Tíminn - 16.08.1960, Síða 12

Tíminn - 16.08.1960, Síða 12
'PfMINN, þrWyudagiim 16. ág&t W&K n.......................................................................................................................... RéTSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON Fyrsti tapleikur Fram í 1. deild íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild, er nú hafið að nýju eftir það hlé, sem varð vegna heimsóknar þýzka landsliðs- ins. Þrír ieikir hafa verið háðir að undanförnu og eftir þá eru Akurnesingar nú komnir í efsta sætið með 10 stig, þar sem Fram tapaði mjög óvænt í fyrrakvóld fyrir Keflvíking- um. KR hefur hins vegar tap- að fæstum stigum af öllum fé- lögunum, en leikið miklu færri leik>. Eftir þessa leiki er staða Akureyringa í 1. deild orðin nær vonlaus Liðið lék tvo leiki og tapaði báðum og er nú þremur stigum á eftir r.æsta liði i deildinni. Keflvíkingar komu saimarlega mjög á óvart með að vinna Fram í leiknum á Laugardalsvellinum fyrrakvöld — enda er það fyrsti tapleikur Fram í mótinu hingað til, og Fram hafði fyrir leikinn talsvert miMa sigurmöguleika í mótinu. En í leiknum var ekki hægt að sjá , að það væri efsta liðið í deild inni, .sem var að keppa við það næst neðsta, því Keflvíkingar voru yfirleitt fljótari á knöttinn og sigurvilji þeirra virtist mikíu meiri en Framara. í fyrri hálfleik var aðeins eitt mark skorað og gerðu Keflvíkingar það á síðustu •mínútum hálfleiksms. í , síðari hálfleik tókst Keflvíkingum að komast í 3—0 áður en Fram skor- aði mark. Fram .tókst þá með stuttu millibili að skora tvö mörk, svo staðan var 3—2, og bjuggust áhorfendur þá við, að Framarar myndu nú hrista af sér elenið, og taka leikinn í sínar hendur. En það var öðru nær. Keflvíkingar skoruðu síðasta markið í Ieiknum — Keflvíkingar unnu Fram verískuldaí 4—2. Akureyringar í nær vonlausri stöftu í 1. deild. TöputJu me<J 7—1 á Akranesi á sun'nudaginn. og unnu verðskuldaðan sigur. Tals1 vert mi'Mar stöðubreytingar voru í liði Keflvíkinga, t. d. lék Högni Gunnlaugsson ná framvörð, og skoraði-tvö mörk úr þeirri stöðu. Skúli Skúlason lók miðherja, þar sem Högni hefur verið áður, og gerði þeirri stöðu nokkuð góð skil, en það var þó Páll Jónsson, út- herji, sem vafcti mesta athygli af Keflvíkingum í Ieiknum. Keflavíkurliðið hefur sýnt mUda framför að undanförnu og má segja, að liðið hafi lagazt með hverjum leik. Fyrir rúmum mán uði töldu flestir, að liðið myndi falla niður í 2. deild, en nú er nær öruggt, að það heldur stöðu sinni í deildinni. Keflvíkingar geta án efa þakkað Albert Guð- mundssyni þennan árangur að verulegu leyti, en hann hefur þjálfað leikmenn undanfarið og verið ráðgjafi þeirra í leikjum, og Keflvíkingar hafa kunnað að notfæra sér kunnáttu hans og færni. En hvenær kemur að því, að forráðamenn knattspyrnumála á fslandi opna augun fyrir þeirri staðreynd að -Albert kann meira og veit meira' um knáttspyrmi en nokkur anna.r ntaður hér á landi? Er ekki mál til komið, að hann taki að sér íslenzka lands- liðið? Vonlaus staða Akureyringa Akureyringar Iéku tvo% leiki, fyrst á föstudaginn við Val, og má segja, að liðið fiafi verið óhepp ið að tapa þeim leik, sem var lé- legur af hálfu beggja liða. Valur vann með 2—1 og skoruðu Akur- eyringar sjálfsmark. Það mark var sennilega lokafcveðja þeirra í 1. deild þetta keppnistímabil, og staða liðsins í deildinni má nú heita vonlaus. Á sunnudaginn léku Akureyr- ingar svo síðari leik sinn við Akur- nesinga og var Ieifcurinn háður á Akranesi. Þar fengu Aikureyringar sína verstu útreið í sumar, því að Akurnesingar unnu með sjö mörfc- um gegn einu — og skoruðu reynd ar þetta eina marfc einnig, sem kom í hlut Akureyringa. Það er leitt til þess að vita, að lið, sem hefur 'jafn mörgum góðum leik- mönnum á að skipa og Akureyri, fær lítið út úr leik sínum. Úlympíu- dagurinn Úlympíueldurinn tendraður / í kvöld fer fram á Laugar- dalsvellinum mikil íþrótta- keppni, sem Ólympíunefnd íslands gengst fyrir. Keppnin hefst kl. 7.45 og verður þá handknattleikur. Landsliðið í kvennaflokki leikur þá við úrvalslið úr Reykjavík og Hafnarfirði. Að þeim leik loknum hefst úrslitaleikur íslandsmótsins í 2. flokki milli Vals og Akraness. Aðalkeppni kvöldsins verð ur þó í frjálsum íþróttum, en þar munu allir þeir frjáls- íþróttamenn keppa, sem vald ir hafa verið fyrir íslands hönd sem þátttakendur á Ólympíuleikana. Meðal ann- ars keppir Vilhjálmur Einars son í þrístökki, en aðrar keppn isgreinar verða 100, 400- og 1500 m. hlaup, 110 m. og 400 m. grindahlaup, kúluvarp, hástökk og stangarstökk, og t einnig verður keppt í kvenna- ' og drengjagreinum. Staðan í 1. deild Úrslit í leikjum í 1. deild undan- farna daga hafa orðið þessi: Valur—Akureyri Akranes—Akureyrí I' ram—Kefiavík 2—1 7—1 2—4 Staðan í dcildinni er nú þannig: Grískar fegurðardrottningar sjást hér tendra hinn ólympíska eld í Aþenu — og hann er nú á leið til Rómar, og þangað á hann að vera kominn opn- unardag leikanna, 25. ágúst. Ólympíueldurinn mun loga alla hina ólympísku daga, það er að segja til 11. september, en þann dag verður leikunum slitið. 1 Akranes 2. Fram 3. Valur 4. K.R. 5. Í.B.K. I 6 Í.B.A. 7 4 2 1 25—13 10 7 4 2 1 17—13 10 7 2 3 2 12—17 7 4 3 0 1 18—6 6 8 2 15 13—23 5 7 1 0 6 11—24 2 Fögnuður hjá einum, sorg hjá öðrum. Keflvikingar skora fyrsta mark sitt í lciknum gegn Fram. Vinstri innherji þeirra fagnar markinu mjög, en sá, sem átti að gæta hans i Framliðinu, liggur flatur á vellinum og grefur andlit sitt niður í hann. — Ljósm.: Bj. Bj. Þrír lögregluþjónar syntu Viöeyjarsund Á sunnudaginn syntu enn þrír lögregluþjónar Viðeyjar- sund og vegna sjávarfalla var nú synt frá Loftsbryggju í Viðey. Lögregluþjónarnir voru Guðni Sfurlaugsson, Guð mundur Þorvaldsson og Hall- dór Einarsson og voru þeir frá tveimur klsf. og fjórum mín. og fveimur klsf. og sjö mín. á leiðinni. Veður var mjög gott á sunnudagsmorgun, þegar lög regluþjónarnir lögðu af stað, enda sóttist þeim sundið vel, en vegalengdin er um fjórir og hálfur kílómeter. í fyrri viku syntu tveir lögregluþjón ar, Karl Kvaran og Björn Kristjánsson, Viðeyjarsund (ekki úr Engey, eins og stóð hér í blaðinu) og hafa því alls sex lögregluþj ónar synt Við- eyjarsund í sumar. Pétur Eiríksson, þjálfari þeirra, sem var aðstoðarmað ur við sundið á sunnudaginn, •sagði blaðinu í gær, að senni lega myndu enn tveir í við- bót reyna við Viðeyjarsund. Sextíu stig- um frá iág- markinu Tugþrautarkeppni meistara- móts íslands var háð um helg- ina og bar Björgvin Hóim sigur úr býtum. Hann hlaut 6440 stig, sem er aðeins sextíu stigum minna, en lágmarksafrek það, sem sett var fyrii þátttöku i Ólympíuleíkunum Annar í tug þrautinni varð Valbjörn Þorláks son með tæp sex þúsund stig Þá var einmg keppt í 10000 m. hlaupi meistaramótsins og sigr- aði Kristleilur Guðbjörnsson á 33:39.4 mín.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.