Tíminn - 16.08.1960, Side 8
8
TÍMINN, þriSjudaginn 16. ágúst 1960.
Uppbygging héraðanna stöðvast
Vestur-Skaftafellssýsla er
sérstæð um margt landfræði-
lega. Vissulega býr hún yfir
kynngimögnuðum krafti
auðnar og ægivalds. Eyðing-
aröfl elds og ísa hafa vissu-
lega ritað með feiknstöfum
rúnir sínar á mikinn hluta
héraðsins en þó geymir hún
í skauti sér friðsælar og fagr-
ar sveitir, þar sem fólkið
hefur unað um aldir. Vissu-
lega hefur það barizt við
hamröm nóttúruöflin, sand-
storma, fallþungar jökulelfur
og brimskafl við strönd. Oft
hefur maðurinn orðið undir
í þeirri glímu. Ofureflið hef-
ur krafið mannfórna og kjör-
in hafa sett á manninn mark.
En svo sem hinn harðgerði ís-
lenzki melur stenzt alla storma og
leggur undir sig sandauðnirnar, ef
hann fær næði til þess, svo hefur
og fólkið í þessari sýslu gert land-
ið sér undirgefið. Það hefur verið
þróttmikið, æðrulaust, dugandi
fólk, gætt góðri greind og afhyglis-
gáfu, sjálfstætt í hugsun, en lært
að þjappa sér saman í raun. —
í’að hefur ekki þolað ofbeldi né
undirlægjuhátt. Höfðingsskapur og
andleg reisn hefur því verið áskap-
að og stolt í framgöngu. Það er
gesfrisið í bezta lagi og vinátta
þess bregzt engum, sem hana öðl-
ast á annað borð.
Nú er spurningin: Breytist þetta
fólk með tilkomu tækninnar? Þeg-
ar glíman vio náttúruöflin slaknar
og erfiðleikarnir réna? Ég vona að
svo verði ekki. Hift er svo annað
mál, að vel mega ráðamenn þjóð-
I í.rinnar gæta þess að haga ekki
I efnahagsaðgerðum þannig að of
l lítið tillit sé tekið til erfiðrar að-
I stöðu þess fólks er útkjálkana
1 byggir. Þjóðfélagið má ekki við því
j að rótslíta úr byggðum eins og
I Vestur-Skaftafellssýslu, og víðar,
þá kjarnakvisti er þar hafa háð
stríð til viðhalds þjóð- og menn-
ingarsögu alit frá upphafi íslands-
byggðar. Þeir sem búa í rósagerði
þjóðgarðsins verða að sætta sig
við að fórna nokkru, ef hægt er að
kalla það þvi nafni, til viðhalds og
' veindar þessum harðgerðu útvörð-
' um íslandsbyggðar. Ef ekki verður
að því gáð, er hætt við að upp-
blásturinn nái brátt inn að rósa-
beðinum sjálfum.“
Þannig farast gömlum Skaftfell-
ingi, Óskari Jónssyni í Vík orð um
bérað sitt. — Hvergi á íslandi hef-
ur barátta mannsins við náttúru-
öfiin verið harðari. Hér hafa heil-
ar byggðir eyðst af sandfoki,
Skaftáreldar flætt um frjósamar
byggðir Síðumanna og Landbryt-
irga, og Kötlugos breytt dynskóg-
um í Mýrdaissand. Öldum saman
varð skaftfellski bóndinn að brjót-
ast yfir skaðræðisfljót, svarta
sanda, jökla og brunahraun langar
dagleiðir með varning sinn til
Þapóss eða alla leið vestur á Eyr-
arbakka, um 250 km. leið og eiga
þar misjöfn kaup við hrokafulla
mangara, sem keyptu og seldu við
því verði, stm þeim sjálfum sýnd-
isc.
Þegar líður að lokum 19. aldar
fer að rofa örlítið til í verzlunar-
n.álum Skaftfellinga. Tveir kaup-
menn, Bryde og Halldór Jónsson
sefja á fót verzlun í Vík, og var
nteð þeim allmikil samkeppni.
Stórbatnaði við þetta verzlunarað-
staða V.-Skaítfellinga.
Árið 1960 var Kaupfélag Skaft-
fellinga stoínað að Norðurhjáleigu
í Álftavershreppi. f fyrstu var það
æflunin að halda stofnfundinn í
Vík, en svo illa var þessi félags
rryndun séð af kaupmönnum á
...............; ....'.'..l.,'. ....
Vetrarflutningar Kaupfélags V-Skaftfellinga eru seinfærir og erflðir.
y.V*\\%V.\VV.V.V.V.V.,.V.V.,.V1,.V.,.V.V.V.,.,.V.V.V..V.,.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.,.V.V.V,,.V.V.V.V.V.V;
I Efnahagsaðgerðirnar iama |
I uppbyggingu Skafffeilinga \
■: í
■.•.V.V.V.'.V.V.'.'.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V'.V.V.V.V.V.’.V.V.VV.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.’.V.V.V.'.V.
Guðmundur Þorbjarnarson, Hvoli, Lárus Helgason, Kirkjubæjarklaustri,
formaður 1906—1914. formaður 1914—1941.
Bjarni Kjartansson,
kaupfélagsstjóri 1908—1927.
Þórður Pálmason,
kaupfélagsstjóri 1928—1932.
Nokkrir forystumenn Kaupfélags V-Skaftfellinga
Heigi Jónsson, Segibúðum,
formaður 1941—1949.
Siggeir Lárusson, Kirkjubæjar-
klaustri, formaður frá 1949.
Sigurjón Kjartansson,
kaupfélagsstjóri 1932—1948.
Oddur Sigurbergsson,
kaupfélagsstjóri frá 1948.
staðnum, að sagt er að þeir fengju
strákalýð til að halda uppi ólátum
á fundarstaðnum og urðu fulltrú-
arnir því að flýja staðinn.
Um fyrstu ár félagsins farast
Einari Erlendssyni, einum elzta
baráttumanni þess, orð á þessa leið
í ágætri ritgerð um sögu Kaupfé-
lagsins:
„Það sýndi sig svo að segja
strax og félagið fór að afgreiða
vörur frá sér, að vöruverðið hjá
því var nmn lægra en hjá kaup-
mönnunum í Vík. Auk þess svar-
aði félagið um áramót arði af
viðskiptunum, sem komst upp í
14% eitt af fyrstu árunum
(1910). Varð félagið þvi fljótt
verulegur þyrnir í augum kaup-
ir.anna og mætti andstöðu frá
þeim, sem varð þó miklu magn-
aðri síðar. Ýmsir voru þá iíka
nokkuð skuldugir kaupmönnum
og áttu því ekki svo hæg um vik
að snúa sér annað. Aftur á móti
var vöruverðið viðkvæmt mál hjá
þeim efnáðri, sem meira máttu
sín. Og til að namla á móti við-
skiptum við féiagið, fóru kaup-
mennirnir að gefa 10% afslátt
gegn staðgreiðslu út í hönd. Þetta
þótti hinurr, „stærri“ viðskipta-
mönnum þeirra ekki nóg, ,þar
sem félagið seldi sínar vörur
jöfnu verði, hvort sem þær voru
greiddar með afurðum eða pen-
ingum, og þó ekki hærra en stað-
greiðsíuverð kaupmanna var. Til
að halda viðskiptum við þessa
menn, neyddust kaupmenn til að
setja nýtt verð á hina svokölluðu
þungavöru: matvörur, kaffi og
sykur. Þetta nýja verð gekk und-
ir nafninu „peningaverð". —
Fengu það hinir efnaðri, sem
gengust eftir því, en oft kostaði
það þó nokkurt þóf fvrir þá að
fá þetta verð. f þessu þófi var
ekki ósjaldan beitt því vópninu,
sem bezt beit á kaupmanninn,
sem sé það, að fengist ekki þetta
svonefnda peningaverð, færu þeir
beina leið til kaupfélagsins með
viðskipti sín “
Bændur og sjómenn fundu því
brátt, að fyrir tilverknað kaupfé-
lagsins urðu viðskipti þeirra öll
önnur og betri. Félagið tók þá þeg-
ar forustu í helztu framfaramálum
héraðsins og átti m. a. drjúgan
batt í að m/b Skaftfellingur var
kcyptur og nofaðui til vöruflutn-
inga að og frá sýslunni. Þá var
ekki hægt að flytja varning land-
leiðina og varð því skipið Skaft-