Tíminn - 16.08.1960, Page 14

Tíminn - 16.08.1960, Page 14
H . ;.:-x.y:X-y/ TÍMINN, þriðjudaginn 16. ágúst 1960. GiOVANNI GUARESCHI ' Clotilde Troll í 8 1 um 1@S1 og þú komst meS indi handa mér, ekiu sinni þegar ég var lasin, sagði mamma, andvarpaði pg leit á pabba. — En það er sama, þennan hrokkinhærða á ég ekki. Hún var hörð á því, sú gamla. — Það hlýtur einhver að hafa smyglað honum sam- an við hin, og ég uppgötvaði það ekki fyrr en of seint. Það eru bara tuttugu og tvö merki á dyrastafnum, en samt eru börnin tuttugu og þrjú. Einu sinni á fögrum morgni klæddi pabbi mig í ný föt, fékk mér í hendur litla ferða- tösku og fór með til þreski- svæðisins, þar sem mamma var að þvo föt. — Kveddu nú mömmu, sagði hann. Mamma þurrkaði hendurn- ar á hvítu svuntunni sinni og faðmaði mig að sér. — Ég sé eins eftir þér eins og þú værir mitt eigið barn, kjökraði hún. — Ekki veit ég hvað ég á að gera, þegar sá hrokkinhærði er farinn. Pabbi fylgdi mér til lestar- innar og við ókum saman tir hafnarbæjarins. Þar fór hann með mig um borð í skip. — Filippo frændi þinn hef ur skrifað mér að hann þurfi að fá einhvern til að hjálpa sér við fyrirtækið, sagði hann. — Hann hefur komið sér vel áfram sem hrossasali í Argen- tínu, ég vil að þú komir einn ig undir þig fótunum þar. Þú ert gáfaðri en systkini þín. Sá, sem ekki hefði verið eins gáfaður og þú hefði tekið sex hundruð skothylki, sem ég átti og selt þau til að útvega sér peninga. En það hefði ég áreiðanlega uppgötvað. En þú aftur á móti lézt þér nægja að taka úr þeim blýið og selja með góðum hagnaði. Ég tók ekki eftir þessu fyrr en ég ætl aði að skjóta þeim í hausinn á Giacco. Á eftir þakkaði ég forsjóninni. Þú ert enginn heimskingi og kemur þér áreið anlega vel áfram. Filippo frændi þinn stendur á bryggj unni og bíður þín. Passaðu svo að enginn steli ferðatöskunni þinni á leiðinni. Faðir minn varð mjög rjóð- ur, þegar hann kvaddi mig. Ég leit ekki af töskunni alla leiðina. Og þegar ég fór í land, tók ég í öryggisskyni aðra í viðbót, og vann þar með hylli Filippos frænda. En það, sem ég ætlaði að segja hér, skeði, þegar ég var þjónn í Mendoza í Argentínu. Filippo frændi hafði grætt mikið á hestaverzlun, og það gat hann þakkað hinni frá- bæfu skarpskyggni sinni. Hestasali kaupir venjulega dýr in fyrir ákveðið verð og selur þau mikið dýrará. Þetta er svo að segja aðalatriöið í hrossa- verzlun. En hestur er ekki eins og mjölpoki. Hestur er fyrirbrigði, sem maður getur aldrei verið viss um, að ekki fótbrjóti sig eða bólgni upp eins og loftbelgur, eða hlaupi sína leið út á sléttuna og sjá- ist aldrei meira. Þess vegna kemur það oft fyrir, að maður græðir ekkert, þótt maður fái gripinn á mjög góðu verði. Já, og fyrir kemur, að maður tap- ar á hrossasölu. Til þess að verða ekki fyrir slíkum óþægindum, einskorð- aði Filippo sig ekki eingöngu við hrossasölu. Til er ágætis kerfi, en að sjálfsögðu er ekki fyrir alla að nota sér það. Til þess þarf sér stakan hæfileika, skarpt auga, eins og maður segir, til þess að þekkja úr beztu hestana í flokknum og geta snarað þá í fljótheitum. Þar að auk\ verður maður að geta gegnumborað eyra á kúreka. — Guð hefur sagt: „Þú skalt ekki mann deyða“. Ég er alveg á sama máli og guð. Hefði hann sagt: „Þú skalt ekki skjóta kúreka í eyr að“, þá mundi ég ekki skjóta í eyrað á þeim, heldur láta mér nægja að skjóta í gegnum hausinn á þeim. Þetta sagði Filippo við mig á leiðinni yfir hina endalausu sléttu. Röksemdir hans voru ómót- mælanlegar. — Guð sagði: „Þú skalt ekki stela“. Ég stel heldur engu. Ég verzla. Er kannske bannað að selja ekki? Nei. Þar sem það er leyfilegt að selja ekki, því skyldi þá ekki vera leyfilegt að kaupa ekki? Þjófnaður er fólginn í því að hafa hagnað af viðskiptum, sem stríða móti lögunum. Ég hef engan vinning af því að veiða fallegustu hryssuna í öllum hópnum. Vinninginn fæ ég fyrst, þegar ég sel hest inn, og þaö er verzlun. Frændi hélt fjölmarga slíka fyrirlestra fyrir mig. Sá áhrifa ríkasti var þó sá um hin 20 pesos: — Ef ég kaupi hest á vana- legan hátt og sel hann aftur með 20 pesos gróða, er ég þá óheiðarlegur? Nei, 20 pesos gróði er leyfilegur, það eru all ir sammála um, og ekkert verzlunarfélag í heimi hefur neitt við því að segja. En nú skulum við segja: Ég kaupi hest fyrir 250 pesos og sel hann aftur fyrir 270. Þá er ég sjálfsagt heiðarleikinn sjálfur. En ef ég hef ekkert borgað fyrir hestinn, og sel hann fyr ir 20 pesos, hvernig er þá hægt að kalla mig óheiðarlegan? Ég hef kannske stolið 250 pes- os höfuðstól, en ég held hon- um ekki. Ég gef hann heiðar- lega og skilvíslega eftir, og þessir 20 pesos eru ekki hærri en minn leyfilegi gróði sem heiðarlegur verzlunarmaður. Það sem ég ætlaði að segja, skeði þegar ég var þjónn í Mendoza. Dag nokkurn sá ég miða, ■sem festur hafði verið á hurð ina hjá mér. Hann var frá Filippo frænda: — Það er heppilegast fyrir mig að vinna einhvers staðar annars stað ar um árstima. Þú ættir einn ig að halda þig fjarri byggð um á sama tíma. Einn skratt ans kúrekinn gerði mér þann grikk, að þegar ég ætlaði að senda kúlu í gegn um hægra eyrað á honum, sneri hann prófílnum að mér og til þess að komast að hægra eyranu varð kúlan fyrst að fara gegn um hið vinstra. Passaðu þig á kúrekum. Eins og þú sérð, eru þeir mjög hættulegir. Svo fór ég út á sléttuna, og til þess að deyja ekki úr sulti fór ég að vinna. í þann tíð datt mér aldrei í hug að skrifa í blöðin. Slík hugsun var f jarri mér, ég vann bara eins vel og ég gat, frá morgni til kvölds. Hamingjan var mér ekki hliðholl. Eg var ungur og trú gjarn, svo að segja barn. Eg hafði ekki nóga reynslu til að koma mér áfram. Barnslega einfaldur eins og ég var, fór ég svo kjánalega með þriðja hestinn sem ég náði úr hóp, að ég bauð eigandanum hann til kaups. Það var bara æska mín sem bjargaði mér. Nú mundi ég ekki' geta knúið hest eins hratt eða skiotið skammbyssu úr hendi kúreka á slíkri ferð á 40 metra færi. Ó, þú hreina saklausa æska. Hamingjusami tími, þegar augun eru frán, og skilningar vitin í lagi. Hvernig ætti ég nú að geta klofið hönd manns með einu skammbyssuskoti? Eg yrði að minnsta kosti aö hafa litla vélbyssu til þess. Eg flakkaði um sléttuna, og í huga mér fæddist inni- legt hatur á öllu sem hét hest ur, á þessum heimsku dýrum sem höfðu valdið frænda mín um svo miklum áhyggjum og ætluðu ekki að láta mig í friði heldur. Eg bauð gömlum manni hestinn minn, og eitt andartak, þegar ég gætti ekki að, beindi hann að mér sinni ryðguðu skammbyssu. Eg aumkvaði gamla manninn og gaf honum mína eigin byssu, skotfæratösku og þá fáu pes osa sem ég átti í stígvélunum mínum. Hattinn minn vildi hann ekki, sagði hann, þvi hann var of litill. Eg át það sem til féll, og á næturnar svaf ég á berri jörð- inni undir runnum sem á vegi mínum urðu. Endrum og eins mætti ég flækingi, og við urð um samferða vegarspotta. Atvik, sem skeði nótt eina verður mér alltaf minnis- stætt. Eg lagðist til svefns undir runna nokkrum. Eg hafði sof ið um það bil hálftíma, þegar ég vaknaði við einhver hljóð. Því næst heyrðist manneskja varpa öndinni feiginsamlega. Það hafði einhver lagt sig til hvíldar rétt hjá mér. — Hver er þar, kallaði ég. — Vesöldin á ferð, var svar að með rödd gamals manns einhvers staðar fyrir aftan mig. — Þá erum við vinir, sagði ég og hló. Aðeins stuna heyrðist. — Átt-u nokkuð sem líkist tóbaki? spurði ég. — Ekki svo mikð sem lykt- ina. — En brauðbita? Eða brenni vínssopa? Eða bara vatns- sopa? — Ekkert þvílíkt, andvarp aði minn óþekkti vinur. — Þá getum við ruglað sam an reitum okkar. Ef við leggj um eigur okkar saman og deil um í með tveimur, fáum við hvorugur neitt. — Eg fæ að minnsta kosti ekki neitt. Þú hefur alltaf æsku þína og hún verður ekki metin til fjár. Vinur minn ósýnilegi stundi á ný. — Hvernig stendur á því, að ungur maður eins og þú flakkar einmana um sléttuna eins og ég, gamall maðurinn? hélt hann áfram. — Það er vegna þessara hel vítis hesta. Hefðu þeir ekki verið til, lægi ég kannske heima í rúminu mínu og læsi blöð. — Kanntu að lesa? spurði sá ókunni undrandi og fullur aðdáunar. —Já, og líka skrifa. Kannt þú það ekki? — Eg kan nhvorki eitt né 8,00 Morgunútvairp. 12,00 Hádegisútvarp. 12,55 „Á ferð og flugi“ (Jónas Jún- asson kynnir tónleikana). 15,00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Erlend þjóðlög. 19,40 Tiikynningar. 20,00 Fréfctir. 20.30 Erindi: Um fiskrækt (Gisli Indriðason). 20,55 Píanótónleikar: Anna Áslaug Raignarsdóttir frá ísafirði leifc- ur. 21.30 ÚtvarpssÍgan: „Djálcninn í Sandey" eftir Martin A. Han- sen (Séra Sveinn Víkingur). 22,00 Fréttir og veðurfregnár. 22,10 fþróttir (Sig. Sigurðsson). 22.25 Lög Unga fólksins (Kristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svafarsdóítir). 2(3,20 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFÖRLI og GUNNAR GRIMMI Halfra og Eiríkur flýta sér í gegnum skóginn í von um að hitta Gnupa. Loks finna þeir hófförin. Þeir fela sig og ákveða að bíða þess að Gnupa og menn hans koma aftur. — Hvað var'sí þú eiginlega að gera hjá Gnupa?, spurði Eiríkur hvassyrtur. — Ég þekki hann varla, stamar Halfra. Ég var á leið til Björns frænda míns Hesturinn minn lamaðist, þess vegna gisti ég hjá Gnupa. í sömu svipan stökkva þeir báðir á fætur og hlusta: Úr skóg- inum berst ómur af rödd, sem hrópar á hjálp — Hiustaöu hvíslea- Halfra. Þetta hlötur að vera Gnupa.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.