Tíminn - 14.07.1960, Side 16

Tíminn - 14.07.1960, Side 16
Furðalegt njósnamál afhjúpað: Ástarjátningin árangursiaus Hollenzka stjórnin vísar rússneskum stúdent úr landi Haag. — Hollenzki innan- rikisráðherrann E. H. Toxop- eus hélt um helgina ásamt yfirmönnum leyniþjónustunn- ar blaðamannafund í Haag, sem sennilega á sér fáa líka. Fundurinn hófst á því að ráð- herrann las upp furðulegan njósnarareyfara, sem í þessu tilviki hafði þó við full rök að styðjast, en aðalefni þessa ó- venjulega máls var það, að njósnararnir höfðu leitað fylgi lags við starfsstúlkur ýmissa stjórnarskrifstofa í þeim til- gangi að nota þær til að kom- ast yfir leyniskjöl ríkisstjórn- arinnar. Þetta óvenjulega njósna- mál hefur nú leitt til þess að hollenzka stjórnin hefur vís að rússneskum stúdent, sem kallaði sig Pjotr Smimov (rétt nafn hans er Serge Petrov) úr landi, en svo átti að hetita, sem hann næmi þjóðfélagsfræði við háskól ann í Haag. (Framhald á 15. sí5u). Þessí bátur er 110 ára gamall, smíðaður 1850 af Jónl Jónssyni í Akurey. Hann heitir Bliki, en núverandi eigandi heitir Kristján Jónsson og er líka úr Akurey. (Ljósm. JG) Höfnin er full af sandi Réttarhöld hafin í SuSur-Kóreu: Fjórar milljónir falsaðra atkvæða- seðla tryggðu „kjör” Rhees Rætt við sjómenn á Hellissandi Réttarhöld eru nú hafin í Seoul í S-Kóreu yfir þeim er ábyrgð báru á spillingunni or ríkti undir stjórn Syng- mans Rhee. Hefur 87 manns verið stefnt fyrir rétt, en hand járnuðu mennirnir á mynd- inni hér að ofan eru (talið frá vinstri): Choi In-Kyu, fyrrv. innanríkisráðherra, Choi Jae- Yoo, fyrrv. menntamálaráð- herra og Sohn Chung-Wahn, fyrrv. heilbrigðismálaráð- herra. Það var Choi In-Kyu, sem skipu- lagði kosningasvikin við forseta- kosningarnar og ekki er talið ó- liklegt, að dauðadóms verði kraf- iz* yfir honum vegna þeirrar spill ingar er hann innleiddi í S-Kóreu. Choi hefur nú játað fyrir réttin- um. að hann beri meginábyx'gðina á kosningasvikunum er tryggðu Syngman Hhee sem forseta — en le ddu hins vegar af sér uppreisn þjóðarinnar gegn spillingunni. Choi hefur játað, að kosninga svikin hafi farið fram á þann hátt, að áður en kosið var hafi 4 millj- ónum falsaðra kjörseðla verið komið fyrir í atkvæðakistunum, en A þann hátt hafi Rhee verið tryggð 40% greiddra atkvæða FYRIR- FRAM — eða áður en byrjað var ?ð telja. Choi sagði fyrir réttin- um, að þetta hefði verið nauðsyn- legt. í frjálsum kosningum hefði hvorki Syngman Rhee né varafor setinn Lee Ki-Pong verið kjörnir, en skv. hinum opinberu „útreikn- ingum“ fengu þeir félagar 80— 90% greiddra atkvæða. Auk þessa hefur Choi játað að hafa skipulagt harðsnúnar sveitir er áttu að fylgjast með því á kjörstað, að kosið yrði „rétt“ um leið og skipun var gefin um að fjarlægja fylgismenn andstöðu- fiokksins frá kjcrstöðum. En þetta nægði ekki — skipun var útgefin þess efnis, að þar sem þessar ráð- stcfanir dygðu ekki og talningin yrði óhagstæð mætti aldrei gefa annað upp en það sem Syngman Rhee og stjórn hans væri hag- stætt. Krossavík heitir hún. Þar lóa nokkrir trillubátar, stærri bátarnir róa frá Rifi, sem er skammt utan við Sand, en fiskinum er síðan ekið í kaup- túnið á vörubílum. Krossavikin er falteg vík, girt svörtum klöppuim, en í bo'.ninum er hvítur sandur, eins og á bað- strönd. Þorpið, Hellissandur, eða Sandur, heitir sennilega eftir þess um hvíta sandi. Það var aðeins ein trilla á floti núna. Það voru tveir menn um borð, og þeir voru að toga í spotta, sem lá niður í vélarhúsið. Þeir voru að koma fyrir línuspili, en iþar sem við vildum ekki tefja þá, gengum við upp bryggjuna, þar sem v,erið var að vinna við tvo báta, sem stóðu á þurru. Maður hefur a©taf betri tíma til að spjaRa, þegar báturinn manns er á þurru. Góður afli hjá Öldunni Stærri báturinn var hvítur, og það var verið að mála hann. — Ertu að mála? Svona spyrja menn á íslandi, þegar þeir tefja ókunnuga. — Já, það á að heita svo, sagði maðurinn og hætti a. mála. — Annars áttu þeir svo sem enga almennilega málningu fyrir sunn an, svo maður klínir þessu bara yfir skítinn. — Ætlarðu ekki að fara að fara á flot? — Jú, sagði maðurinn og hélt áfram að mála yfir skítinn. — Við förum bráðum að skoð’ann. Annars erum við tveir á. Ég og annar tii. Við rerum héðan aleinir í vetur. Allir aðrir fluttu sig að Rifi. Það þykir víst betra að róa . þar á veturna. Mér finnst samt ! bezt að róa héðan úr Krossavík, enda hefur það verið gert. Það reru einu sinni 30 trilhir úr Krossavík á vetrarvertíð, enda er þetta góð ver.stöð. Við fengum 110 lestir af fiski í vetur. Það gerir 1 á þriðja hundrað þúsund krónur. Gott fyrir tvo kalla það. i Iíann var aftur hættur að mála. — Ekki vera að taka myndir, sagði hann og benti á annan bát. Myndaðu heldur þennan svarta. Það er merkilegur bátur. Innan úr eyjnm, meira en 100 ára og enn í standi, sagði maðurinn, sem var að mála yfir skítinn. Smiðaár 1850 Maðurinn, sem var að vinna í svarta bátnum, leit upp, þegar við komum. — Jú, rétt er nú það. Hann er orðinn 110 ára. Smíðaður af Jóni Jónssyni í Akurey árið 1850. Þetta er góður bátur og aldrei hefur orðið slys á honum í þessi ár — og ekki hefur verið sótt minyia en annars staðar. Ég fókk hann eftir föður minn og ég mundi ekki selja hann, hvað sem í boði væri. Þetta er ættargripur, skilurðu. Gefinn mann fram af manni. Áð- ur en vélarnar komu, reru 9 menn á ’honuai, -n vél var sett í hann 1927, Scandía. Gamli svarti báturinn heitir (Framhaid a 15 >íðu i Þetta þykir þeim sem á skrifstofum sitja, ekkert sældarbrauð, að þurfa að kúldrast inni, þegar sólin hamast við að skína dag- inn út og inn. En þeir ættu bara að hugsa sér, hvað mjólkin verður góð næsta vetur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.