Tíminn - 28.09.1960, Page 16

Tíminn - 28.09.1960, Page 16
heldur fylgist með þróuninni. Um þessar mundir eru Opel verksmiðjurnar í Þýzkalandi að hefja framleiðslu á '61 módelinu, og má segja að það sé ekki ráð. nema í tíma sé tekið. Blaðinu barst nýlega í hendur nákvæm lýs- ing á þessu nýja módeli, og þykir okkur rétt að lúra ekki á þeim fróðleik, heldur koma honum áleiðis til lesendanna. Þessar nýýj gerðir, sem hér um ræðir, eru Opef Rekord og Caravan, sem munu í flestu tilliti verða byggðir eins, nema hvað yfirbygging er mismun- andi, enda einu nafni nefndar Rekord gerðirnar. Útlit þessara nýju vagna einkennist mjög af stóru gerð inni, Opel Kapitan — o.g svo er að sjá, sem láréttu linurn ar séu nú mjög að ryðja sér rúms í Evrópu, fyrir áhrif frá Fíat, enda mun flestum á- hugamönnum um bíla bera saman um, að Fíat, e/nkum 1800 módelið, sé óvenju stíl- hreinn og fallegur bíll. Upp- lýsingadeild Opelverksmiöj - anna segir, að þessi lárétta lína sé enn ein sönnun þess, að Opelinn sé ekki staðnaður, Þakið á Opel ’61 myndar örlítið skygg/ii yfir afturrúð- unni, og þetta smáatriði hef ur ótrúlega mikið að segja til þess að fríska upp á útlit bílsins. Afturrúðan sjálf er í svonefndum panorama stíl, og bognar fram eftir hliðun- um að neðanverðu. Framrúð- an er hins vegar ekki látin ganga inn á hurðarrýmið að þessu sinni, og munum við koma að því síðar. Aðrar á- berandi útlitsbreytingar eru eiginlega ekki aðrar en þær, að vatnskassagrindin (grillið) hefur enn einu sinni tekið breytingum, og verður ekki annað séð af meðfylgjandi myndum, en það sé énn til bóta. Byrjað að innan Um þennan nýja vagn er það að segja, að hann var byggður innan frá. Það er, að fyrst var hugsað um að láta þægindi og hagnýtingu að innan sitja í fyrirrúmi, og útlitið haft í öðru sæti. Og meðal þægindanna var það, að auðvelt væri að komast út og inn um dyr bílsins, og það mættu margar amerískar bíla Opel 1961 tegundir taka það sér til fyr- irmyndar. Þakið var örlítið hækkað og dyrnar líka. Fram rúðan var ekki látin taka inn á framhurðimar, en samt er engu síðra útsýni um hina stóru panoramaframrúðu en verið hefur, heldur hefur út- sýni um hana aukizt um 20%, því hún hækkaði um leið og bíllinn hækkaði undir loft. Víðari og rýmri Blllinn er nú víðari og rýmri á allan hátt, m.a. var aukið við fótarými framan við framsæti, og var þó ekki kvartað undan þrengslnm þar áður. Mælaborðið er fóðr að að ofan með svampgúmmíi, sem sérlega hefur talizt heppilegt til þeirra hluta. Mælamir eru beint framan við ökumann, hraðamælir, smurþrýstimælir, hitamælir og amperljós. Hraðamælirinn sýnir þrjá liti eftir hraðan- um, grænt Ijós frá 0—50 km. hraða, gult frá 50—100, og rautt þar yfir. Hitamælirinn sýnir grænt 1 j ós á réttnm hita en rautt ef hitinn verður of mikill. í miðju mælaborðinu er gert ráð fyrir útvarpi, og Framh á bls. 15.) Míðviknðagiim 28. september 1960. 217. blað. Larsen fer ekki á Olympíuraótið Urgur í dönskum skákmönnum ÞaS er harka < dönskum skákmönnum um þessar mund ir. Fréttir af því mátti lesa hér í blaðinu fyrir nokkru stðan. Þessi deila hófst með því, að danska skáksambandið vildi ekki láta Jens Enevoldsen vera foringja dönsku sveitar- innar. Þá neitaði sá góði mað- ur að fara og einnig Palle Ravn, sem hér mun mörgum að góðu kunnur, því hann tefldi á 2. borði fyrir Dani á stúdentaskákmótinu 1957, Nú hefur Bent Larsen látið frá sér heyra í sambandi við þessi átök og hann segir, að það sé mjög svo rangt að Ene voldsen geti ekki verið fyrir- liði dönsku skáksveitarinnar. Hann hafi upphaflega verið valinn til þess og það sé illa gert að svipta hann því svo. Eg er undrandi á ákvörðun skáksambandsins, segir Lars en, en sjálfur getur hann ekki tekið þátt i mótinu, sem hef j ast á í Leipzig 10. október n.k. Þola ekki hver annan Það munu tveir skákmenn hafa kvartað yfir Enevoldsen frá mótinu í Munchen 1958, (Framh. á bls. 15.) Segulbandið sann- Þetta er fjögurra dyra Rekordinn, glæsilegur vagn bæSi utan og innan, eftir því sem séS verður. Efri myndln er af Caravan. I CTWflWBWlWil ^.^y^Hversu lengi mun Krustjoff verða vestanhafs? í Washington var almennt gert ráð fyrir að hann yrSi í hálfan mánuð. Nú hefur hins vegar Valerln Zorin aðalfulltrúi Rússa hjá S. Þ. sagt, aS Krust- joff sé ekkert að flýta sér heim. Hann muni dveljast vestan hafs jafnvel í sex vikur eða lengur. ý^ý^ý^Það hefur heyrzt, að ekki sé allt eins gott milli Krustjoffs og Castros og ætla mætti. Castro er harður í horn að taka og ef Krust- joff ætlar eitthvað að fara að malda í mólnn, hótar Castro að snúa sér austur á bóginn til Pektng. -Jf Það er haft fyrir satt, að Sekou Touré forseti Guineu hafi fenglð loforð fyrir 25 þrýstiloftsflugvélum frá Sovétríkjunum, er hann var þar i heimsókn á dögunum. Fimmtíu hermenn frá Guineu munu fara til þjálfunar í Moskva innan skamms. •fc ýý ýjf Hverjir hjálpuðu bandarisku dulmálsfræðingunum Mitchell og Martin í Moskva? Álitið er að það hafi verið þeir ensku heiðursmenn Burgess og Maclean, er hurfu til Sovétríkjanna 1951. Sagt er, að þeir síðarnefndu hafi haldið þeim Martin og Michell tveggja vikna námskeið um það, hversu menn skuli lifa og starfa í Sovétríkjunum. Fleiri pólití til Grænlands Erik Hesselbjerg lögreglu- landi er nú á leið til Kaup- foringi Godthaab á Græn- mannahafnar þeirra erinda að reyna að fá fleiri lögreglu menn til Grænlands. Eins og stendur eru þar fimm lög- reglumenn frá Danmörku auk tuttugu Grænlendinga. Þetta er hins vegar hvergi nærri nóg. Afbrot virðast fara ört vaxandi í Grænlandi og lögreglumenn sem hafa stór eftirlitssvæði geta ekki sinnt sínu starfi svo sem skyldi. Grænlejndsmálaráðuneytið mun nú gera skjótar ráðstaf- anir til þess að auka lögreglu liðið á Grænlandi og fá því í hendur betri samgöngutæki. aði ðtryggðina Konan varð að játa Tæplega fimmtugur maður situr nú fyrir rétti í Kaup- mannahöfn ákærður fyrir að ógna lífi konu sinnar Þetta á sér þá forsögu, að maðurinn hafði látið segulband vera í gangi á heimili sínu meðan hann var úti við. Þegar hann svo hlýddi á það, er heim kom, fékk hann hræðilega vitn- eskju. Hinn ógæfusami eiginmað- ur segist hafa haft grun um það um nokkurt skeiö, að kona sín væri sér ótrú. Dag nokkurn ók ég heim um há- degisbilið. Eg vissi, að konan myndi ekki vera heima. En- hvern veginn fannst mér símatólið vera öðruvísi en (Framhald á 15. síðu) Kaldi Suðaustan kaldi og rigning en hægir og birtir til eftir því sem á daginn líður.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.