Tíminn - 16.08.1960, Side 2
TÍMIffN, þrigjudagúm JgftýAiag).
Mér getor að líta mynd af svifbíl á vegum bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Ekkert er upplýst um afl eða
vélargerð bifrelðarinnar en sagt er að bíll þessi fari um hvers konar torfærur og sé hernaðarlega mikilvægur.
Sagt er að Sovétríkin keppist að smíði svipaðra farartækja.
Fréttir frá landsbyggðinni
Geysimikii berjaspretta.
Akureyri, 15 ágúst. — Berja
spretta hefur verið óhemju
mikil í Eyjafirði og annars!
staðar norðanlando í sumar. i
Berin eru þegar orðin _ full- •
þroskuð, a. m. k. hálfum mán j
uði fyrr en venjulega. Mikið
var um að Akureyringar færu
til berja um síðustu helgi, og
náðu margir mjög miklu á
skömmum tíma með tínum,
jafnvel svo skipti tugum litra.
Er drjúg búbót að berjunum,
og nota þau sér allir, sem eitt
hvað geta svifað sér til tínslu.
Stirð tíð nyrðra. |
Akureyri, 15. ágúst. — Þurrk
leysur hafa verið norðanlands '
í nær fjórar vikur, og eru j
hey á túnum talsvert tekin
að skemmast. Þau hey eru þó
yfirleitt af seinna slætti, en
hey af fyrra slætti eru víðast
komin í hús og varð nýting
þeirra ágæt, enda góð tíð fram
an af srf.nri. E. D.
Mékil hey úti.
Grímsstöðum, 15. ágúst. —
Heyskapur hefur gengið
stirðlega á Fjöllum í sumar,-
og eru enn mikil hey úti af
fyrra slætti. Þau eru talsvert
farin að hrekjast enda hafa
verið stöðugar þurrkleysur
undanfarnar vikur, aðeins
komið einn og einn flæsudag
ur. Þessa dagana er hér norð
austanátt og súld og hið leið
inlegasta veður. K.S.
Góður afii og atvinna
mikil.
Stöðvarfirði, 15. ágúst. —
Hér er hvorki sildarsöltun
né bræðsla og verksmiðjan
hefur tekið við 400 — 500
tunnum síldar til frystingar.
Heimabátarnír báðir liggja
hér inni í brælunni. Þeir hafa
báðir aflað vel á síldveiðum
í sumar, Kambaröst 5700 mál
og tunnur og Heimir tæplega
5000 mál og tunnur. 10 færa-
bátar róa héðan og hafa fisk
að ágætlega í sumar. Er mik
11 atvinna í frystihúsi staðar
ins og nokkur við byggingar,
en 3 íbúðarhús eru í smíðum
hér í sumar. S. G.
hinum síðari. — 5 eða 6 leik-
flokkar hafa komið hér und-
anfarið. Fá flestir allgóða að
sókn, en nokkuð líkar mönn
um misjafnlega það"sem þeir
hafa að flytja. G.A.
Einmuna tíð í Hrútafirði.
Góðæri og leikflokkar.
Breiðdalsvík, 15. ágúst. —
Tíðarfar hefur verið ágætt
hér síðustu vikurnar, en fram
an af sumri var veðurfar held
ur leiðinlegt. Heyskapur hef’
ur gengið ágætlega í seinni'
tíð, fyrra slætti alls staðar j
lokið, og margir byrjaðir á'
Melum, 15. ágúst. — Tíðar
far hefur verið hér einmuna
gott alllengi undanfarið, og
miðar heyskap vel. Fyrra
slætti er víðast lokið, og hef
ur nýting heyja verið ágæt.
Hins vegar lítur ekki vel út
með síðari s’/.tt. Há sprettur
treglega, og eru fáir fámir að
slá hana. J.J.
IJm meðferð fisks
á dragnótaveiðum
Bfaðinu hefur borizf eftir-
farandi tifkynning um með-
ferð fisks á dragnótaveiðum:
Skipstjórum dragnófabáta er
fiér með bent á, að veiðileyfi
með dragnót eru háð ákveðn-
um skilyrðum um meðferð
aflans. Meðal annars stendur
í hverju veiðileyfi eftirfar-
andi:
..sJægður, þveginn og ísaður í lest
þegar eftir að hann hefur verið
ir.nbyrtur"
Þetta þýð;r að ekki má koma að
landi með óslægðan eða óísvarinn
fisk.
Enn fremur skal það tekið fram,
að algerlega er oheimilt að þvo
íisk úr sjó sem tekinn er innan
hafnar.
Verði þessi ákvæði um meðferð
fisksins brotin, mun Fiskmat ríkis-
;ns kæra brotið og áska þess, að
veiðileyfi verði tekin aí viðkom-
andi bátum.
Viðkomandi þeim ákvæðum
veíðileyfanna að fiskurinn skuli
ísaður í kassa um borð í veiðibát-
unum, ber bátseigendum að sanna
Fiskmati ríkisins fyrir 20. ágúst
n. k„ að þeir hafi þegar pantað sér
hæfa kassa, ella verður það atriði
kært sem hrot á veiðileyfi.
Hraðfrystihús og aðrir kaupend-
ur er kynnu að veita viðtöku fiski,
sem ranglega er meðfarinn svo
sem að framan greinir, verða að
teljast samábyrgir fyrir brotinu.
Yfirfiskimatsmönnum eða mats-
mönnum er þeir setja til eftirlits,
matsmönnum frystihúsa og eftir-
l.tsmönnum sölusamtaka frystihús-
airna, ber aö fylgjast vel með að
ákvæðum þessum viðkomar.di gæð-
vm fisksins sé framfylgt.
Sömu aðilum er einnig hér með
bent á, að ytir sumarmánuðina er
ekki leyfilegt að taka til vinnslu
eða útflutnings ísvarið fisk sem
komið er með að landi ósiægðan
eða óísvarinrx
Fiskimatsstjóri.
Fjölmennt mót
F.U.F. að Núpi
Hinn 13. þ. m. hélt FUF í
V-ísaf jarðarsýslu héraSshátío
aS Núpi í DýrafirSi. og er
þetta 7. áriS í röð, sem FUF í
V-ís. gengst fyrir henni, og
alltaf undir forystu sama
manns, Gunnlaugs Finnssonar
bónda í Hvilft í Önundarfirði.
Gunnlaugur setti samkomuna kl.
5 e. h. með ávarpi, En að loknu
ftvarpi hans tók til máls Jón Jó-
hannesson, formaður Kjördæma-
snmhands Vestfjarðakjördæmis og
taiaði um sameiginleg mál flokks-
félaganna í kjördæminu, stjórn-
málaviðhorf’ð í dag og drap að
lokum á nyjustu viðburði í land-
hr.lgismálinu.
Þá tók til máls Sigurvin Einars-
son alþingismaður og ræddi sér-
staklega um þau mál, sem Vest-
firði varða og fram komu á síðasta
aiþingi, og lýsti neikvæðri afstöðu
þingmanna stjórnarflokkanna. Að
lokum ræddi hann landhelgismálið
og það sem skeð hefur að undan-
förnu í sambandi við þa?.
Að því ióknu talaði Örlygur
Hálfdanarson, formaður Sambands
ungra Framsóknarmanna. Flutti
hann FUF í V.-fs. kveðjur SUF og
þakkaði því fyrir gróskumikið fé-
lagsstarf, og ræddi sérstaklega um
árásir stjórnarfiokkanna á sam-
vinnufélögin. Hann lauk máli sínu
á sama háít og fyrri ræðumenn:
Með því að ræða um landhelgis-
málið.
Því næst söng Erlingur Vigfús-
son nokkur lög með undirleik
Frilz Weisshappel, en að því loknu
fiutti Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli í Önundarfirði skemmti
lega frásögn um ferð Framsóknar-
manna á kjördæmaþingið í Króks-
fiarðarnesi fyrr í sumar. Var frá-
saga sú að verulegu leyti í ljóðum.
Að því loknu söng Erlingur Vig-
fússon aftur, en síðan sleit Gunn-
laugur samkomunni. Siðar um
kvöldið hóíst síðari þáttur sam-
komunnar með almennum dans-
leik.
Mótið var mjög fjölmennt, og
reikill einhugur ríkti meðal fund-
armanna.
Héraðsmót Framsóknarmanna
í Skagafirði
Næstkomandi sunnudag halda Framsóknarmenn í
Skagafirði héraðsmót sitt í Félagsheimilinu Bifröst,
Sauðárkróki. Hefst mótið kl. 8 s.d.
Ræðu flytur Ingvar Gíslason, lögfr. Akureyri og ávörp
alþm. Ólafur Jóhannesson og Björn Pálsson
Meðal skemmtiatriða verða einsöngur og tvísöngur: Jó-
hann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson frá Akureyri.
Dansað frá kl. 10. Gautlandsbræður leika.
HéraSsmót Framsóknarmanna
í Árnessýslu
Framsóknarmenn í Árnessýslu halda héraðsmót sitt að
Flúðum, Hrunamannahreppi laugardaginn 20, ágúst n.k.
og hefst það kl. 9.30.
DAGSKRÁ:
1. Mótið sett af Sigurfinni Sigurðssyni, form. F.U.F.
2. Ávörp: Helgi Bergs, verkfr. og Dagur Þorleifsson,
blaðamaður. '
3. Einsöngur: Erlingur Vigfússon, tenór, undirleikari
Fritz Weisshappel.
4. Gamanleikararnir Haraldur Adolfsson og Gestur
Þorgrímsson, skemmta.
5. Góð hljómsveit leikur fyrir dansi.
HéraðskátíS Framsóknarmanna
á SnæMsnesi
Framsóknarmenn á Snæfellsnesi halda héraðsmóf siff
að Breiðabliki sunnudaginn 21. ágúst n.k. og hefst
það kl. 5 e.h.
Ræður og ávörp flytja Hermann Jónasson, fyrrverandi
forsætisráðherra, Gunnar Guðbjartsson, bóndi. Hjarð-
arfelii, Jóhannes Jörundsson, skrifstofumaður.
Skemmtiatriði annast gamanleikararnir Haraldur Ad-
olfsson, Gestur Þorgrímsson og Jón Sigurðsson Erling-
ur Vigfússon, tenórsöngvari, syngur. Hljómsveit Einars
Halldórssonar leikur fyrir dansi.
Áðalfimdur og sumarhátíð
Frarr.séknarfélags Vestur-Húnvefninga voi-Syr aS íkaug-
arbakka sunnudaginn 23 ágúsí n. k.
ASalfundurinn hefst kl 4 síðd.
Skemmtiin um kvöldið.
Nánar auglýst síðar.