna. Eg get vemdað þig . . . vona ég . . . að einhverju leyti. En þú verður að leika vel, Nat. Settu þig ekki upp á móti neinu, sem hann segir. Gelia kom inn til þeirra. — Jæja, er maturinn tilbúinn? j spurði hún glaðlega? — Hvað, ( eruð þið ekki einu sinni byrj I uð, nú, við skulum nú sjá, hvort ekki er hægt að bjarga þessu við. Og hún leit aftur stríðnis- lega á þau. — Allt í lagi, sagði hún og hló, þegar hún sá, að Natalia varð vandræðaleg. — Við erum enga stund, ég skal leg. — Finnst þér ekki árang urinn góður? — Eg veit það ekki. Ef Celia hefði ekki verið líka, hefði ég haldið að það væri eitthvað á bak við. — Við höfðum mikið að gera, Frin. —Eg vona það og ég býst ekki við að Clark hafi komið að miklu gagni, sagði hann stutbaralega og gekk frá henni. Bifreiðasalan við Borgartún 1 Við höí'um stórt sýningar- pláss. Þér sem hafið í huga að kaupa eða selja bíl, gjörið svo vel og hafið tal af Björgúlfi Sigurðssyni. Símar 18085 og 19615. SKIPA- OG BiFREIÐASALAN við Borgartún 1. W*V*X*V«X«V*X*'V*\.*V*V»X»V*'V*1 EIRÍKUR víðförli Töfra- sverðið 176 Her Eiríks kemst ekki hratt yfir því að hann hefur marga saerða menn að flytja. Á hverri st-undu býst hann við að ,sjá framverði Bor Khans. Þeir koma þar að sem Tsacha liggur, en sverðið er þar hvergi að finna. Einhver hlýtur að hafa orðið fyrri til. Þeir rannsaka umhverfið ná- kvæmlega, en finna engin spor, hvorki manna né hesta. Skyndilega hrópar Ormur upyfir sig. Menn- irnir líta við og standa síjarfir Eiríkur og menn hans eru um kringdir af velvopnuðum her flokki Bor Khans.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.