Tíminn - 14.09.1960, Page 14
14
T f MIN N, miðvikudaginn 14. september 1960.
— Og hvaö þá, eí ég hefði
látið undan freistingunni og
fallizt á skilmála yðar?
— Þá hefði ég verið ná-
kvæmlega jafnsvöng, en haft
meiri ánægju af því.
Filimario stillti sig um að
drepa stúlkuna, og gekk inn
í húsið með samanbitnum
tönnum. Hann leitaði árang
urslaust í öllum krókum og
kimum. Þar til hann minnt-
ist næturinnar, þegar þeir
þremenningarnir urðu að fyr
irberast í eldhúsinu, sem fang
ar smyglaranna. Þá hafði
Settambre sem sé falið birgð
ir matar innan í legubekk
þar. Filimario lyfti upp dýn
unni, og viti menn, þar fann
hann mikið magn af flöskum
og niðursuðuvörum á milli
gormanna.
Clotilde sat fyrir utan og
kjökraöt, ein, yfirgefin og
glorhungruð. Filimario lok-
aði báðum hurðunum, brá
slagbrandinum fyrir, opnaði
nokkrar niðursuðudósir og
eina flösku, ,gekk upp á aðra
hæð og hrópaði út um glugg
ann:
— Enn eru til þeir men,
sem kunna að meta nærnigar
gildið í niðursoðnu kjöti og
kavíar!
Svo kastaði hann sér yfir
matinn.
Clotilde spratt á fætur og
starði á hann eins og hún
sæi sýnir. Svo varpaði hún
sér á dyrnar.
— Róleg, róleg, þetta þýðir
ekkert, sagði Fil sefandi. -—
Eg setti slagbrandinn fyrir.
Ef þér vilduð hins vegar
smakka á þessum kjúkling
með kavíar, kæmust þér ekki
hjá þvi að breyta öllum fyrri |
skoðunum yðar á slíku Ijúf- |
meti.
Clotilde horfði biðjandi á
hann og neri saman höndum
sínum í neyð. Svo fékk reið
in yfirhöndina og hún hróp-
aði:
— Eg skal kæra yður fyrir
að misnota gestrisni mína og
stela mat!
— Stórkostleg hugmjmd,
svaraði Fil, og stakk stórri og
safaríkri fersku upp í sig: —
Mig minnir að lögreglustöðin
sé heérna hinum megin við i
hornið.
Clotilde varpaði sér á jörð
ina og grét, meira af reiði
en sulti.
Seinna um daginn, eftir að
hafa notið góðrar máltíðar
í glugganum, tilkynnti hann
GIOVANNI GUARESCHI
i
Clotilde Troll
Clotilde skilyrði sín.
— Ef þér viljið ekki sálast
úr sulti á þessari fordæmdu
eyju, fjarri guði og góðum
mönnum, skuluð þér nú skrifa
það, sem ég les yður fyrir
— Jæja þá, svaraði Clo. —
Þetta er að vísu skammarleg
þvingun, en ég geng að því.
Filimario lét nauðsynleg
tæki síga niður í snæri, og
þegar Clo var tilbúin, las
hann fyrir:
„Til skipstjórans á Dolp-
ungnum.
Eg mæli svo fyrir, að þér
takið Filimario Dublé, Sett-
ambre Nort og Pio Pis á skip
yðar, hvenær sem þeim sjálf
um þóknast, og flytjið þá
þangað sem þeim bezt hent
þangað sem þeim sjálfum gott
þykir.
Clotilde Troll“
Þegar Filimario fékk bréf
ið upp til sín, hleypti hann
Clotilde inn, og loks fékk hún
að stilla hungur sitt. Hún át
virðulega, en ekki eins og
kona, sem er dauða nær af
hungri. Þegar hún var mett,
kom Filimario til hennar:
— Dublé þarfnast ekki
hjálpar eins eða neins, til að
komast heim til sín, sagði
hann hátíðlega, og þar með
tók hann bréf Clotilde upp
úr vasa sí(num og reif það í
tætlur.
Clotilde brosti:
— Ef þér einhvern tima
skrifið mér bréf, og biðjið mig
auðmjúklega um fyrirgefn-
ingu, mun ég ekki rífa það í
tætlur. Það myndi taka mig
allt of sárt að sjá ástfanginn
Dublé.
Þannig talaði Clo, og Fili-
mario leit á hana:
— Góði guð, stundi hann.
— Hvernig getur svona falleg
stúlka verið svona innilega
vitlaus? ’
— Mér þykir vænt um, að
þér kunið að meta mína ytri
eiginleika, svaraði Clotilde og
hljóp út og lokaði sig inni í
herberginu sínu.
Nóttin grúfði sig yfir hina
óbyggðu eyju Bess, og tungl
ið reis úr hafi og varpaði róm
antískum bjarma yfir haf og
hauður.
Þess vegna var Clotilde ó-
venju döpur í skapi, þegar
hún hallaði sér út um glugg
an nsinn. Þegar hún var sex
ára, hafði hún klifrað upp á
húsþak til þess að fá vilja sín
um framgengt með að hafa
Jósefínu, stærstu kúna sem
til var i fjósinu heima hjá
henni, í rúminu hjá sér. Þess
vegna fann hún ekkert
heimskulegt í því, sem hún
hafði gert.
Hún stundi og leit á tungl
ið. Það speglaðist í óendan-
legu hafinu og hún var svo
döpur, svo döpur, bara af því
! að eitt var henni óskiljanlegt:
— Hvernig getur saðið á
j því, spurði hún sjálfa sig, —
! að ég bæði elska og hata Fili
mario Dublé, þegar hann er
nálægt mér, og hvers vegna
get ég ekki útrýmt honum úr
l huga mér, þegar hann er víðs
fjarri? Hvers vegna verð ég
að þola þetta ailt?
Á sama tíma hallaði Fili-
i mario sér út um sinn glugga
og braut heilann um tilsvar
andi efni:
— Þetta er þokkaleg súpa.
Þessi stelpukrakki er raun-
verulega ástfangin af mér og
r alls ekki að leika sér, eins
og ég hélt. Þetta er vandamál.
Eg gæti barizt við alla Am-
eríku, en ekki við ástfangna
milljónamey. Stelpuhnátan
mun alltaf geta fundið ein-
hverja leið til þess að láta
mig velja á milli hennar og
fullkomins galdþrots.
Ástandið var alvarlegt, ann
að hvort að drekka bölvaða
laxerolíuna og erfa sexhundr
uð milljónir, og geta þannig
mætt árásum Clotilde, eða
þá að lifa í eilífri hættu við
hjónaband með Clotilde.
Allt sem skeður í þessari
sögu, er dásamlega rökrétt.
Hún skeður árið 1885 og þeg
ar ung stúlka varð ástfangin
árið 1885, datt henni enginn
útvegur í hug annar en hjóna
band. Nú eru tímarnir breytt
ir, og jafnvel hinar siðsöm-
ustu stúlkur hafa ýmsar aðr-
ar flugur í kollinum. En þá
þetta þannig, og því voru hugs
anir Fil mjög rökréttar.
Þar sem Clotilde var ást-
fangin af honum, var allt
þetta bara til þess að flækja
hann í hjónabandsfjötrana.
En einn veikur hlekkur var
í hugsanakeðju Filimarios.
Ef það var. raunverulega, satt,
að hann þyrfti svona mikið
fé til þess að losna úr neti
Clotildar, hvers vegna leysti
hann ekki þrautina með þvi
að kvænast einhverri ann-
arri? Til dæmis einhverri
milljónaekkjunni sem hann
hitti hjá frú Thompson og
sendi honum brennheitt
augnaráð á hundrað metra
færi? Ef hann hefði bara vilj
að, hefði hann getað kvænzt
hverri þeirra sem var, J, og
jafnvel þótt þær hefðu verið
giftar fyrir, því fyrir mann,
sem Filimario hefðu jafnvel
hinar siðavöndustu millj óna
frúr Ameríku gripið til vopna
og fengið skilnað.
Hvers vegna gleymdi hann
því alltaf að hann gat kvænzt
annarri konu en Clotilde?
Alvarleg gleymska, herra
Dublé. Já, hreint út sagt: —
Mjög alvarleg gleymska.
Filimario horfði lengi út
yfir hafið, sem teygði sig enda
laust í tunglsljósinu, og sagði
að lokum við sjálfan sig:
— Nei, þúsund sinnum
heldur skal ég rjúfa eið minn
og drekka bölvaðan óþverr-
ann en að kvænast þessu
stelpufífli!
Það var bara um að gera
að flana ekki að neinu og
flýta ekki rás eðlilegra at-
burða. Þegar Filimario hafði
gert áætlun sína, hallaði
hann sér út af og sofnaði. Ná
kvæmlega í sömu andrá
slökkti Clotilde ljósið, hag-
ræddi sér undir teppinu og
sagði við sjálfa sig:
— Eg skal giftast honum,
þótt svo ég þurfi að reka
skammbyssuna framan í apa
trýnið á honum til þess að
hann samþykki það.
Clotilde gerir gagnárás —
Settambre getur ekki sofið.
— Fóturinn á Pio Pis.— Fili-
mario biður um hjálp. —
Peggy kemur til skjalanna. —
Rithöfundurinn vill ekki
fara nánar út í það, hvernig
Filimario og Clotilde komust
til New York hinn næsta
dag. Frásögn af skipinu, sem
kom til eyjarinnar og upp-
götvaði merki frá skipbrots-
fólkinu er allt of hversdags-
leg. Næst hittum vfð þau tvö,
þegar þau gengu i land i New
York.
Clotilde og Filimario voru
færð inn í varðstofu hafnar
lögreglunnar og yfirheyrð:
Hvernig komust þau til eyj-
unnar Bess?
Clotilde:
— Eg var stödd á fljótandi
skemmtistað um það bil átta
tíu mílur frá ströndkinni, þeg
ar ég sá skyndilega að áhöfn
Miðvikudagur 14. september:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
12.55 „Við vinnuna": Tónleikar,
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir.
19.25 Veðurfregnir.
19.30 Óperettulög.
19.40 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Goðinn frá Valþjófs-
stað; III. (Sigurður Sugur-
mundsson bóndi í Hvítáirholti).
21.00 „í þrískiptum takti“: Hljóm-
sveitin í Covent Garden og
hljómsveit belgiska útvarpsins
leika valsa eftir Weber, Tjai-
kovsky og Richard Strauss.
Stjórnendur: Hugo Rignold,
Robert Irving og Franz André.
21.25 Afrek og ævintýr: „Flóttinn",
fyrri hluti frásagnar eftir René
Belbenoit (Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson rithöfundur).
21.50 Einsöngur: Giuseppe Valdengo
syngur lög eítir Tosti.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður
í Havtana“ eftir Graham
Greene; XVI. (Sveinn Skorri
Höskuldsson).
22.30 Um sumarkvöld: Alfreð Andr-
ésson, Kramer og harmoniku-
hljómsveit hans, Erna Sack,
Webster Both, Rinda, Joe
Newman sextettinn, Snoddas,
Judyland og Edmundo Ros
skemmta.
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
og
FÓRN
SVÍÞJÓÐS
14
Vínóna stekkur upp og styður
Guðlindu, sem stanzar: — Ég ....
ég bið afsökunar ... en ég verð
að fara til herbergis miní. Eiríkur
víðförli biður gestina velkomna
og lítur rannsakandi á höfðingj-
ann. Hvað er það, sem honum fell-
ur ekki við þennan mann? Eru
það augun, sem forðast augu hans,
eða er það það, að hann stendur
eins og viðbúinn að gríp til vopna?
— Lítið á höll mína sem heimili
yðar, segir Eiríkur, en leggið nið-
ur vopnin, hér vopnbýst aðeins sá,
sem býst við að mæta óvini sínum.
— Þökk fyrir gestrisni yðar,
svarar höfðinginn, og fyrirgefið
vopnabúnað okkar, er við komum
langt að og þekktum ekki venjur
yðar hér og siði. Augu hans forð-
ast aftur augnaráð Eiríks, en leita
flöktandi í þá áttina, er Guðlinda
hvarf á braut úr salnum.