Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.09.1960, Blaðsíða 1
Áskríftarsíminn er 1 2323 218. tbl. — 44. árgangur 1960. Matthíasarsafnið á Akureyri — bls. 8. ■MtiMinriÉMráÉÉaMiaúritÉiÉÍBMÉ—i—i——ihii rjigarrtattw Flmmtudagur 29. september 1960. Útifundur um landhelgismálið á Lækjartorgi á laugardaginn Þjóðin mun ekki þola neinn undan- slátt frá 12 mílna fiskveiðiland- helginni umhverfis landið Eins og kunnugt er hefur ríkisstjórnin tilkynnt að hún Kind skaðar bifreið í síðustu viku voru tveir piltar frá Akureyri á leið heim til sín frá Reykjavík á litlum bíl. Er þeir voru staddir norð arlega i Húnavatnssýslu og myrkur skollið á, bar svo við ag allt í einu birtist kind fram undan á veginum, og skifti það engum togum að bíllihn lenti á henni, og það harka- lega að hún kastaðist upp á vélarhlífina. Piltarnir stöðv- uðu bílinn undir eins, og létu sér ekki detta annað í hug en kindin væri steindauð, a. m.k. sundurlemstruð. En sem bíllinn er stanzaður og pilt- arnir komnir út, snarast kind in niður af vélarhlífinni o.g tók til fótanna út í myrkrið. Kom fyrir ekki, þótt piltarnir tveir, sem báðir eru vel frískir menn og fótfráir, tækju til fótanna á eftir henni; hún var þeim fljótari og hvarf út í myrkrið á harðaspretti. Gátu þeir alls ekki séð, að henni hefði orðið meint af. en hins vegar var stór dæld í vélarhúsið, þar sem kindin lenti er áreltsturinn varð. -s- muni hefja samningaviðræður við Brefa í Reykjavík n. k. laugardag 1. október. Hefur hún með þvi gengið á öll fyrri fyrirheit um málið og ætlar sér að hundsa vilja þjóðarinn- ar, sem ætíð hefur verið skýr og óvefengjanlegur: „Við munum aldrei semja um ský- lausan rétt okkar eða beygja okkur fyrir ofbeldinu". Þrátt fyrir einhuga vilja þjóð- arinnar sezt ríkisstjórnin að samn- mgaborði við Breta og ætlar að semja af okkur þann sigur, sem þjóðin hefur unnið með bjarg- (Framhald á 2. síðuj. Alþingi hefst 10. októher Ilandhafar valds forseta ís- lands, hafa, a'ð tillögu forsætis- ráðherra, kvatt reglulegt Alþingi 1960 til íundar mánudaginn 10. október, og fer þingsetning fram að lokinni guðsþjónustu er hefst í dómkirkjunni kl. 13.30. (Frá Forsætisráðuneytinu). Deila milli sjúkra- samlaga og lækna Falla bætur fyrir læknisstörf í heima- húsum utan Reykjavíkur niður? Tvær deilur eru nú uppi með læknum og sjúkrasam- lögum. Annars vegar deila læknar ufan Reykjavíkur við Tryggingastofnun ríkisins fyr- ir hönd sjúkrasamlaganna og hins vegar læknar í Reykjavík og Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Horfur munu vera sæmilegar á samkomulagi í Reykjavík en síðri úti á landi. BlaðiS spurðist fyrir um þessi deilumál hjá Kristni Stefánssyni, formanni Lækna félags íslands í gær. Kristinn kvað praktiserandi lækna ut an Reykjavíknr gera þá kröfu að þeir fái hér eftir sömu greislu frá sjúkrasamlögun- um fyrir heimilislækningar og læknar í Reykjavík. Undan- farið hefur þessi greiðsla ver ið nokkru lægri utan Reykja víknr. Tryggingarstofnun rík- isins vill ekki ganga að þess ari kröfu, og hafa læknar á allmörgum stöðum þvj sagt upp samningum vig sjúkra- samlögin frá 1. okt. n.k. Náist ekki samkomulag gera trygg ingalögin ráð fyrir að skipað ur sé gerðardómnr þar sem Tryggingarstofnunin tilnefnir eihn mann, Læknafélag ís- lands annan og Hæstiréttur hinn þriðja. Hins vegar taldi Kristinn Stefánsson líkur á að læknar myndu ekki skipa mann af sinni hálfu í gerðardóminn. Verði gerðar dómur ekki starhæfar má gera ráð fyrir að niður falli bætur fyrir læknastörf í heimahúsum. Munu sjúkra- samlag&göld þá lækka að ■sarna skapi, en sjúklingar greiða læknum eftir gjald- skrá. Læknar á eftirtöldnm stöðum hafa sagt upp samn ingum: Akranesi, ísafirði, Siglufiröi, Akureyri, Vestm. eyjum, Selfossi, Keflavík, Njarðvík og Hafnarfirði. — Kristinn Stefánsson taldi þó rétt að geta þess að enn væri alls ekki útilokað að samkomulag næðist fyrir 15. október. Deilt um bíla Um deilu Reykjavíkurlækna við Sjúkrasamlag Reykjavik- ur gegnir öðru máli. Sögöu læknar fyrst og fremst upp samningum vegna þejic, að þeir töldu sig ekki fá bílleyfi sem þeir ættu rétt til. Þessi leyfi hafa nú verið veitt, en þvj hefur verið skotið til (Framhald á 2. síðu). Einhuga þjóð Þessi mynd var tekin á Lækjartorgi 4. september 1958 af útifundi um land- helgismálið. Þessi fundur, sem mun vera langfjöl- mennasti útifundur, sem haldinn hefur verið í Reykjavík sýndi vel einhug íslenzku þjóðarinnar um að standa tryggan vörð um rétt sinn og hvika hvergi fyrir ofbeldinu. Þessi fund- ur þúsundanna skoraði ein- dregið í einu hljóði á ríkis- stjórnina að setjast aldrei að samningaborði við Breta um fiskveiðilandhelgina. Þá voru þeir menn, sem nú fara með völd í landinu neyddir til þess af almenn ingi að taka undir þá kröfu, strax og þeir eru seztir í i áðherrastóla snúa þeir við blaðinu. Þjóðin mun sýna það á laugardaginn að vilji hennar hefur í engu breytzt frá því fyrir 2 árum og hún mun ekki þola neinn und- anslátt frá 12 mílna fisk- veiðilögsögunni. Um „dauðan Sagabókstaf áá — bls. 8 gn5gg8B^awt?iBB^aawi»aHMiMHa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.