Tíminn - 28.09.1960, Síða 8

Tíminn - 28.09.1960, Síða 8
8 T í M IN N, miðvikudaginn 28. september 1960. Afburða listakona á alþjóðamælikvarða Það var síðla kvölds. laugar- daginn 6. júní í fyrra sumar, að flugvél, sem við Halldór sonur minn, Þórhalla dóttir mín og Oddný sonardóttir mín vorum með, lenti á flugvellin- um í París. Við komum frá L ondon, en áður en við fórum þaðan hafði Halldór sent ís- lenzkri námskonu, sem hann þekkti í París, símskeyti og beðið hana að útvega okkur hótelherbergi og hafð: honum borizt svarskeyti frá henni, að herbergi hefði hún þegar tryggt okkur á Hotel de Blois. Kona þessi hét Högna Sigurð- ardóttir. og hún er íslenzk mannkostakona inu í leit að bíl til að flytja okkur á hótelið, snaraðist ung kona út úr L'íi þar rétt við dyrnar og heilsaði okkur á íslenzku. Var þar komin Högna Sigurðardóttir, en þau Hall- dór voru nákunnug. Kvaðst hún vera komin i bíl sínum til þess að sækja okkur Leizt mér hin unga kona gáfuleg, hraustleg, djarf- mannleg og laus við tilgerð og tepruskap. Svipur hennar speglaði viijafestu. Handtök hennar voru hröð. Hún var fljót að koma okk- ut og farangri okkar fyrir í hinum fremur litla bíl sínum. Ég þóttist þegar sjá, að hún væri óvenjulega úrræðagóð, niklaus og dugleg. Er hún hafði hlaðið farangri okkar í biiinn, urðu tveir farþeganna að Högna Sigurðardóttlr Er hún fædd í Vestmannaeyjum 7. júlí 1929 og alin þar upp. For- eidrar hennar eru hjónin Sigurður Friðriksson, verkstjóri, og Elísa- bet Hallgrímsdóttir. Hún er braut- skráður stúdent úr máladeild Menntaskólans í Reykjavík með hárri I. einkunn vorið 1948. Vetur- inn á eftir stundaði hún nám í stærðfræðideild sama skóla. Að loknum þessum undirbúningi fór hún til Frakklands með þeim á- ' setningi að Komast inn í listahá- s/ólann þar — Ecole Nationale Supprieure des beaux arts —, sem er heimsfrægur skóli en mjög erf- iður. Var takmark hennar að.nema þar byggingarlist. Eftir um þriggja ára veru í Frakklandi komst hún í Listaháskólann. Tekur nám þar sjö ár', en á þeim ttma verða nemendur að vinna á teiknistofu jafnhliða öðru námi að minnsta kosti í tvö ár. Þá hefst undirbúningur lokateikningar. Efn- isval er frjáist. Eftir 3—4 mánaða lestur og vinnu er teikningin, sem teiknuð er á spjöld, sem til samans eru 16 m2, varin og útskýrð fyrir 10 manna dómnefnd. Falla þá margir. Vík ég nú aftur að því er við fjórmenningarnir vorum komin til Farísar. Er við vorum komin inn í borgina á afgreiðslu flugvélarinn- or, vorum búin að fá farangur okk- ar og ætluðuin út úr afgreiðsluhús- sitja ofan á honum, og ekki mundi slík hleðsla á bíl hafa verið leyfð í Reykjavík, en í París er ekki íengizt um siíkt. Högna ók okkur síðan heim á Hotel de Blois, at- hugaði herbergin, sem við fengum þar, hvort allt væri þar, sem okkur hentaði bezt, og lét þjónustustúlku ráða bót á því, er henni þótti van- hnga. Að þessu loknu bauð hún okkur að koma í íbúð sína, sem vrr í bakhúsi við hótelið. Þar bjó hún með manni sínum, Gerhard Anspach. Hann hefur ríkisborgara- rétt í Bandaríkjunum, en þangað liafði hann flúið 13 ára gamall með föður sínum frá Danzig undan of- sóknum nazista. En faðir hans var af gyðingaættum og hafði verið bankastjóri í Danzig. íbúð þeirra h.ióna var aðeins eitt allstórt her- bergi, en hátt til lofts, og var pall- ur yfir hluta þess, og þar uppi sváfu þau hjónin, en fyrir eitt horn herbergisins var tjaldað og þar var eldhúsið. Þar sem komið var fram á nótt, var húsbóndinn genginn til hvílu, en hann þurfti að vera kominn til vinnu sinnar ki. 7 að morgni, en húsfreyja bar mat og drykk á borð fyrir okkur. Var hún alúðleg og skemmtileg í v'ðræðum. Áð lokum fylgdi hún okkur aftur til herbergja okkar og bað okkur dð koma aftur til sín er við værum komin á fætur um riorguninn og neyta hjá sér morg- unverðar. Við dvöldum 8 daga í París. högna var í skóla á daginn. Um kl. 5 síðdegis kom 'nún heim, fór þá að kaupa í matinn og tilreiða kvöldverð. Ekki komumst við hjá því að sitja kvöldverðarboð hjá Högnu og manni hennar alla dag- ana, sem við vorum í París. Og jafnan var þar fleira gesta, íslenzk- ir og franskir námsmenn, og eitt kvöldið kaupsýslumaður frá Bandaríkjunum. Högna var hin slyngasta matreiðslukona og marg- ir réttir á borði hvert kvöld. Þótt húsakynni væru ekki rýmri né rík- mannlegri en framan greinir, munu gestir þeirra hjóna hafa fundið að þeu voni á hámenntuðu og gestrisnu höfðingjasetri. Þótt Högna verði miklum tíma að sinna gestum sínum, þá stundaði hún nám sitt af kappi og með óvenju- lega glæsilegum árangri. Ég frétti, cð í þeirri deild Listaháskólans, sem hún tilheyrði, væru um 2000 nemendur, og hún hefði þá um veturinn fengið heiðursverðlaun, sem hæfasti nemandi déildarinnar. Laugardeginum, 13. júní, og sunnudeginum á eftir, fórnaði Högna öllum mér og skylduliði mínu. Á laugardaginn fór hún með ckkur til Versala, og sýndi okkur bina sögufrægu sali konungshall- arinnar þar, og hið fagra umhverfi hennar með vötnum og skógum. Þar hafði fyrir rúmum 170 ,árum hm glæsilega, en léttúðuga og eyðslusama drottning, María Ant- cniette, ásamt háaðli Frakklands reynt að svala skemmtanaþrá sinni. Og ég held að meiri andstæður sé vart hægt að finna, en hinn gulli skreytta drottningar svefnsal í Versölum, og klefann undir Dóm- höllinni í París, sem María Antoni- etta var geymd í áður en hún var lc’dd á höggstokkinn — Á sunnu- daginn 14. ,'úní fóru þau hjónin, Ilögna og maður hennar, með okk- ur á Flóamarkaðinn, þar sem allt mögulegt fæst keypt, gamalt og nýtt, sem nöfnum tjáir að nefna. Um kvöldið skilaði Högna okkur aftur á flugvallarafgreiðsluna, er hún hafði sott okkur til fyrir 8 dögum. Ég hafði aldrei áður komið til hlnnar fögru höfuðborgar Frakk- lands, enda hef ég ekki átt víð- reist um dagana. Mér verða ó- gleymanlegir dagarnir, sem við dvöldum í París. Hin fagra borg; hinir mörgu sögustaðir, sumir glæsilegir, aðrir óhugnanlegir; h'n miklu og glæsilegu söfn. Fátt mátti sjá á söfnum þar, sem minnti á ísland. Á hinu mikla mannfræði- safni voru tvær hendur settar hlið v:'ð hlið, báðar mótaðar í gips. Var önnur þeirra af íslendingi, en hin af apa. Ekki vorum við Halldór sammála um, af hvaða ástæðu að Frakkarnir höfðu valið hendi af íslendingi, íremur en einhverri annarri þjóð, til þess að hafa til samanburðar á apahendi. Áleit ég, að það kæmi af því, að þeir teldu ckkur íslendinga standa öpum ræst allra pjóða að skyldleika, en Halldór taldi, að þeir myndu telja okkur komni lengst allra þjóða á þróunarbrautinni. Höfum við enn ekki fengið úr því skorið, hvor okkar muni hafa ályktað rétt. Á þessu sama safni sáum við íslenzk- an kvenbúniug frá 18. öld. Á öðru safni sáum við fallegt ísaumað teppi islenzkt frá 13. öld. Var það með helgisögumyndum. Þetta litla, sem við sáum á söfnum I París og minnti á fsland, var sem dropi í hefi. Á vegg Sorbonneháskóla, er að götu snýr, eru letruð nöfn fræg- vstu manna heimsins. Eitt fyrsta nafnið, sem ég kom þar auga á, Þorsteinn M. Jónsson var nafnið Snorri Sturluson. Ég leitaði að nafninu, Sæmundur Sig- fússon, en tann það ekki. En ég hcfði þó heyrt fullyrt af miklum fræðimanni, að hann hefði fyrstur allra Norðurlandabúa, stundað nám í þessum nafnfræga skóla, sem íslenzkar þjóðsögur nefna Svartaskóla. Þarna fann ég til rneiri hrifningar, en ég hafði áður fundið til við að skoða nokkrar af þeim furðum Frakklands, er Paris geymi:. Hrifningin kom af því, að ég tróð nú hina sömu götu og Sæmundur hafði troðið fyrir nál. 9 öldum, og yfir því, að Frakk- ar skipuðu þó einum íslendingi, Snorra Stunusyni, í hóp meðal frægustu mánna heimsins frá því er sögur hófust. En til jafnmikils þjóðarmetnaðar fann ég, að hafa kynnzt ungri íslenzkri konu í hinni miklu heimsborg, er byggingar- listardeild Listaháskólans þar taldi Ævar R. Kvaran, leikari: ÆLT BVSÁL Ókunnugum manni, sem kæmi til Englands og spyrði þarlendan mann, hvar heyra megi fegurst talaða enska tungu, myndi sennilega ráð- lagt að gera eitt af þrennu: Fara í kirkju og hlýða á pré- dikun, bregða sér í leikhús í West End í Lundúnum og sjá góða leiksýningu eða hlusta á þuli brezka útvarpsins. Sá, sem hefur sæmilega kunnáttu i enskri tungu getur á augabragði þekkt á máli Englendings, hvort hann hefur hlotið skóla- menntun eða ekki. Fram- burður málsins segir til um það. Þetta stafar vitanlega af því, að hver menntaður maður ber svo mikla virð- ingu fyrir móðurmáli sínu, að hann leggur rækt við framburð þess, enda yrði hann sér fljótlega til athlæ- is ella. Þetta finnst hverj- um Englendingi svo sjálf- sagt, að honum kemur ekki í hug að ræða það. Sjálf- sagður skilningur á þessu ríkir vitanlega einnig hjá stjóm menntamála; enda finnst tæpast sá mennta- skóli í öllu landinu þar sem framsögn er ekki tekin al- varlega sem sjálfsagður hluti af námi nemenda. Þetta á vitanlega við allar þjóðir sem kenna sig við menn- ingu- Erlendur vinur íslenzkrar menningar myndi tæpast trúa því, væri honum sagt það, að fagur framburður íslenzkrar tungu væri ekki kenndur j einum einasta skóla íslands; að þar væri einungis lögð áherzla á ritað mál. Það er engu líkara en við íslendingar höldum, að íslenzk tunga sé einungis rit málið. En eins og orðið „tunga“ ber með sér, er vit- anlega ekki síður átt við talað mál en ritað. Við eig- um ágæta málfræðinga og málvísindamenn, sem hafa ritað talsvert um íslenzku frá ýmsum hliðum; en næstum allt er það helgað rituðu máli. f skólum eru réttilega gerðar til okkar strangar kröfur um kunn- áttu í íslenzkri 'málfræði, bragfræði, setningarfræði o. s. frv., og er vitanlega ekki annað en gott um það að segja. Eg hef gengið hina venjulegu menntabraut gegn um barnaskóla, mennta- skóla og háskóla, en aldrei minnist ég þess þó, að hafa orðið var við eða heyrt þess getið, að íslenzkukennari skipti sér af framburði nem enda á máli þjóðarinnar. ís- lenzk skáld hafs> í fögrum Ijóðum vegsamað móðurmál ið og með réttu. Vig erum af skiljanlegum ástæðum hreykin af því, að hafa get- að varðveitt hina fornu tungu Norðurlandaþjóða. En nú vill svo undarlega til, að

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.