Tíminn - 14.09.1960, Side 3

Tíminn - 14.09.1960, Side 3
T í MIN N, miðvikudagínn 14. september 1960. 3 Delirium búbónis í 149. sinn í kvöld Til ágóía fyrir styrktarsjóí leikara í kvöld sýnir Leikfélag Reykjavíkur Delerium búbón- is í 149. sinn, — og trúlega í síðasta sinn í bili. Sýningin cr tll ágóða fyrir Styrktarsjóð Félags íslenzkra leikara, og stendur í Austurbæjarbíói. Sýningin hefst kl. hálftólf. Blaðamenn ræddu við nokkra leikaranna í fyrra- dag. Kv^ðust þeir hafa sýnt leikinn 148 sinnum hingað til. Drýgstur hluti sýning- anna úti á landi fór fram í leikför í sumar, en Leikfé- lagið fór með Delirium búbón is umhverfis landið, eins og vel er kunnugt af auglýsing um. Létu leikararnir hið bezta af förinni, og töldu auð séð að almenningi út um land væri mesti fögnuður að heim sóknum góðra leikflokka. Delirium búbónis hefur löngu slegið öll met í sýningafjölda og aðsókn, en sýningar þess hófust í janúar 1959, og er trúlegt að þær vinsældir eigi enn eftir að haldast. Auk Leikfélags Reykjavíkur hafa tvö leikfélög önnur tekið það upp, á Akureyri og Húsavík. Er trúlegt að fast að 40 þús. manns hafi þegar séð leikinn. Leikendur eru 9 talsins, en leikstjóri Lárus Pálsson og hljómsveitarstjóri Carl Bill- ich. Höfundar eru eins og allir vita Jónas og Jón Múli Árnasynir. Eins og fyrr segir er sýn- ingin í kvöld til ágóða fyrir styrktarsjóð leikara. Hann styrkir félaga í Félagi ísl. leikara til námsfara til ann arra landa, og hefur að und anförnu getað veitt 3—4 styrki á ári. Væntanlega styrkja þvi menn íslenzka leikmennt framtíðarinnar um leið og þeir skemmta sér í Austurbæjarbíó í kvöld. ó. Deilurnar í brezka verkam.flokknum: Alvarlegasti klofn- ingurinn í 29 ár Verkalyðsfélögin Gaitskells London. — Formaður sam- bands flutningaverkamanna á Eretlandi Frank Cousins hef- ur síðustu dagana unnið hvern sigurinn á fætur öðrum gegn Gaitskell formanni brezka verkamannaflokksins og hafa deilurnar innan flokksins ekki verið eins magnaðar og síðan klofningurinn varð árið 1931. Það var ekki einungis, að þing verkalýðsfélaganna sem haldið var nú í vikunni, sam þykkti ályktun um kjarnorku vopn, sem er í algjöru ósam ræmi við yfirlýsta stefnu flokksins, heldur var þar einn ig samþykkt ályktun þar sem krafizt er meiri þjóðnýtingar. Gaitskell og fylgismenn hafa hins vegar haldið þvi fram, að það hafi verið þjóð- nýtingarstefnan sem fyrst og fremst hafi haft fylgið af Verkamannalokknum í síð- ustu kosningum, en þá beið flokkurinn mikinn ósigur. — Gaitskell hefur því gert það að stefnu sinni, að fyrri þjóð nýtingarstefnu flokksins verði að miklu leyti vikið til hliðar. — Hörð gagnrýni Ályktanir ársþings brezku verkalýðsfélaganna hafa ann ars mjög verið fordæmdar í brezku blöðunum þessa dag ana — og hefur hörð gagn- rýni einnig komið fram í blöð ganga í berhögg viÖ stefnu um jafnaðarmanna. íhalds- blöðin og mörg óháð og frjáls lynd blöð gera sér mikinn mat úr því, að í einni ályktun árs þlngsins er þess krafizt, að þegar í stað verði byrjað á þvf að eyðileggja allar kjarn- orkuvopnabirgðir, þar sem í annari ályktun er rætt um nauðsyn þess að lýðræðisrík- in hafi kjarnavopnin til varn ar. Brezku blöðin eru nú flest sammála um það, að deilurn ar í Verkamannaflokknum séu nú svipaðar þvf sem þær voru árið 1931 er Mac Donald gerði bandalag við íhalds- menn og frjálslynda með þeim afleiðingum, að flokk- urinn klofnaði. Sum blöðin eru þeirrar skoðunar að þaö liggi nú fyrir Verkamanna- flokknum að klofna ekki að- eins í tvo hluta, heldur jafn- vel þrjá — og þær ráðagerð- ir flokksstjórnarinnar að ná völdunum af íhaldsflokknum hljót nú aðeins að vera fjar- lægur draumur. Aukning vígbúnaðarkapp- hlaupsins Brezka blaðið „The Guar- dian“ tekur eindregna af- stöðu gegn ályktunum verka lýðsfélaganna. Blaðið telur, að þó að Englendingar leggi niður kjarnorkuvopnin muni aðrar þjóðir ekki fylgja í fót spor þeirra. Það muni öllu frekar verða til þess, a? ríkis (Framhald á 15. síðu). ÞaS er líklegt aS vefjist fyrir mönnum hvaS þessi mynd á aS sýna. Þetta er ekkl jurtagróSur og því síSur steinmyndun, heidur tilheyrlr þessi kynjahlutur dýraríkinu. Þetta er reyndar sjódýr. Þó er þetta ekki af- kvæmi sjóskrímslis elns og telja mætti, heldur ígulker. ÞaS kom t net sjómanna undan Garðskaga eftir því sem viS vitum bezt. Ekki þekktu þeir dráttinn en kölluðu hann „spútnlk" sin á milli og er þaS ekkl fjarri lagi. (Ljósm.: Tíminn, K.M.). Félagsdeild Junior Chamber á IsL stofnuð Félagar geta ortSiÖ allir menn, sem eru í ábyrgíarstöíum fyrirtœkja og stofna'na, en vería þó aí vera innan viÖ 40 ára aldur Mánudaginn 5. september s. I., komu nokkrir ungir kaup sýsluménn saman í Þjóðleik- húskjallaranum til að ræða stofnun félags í anda Junior Chamber « Svíþjóð, en þá hreyfingu höfðu þeir kynnt sér og fengið áhuga fyrir að koma upp líkum félagsskap hér á land'. Ákveðið var að stofna félag- ið og því valin stjórn þá þeg- ar, en framhaldsstofnfundur mun verða innan skamms. Á fundinum mætti fulltrúi frá Junior Chamber sambandinu í Evrópu, hr. Liljenqist, og hvatti til stofnunar deildar á íslandi, gaf góðar leiðbeining- Viðskiptalífið lamaö Kaupmannahöfn 12. sept. — Einkaskeyti til TÍMANS. — Fyrsta verkfall opinberra stárfsmanna í Danmörku hófst í dag, er póstmenn í miðhluta Kaupmannahafnar gerðu verkfall, en búizt er við því, að verkfallið kunni að breiðast út um alla Kaup- mannahöfn. Áður hafði sam komulag náðst um deiluefnið, en það var fellt á fundi póst manna. Ekki verður annað ar um stofnunina og ræddi við væntanlega félaga. í stjórn Reykjavíkurdeildar Junior Chamber voru kjörnir: Form. Ingvar Helgason, verzl unarmaður, varaform. Pétur Pétursson, forstj. Innkaupa- stofnuna ríkisins og Erlendur Einarsson forstj S. í. S., ritari Haraldur Sveinsson forstj. Völ undar, meðstj. Hjalti Pálsson framkv.stj. S. í. S., og gjaldk. Ásmundur Einarsson forstj. Sindra. í félagið gengu á þessum fundi 25 félagar og kusu sér laganefnd, sem skila á upp- kasti að lögum fyrir daildina og tillögur um nafn félagsins á framhaldsstofnfundi. í laga nefnd voru kosnir: Sigurður Helgason forstjóri Verzlunasambandsins, Ágúst Hafberg, forstjóri Landleiða., Einar Ágústsson Sparisjóðsstj. og Vilhjálmur Jónsson forstj. Olíufélagsins. Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að efla kynni meðal ungra kaupsýslumanna, bæði innanlands og erlendis, og vinna að auknum kunnugleika meðal félaganna á verzlunar- viðskipta- og fjárhagsmálum. Fullgildir félagar geta orðið allir menn, sem eru í ábyrgðar stöðum fyrirtækja og stofnana en verða þó að vera innan 40 ára aldurs. Arekstur Yfirlýsing frá pósti og síma Blaðinu Darst eftirfarandi yfir- lýsing frá póst og símamálastjórn í gær: „Með bréíi, dags. 7. þ.m., ósk- aði Gjaldeyrisefth'litið eftir upp- lýsingum írá póst- og símamála- stjórninni um heildargjaldeyris- tekjur stofrmnarinnar á timabilinu 1 janúar 1956 til 1. júní 1960, og hvé miklu af þeim gjaldeyri hefði verið skilað til gjaldeyrisbank- anna. Ennfremur um gjaldeyris- greiðslur á sama fima, sem inntar hífa verið af hendi af eigin sjóð- um án þes-s að gjaldeyris og/eða innflutningsleyfis hafi verið aflað, svo og um afhendingu slíks gjald- eyris til einstakra starfsmanna. Tveim starfsmönnum símans (aöalbókarr og fulltrúa í gjald- eyrisdeild) og tveim starfsmönn- vm póstmáiastofunnar (forstöðu- manns hennar ásamt bókara í stað aðalbókara, sem hefur verið er- lendis) var falið að taka saman nefndar uppiýsingar, og var því verki lokið 12. þ.m., og greinar- gerð þessara manna send Gjald- eyriseftirlitinu næsta morgun (13/9). Gretnargerð þeiira er 23 vélritaðar siður, og upplýsir m.a. að á nefndu íímabili (um 4>/2 ár) hefur veriö greift út beint af eig- in gjaideyi-jsinneign stofnunarinn- ar án gjaideyris- og/eða innflutn- ingsleyfa íyrir milliviðskipti, þjón ustu og vinru erl. aðila sem svar- ar um £19.960, fyrir vörur £91, fyrir ferðakostnaði 15 starfsmanna * 4.176 (þar af £657 af lausagjald eyri) og fyrir burðargjöld o. fl. £23. Um gjaldeyrisnot í ferðum póst- og símamálastjóra bæði fyrir núlligöngu banka og af slíkri inn- eign er þar sagt, að þau hafi verið £2.137 í dagpeninga fyrir 234 daga, og um £360 í annan kosfn- að (fargjöld erlendis, símakostnað o. fl.) s-kv. reikningum. Við upp- gjör hafi verið gengið út frá not- uöum erlendum gjaldeyri, en síð- an bókað í lslenzkum krónum með sama gengi út og inn.“ Ríkisendui'skoðunin endurskoð- ar alla reikninga stofnunarinnar. (Frá póst- og símamálastj.) Tók inn svefnlyf Piltur íluttur miÖur sín úr Trvggvagötu í gærdag fhnn lögreglan pilt í Tryggvagötu og var hann miður sín af inntöku svefnlyfja, og auk þess drukk inn. í fórum piltsins fannst lyfjaglas mierkt öðrum manni, og kærði eigandinn stuld glassins til lögreglunn- ar skömmu síðar. — Piltur- inn var fluttur á Slysavarð- stofuna og þaðan í Bæjar- sjúkrahúsig í Heilsuverndár- stöðihni. Mun hann ekki í hættu vegna lyfjatökunnar. Að öðru leyti er mál þetta í rannsókn. —h. Missti fingur sagt en að verzlunarst&rf- semi og skrifstofustörf í aðal viðskiptahverfi Kaupmanna- hafnar hafi lamazt meira og minna,. því að peningar með pósti o.fl. komast að sjálf- sögðu ekki til skila. — Aðils. í gærdag varð harður á- rekstur í Fossvogi, á móts við Gróðrarstöðma Garðshorn. Rákust þar á Hafnarfjarðar vagn og önnur bifeið. Ekki urðu meiðsli á mönnum en bifreiðarnar báðar munu hafa skemmst mikið. —h. Um fjögur leytið í gserdag varð það slys í frystihúsinu ísbirninum, að stúlka, Karen Þorvaldsdóttir, lenti með hendina í flökunarvél og missti fingur af vinstri hendi. Sjúkrabifreið flutti hana á slysavarðstofuna. ú —h.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.