Tíminn - 16.08.1960, Blaðsíða 1
A«léi‘i#ai'símirm er
1 2 3 2 3
181. tbl. — 44. árgangur.
þriðjudagur 16. ágúst 1060.
Siqríður í þjóðbúningnum
Hér er Sigríður íklædd kyrtlinum bláa. Þess má geta hér, að hið mikla umtal, sem litur
þessa búnings hefur vakið, er tilhæfulaust með öllu. Menn rugla saman kyrtli og samfellu.
Kyrtil má hafa í hvaða lit, sem er, og má sjá þess dæmi í fornsögunum, að talað sé um
græna kyrtla, bláa kyrtla o. s. frv. Hitt er svo annað mál, sem enginn hefur minnzt á til
þessa, að sniðið samrýmist ekki með öllu því, sem hefðbundið er. Búningurinn virðist sníðinn
eins og blússa á kjól, að því er bezt verður séð. En fallegur er hann, og sómir Sigríður sér
hið bezta í honum.
Með aðstoð flotans ætla Bretar að
veiða áfram
við Island
- ef ekki næst skjótur og „góður“
árangur af samningaviðræðum
í brezka blaðinu „Fishing
News" 12. þ. m er frá því
skýrt, að brezkir togaraeig-
endur vænti skjótrar og sann-
gjarnrar lausnar í fiskveiði-
deilunni við ísland. Annars
muni þeir brátt hefja að nýju
veiðar innan 12 mílna mark-
anna við ísland og vænti
verndar brezka flotans við
veiðarnar þar, enda hafi þeir
til þeirra fullan rétt sem á út-
hafinu.
Brezkir togaraeigendur und-
ir forystu Sir Farndale Phil-
ipps sátu fund með hinum
nýja fiskveiðimálaráðherra
C'hristopher Soames og Home
utanríkisráðherra fyrir
skemmstu. Að loknum þeim
fundi var birt svohljóðandi
yfirlýsing: Fiskveiðimálaráð-
herra og utanríkisráðherra
bafa átt viðræður við brezka
íogaraeigendiþ’ ííi þess að
(Framhald á 3. síðu).
Moka upp sil-
ungi í ósnum
Kirkjubæjarklaustri, 15 ágúst.
Mikil silungsveiði hefur ver-
ið í sumar í Veiðiós þar sem
Skaftá og fleiri vötn falla til
sjávar. Slðubændur stunda
þar ádrátt og hafa mokað upp
silungi undanfarið.
Ádráttur er að vísu bann-
aður í flestum tilfellum, en
Síðubændur hafa fengið und
anbágu frá veiðimálastjóra
og»Ieyfi til að stunda ádrátt
í ósnum tvo daga vikunnar.
Hafa þeir skipzt í tvo hópa
við verkið, og hefur hvor hóp
ur fengið að meðaltali 100—
150 fallega silunga á dag, en
það þykir mjög gott.
Utflutningur?
Síðubændur eru flestir í fé
lagi um þennan veiðiskap og
eru að honum drjúg hlunn-
indi. Silungurinn er seldur til
Klausturs, Víkur og Reykja-
víkur og hefur markaður ver
ið nægur fyrir hann til þessa.
Hins vegar má framboðið tæp
ast vaxa úr þessu, og hefur
jafnvel komið til orða að
reyna að flytja hann út, ef
samband næst við útflytjend
ur í Reykjavík. Hins vegar er
erfitt um flutninga á fiskin-
um að austan og þyrfti helzt
að fá flugvél undir hann frá
Klaustri til að hann komist
nýr á markað.
Vafasöm hlunnindí
Eins og fyrr segir hafa Síðu
bændur sérstakt leyfi til þess
ara veiða, stunda þær þriðju
daga og miðvikudaga. Bænd-
um, sem land eiga ofar að án
um finnst þetta leyfi hins veg
ar nokkuð vafasamt, þar sem
ádrátturinn spillir mjög fisk-
gengd í árnar, en þar gæti ella
verið ágæt stangaveiði. Telja
menn þar efra hæpið að veita
þessa undanþágu til nokkur
ar frambúðar.
V.V. —ó
Eitt skip yfir 10 þúsund mál — bls. 3
;