Tíminn - 28.09.1960, Síða 9

Tíminn - 28.09.1960, Síða 9
T f MIN N, miðvikudaginn 28. september 1960. 9 sinn álitlegasta nemanda, og jafn- framt varðveitti þar í ríkum mæli þann kost, sem flestum útlending- um, er heimsækja land vort, finnst mest á-berandi sem einkenni á þjóðinni, og það er gestrisni. Sjálf- ur var ég alinn upp á gestrisnu heimili, og ótal gestrisnum heim- i’.um og gestrisnum mönnum hef ég kynnzt um dagana, en hvergi hef ég komizt í kynni við eins mikla gestrisni, eins og þá, er Högna Sigurðardóttir og maður hennar sýndu mér, og okkur öllum fjórmenningunum, dagana, sem við dvöldum í París í fyrra sumar. Og eins og ég hef áður getið um, íiutu fjölda margir aðrir gestrisni þeirra þessa sömu daga. Land- kynningin, kynning á íslenzkri menningu og beztu eðliskostum ís- lendinga, sem þar fór fram, og mun hafa farið fram, um mörg ár, er ómetanleg. Hér í blaðinu er áður búið að geta um, að Högna hafi tekið próf í byggingarlist snemma á þessu sumri frá Listaháskólanum i París. Og af 300 nemendum, er luku hinu sama prófi hafi hún verið dæmd hæfust þeixra allra. Oft hefur hún hlotið verðlaun þau ár, sem hún hefur stundað nám í Listaháskól- anum, en nú fær hún meðal ann- ars þann rétt að verðlaunum, að l.ún þarf ekki að sækja um af- vinnuréttindi, hvorki í Frakklandi cða Englandi, heldur aðeins að til- kynna, ef hún vill setjast að í öðru hvoru landinu og reka þar atvinnu. . en merkustu verðlaunin, er hún fékk frá skólanum eru PRIX GUADET fyrir hæstu einkunn deildarinnar á árinu, og i öðru lagi verðlaun veitt af Franska ar'ki- tektafélaginu. Það er heiðurspen- ingur, fyrstu verðlaun fyrir loka- teikninguna. Þótt Högna sé afburðamikil listakona á aiþjóðamælikvarða, er hún fyrst og fremst íslenzk lista- kona. Lokateikning hennar frá Listaháskólanum er af húsi í ís- lenzku landslagi, landslagi með ísienzkum gróðurskilyrðum. Og hún er líka íslenzk mannkosta- Áhyggjufullir vegna dragnðtaveiðanna Fréttamaður átti fyrir skömmu tal við Þórhall Björnsson, kaupfélagsstjóra á Kópaskeri, um hið nývið- byggða sláturhús þar. Meðal annars, sem bar á góma, voru möguleikar til fólksfjölgunar á Kópaskeri, en þar hafa nú búsetu milli sjötíu og áttatíu manns. Þetta fólk er vfirleitt bundið við ákveðin störf og því oft ful! erfitt að fá nægi- legan mannafla til að vinna að slátrun, en mikill annatími stendur þá yfir í sveitum vegna gangna og rétta Þá hef- ur stundum reynzt erfitt að fá nægan vinnukraft að Kópa- ckeri til annarra verka. — Hér er mjög lítið um dag- launavinnu, sagði kaupfélagsstjór- inn, og þær byggingaframkvæmdir, sem hafa verið hér, hafa yfirleitt verið gerðar af aðkomufólki, fyrst og fremst hér úr sveitunum en að kona. Ekki mun leika á bví neinn vafi, að Högna mun geta fengið óþrjótandi verkefni og verða eftir- sótt sem „arki’tekt" í stórborgum Englands og Frakklands og víðar. En ég veit að hún þráir að setjast að hér heima í nálægð við ættfólk s tt og til þess að vinna að aukinni fegrun og smekkvísi í húsabygg- ingum og skipulagningu okkar hraðvaxandi höfuðborgar og ann- arra baeja og byggða íslands. Vér íslendingar megum ekki við því að njóta ekki starfskrafta, vitsmuna og þekkingar ungra af- burðamanna og kvenna, er þjóðin hefur alið. Rætt við Þórhall Rjörnsson, kaupféiagsstjóra á Kópaskeri nokkru leyti af fólki annars staðar frá. — Er atvinnugrundvöllur fyrir fxeira fólk hér eins og nú er háttað? — Það er nú kannske varla hægt að telja að svo sé, því að slátrunar- tíminn, sem er eins konar vertíð hjá okkur, er svo stuttur. Hann skapar ekki möguleika til að fólk geti setzt hér að. Hins vegar ger- um við okkur vonir um, að ef tekst að halda þeirri landhelgi, sem við höxum nú tekið og ekki verður opnað fyrir dragnótinni, þá geti hér skapazt útvegur og um leið atvinnuskilyrði fyrir miklu fleira fólk. Við höfum hér stórt frystihús og sláturhús með miklum afköstum, sem ekki er notað nema halfan annan mánuð á ári. Það væri vissulega mjög mikilsvert fyi’ir okkur og þjóðarheildina, ef hægt væri að nota þetta lengur en nú er. En því aðeins verður það hægt, að fiskimið okkar, sem eru ágæt hér fyrir Sléttu og í Öxar- Að réttu miklumst vér af því, er ungir íslenzkir íþróttamenn vinna íþróttaafrek, eða ung íslenzk stúlka fær alþjóðaviðurkenningu fyrir íegurð og góða framkomu. En r.ámsafrek Högnu Sigurðardóttur, mun vera mesta afrek, er nokkur fslendingur hefur unnið á þessu ári. Og þetta afrek hennar vekur þaéi'Vonii', ‘að hún muni geta unnið þjóði'nni ðinbtáhlegt gagn. ef henni cndist líf og heilsa og islenzkt sinnuleysi rekur hana ekki til ann- arra landa, en nú í haust kemur Högna heim frá Frakklandi. Þorsteinn M. Jónsson. ÞÓRHALLUR BJÖRNSSON firði, verði ekki eyðilögð. Þau hafa ívívegis áður verið eyðilögð, fyrst af togurunum, sem herjuðu hér upp úr aldamótum og toguðu upp í landsteina og hreinsuðu þá flóaim af fiski, svoleiðis að hér varð ekki vsrt í tuttugu ár. Upp úr 1920 fór svo aftur að koma hér fiskur og vaxandi, og um 1930 var hér kom- :n gnægð fiskjar, en þá var opnað íyrir dragnótaveiðum. Árin þar á ettir voru miðin svo gjöreydd að nýju og hefur ekki orðið fisks vart siðan fyrr en nú, að hann er að koma aftur hér í flóann og hefur það lítils háttar verið stundað. En þar sem þetta er nú rétt að byrja, er ekki risin upp sú útgerð, sem hér gæti orðið. Nú eru hins vegar uppi háværar rsddir um það að opna flóana og firðina fyrir dragnótaveiðinni á nýjan leik, og erum við mjög áhyggjufullir, ef það skyldi verða gert hér. Að vísu mundu þeir bái- ar, sem fengju leyfi til að skarka hér með dragnót, fá dágóða veiði í nokkur ár meðan þeir væru að hreinsa, en fyrir okkur væri slíkt gjörsamleg fyrirmunun á atvinnu- vegi, sem við annars gætum stund- að. — Þið búizt við að stunda hér handfæraveiðar? — Já, handfæra- og línuveiðar. Hér mundi fyrst og fremst verða tiillubátaútgerð, en hún hefur gefið mjög góðar tekjur víða í þorpum hér norðan lands. Ég vil svo að lokum taka það fram, að ég lít á ásælni þeirra manna sem vilja fá leyfi til drag- nótaveiða á heimamiðum fjarlægra héraða, nákvæmlega sömu augum eg yfirgang Breta í íslenzkri land- helgi þess fólks, sem hér býr og því er lífsnauðsyn að verja hana fyrir þeim aðgerðum sem hafa eyð- ingu í för með sér, hver sem þar á hiut að máli. Þannig lítur kaupfélagsstjórinn á dragnótaveiðarnar, en rétt er að láta öll sjónarmið koma fram í svo umdeildu máli. þessi ást okkar á tungunni virðist einungis ná til rit- aðs máls, a.m.k. ef dæma má eftir því virðingarleysi, sem hingað til sýnt hefur verig töluðu máli íslenzku. Mér er ekki kunnugt um, hvað kann að hafa verið skrafað og skrifað um ís- * lenzkan framburð fyrr á öld um, en ekki er mér grun- laust um að það sé sáralítið. Á þessari öld má segja, að hljótt hafi verið um þetta mál frá því Guðmundur heitinn Björnsson, landlækn ir, skrifaði um þetta merka grein í Skólablaðið árið 1912 sem hann nefndi „Réttrit- unarheimska og framburðar forsmán“, og þangað til dr. Björn Guðfinnsson hóf Há- skólafyrirlestur sinn um framburð og stafsetningu haustið 1946. Skylt er þó að geta þess, að nokkrir merk ir menn studdu málstað Guðmundar landlæknis og skýrðu frá sjónarmiðum sín um f þeim efnum. Má þar nefna grein Helga Hjörvar í XII. árg. Skólablaðsins um framburðarkennslu og hljóm bætur, og grein Jóhannesar L. L. Jóhannessonar í sama blaði' um þetta efni. Þá hafði Þorsteinn Gíslason, skáld, áður einnig skrifað mjög vinsamlega grein stílaða til Guðmundar landlæknis um málið. Að vísu má segja, að grein Guðmundar hafi aðallega fjallað um stafsetningu, en þar er þó að finna þessi at- hyglisverðu orð um fram- burð á íslenzku: : „Eg fæ ekki betur séð, én það væri ofurhægt að semja nákvæmar framburðarreglur og laga og fegra framburð- inn að miklum mun; þessi reglubundni, fagri fram- burður ætti að vera spari- búningur málsins; þannig ætti að kenna málið í öllum skólum og þannig ættu allir menntaðir menn að tala það. — Réttmœli er undir- staða réttritunar." Þessi orð hins gáfaða land Iæknis eru enn j fullu gildi. Vert er að vekja athygli á síðustu setningunni: „Rétt- mæli er undirstaða réttrit- unar.“ Við þurfum ekki að leita lengi til þess að finna rökstuðning fyrir þessari skoðun; því hver hefur ekki einhvern tíma fengið bréf, þar sem auðveldlega má lesa úr rithættinum fram- burðargalla höfundar, svo sem flámæli, linmæli o. s. frv. Sé því skoðun Guðmundar Björnssonar rétt, að rétt- mæli sé undirstaða réttrit- unar, liggur í augum uppi hve réttur og fagur fram- burður er nauðsynlegur hverjum manni. í sambandi við vaknandi áhuga á fögrum fmmburði móðurmálsins er skylt að minnast hér sjóðstofnunar Helga Hjörvars og konu hans s.l. haust, þar sem kveðið er á um verðlaunaveitingar úr þessum sjóði fyrir fegurst talað mál í úvarp. Var sjóð- stofnun þessi fögur kveðja hins þjóðkunna úvarps- manns, sem á s.l. ári fyrir aldurs sakir lét af löngu og merku starfi sem skrifstofu stjóri útvarpsráðs. Þótt þeim mönnum, sem kenna islenzku í skólum okk ar ætti ekki að vera skota- skuld úr því að leiðrétta meinlegustu villur í fram- burði nemenda, ber hins að minnast, að hér á landi hef ur engin samræming ís- lenzks framburðar enn átt sér stað; og má reyndar segja, að hún hafi ekki verið fmmkvæmanleg, sökum skorts á nauðsynlegum und- irbúningi. Einn kennari not ar þennan framburð, annar hinn, og fer það venjulega eftir þvj hvaðan menn eru ættaðir af landinu; og sama máli gegnir vitanlega um okkur leikara, presta þing- menn og útvarpsþuli og aðra þá, sem skilyrði hafa til að móta framburð öðrum frem ur. Það er satt að segja ekki efnilegt fyrir erlendan stúd ent, sem kemur hingað til íslands til þess að læra að tala málið. Af kennslubók- um í islenzku fyrir útlend- inga er tæplega um annað að ræða en bók dr. Stefáns Einarssonar annars vegar og hins vegar bók Sigfúsar Blöndals, bókavarðar. En guð hjálpi þeim stúdent, sem ætlar að notfæra sér báðar bækurnar, því að þá Stefán og Sigfús greinir á um aðalatriði þessa máls. Hefur hvor sinn framburð. Er þetta gott dæmi um ó- samræmið og óreiðuna, sem ríkir í þessum efnum á fs- landi. Það var því ólítið gleði- efni, þegar dr. Björn Guð- finnsson hóf rannsóknir sín ar á íslenzkum framburði. En upphaf þessa máls var það, að á haustþinginu 1939 hafði verið áætlað nokkurt fé á fárhagsáætlun Ríkis- útvarpsins „til málfegrunar eftir fyrirmælum kennslu- málastjómarinnar“, eins og komist var þar að orði. Varð þetta í fyrsta sinn sem fé var veitt af mállýzkurann- sókna á íslandi. Tveim árum síðar, eða 1941, eftir að rannsóknir voru hafnar, kom j ljós að frekari fjárveitingar væri þörf, en þáverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónas- son, sem einnig fór með kennslumálin, hljóp þá und ir bagga og veitti aukinn styrk til greiðslu ferðakostn aðar við mállýzkurannsókn irnar, og árið 1946 kom svo út fyrsta bindi Bjöms um mállýzkur, þar sem saman voru teknar niðurstöðurnar af rannsóknum hans. Má segja, að rit þetta hafi verið byggt á sandi, því dr. Björn og aðstoðarmenn hans rannsökuu framburð um það bil 10.000 manna víðs vegar um land og var framburður hvers hljóðhafa skráður á sérstakt spjald. Dr. Björn hugsaði sér þetta fyrsta bipdi af tveim eða þrem, en hann var lengst af heilsuveill maður og lézt fyrir aldur fram. Var það stórskaði þessu merka máli, er hans missti við, því hann hafði sterkan áhuga á samræmingu ís- lenzks framburðar og var manna bezt fallinn til þess að stjóma hinum umfangs- miklu og tímafreku rann- sóknum, sem nauðsynlegar eru til undirbúnings þess, að við eignumst skynsamleg an og fagran fyrirmyndar- framburð á íslenzku. Er nú nauðsynlegt að ein- hver fær maöur taki upp merki hins fallna visinda- manns og beri málið fram til sigurs.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.