Tíminn - 28.09.1960, Qupperneq 6

Tíminn - 28.09.1960, Qupperneq 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 28. september 1960. Vetrarstarf Þjóðdansa félagsins er að hefjast Þjóðdansar eru merkur menn- ingararfur, sem margar þjóðir hafa gloprað úr nöndum sér að meira eða minna xeyti, en reyna nú að grafa upp úr djúpi gleymskunnar. Þessi saga gerist líka hér á ís- landi. Við erum svo heppnir að eiga töluverc af skráðum heimild- um um þetta efni, og stöndum að þessu leyti toetur að vígi en t. d. ránustu frændur okkar — nema náttúrlega Færeyingjar, sem eiga sina, dansa enn lifandi og þurfa ekki að læra þá af bókum Þjóðdansafélag Reykjavíkur er sá aðili, sem ötullegast hefur unn- ið að útbreiðslu þjóðdansa síðustu árin — ekki aðeins íslenzkra dansa, heldur hefur það einnig iðkun er- ltndra þjóðdansa á starfsskrá sinni. Auk þess heldur það námsskeið í samkvæmisdönsum, „gömlu döns- unum“ — og býður þar ekki að- e:ns upp á hina algengustu, eins og polka eða Óla skans, heldur og rnarga bráðskemmtilega dansa, sem lítt eru kunnir meðal almenn- ings, en nefna má sem dæmi napó- leon,ng tyrolvals, sem eru talsvert farnir að ryðja sér til rúms á al- raennum dansleikjum. Dansleiki heldur félagiö líka stundum, þar sem gjarnan er boðið upp á ein- hver skemmtiatriði, t. d. danssýn- ingar — og það er segin saga, að þar eru allir léttir í spori og léttir i lund. Vetrarstarfsemin er nú að hefj- ast. Innritun í barnaflokka er í dag, miðvikudag, en í fullorðins- flokka eftir viku. Æfingar verða í Skátaheimilinu á miðvikudögum. Aðalkcnnarar verða Svavar Guð- mundsson, sem kennir börnum og unglingum, og frú Sigríður Val- geirsdóttir, enn fremur frú Matt- lvildur Guðmundsdóttir, Mínerva Jónsdóttir, o. fl. AfbroíafaraSdur unglinga Lögregluþjónsstaða á ísafirði er laus frá 13. desember n.k Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 1. nóvember n.k. Bæjarfógetinn á ísafirði, 26. september 1960. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát * » og útför hjartkærs eiginmanns og föður Sigurðar Högnasonar, Sólheimakotl. Þorgerður Erlingsdóttlr og börn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar Jóhanns Sigurðssonar, Kirkjubóli. Börnin. Umræðuefni ríkisstfórna og á aiþjóóavettvangi Kærleika og hlýhug auðsýndan Helga syni okkar, samúð og vináttu í garð okkar og barna okkar við andlát hans og útför, þökkum við innilega. Guðrún Stefánsdóttir, Helgi Benediktsson. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, Ingibjargar Þóru Jónsdóttur. Fyrir mína hönd, barna okkar tengdabarna og barnabarna. Sigurður Jónsson. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.“ Þetta hefur jafn- an þótt sígild setning og er hún oft á vörum manna. Hið sama er að segja um þessa: „Það sem rnaður sáin, það mun hann og uppskera.“ Afbrofa- og glæpafaraldur með- al ungu kynslóðarinnar er orðið aivarlegt vandamál margra þjóða. Ríkisstjórnir láta það til sm taka, og svo er einnig um Sam- einuðu þjóðirnar. Hvers vegna hegða æskumenn sér svo illa? Upp úr hvaða jarð- vegi eru þeir runnir? ’Hvaða upp- eidi hafa þeir fengið? Hvaða leið- sögn hafa foreldrar, skólar og bókmenntir veitt? Hefur uppsker- an á þessu sviði ekki orðið sam- kvæmt því, sem íil var sáð? Þekk- ist ekki menning eldri kynslóðar- innar af ávöxtum hennar — ungu kynslóðinni? „Sá hefur meiri synd. sem ofur- seldi mig þer“. sagði meistarinn. Æskumenn eru sekir, en meiri er þó sekt þeirrar kynslóðar, sem oturseldi æskulýðinn siðferðilega sjúku aldarfari. En hvað skal svo tii ráða? Tekst að uppræta ill- gresið? Tekst að snúa ungum af- brotamönnum enn ? veg dyggða og löghlýðni? Hvaða kraftar eru þess megnugir? Enginn vandi er að spyrja þann- ig, mikill vandi að svara, og senni- lc-ga réttast að svara ekki, heldur leggja þessar alvarlegu spurningar upp í fang hvers mannsj honum tii alvarlegra hugleiðinga. Tvisvar hafa verið haldnar ráð- síefnur á vegum Sameinuðu þjóð- anna til þess að ræða glæpavanda- raálið. Fyri’i ráðstefnan var í Genf árið 1955. Hin seinni í Lond- on í ágúst 1960. Þar komu saman i ó'S tarsérfræðingar, lögregluþj ón- ar og löggæziumenn, fangaverðir, lögfræðingar, dómarar, starfsmenn fclagsmálaþjónustu frá 50 löndum. Eitt af aðalumræðuefnunum voru afbrot og glæpir ungmenna víðs vegar um heim. Hvernig þessu sé háttað og hvers konar ráðstafanir þjóðir geri til þess að verjast þessum ófögr.uði. Fréttir hefur undirritaður ekki fengið af þessu þingi, en ætlunar- verk þess nægir tíl að sýna um- fang og alvöru vandamálsins. Þá skýrðu blaðafregnir frá því í haust, að afbrotafaraldur ung- nienna yrði til umræðu og með- ferðar í þremur ráðuneytum norsku ríkisstjórnarinnar, og r.orsk blöð birtu furðulegar fréttir r.m ástandið í ýmsum löndum. í geysiáberandi yfirskrift voru þess- ar setningar í sænsku dagblaði: , Ein milijón barna fyrir dómstól- ana. Sænskt vandamál: Kynferðis- aíbrot, áfengi, eiturvörur. Færi fram eins og nú horfir í Bandaríkjunum, mundi ein millj- ón barna koma þar fyrir rétt árið 1965. f einu blaðinu segir, að giæpir og afbrot ungmenna hafi mjög aukizt í mörgum löndum ár- in 1958 og 1959. Aðeins í New York borg hafi morðum og ásett- um manndrápum af völdum ung- menna á aldrinum 16—20 ára fjölg rð um.36,7 af hundraði á þessum árum. Og árið 1958 voru 32,1 af hundraði slíkra glæpa í London framin af börnum og unglingum á aldrinum 8—20 ára. í Svíþjóð hafa kynferðisafbrot og þjófnaður verið sex sinnum fleiri meðal ung menna en fullorðinna síðustu ár- in. Nefnd eru nokkur fjarlæg lönd, svo sem Indland, Burma, Pakist- an, Vietnam, Filippseyjar, Nígería, F.þiópía, þá Mið-Ameríka og Afr- íka sunnan Sahara, sem öll stríði við þetta sama vandamál. Betra er ástandið sagt í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Argentínu, Sviss, Belgíu og Kanada. í Bankok, höfuðstað Thailands, íjölgaði afbiotum og glæpum um 230% á fáum árum, úr 42.276 í 139.618. f Japan fjölgaði afbrotum ungmenna um 20 af hundraði á árunum 1950—1957, í Kóreu 1956 cg 1957 um 42 af hundraði. Rannsókn meðal háskólastúd- enta bæði í Osló og Uppsölum varðandi alls konar minniháttar afbrot, svo sem ölvun við akstur, smáþjófnað, ósiðsemi og fleira, leiddi í ljós heldur leiðinlega út- komu. liililliliii Pétur Sigurðsson Ekki er langt siðan undirrrtaður fcirti alllangan og ískyggilegan lista í blaðinu Einingu um afbrot ungmenna. Næstum allt vár það tekið úr fréttum íslenzkra dag- blaða allra síðustu árin, og lítið hefur skipt um til batnaðar síðan. í sumar birti Tíminn frétt með svofelldri yfirskrift: „46 innbrot á 7 mánuðum“. Aðallega voru þarna þrír ungir menn að verki, tveir tvítugir og einn 23 ára. „Stolnar fjárupphæðir voru sam- tals næstum 160 þúsund krónur.“ „Fimm piltar stela 30 þús. kr.“ var sagt í Morgunblaðinu 16. ág- úst 1960. Piltarnir voru á aldrin- um 15—18 ara. Er hér ekki þörf á að lengja þennan lista. Það er sama sagan og annarra þjóða, vandamál almennings, ríkisstjórna og alþjóðasamtaka. Mjög oft er áfengisneyzla 6am- fara þessum afbrotum. Sænska fræði- og vísindaritið Alkoholfrág- ?n flytur allýtarlega ritgerð um rannsókn, sem kennaraskólakenn- arinn Stig Bernes framkvæmdi í Kalmar í Svíþjóð, til þess að kom- rst að raun um, hver væru kynni æskumanna, og þá sérstaklega r.ámsfólks, af áfengisneyzlu. Bæði barnaverndarnefnd og skólastjórn- in höfðu hvatt hann til að fram- kvæma þessa rannsókn. Sá fróðleik ur, sem fengizt þannig, skyldi svo hagnýttur vii eflingu heilbrigðari lifnaðarvenja námsmanna, einkum varðandi áfengisneyzluna. Rannsóknin veitti vitneskju um, aö um 50 af hundraði 13 ára ung- 1 nga höfðu komizt í kynni við á- fongisneyzlu, sumir höfðu auðvitað aðeins bragðað það, en þegar kom- íð var upp í 19 ára aldurinn, hafði 50 af hundraði piltanna neytt á- fengis hvað eftir annað, og á þess- um aldri höfðu 90 af hundraði námsmannanna, piltar og stúlkur, neytt áfengis. Heimboð, samkvæmi, fríin um helgar og bess háttar leiddu til fyrstu kynna ungmennanná af á- fenginu. Drykkjusiðir foreldranna áttu drjúgan þátt í slíku. Drykkju- tízkan ræktar ómenninguna. Síðasta Gailup-könnun í Amer- íku leiddi í ljós vaxandi áfengis- neyzlu ungmenna. Árið 1958 r.eyttu 66 af hundraði mennta- skólanemenda áfengis, en 71 árið 1960. Af gagnfræðaskólanemend- um 58% 1958. en 67% 1960. Enn lægri skólanemendur 46% 1958, en 48% 1960. Á aldrinum 21—29 ára voru það 60% 1958, 70% 1960. Nokkur aukn ing kom einnig í ljós meðal hinna fulloiðnu, en hér verður að geta þess, að sparningin í könnuninni var sú hvorl aðspurður neytti á- fengra drykkja við viss tækifæri, svo sem öls, víntegunda eða sterk ari drykkja. Þessari spurningu svöruðu 62 af hundraði fullorð- irna játandi. Hér er ekki um að ræða neina sundurliðun á mikilli áfengisneyzlu og því aðeins að bragða slíka drykki. Aukning á- fcngisneyzlu ungmenna vex mönn um auðvitað mest í augum. í þessari grein er ef til vill ekki viðeigandi að víkja mikið að drykkjuslarki ísl. ungmenna, hvort lieldur er í Þórsmörk, á Þingvelii eða annars staðar við viss tæki- færi, en allt siíkt eru þó sjúkdóms- einkenni tíðarandans og nútíma- siðmenningai'. Hver eru svo bjargráðin? Gæti verið að mestu leyti aðeins eitt, en þarf ekki að vera. Ýmislegt kemur vitaskuld til greina. Mætti fyrst nefna fordæmi eldri kynslóð- arinnar, bæði í heiðarleik og heil- brigðum lifnaðarvenjum. Þá gæti ríki og stjórn rétt út sterkari hönd gegn icrpritum og glæpa- kvikmyndum, einnig áfengissölu og fjárplógsiðju á kostnað sið- ferðis ungmenna, en mestu varðar þó að ungmenni geti tileinkað sér lieppilega lífsskoðun og trú á mik inn tilgang iifsins, trú á Guð góð- vildar, réttlætis, kærleika og sann leika. Sæmilegt próf í slíku þyrfti hver þjóðfélagsþegn að geta stað- izt. Pétur Sigurðsson Efnaverkfræðingiir Sementsverksmiðia ríkisins auglýsir hér meS til umsóknar starf efnaverkfræðings viS verksmiðj- una á Akranesi. Laun samkv. samningi stéttar- félags verkfræðinga við ríkisstjórnina. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, einnig meðmælum, sendist í skrifstofu verk- smiðjunnar í Hafnarhvoli, Reykjavík, fynr 25. október 1960. .»v*v*v*v*w*v*v*v*v»v*v»v*v*v»v*v*v*>*>

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.