Tíminn - 28.09.1960, Síða 7

Tíminn - 28.09.1960, Síða 7
T í MIN N, xuiðvikuclaginii 28. seplember 1960. 7 ★ Fyrir nokkru komu hjónaefni til aS tala við mig. Hvorugt þeirra þekkti ég áður. En faðir stúlkunn- ar hafði bent henni á að tala við mig, til þess að fá upplýsingar um jörð, sem hann taldi að hægt væri að útvega þeim til ábúðar næsta vor (1961). Nú veltu Jxau því fyrir sér, hvort þau ættu heldur að gera, fá sér leigða íbúð hér í Reykjavík, og stunda daglauna- vinnu, eða flytja á jörðina, sem faðir hennar taldi sig geta útvegað þeim með vordögunum. Pilturinn var Reykvíkingur, og hefur stund- að daglaunavinnu, ýmist við hús- byggingar eða á eyrinni, en stúlk- an var uppalin í sveit, en hafði veiið þrjá vetur og hluta úr sumr- um hér, og mest „unnið í fiski“ eins og hún orðaði það sjálf. Þessi tvö ungmenni voru að því leyti betur sett en mörg önnur, sem Iíkt stendur á um, að þau höfðu sýni-' lega bæði verið sparsöm, og hugs- að um að spara, því að þau áttu bæði milli 80 og 90 þúsund krónur á sparisjóðum og gátu því lagt nokkuð fram til kaupa á búslóð, þegar þau reistu bú, og þó haft nokkuð til sikepnukaupa, er þau færu að búa. Ekki veit ég, hve mörg af þeim ixærri 2000 hjóna- efnum, sem gifta sig á ári hverju, geta sagt hið sama, en ég vildi vona að þau yrðu sem flest. Saman rædduni við svo um mál- ið, og reyndum að gera okkur grein fyrir hvaða vonir þau gætu gert sér um tekjur næsta ár, ann- ars vegar ef þau settust að í Reykjavík, og stunduðu hér verka- mannavinnu, og hins vegar ef þau tækju jörðina, og færu að búa þar. Settust þau hér að, yrðu þau að taka íbúð á leigu. Ekki gátum við gert okkur grein fyrir því hvað þau mundu fá hana fyrir. Öll þekktum við mörg dæmi þess, að jafngóðar íbúðir, að því er virtist, væru leigðar út fyrir svo misjafna leigu að meiru munaði en helm- ingi, og því yrði það undir heppni og hending komið hvað þau kæm- ust að hagkvæmum kjörum með húsaleiguna. Aftur þótti mér lík- legt, að jörðin yrði aldrei leigð hærra, en þau þyrftu að borga hér í húsaleigu í 3 til 4 mánuði, og því að þessu leyti ódýrara að fá inni í sveitinni. Virkir dagar ársins eru um 300 og vinnutíminn 8 tímar á dag. Tímakaupið í dagvinnu er kr. 20,67, og má því ætla að þau geti haft 2400 tíma á 20,67 eða 49608 krónur yfir' árið. Dragist vinna á vinnumarkaðinum ekki saman, ætti að mega gera ráð fyrir að verkamenn fengju eftirvinnu, og ef til vill líka nætur- og helgi- dagavinnu, og þá gætu árstekjurn- ar orðið milli 60 og 70 þúsund, en því væri valt að treysta, því að margt benti á, að vinnumarkaður- ínn myndi dragast saman, þó ekk- ert væri hægt að fullyrða um það. Margir teldu að búseta í Reykja- vík hefði marga kosti fram yfii' búsetu í sveit. Mætti þar fyrst telja að verkamaðurinn fengi kaup sitt alltaf greitt vikulega, en sveitabóndinn yrði að bíða eftir því, að vinna hans yrði að sölu- hæfri vöru, og síðan því, að hún seldist, og fengi silt kaup því löngu eftir, að hann hefur unnið að fiamleiðslu hennar, stundum hátt á annað ár. Sá, sem býr í Reykjavík, hefur meira samneyti við murga menn, eða getur haft það, en hinn, sern býr í strjálbýlinu. Hann hefur margfalda möguleika til þess að sækja margs konar skemmtanir eftir' því sem vilji hans stendur til og pyngja hans leyfir, hann getur fengið blöðin daglega, hafi hann aura til að kaupa þau, meðan sveita maðurinn fær þau sjaldnar, hann á hægara með að sækja lækni, ef veikindi ber að höndum. Þetta meta marigir mikils. Allt þetta þyrfti þau að athuga og leggja nið- ur fyrir sér, áður en þau ákvæði hvað þau gerðu. Aftur á móti ættu þau erfiðara með í Reykjavik, en í sveitinni að hafa áhrif á börn sín, þegar þar að kæmi. Þar yrðu þau að mestu háð áhrifavaldi skólanna og áhrifum frá félögunum á götunni, og sumir teldu það mikinn galla. Þau gætu heldur ekki sjálf með vinnu sinni í Reykjavík gert neitt til þess að láta tekjur sínar hækka ár frá ári, en það gætu þau gert, ef þau settust að á jörðinni, sem þeim stæði til boða. Þar væru þau sjálfs síns herrar, og uppskæru eins og þau sjálf ynnu til, en þó að þau ynnu á við tvo í eyrar- vinnunni, fengju þau ekki hærra tímakaup en skussinn, sem drægii sem helzt þyrfti að leggja saman nytjar, og 80 fjár á sama heyi og fóðurbæti. Þá seldu þau enga mjólk og hefðu aðeins afurðir sauð fjárins til sölu úr búi. Gera mætti ráð fyrir að eitthvað af ánum yrði tvílembt, svo þau hefðu 90 lömb undan þessum 80 ám. Ætti þá að vera hægt að gera ráð fyrir að 80 löm-bum mætti lóga; því ekki er ástæða til að reikna með mör’gum viðeldum fyrsta árið, á nýkeypt- um ánum. í júlímánuði fengju þau fyrst afurðir af sauðfénu — ullina. — Gera má ráð fyrir að fá 1.8 kg. af ull af ánni eða 144 kg. Áætlað er að bændur fái 24,30 ikr. fyrir ullar- kílógrammið og því kr. 3499,20 eða um kr. 3500 fyrir alla ullina, hafi öll ullin náðst af ánum, en það gengur nú stundum misjafnlega. Bæði er, að ærnar nást ekki allar til rúnings, og eins er oft meiri og minni vanræksla um smölun að vorinu, en nauðsyn er að fleiri bændur smali samtímis, eigi allt fé að nást til rúningar, og getur þó vantað, hvað þá ef fleiri eða færri vanrækja smalamennskur, þar sem lönd liiggja saman og sam- smölunar er þörf. Aðrar afurðir af sauðfénu falla til að haustinu í Páll Zóphóníasson: Hvað eigum við að gera? af sér og ynni mikið rninna. Og fleira kæmi hér til, sem yrði ljós- ai'a, þegar við töluðum nánar um aðstöðu þeirra, ef þau tækju jörð- ina og færu að búa þar. Jörðin, sem faðir stúlkunnar taldi sig geta útvegað þeim til ábúðar með vorinu 1961, liggur í 8 til 9 km. fjarlægð frá næsta bæ. Þangað liggur ekki bílvegur, en komast má þangað með bíl þegar þurrast er að sumrinu. íbúðar- húsið er úr tirnbri, 30 til 40 ára gamalt, og er talið íbúðarhæft. Það er óupphitað, en vatnsleiðsla er í því, og skólpleiðsla frá, og í eldhúsinu er Aga-eldavél. Útihús eru ÖH úr torfi, fjós fyrir 6 kýr og fjárhús yfir 100 fjár. Hlöður eru við fjárhús og fjós. Túnið er milli 5 og 6 ha. og gefur af sér 190 hesta af töðu. Það er slétt að % en % er fleytingsþýfi. Heyvinnuvélar hafa ekki verið notaðar, enda hæp- ið mjög að það borgaði sig þar sem ekki er hægt að nota þær nema á hluta af túninu. Útengjar er’u engar, en áður voru slegnir 60—70 hestar á útjörð, fleytings- þýfðum jöðrum milli holta og mýra. Fjárbeit að vetri væri talin góð, og meðalföll dilka hefðu und- an farin þrjú ár verið liðug 15 kg. Meðalbúið síðustu árin hefði verið 2 kýr, vetrungur, þrjú hross og 60—70 fjár. Möguleikar til þess að stækka túnið vænx miklir, en samfara því yrði að gera allmikla skurði til að þurrka túnstæðið, ef í stærri túnr’ækt ætti að ráðast. Eins og nú stæði, bæri jörðin ekki svo stórt bú, að vinnandi hjón hjefðu fullt starf við það. Þau hefðu aígangsvinnutíma og gætu í honum unnið að því að slétta það af túninu, sem enn er þýft, og stækka túnið, og á þann hátt auk- ið töðufenginn og síðan stækkað búið. Og þar sem það mætti stækka verulega svo að þau tvö gætu ekki hæglega unnið fyrir því, þá ykist þeirra kaup að sama skapi og þau gætu stækkað búið. Hér hefðu þau möguleika, sem þau gætu ekki haft í Reykjavík. Hvað þau hefðu fyrir vinnu I sína við búið væri erfitt að segja. i Það færi bæði eftir því, hvort þau . vildu búa að mestu við kýr eða i sauðfé, og því hve dugleg þau væru, því að við búskapinn upp- skæri hver eins og hann sáði. — Á þessari jörð, sem þeim stæði til boða, héldi ég að minnst mundi hafast upp úr búi á jörðinni með sama bústofni og þar væri nú. Það væri það erfitt að koma mjólkinni í veg fyrir mjólkurbíl daglega að það væri ógerlegt nema um væri að ræða dálítið mjólkurmagn, og því yrði annaðhvort að hafa eins margar kýr á jörðinni, og taðan frekast leyfði, eða bara eina kú, rétt til að fullnægja lágmarks- þörf heimilisins, og síðan sauðfé eins og 'heyið entist til. Ef að þau veldu kúabúskap, mætti ætla að þau gætu með liitl- um kaupum af fóðurbæti haft 6 kýr og 3 hesta, en engar kindur. Þau gætu vænzt þess að fá 2600 kg. af mjólk eftir kúna til sölu úr heimili, og þá haft eftir mjólk til heimilisins. Hve mikið þau mundu fá fyrir mjólkina, færi bæði eftir því hve feit hún væri, — og auk þess væri verðið á haustmánuðun- um hæst, og því verðið misjafnt eftir mánaðar'mjólkurmagninu. Annars væri i’eiknað með því að bændur nú í ár ættu að fá kr. 4,18 fyrir hvert kg. að meðaltali, og því yrði að áætla að þau gætu fengið 2600 kg. sinnum 6 eða 156000 kg. á kr. 4,18 mest kg., eða allt lagt inn mjólk fyrir 65208 krónur. Mjólkuiverðið væri að nokkru greitt mánaðarlega en ekki til fulls fyrr en árið væri liðið, og séð hvert mjólkurverðið raunveru- lega væri. Venjulega væri % til % haldið eftir frá áætluðu verði við mánaðarútborganir. Daglega yrðu þau að koma mjólkinni 8—9 km. í veg fyrir mjólkurbílinn og það væri tafsaimt, tæki um þrjá klukkutíma hvern dag, eða allt að því. Til sjálfs húshaldsins þyrftu þau að kaupa minna en ef þau byggju í Reykjavík, því að hér hefðu þau mjólk og gætu líka haft garðmat og kjöt af kálfunum sex, sem féllu til og þau slátruðu og liklega legðu til búsins, en gætu saltað og mætti þá ætla að þeir legðu sig á 160 kr. hver. Ef að þau aftur veldu að hafa sauðfjárbú, gætu þau haft eina kú, sláturtíðinni í sept. eða október. Áætlað er nú að 15 kg. lambið geri rétt um 400 kr. og má því ætla, ef þau hafa 80 dilka til innleggs, að þau fái 32000 kr. fyrir sláturfjár afurðirnar, og milli 35 og 36 þús- und fyrir allar afuiðir sauðfjár- búsins. í sláturtíðinni fá þau nokk urn hluta af sláturfjárafurðunum greiddan, oft 3A til % af áætluðu verði afurðanna. Eftir hinu verður að bíða, oft nálægt því ár, eða þangað til afurðirnar eru allar seldar og hægt er að sjá hvert verðið raunverulega verður. Við teknaáætlun mína hér miða ég við meðalkýr og dilkaþunga. Nú vil ég benda á það aftur, að verkamaðurinn í Reykjavík getur í raun og veru ekkert gert til að hækka það sem hann fær í tíma- kaup, annað en vera sinni stétt trúr og vinna að gengi hennar. Hins vegar getur hann verið mis- duglegur að ná í eftirvinnu, næt- ur- og helgidagavinnu, en að öðru leyti ekki haft áhrif á hvað hann ber úr býtum, og ekkert gert til þess að láta það hækka ár frá ári. Þetta getur bóndinn aftur á móti. Hann eykur tímakaup sitt með því að vinna vel, fær meiri afköst t.d. aukinn heyfeng, og getur því haft fleira fé og fengið meiri afurðir. og bóndinn, sem ekki hefur stærra bú, en þessi jörð ber nú, hefur tíma aflögu bæði vor og haust, sem hann getur notað til jarðrækt- arframkvæmda, stækkað túnið, aukið töðufenginn, og þar með tryggt sér meiri tekjur næsta ár. Þetta getur hann gert ár eftir ár þangað til að búið er orðið svo stórt, að hann getur ekki annað hirðingu þess með konu sinni, og þarf að fara að fá sér verkafólk. Þá kemur tímabil, sem hann hefur ekki nægilega vinnu fyi’ir verka- manninn, til að geta fullnýtt vinnu hans, og þá ríður honum á að stækka búið ört, svo vinna manns- ins nýtist og fáist greidd af arð- inum, sem búaukinn gefur af sér. Hér er regin munur á aðstöðu verkamannsins og bóndans bæði til framtíðar sjálfs síns, og eins viðhorfinu til þjóðarheildarinnar og landsins. Bóndinn getur sem sjálfstæður aðili aukið verðmæti landsins og bætt lífsskilyrði eftir- komandanna, en það á verkamað- urinn mjög erfitt með, nema óbeint. Hann getur ekkert gert til þess að sonur han-s, sem tekur við verkamannsstarfinu, beri meira úr býtum en haxm sjálfur gerði, en það gerir bóndinn með umbótum á jörðinni. Þetta gera að heita má allir bændur, það ei’u að vísu til menn í bændastétt, sem lifa á starfi fyrirrennara sinna að nokkru leyti, og þá með því að nota t.d. nýrækt sem aðrir hafa gert, þar til hún aftur er komin í órækt. Það má á ýmsan hátt lifa á erfiði annarra. En bóndinn getur líka á annan hátt aukið tekjur sínar frá því sem ég gerði ráð fyrir að þau hefðu, ungu hjónin, en það er með því að koma sér upp arðsamari skepnum. Það eru til bændur, sem leggja ekki inn 2600 lítra af mjólk úr hverri kú, sem þeir hafa í fjós- inu, heldur 3000, og einstaka mun meira og fá þá líka mikið meiri arð af búinu. Á sama hátt eru líka til margir bændur, sem ekki fá 15 kg. af dilkakjöti eftir hverja kind, sem þeir hafa á fóðri, heldur 20 kg. og nokkrir, sem fá mun meira. Allir bændur hafa því möguleika á að auka árstekjur sínar með því að auka arðinn af skepnunum þó skepnunum sé ekki fjölgað, og það er kannski verðmesta aukningin fyrir þjóðfélagsheildina og niðj- ana. Hér hefur bóndinn líka sér- istöðu gagnvart verkamanninum, og hvorutveggja þetta, að gjöra jörðina og búféð gjöfulli við fram- tíðina en það var við okkur, gerir hann að meiri og betri manni. Það er margt sem ungu hjóna- efnin þurfa að taka afstöðu til þegar þau ákveða hvort þau eiga heldur að verða búendur og hús- i’áðendur í sveit eða verkafólk í Reykjavík. Þetta var nú meginið af því, sem ég sagði hjónaefnunum í meira en klukkutíma viðtali. En hvaða er- indi á þetta einkasamtal í Tím- ann? munu rnenn spyrja. Til þess að ég sendi Tímanum það, liggja þrjár meginástæður. Sú fyrsta er, að það gifta sig ár- lega 2000 hjón, og ég vildi gjarnan að fleiri en þessi ein hugsuðu um hvað þau ættu að taka fyrir og hver’nig þau með sparsemi og fyr- irhyggju þyrftu að hugsa fyrir framtíðinni. Sú er önnur, að ég vildi gjarnan enn einu sinni benda bændum á hve mikill munur getur verið á arðsemi búa þeirra eftir því hvernig þeir reka þau. Þeir þurfa að læra hver af öðrum, og með því bæta áriega afrakstur búa sinna. Þetta hefur gengið grátlega seint, menn halda í gamlar venj- ur og siði foreldra og laga sig ekki eftir breyttri aðstöðu. Og hin þriðja er sú, að aðal- fundur Stéttarsambands bænda samiþykkti að endurskoða skyldi verðlagsgrundvöll þann, sem verð- lag landbúnaðarafurðanna hefur verið ákveðið eftir, til þess að gefa bóndanum jafnt í árstekjur og meðal-verkamanninum. Mér hefur viizt að þá væri aldrei nægilegt tillit tekið til þess, að verkamað- urinn fær kaup sitt vikulega, en bóndinn allt si/tt kaup löngu eftir að hann hefur lagt fram vinnu sína, og sumt ekki fyrr en allt að 22 mánuðum eftir að vinnan er af hendi leyst. Á þetta vildi ég benda og biðja þá menn að hugsa um, er endurskoða verðlagsgrundvöllinn. Hjónaefnin, sem við mig töluðu, bið ég að „forláta" að ég nota þetta samtal við þau, sem uppi- stöðu í þessa grein; en ég vona að ég hafi ekki á neinn hátt farið þannig með það, sem þau sögðu, að þau þurfi að fyrtast við. 25. september 1960. Páll Zóphóníasson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.